Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1994 29 >_VÁ << Þótt talsvert hafi verið endurútgefið af gömlum, ófáanlegum en þó sívinsælum íslenskum plötum eftir að geisladiskar leystu gömlu vinylplöturnar af hólmi er ennþá margt óútkomið. Fyrir tveimur sumrum komu út fjölmargir titlar sem fengu misjafnar viðtökur. Sumir seldust upp á augabragði en aðrir fóru hægar. Síðan þá hefur eitt og annað komið út af gömlu efni en á næstu dögum eru væntanlegar nokkrar plötur sem allar verða að teljast merkilegar þótt ólikar séu. Fyrst skal fræga telja plötuna Frelsi til sölu sem Bubbi Morthens sendi frá sér 1986 og var endurútgefin á geisladiski ári síðar. Hún telst vera fyrsta geislaplatan sem kom út fyrir innlendan markað en áður höfðu verið gefnar út geislaplötur með Mezzoforte á erlendri grund. Þá kemur út platan Ljúfa líf með dúettinum Þú og ég. Alla jafna hefur verið litið á hana sem fyrstu íslensku diskóplötuna. Þá verður gefin út fjórða og síðasta plata Þursa- flokksins, Gæti eins verið, sem kom út fyrir tólf árum og hefur verið ófáanleg lengi. Og loks er að geta annarrar breiðskífu Hljóma sem eimnitt átti aldarfjórðungs afmæli í fyrra. - Ekki má gleyma fimmtu plötunni og ekki þeirri ómerkustu sem raunar kom út fyrir nokkrum vikum. Það er fyrsta plata Magnúsar Rúnar Júliusson: Hljómar voru rokkaðari en plöturnar gáfu til kynna. Önnur plata Hljóma og fleiri merkisgripir endurútgefnir á geislaplötum: Þá komu hljómsveitirnar vel æfðar í hljóðver og Jóhanns sem út kom árið 1972 og vakti athygli á þeim félögum og fóstbræðrum sem ágætis laga- smiðum og söngvurum. I nábýli við Led Zeppelin Allar urðu þessar plötur vinsælar á sínum tíma. Að öllum hinum ólöstuðum hefur plata Hljóma þó sennilega slegið rækilegast í gegn. Hún var valin plata ársins 1968 og flest lög hennar urðu mjög vinsæl í óskalagaþáttum útvarpsins. Rúnar Júlíusson var bassaleikari og söngv- ari Hljóma og hann man vel hve hlýjar móttökur platan fékk. „Já, við gátum alls ekki kvartað yfir viðtökum þessarar plötu né annarra sem við sendum frá okkur á þessum árum,“ segir hann. „Við skulum samt hafa í huga að það komu ekki nema tvær til þrjár dægurlagaplötur út á ári á þessum árum svo að sjálfsagt var öllu tekið tveimur höndum. Eg veit reyndar ekkert hvert upplagið var af þessari annarri stóru plötu sem við Hljómar gerðum. Þá tíðkuðust ekki gull- plötugjaflr né önnur verðlaun fyrir góða sölu. Fyrsta gullplatan var ekki veitt fyrr en 1974 þegar Hljóma- útgáfan tók þann sið upp.“ Plata Hljóma var tekin upp í Olympic hljóðverinu i London við bestu aöstæður sem þá tíðkuðust. „Við vorum í B-stúdíóinu og við hliðina - í stúdíói A - var Led Zeppelin að taka upp fyrstu plötuna sína,“ segir Rúnar. „Ég læddist stundum yflr til að hlusta. Stúdíóið tónli0t i var gríðarlegur geimur og hljóm- sveitin vann þama í einu horninu. Það tók þess vegna enginn eftir mér þótt ég laumaðist inn til að hlusta. Led Zeppelin vann mjög hratt að plötunni. Ég man að þeir spiluðu ailt inn í einu og Robert Plant sneri að hinum og söng. Þá tíðkaðist ekki annað en að hljómsveitir kæmu mjög vel æfðar til að taka upp plöturnar. Þann sið mættu margir taka upp núna!“ Píanóleikari stjarnanna Mjög var vandað til plötu Hljóma og fengnir voru erlendir hljóðfæra- leikarar til að spila með þeim. Þannig voru bæði fengnir fiðluleikarar til starfa svo og blásarar og meðal saxófónleikaranna var sjálfur Ronnie Scott sem stofnaði þekktasta djassklúbbinn í London. Öllu þekkt- ari meðal poppara og rokkara var hins vegar Nicky Hopkins sem lék á píanó og orgel á plötunni. „Nicky Hopkins kom fram á svo til öllum plötum breskra hljómsveita sem á annað borð vantaði hljóm- borðsleikara þegar þær tóku upp,“ segir Rúnar. „Hann spilaði á nokkr- um plötum með Bítlunum og nánast öllum plötum Rolling Stones á þessum árum. Það var því sann- kölluð upphefð að fá hann til að vinna fyrir sig. Enda var hann hljóð- blandaður dálítið framarlega sums staðar. Við spöruðum ekki heldur við umslagsgerðina því að hirð- ljósmyndari Bitlanna, Dezo Hoff- man, var fenginn til að taka myndir af okkur á framhlið umslagsins. Þetta voru mjög góðar myndir og ég vona að þær fái að prýða endur- útgáfuna." Rúnar segir að þótt plötur Hljóma hafi vissulega verið áheyrilegar á þessum árum hafi þær ekki gefið rétta mynd af hljómsveitinni eins og hún var í raun og veru. Lögin á plötunum voru alla jafna nokkru hugljúfari og rólegri en tónlistin sem flutt var á dansleikjum enda keyptu færri hljómplötur í gamla daga en nú og því þurfti að reyna að höfða til sem flestra. „Hljómar sendu frá sér nokkur lög með erlendum textum undir nafninu Þórshamar eða Thor’s Hammer á þessum árum og þau gefa miklu réttari mynd af hljómsveitinni en stóru plötumar,“ segir Rúnar. „Það er gaman að segja frá því að fyrir nokkru hafði samband við mig hljómsveitin Spectators sem er búin að taka upp öll þessi gömlu lög _ sex eða sjö talsins _ og ætlar að gefa þau út á plötu. Ég á einmitt von á að fá kassettu með þessum lögum að utan einhvern næstu daga og hlakka til að heyra hvernig er farið með þau. Einnig vona ég að fyrr eða síðar verði öll tónlistin sem Hljómar sendu frá sér með enskum textum gefln út á geisladiski. Þau eru tíu til tólf talsins og eru ekki síður merkileg heimild um hljómsveitina en allt hitt efnið sem þegar hefur verið gefið út.“ ÁT Síðasta plata Þursaflokksins, Gæti eins verið, er meðal þeirra sem eru að koma út á geisladiskum. Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinn- ingshafar, sem svara öllum spurn- ingum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það diskurinn Stages með gítarsnillingnum Eric Clapton sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvernig tónlist er á safnplöt- unni „Wow“ og „Now dance 94 Wol 2“? Að þessu sinni er það diskurinn Stages meðgrtarsnillingnum EricClaptonsem er í verðlaun. 2. Hvað heitir nýja Sonic Youth platan? 3. Hvað heitir nýja platan með Crash Test Dummies? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 26. maí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 2. júní. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 28. apríl: 1. Ch'aos AD. 2. Blús. 3. The Divison Bell. c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.