Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1994, Blaðsíða 2
18 FÖSTUDAGUR 13. MAÍ 1994 Veitingahús Með víni A. Hansen Vesturgötu 4, Hf„ sími 651693. Opið 11.30-22.30 alla daga. American Style Skipholti 70, simi 686838. Opið 11-22 alla daga. Amma Lú Kringlunni 4, slmi 689686. Opið föstudag og laugardag kl. 18-03. Argentina Barónsstlg 11 a, slmi 19555. Opið 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar. Asía Laugavegi 10, simi 626210. Opið 11.30- 22.30 v.d„ 12-22.30 sd„ 11.30- 23.30 fd. og Id. Askur Suðurlandsbraut 4, sími 38550. Opið 11-22 sd.-fid„ 11-23.30, fd. og Id. Árberg Armúla 21, sími 686022. Opið 7- 18 sd.-fd„ 7-15 Id. Áslákur Ási, Mosfellsbæ. Opið fi. og su. 18-01 og fö, lau, 18-03. Bankok Laugavegi 130, slmi 13622. Opið 11.30- 14 og 18-23.30 alla daga. Banthai Laugavegur 130, simi 13622. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Búmannsklukkan Amtmannsstig 1, simi 613303. Opið 10-23.30 v.d, 10-1 Id. og sd. Café Amsterdam Hafnarstræti 5, simi 13800. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. Café Bóhem Vitastig 3, simi 628585. Opið 18.30- 01 v.d„ 18.30-03 fd. og Id. Café Kim Rauðarárstig 37, simi 626259. Opið 8-23.30. Café Milanó Faxafeni 11, sími 678860. Opið 9-19 m.d„ 9-23.30 þri-fi. 9-01 fd. og ld„ 9-23.30 sd. Duus-hús v/Fischersund, simi 14446. Opið 18-01 v.d„ 18-03 fd. og Id. Café París v/Austurvöll, sími 11020. Opið 8- 01 v.d„ Id. 10- 1, sd. 11- 1. Eldsmiðjan Bragagötu 38 A, simi 14248 og 623838. Opið 11.30-23.30 alla daga. Fjörukráin Strandgötu 55, sími 651213. Opið 18-1 sd. til fim„ 18-3 fd. og Id. Einn- ig opið 12-15 fim„ fd. og Id. Fjörugarðurinn opinn Id. og sd. Fjöröurinn Strandgötu 30, simi 50249. Opið 11-3 fd. og Id. Fossinn, Garðatorgi 1, simi 658284. Opið 11-01 v.d„ 11-03 fd„ Id. Fógetlnn Aðalstræti 10, slmi 16323. Opið 18-24.30 v.d„ 18-2.30 fd. og Id. Gaflinn Dalshrauni 13, sími 54477. Opið 08-21. Gaukur á Stöng Tryggvagötu 22, simi 11556. Opið 11.30-14.30 og 18-1 v.d„ 11.30- 14.30 og 18-3 fd. og Id. 18-3 sd. Gullni haninn Laugavegi 178, simi 679967. Opið 11.30-14.30 og 18-22 v.d„ 18-23 fd. og Id. Gvendur dúllarl Pósthússtræti 17, sími 13344. Opið 12-01 vd og 12-03 fd og Id. Götugrillið Kringlan 6, sími 682811. Opið 11.30- 19.30vd. 11.30-16.30 Id. lokað sd. Hanastél Nýbýlavegi 22, sími 46085. Opið 11.-23.30 vd, 11-01 fi-su. Hard Rock Café Kringlunni, simi 689888. Opið 11.45-23.30 md.-ld„ 12-23.30 sd. Hjá Hlölla Austurstræti 6, s. 17371. Opið 10-01 vd, 10-04 fd.ld. Þórðarhöfða 1. Opið 10- 24 vd, 10-04 fd, Id. Hong Kong Armúla 34, sími 31381. Opið 11.30- 22 alla daga. Hornið Hafnarstræti 15, simi 13340. Opið 11- 23.30 alla daga. Hótel Borg Pósthússtræti 11, simi 11440. Opið 8-23.30 alla daga. Hótel Holt Bergstaðastræti 37, sími 25700. Opið 12-14.30 og 19-22.30 v.d„ 12-14.30 og 18-22 fd. og Id. Hótel ísland v/Ármúla, slmi 687111. Opið 20-3 fd„ 19-3 Id. Hótel Lind Rauðarárstlg 18, slmi 623350. Opið 7:30-22:00. Hótel Loftleiðir Reykjavíkurflugvelli, simi 22322. Opið í Lóninu 0-18, I Blómasal 18.30- 22. Hótel Óðinsvé v/Ööinstorg, slmi 25224. Opið 12-15 og 18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id. Hótel Saga Grillið, simi 25033, Súlnasal- ur, sími 20221. Skrúður, slmi 29900. Grillið opið 19-22.30 alla daga, Súlnasalur 19-3 ld„ Skrúður 12-14 og 18-22 alla daga. Hról höttur Hringbraut 119, slmi 629291. Opið 11-23 alla daga. ítalla Laugavegi 11, simi 24630. Opið 11.30- 23.30 alla daga. Jarlinn Bústaðavegi 153, slmi 688088. Opið 11-23 alla daga, nætursala til 3. Jazz, Ármúla 7. Op. sd-fim. kl. 18-01 og fd-ld. kl. 18-03. Jónatan Llvlngston mávur Tryggvagötu 4-6, sími 15520. Opið 17.30-23 v.d„ 17.30- 23.30 fd. og Id. Kabarett, matkrá Austurstræti 4, slmi 10292. Opið 11-22 alla daga. Kaffibarinn Bergstaðastræti 1, sími 11588. Kaffl 17 Laugavegi 91, slmi 627753. Opið 10-18 md.-fi„ 10-19 fd„ 10-16 ld„ lokað sd. Kaffi Torg Hafnarstræti 20, slmi 110235. Opið 9-18 vd„ 10-16, Id. sd. Kinahoflð Nýbýlavegi 20, sími 45022. Opið 17-21.45 v.d„ 17-22.45fd„ Id. og sd. Klna-húsiö Lækjargötu 8, slmi 11014. Opið 11.30-14 og 17.30-22 v.d„ 17.30-23 fd , 15-23 ld„ 17-22 sd. Kolagrllllö Þingholtsstræti 2-4, sími 19900 Opið 18-01 v.d„ 18-03 fd. og Id. Kringlukráln Kringlunni 4, sími 680878. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id. Kænan Öseyrarbraut 2, slmi 651550. Opið 7-17 v.d„ 9-16 Id. lokað sd. L.A.-Café Laugavegi 45, sími 626120. Opið 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. Lauga-ás Laugarásvegi 1. sími 31620. Opið 11-22. Lauga-ás Suðurlandsbraut 2, sími 689509. Opið 11-22 alla daga. La Prlmavera Húsi verslunarinnar, simi 678555. Op. 12.00-14.30, 18-22 v.d„ 18-23.00 fd. 18-23.30 Id, 18-22 sd. Lelkhúskjallarinn simi 19636. Leikhú- sveisla: leikhúsmiöi og þriréttuð máltið öll sýningarkv. á St. sviðinu. Borðp. Op. öll fd,- og Idkv. Lltla Italia Laugavegi 73, slmi 622631. Opið 11.30-23.30 alla daga. Veitingahús Lækjarbrekka Bankastræti 2, simi 14430.. Opið mán.-miðvd. 11.00-23.30, fim.-sd. 11.00-0.30. Listakatfi Engjateigi 17-19, simi 684255. Opið 10-18 alla daga, 14-18 sd. Madonna Rauðarárstíg 27-29, simi 621988. Opið 11.30-23.30 alla daga. Mamma Rósa Hamraborg 11, simi 42166. Opið 11-14 og 17-22 md.-fimmtud„ 11-23.30 fd„ 12-23.30 ld„ 12-22 sd. Marhaba Rauðarárstig 37, sími 626766. Opið alla daga nema md. 11.30-14.30 og 17.30- 23.30. Mekong Sigtúni 3, simi 629060. Opið 11- 14 og 17-22 vd. og ld„ 17-22 sd. Mongolian Barbecue Grensásvegi 7, sími 688311. Opið 17-23 alla daga. Mónakó, Laugavegi 78, simi 621960. Oplð 17-01 vd, oog 12-03 fd og Id. Naustiö Vesturgötu 6-8, sími 17759. Opið 12- 14 og 18-01 v.d., 12-14 og 18-03 fd. og Id. Ópera Lækjargötu 2, sími 29499. Opið 18-23.30 v.d„ 18-24.30 fd. og Id. Pasta Basta Klapparstíg 38, sími 613131. Opið alla daga frá 11.30-23.30. 12-23. Perlan Oskjuhlið, sími 620200. Opið 18-23.30 v.d., 18-24.30 fd. og Id. Pisa Austurstræti 22, simi 12400. Opið 11.30- 23.30 v.d., 11.30-1 fd„ 18-1 ld„ 18-23.30 sd. Pizzabarinn Hraunbergi, sími 72100. Opið 17- 24.00 sd.-fi„ 12-02 fd og Id. Pizza Don Pepe Öldugötu 29, simi 623833. Opið v.d. 17-23, Id. og sd. Pizza heim eingöngu heimsendingarþjón- usta, sími 871212. Opið 11.-01. vd„ fd. Id. 11 -05. Pizza Hut Hótel Esju, sími 680809. Opið 11.30- 22 v.d„ 11.30-23 fd. og Id. Pizzahúslö Grensásvegi 10, sími 39933. Opið 11.30-23.30 alla daga. 11.30-3 fd. og Id. f. mat til að taka með sér. Pizza 67 Nethyl 67, simi 671515. Opið 11.30- 01 vd og 11.30- 03 fd. og Idi Pizzusmiðjan Smiðjuvegi 14 D, sími 72177. Opið 18-04 vd„ 12-05 fd. og Id. Pítan Skipholti 50 C, simi 688150. Opið 11.30- 22. Potturinn og pannan Brautarholti 22, sími 11690. Opið 11.30-22 alla daga. Prag Laugavegi 126, sími 16566. Opið 12-14 og 18-22, má-fim, 18-23 fd-sd. Rauða Ijónið Eiðistorgi, simi 611414. Opið 18- 1 vd„ 12-15 og 18-3 fd. og Id. Selið Laugavegi 72, simi 11499. Opið 11- 23 alla daga Seljakráin Hólmaseli 4, simi 670650. Opið 18-23.30 vd„ 18-1 fd. og Id. Setrið Sigtúni 38, simi 689000. Opið 12- 15 og 18-23. Sex baujan Eiðistorgi, simi 611414. Opið 18-23.30 fd. og ld„ sd. 18.-22. Slam Skólavörðustig 22, simi 28208. Opið 18-22 vd„ 18-22.30 fd. og Id. Lokað á md. Singapore Reykjavikurvegi 68, simi 54999. Opið 18-22 þd.-fimmtud. 18-23 fd.-sd. Sjanghæ Laugavegi 28, sími 16513. Opið 11.30- 23.30 vd„ 12-22.30 sd. 11.30- 23.30 fd. og Id. Sjangmæ Armúla 23, sími 678333. Opið alla daga 11-20.30. Skálafell Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 666464. Opið fim. og su. 19-01 og fö. og lau. 19-03. Sklöaskálinn Hveradölum, simi 672020. Opið 18-11.30 alla d. vikunnar. Skólabrú Skólabrú 1, simi 624455. Opið frá kl. 18.00 alla daga. Opið i hádeginu. Smurðbrauðstofa Stínu Skeifunni 7, simi 684411. Opið 9-19 vd. 9-20.30 fd. og Id. Lokað sd. Sólon íslandus. simi 12666. Opið 11-03 fd. og ld„ 11-01 sd. og 10-01 vd. Stelkhús Harðar Laugavegi 34, sími 13088. Opið 11.30-21 vd. og sd, 11.30- 23.30 fd. og Id. Svarta pannan Hafnarstræti 17, sími 16480. Opið 11-23.30 alla daga. Taj Mahal, Tandori Hverfisgötu 56, simi 21630. Opið 18-22.30 þd.-fimmtud. og sd„ 18-23.30 fd. og Id. Lokað á md. Thailandi matstofa Laugavegi 11, simi 18111 og 17627. Opið 18-22 alla daga. Tongs-take away Hafnarstræti 9, simi 620680. Opið 11:30-22 alla daga. Tveir vinir og annar I frii Laugavegi 45, sími 21255. Opið 12-15 og 18-1 v.d„ 12-15 og 18-3 fd. og Id. Veitlngahúslö 22 Laugavegi 22, simi 13628. Opið 12-1 v.d„ 12-3 fd. og Id. Verdl Suðurlandsbraut 14, simi 811844. Opið md.-fd„ 11.30-22 og fd.-sd.11.30- 23. Við Tjörnlna Templarasundi 3, simi 18666. Opið 12-14 og 18-22.30 md.-fd„ 18-23 Id. og sd. Vlöeyjarstofa Viðey, sími 681045 og 621934. Opið fimmtud.-sunnud. Kaffistofa opin 14-17. Veitingasalur opinn 18-23.30. Vitabar Bergþórugötu 21, sími 17200. Opið 11-23.30 vd„ 11-02 fd. sd. Þrir Frakkar hjá Úlfari Baldursgötu 14, slmi 23939. Opið 11 -14.30 og 18-23.30 Id. og sd. Ölver v/Alfheima, simi 686220. Opið 11.30- 14.30 og 18-1 v.d„ 18-3 fd. og Id. AKUREYRI: Bautinn Hafnarstræti 92, simi 21818. Opið 9-22. Bing Dao Geislagötu 7, simi 11617. Blómahúsiö Hafnarstræti 26-30, sími 22551. Opið 9.00-23.30 mán.-fim.,9.00-1 fd. og Id. Café Karólína Kaupvangsstræti 23, simi 12755. Opið 11.30-1 mán.-fim„ 11.30-3 fd„ 14-3 Id. og 14-1 sd. Crown Chicken Skipagötu 12, simi 21464. Opið 11-21.30 alla daga. Dropinn Hafnarstræti 98, sími 22525. Fiðlarinn Skipagötu 14, simi 27100. Opið 11.30- 14 og 18-21.30 v.d„ 18-22 fd. og Id. Grelfinn Glerárgötu 20, sími 26690. Opið 11.30- 22.30 v.d„ 12-2 fd. og Id. Réttur vikunnar: Smálúðuflök með gráðaosti Réttur vikunnar kemur að þessu sinni frá Jóni Sölva Ólafssyni, starfs- manni á Steikhúsi Harðar. Jón Sölvi lærði í Perlunni og á Hótel Óðinsvé- um. 2 dl hvítvín 1 msk. fínt saxaður laukur gráðaostur eftir smekk 4 dl ijómi salt og pipar 1 teningur fiskikraftur sítrónusafi 440 g roðlaus smálúðuflök 8 kartöflur 80-90 g rækjur Zi lítri vatn 1-2 dl hvítvín 95 g gulrætur 30 g sellerí Jón Sölvi Ólafsson. 25 g blaðlaukur Laukurinn er kraumaður í potti. Hellið hvítvíni í pottinn og látið síðan gráðaostinn út í og sjóðið örlítið. Því næst er ijómanum bætt út í og í lok- in er sósan krydduð með salti, pipar og sítrónusafa eftir smekk. Smá- lúðuflökin eru roðrifin og hreinsuð. Síðan eru þau skorin langsum. Sláið ögn á sárið og fyflið með rækjum og rúllið upp. Síöan er hvítvíni og vatni hellt á pönnu og kryddað með salti, pipar og sítrónusafa. Rúflurnar eru að því búnu látnar á pönnuna og lok eða álpappír sett yfir. Lúðan er soðin í 3 mínútur og er þá tekin af hellunni og látin standa í 3 mínútur. Borið fram með soðnu grænmeti og kart- öflum. Norræna húsið er eilitið á skjön við þann kaffihúsakúltúr sem ríkir á kaffihúsum miðbæjarins, það gerir bæði lega þess og gestaflóra. Andrúmsloftið er kannski ekki öllum að skapi, kannski of skóla- eða menningarstofnunar- legt, en rýnir mælir engu aö síður eindregið með heimsókn þangað. Kaffitár í Vatnsmýrinni Staðir eldast misvel. Sumir hverjir verða afskaplega hallærislegir með tímanum og beinlínis leiðinlegir meðan aörir lifa allar breytingar í innanhússhönnun af og gott betur. Kaffitería Norræna hússins er ágætt dæmi um hið síðarnefnda. Það er óþarft að rita um það langhund en óhætt er að fullyrða að verk finnska arkitektsins Alvars Aalto hefur staðist tímans tönn með stæl þar sem það er niður komið í Vatnsmýrinni. Kaffiterian er í norðurhluta Norræna hússins til vinstri eftir að inn er komið. Við blasir bjartur og einfaldur sal- ur. Gólfið er klætt svörtum flísum og veggimir hvítir. Borð og stólar eru úr beyki, borðin með svartri plötu en stólarnir með dökkbláum setum. Afgreiösluborðið, til hægri, er blanda af svörtu, stáli og beyki. Allt er hreint og beint, laust við aflt tildur. Gluggar eru fram á ganginn en utan á þeim er trégrind sem einangrar staðinn betur frá umferðinni á ganginum. Norræna húsið hefur lengi verið athvarf fólks úr menn- ingar- og menntageiranum. Háskólinn er jú steinsnar frá og hafa stúdentar löngum lagt leið sína í Norræna húsið. Norðurlandabúar, sem rýna í dagblöðin frá sínu heima- landi, setja einnig sterkan svip á staðinn. Norræna húsið er vettvangur alls kyns menningar- uppákoma, t.d. i myndist og tónlist, og ber gestaflóran nokkurn keim af því. Það er fræðafnykur í loftinu og samtöl gesta ljá staðnum þennan sérstaka norræna blæ. Norræna húsið er ekki í alfaraleið eins og kaffihúsin í miðbænum og allt umhverfi annað. Vatnsmýrin, sem nú iðar af lífi, kemur gestum í sérstakt ástand áður en inn er komið. Og hún heldur áfram að gæla við mann eftir að inn er komið. Yfirleitt er afskaplega rólegt og friðsælt í kaffiteríu Norræna hússins. í hádeginu er þó örtröð gesta sem eru að fá sér snarl og við uppákomur í húsinu er eðlilega líf í tuskunum. Kristín Eggertsdóttir hefur stjórnað kaffiteríu Norræna hússins frá upphafi og víst að gestir eru þar í góðum höndum. Veitingar fást allar gegn hóflegu gjaldi. Gott, bragðmikið kaffi með ábót kostar 125 krónur, te 100 krón- ur og kakó með rjóma í sérskál 150 krónur. Án rjóma kostar það 125 krónur. Gestir bjarga sér að mestu sjáflir en njóta annars að- stoðar afar velvfljaðs starfsfólks. Meðlæti er í heimifls- legri kantinum og bragðast í samræmi við það, vel. Með- læti kostar á bilinu 70-140 krónur. Hjónabandssæla var einkar bragðgóð og kleinan var einfaldlega eins og klein- ur eiga að vera. Gestir geta einnig valið milli sætmetis eins og pönnuköku með rjóma, tebollu eða marsispan- tertu og geta líka fengið alls kyns brauðmeti. Smáréttir af ýmsu tagi kosta 400-850 krónur. Það vakti hrifningu undirritaðs að milli kl. 12 og 13, þegar mest er að gera, er ekki leyft að reykja og léttir það væntanlega mjög tilveru manna þarna inni. Annars er ekki amast við reykingum. Norræna húsið er eilítið á^kjön við þann kaffihúsakúlt- úr sem ríkir á kaffihúsum miðbæjarins, það gerir bæði lega þess og gestaflóra. Andrúmsloftið er kannski ekki öllum að skapi, kannski of skóla- eða menningarstofnun- arlegt, en rýnir mælir engu aö síður eindregið með heim- sókn þangað. Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.