Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1994, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. MARS 1994
Notað og nýtt
með kaffinu
Halaleikhópurinn hefur frá
áramótum unnið að litlum leik-
þætti undir leikstjórn Guðrúnar
Ásmundsdóttur sem sýndur var
í Gerðubergi 19. febrúar.
Halaleikhópurinn heldur sýn-
ingu á leikþættinum Notað og
nýtt á fóstudag kl. 20.30 og laugar-
dag kl. 16 í Halanum, Hátúni 12.
Lífið
er lestur
Andspyrnuhreyfing gegn ólæsi
verður með dagskrá í Langholts-
kirkju á sunnudag kl. 15.30-17.
Hreyfingunni hefur einnig borist
liðsauki. Ljóðaunnendur á öllum
aldri mæta með bók í hönd og ljóð
í hjarta og flytja dagskrána. Þar
er meðal annars Barnakór Kárs-
nesskóla og niu ára böm úr Aust-
urbæjarskóla lesa frumsamið
efni. Einnig lesa Ingibjörg Har-
aldsdóttir, Sveinn Yngvi Egils-
son, VilborgDagbjartsdóttir, Sjón
og Þórarinn Eldjárn frumsamin
ljóð. Nokkrir framhaldsskóla-
nemar taka þátt í dagskránni og
lesa frumsamin ljóð. Félagar úr
bókmenntaklúbbi Hana-nú ílytja
ljóðadagskrá.
Ljóðatón-
leikar
Katrín Sigurðardóttir sópran-
söngkona kemur fram á ljóðatón-
leikum Gerðubergs á laugardag
kl. 17. Katrín starfar sem píanó-
leikari og söngkennari við Söng-
skólann í Reykjavík en auk þess
hefur hún viða komið fram opin-
berlega sem söngkona, meðal
annars í Þjóðleikhúsinu og í ís-
lensku óperunni. Á efnisskránni
eru meðal annars verk eftir
Grieg.
Kolaportið:
Tölvur og
tækni
Meira en 30 aðilar kynna nýj-
ungar í tölvum, hugbúnaði og
tækni af öllu mögulegu tagi í
Kolaportinu 12. og 13. mars. Bók-
haldskerfi fyrir heimilisbókhald-
ið jafnt sem risafyrirtækið, ensk-
íslenska orðabók á tölvuformi,
tölvur af ótal gerðum og stærðum
ásamt ólíklegustu fylgihlutum.
Diskhngar, ryksugur, skjásíur,
margmiðlunarbúnaður og annað
verður til sýnis í Kolaportinu.
Kynnt verður nýtt tölvu-kara-
oke svo nú getur fólk sungið með
tölvunni sinni.
Draumórar í
Borgarfirði
Ungmennafélag Reykdæla í
Borgarfirði frumsýnir á laugar-
dag söngleikinn Draumóra í
Logalandi. Leikritið er eftir Þor-
vald Jónsson í Brekkukoti en
hann sér jafnframt um leikstjórn
og fer með hlutverk í leiknum.
Draumórar er söngleikur með
rómantísku ívafi. Tónhst og laga-
textar eru eftir Magnús Eiríks-
son.
Dans fyrir
alla
Jógastöðin Heimsljós býður
upp á dans um helgina. Fyrra
námskeiðið er ætlað öllum sem
vilja dansa og leika sér en hið
síðara er fyrir fagfólk.
Leiðbeinandi á námskeiðunum
er Jamaica-stúlkan Anamika en
hún hefur dansað allt sitt líf.
Freyvangsleikhúsið
sýnir „Hamförina"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Freyvangsleikhúsið frumsýnir í
kvöld í Freyvangi í Eyjafjaröarsveit
nýtt íslenskt leikrit, „Hamförina"
eftir Hannes Örn Blandon og Helga
Þórsson. Verkið fiallar á gersamlega
ábyrgðar- og alvörulausan hátt um
leitina að jafnvægi í alheiminum og
er það raunar verulega djúpt í árinni
tekið því að mestu leyti er ólmast um
á ýmsum stöðum í leit sem tengist
þessu háleita markmiði.
Freyvangsleikhúsið er áhugaleik-
hús og öll vinna við uppsetningu
verksins því sjálfboðavinna og tóm-
stundastarf. Vel á fiórða tug vaskra
kvenna og karla hefur lagt hönd á
plóginn við hin ýmsu verkefni, s.s.
smíðar, sauma, leikmunagerð, bún-
ingahönnun o.s.frv.
Leikstjórn er í höndum Hannesar
Arnar Blandon en honum til aðstoð-
ar er Emilía Baldursdóttir. Margrét
Rögnvaldsdóttir er hins vegar ábyrg
fyrir dönsum. Meðal leikenda í
helstu hlutverkunm eru Helgi Þórs-
son, Leifur Guðmundsson, Helga
Það eru mikil átök í gangi á sviðinu í Freyvangi um þessar mundir.
DV-mynd gk
Agústsdóttir, Stefán Guðlaugsson,
Ólafur Theódórsson og Heimir
Bragason.
Frumsýning er í kvöld kl. 20.30 sem
fyrr sagði og næsta sýning á sunnu-
dagskvöld á sama tíma. Hópafsláttur
er veittur á sýninguna fyrir tíu
manns eða fleiri og einnig fá eldri
borgarar afslátt.
Þau í leikfélagi Hvammstanga ætla
að leggjast í víking um helgina og
sýna Saumastofuna eftir Kjartan
Ragnarsson í Búðardal og Kópa-
vogi. Leikstjóri er Hörður Torfason.
DV-mynd G.Bender
Hátíðartónleikar
í Óperunni
Styrktarfélag íslensku óperunnar
býður styrktarfélögum sínum og
styrktarfyrirtækjum tíl tvennra há-
tíðartónleika í íslensku óperunni um
helgina. Á tónleikunum mun Óperu-
kórinn undir stjórn Garðars Cortes
ásamt einsöngvurunum Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur og Ingveldi Ýr Jóns-
dóttur flytja mörg vinsæl atriði úr
óperum, óperettum og söngleikjum.
Leikfélag Hvammstanga:
LeggStí
víking um
helgina
Leikfélag Hvammstanga ætlar að
leggjast i víking um helgina og sýna
Saumastofuna eftir Kjartan Ragn-
arsson í Búðardal á laugardaginn og
á sunnudaginn í félagsheimilinu í
Kópavogi á sunnudaginn. Sýnt verð-
ur klukkan níu í Búðardal en klukk-
an fiögur í Kópavogi. Leikstjóri er
Hörður Torfason. Sýningin hefur
gengið vel þar sem hún hefur verið
sýnd. -G.Bender
Selkórinn heldur tónleika i Landakotskirkju.
Bach-tónleikar í
Landakotskirkju
Selkórinn á Seltjarnarnesi efnir til fyrstu af þremur sem Selkórinn tek-
tónleika í Landakotskirkju á sunnu- ur þátt í ásamt öðrum flytjendum nú
dag kl. 17. Tónleikar þessir eru þeir í mars.
Náms-
kynningí
Háskólanum
Kynning verður haldin á sunnudag
á námi í þeim skólum sem taka við
eftir grunn- og framhaldsskóla. Nám
í mennta- og fiölbrautaskólum er
ekki kynnt sérstaklega nema þegar
um starfsmiðaðar brautir er að ræða.
Fullorðinsfræðslu og endurmenntun
verða gerð skil, auk þess sem kynnt
verður margvísleg þjónusta fyrir
námsfólk, svo sem eins og bankar,
atvinnumiðlun og ráðningarfyrir-
tæki. Alþjóðaskrifstofa háskólastigs-
ins, Upplýsingastofa um nám erlend-
is og Fulbrightstofnun kynna náms-
möguleika erlendis. Þá mun Náms-
ráðgjöf Háskóla íslands kynna leiðir
við námsval.
Kynningin fer fram í byggingum
Háskólans og í byggingu Sjómanna-
skólans í Reykjavik og Kennarahá-
skóla íslands sem eru hlið við hlið á
sama holtinu.
Stórsveit Reykjavikur.
Ráðhúsið:
Stórsveit Reykjavíkur
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Ráðhúsi Reykjavíkur á laug-
ardag kl. 17. Þetta eru aðrir tónleikar
hljómsveitarinnar í Ráðhúsinu í vet-
ur. Á efnisskránni er hefðbundin Big
band tónlist, bæði ný og gömul.
Söngvarar með Stórsveitinni að
þessu sinni verða þau Þuríður Sig-
urðardóttir, Ragnar Bjarnason og
Egill Ólafsson og munu þau meðal
annars syngja lögin All of me, It don’t
mean a thing og New York, New
York.
21
Borgarleikhúsið
Stóra svíð:
Gleðigjalarnir
sunnudag kl. 20.00
Eva Luna
föstudag kl. 20.00
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Þjóðleikhúsið
Stóra svið:
Gauragangur
laugardag kl. 20 00
sunnudag kl. 20.00
Skilaboðaskjóðan
laugardag kl. 14.00
sunnudag kl. 14.00
Litla svíð:
Seiður skugganna
laugardag kl. 20.00
Smíðaverkstæðið:
Blóðbrullaup
föstudag kl. 20.30
Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ
Þetta reddast
föstudag kl. 20.30
Tjarnarbíó:
Sweeney Todd - morðóði
rakarinn vlð Hafnargötuna
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl. 20.00
Islenska leikbúsið
i Hinu húsinu:
Vörulyftan
laugardag kl. 20.00
sunnudag kl, 20.00
Leikfélag Akureyrar:
Bar Par
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
Frú Emilía:
□ónalega dúkkan
föstudag kl. 20.30
laugardag kl. 20.30
sunnudag kl. 20.30
Unglingar
og
foreldrar
Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur,
Samband foreldrafélaga og íþrótta-
og tómstundaráð efna til samkomu á
laugardag kl. 13 í Háskólabíói. Á
samkomunni verður fiallað um satrr-
skipti unglinga við fiölskyldur sínar,
nám unghnga og viöhorf þeirra til
skólans. Einnig verður fiallað um
tómstundir unglinga og atvinnuþátt-
töku þeirra.
Möguleikhúsið sýnir Umferðarálfinn
Mókoll á leikskólum og yngstu
bekkjum grunnskóla.
Umferðar-
álfurinn
Mókollur
Möguleikhúsið æfir nú af kappi
nýtt íslenskt barnaleikrit sem heitir
Umferðarálfurinn Mókollur. Sýning-
in er unnin í samvinnu við Umferð-
arráð. Leikritið er ferðasýning sem
ætluð er leikskólum og yngstu bekkj-
um grunnskóla. Þar er leitast við að
kenna börnunum að varast þær
hættur sem helst kunna að verða á
vegi þeirra í umferðinni um leið og
þau upplifa ævintýraheim leikhúss-
ins.