Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 26. MAÍ 1994
25
Þaö gerðist rétt fyrir áramót 1992
að nokkrir strákar tóku sig saman
og stofnuðu hljómsveit. Markmiðið
var að búa til þungarokksgrúppu
sem réðist að rótum hins svokallaða
„Heavy Metal“ stíls og bryti hann
upp. Tónlistin átti að falla inn í
„grunge" flokkinn (helst vera
þyngri).
Þetta eru strákar sem kalla ekki
allt ömmu sína, finnst að „speed
metal“ eigi að flokkast undir
danstónlist og það liggur nokkuð
ljóst fyrir að árið 1994 verður þeirra
ár í bransanum. Þeir heita Jón
„junior“ Símonarson (söngur),
Davíð Þór Hlynsson (söngur, gítar),
Ingimundur „Elli“ Þorkelsson
(bassi), Sigurður Gíslason (gítar) og
Hreiðar Kristinsson (trommur). Þeir
skipa hljómsveitina Dos Pilas.
,,Hvítt£t fyrir
sumarið
Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi
verið stofhuð árið 1992 var árið 1993
fyrsta starfsár hennar. Tónleikahald
var haft í hávegum og um mitt árið
kom fyrsta afurðin út á safnplötu,
lagið „Better Times“ og náði
töluverðum vinsældum. Þessu var
fylgt eftir með aukinni lagaútgáfu á
DV-mynd ÞÖK
•<<
tónll0t r
► ▼ *
Tvær plötur í ár
- hljómsveitin Dos Pilas ræðst með offorsi inn á útgáfumarkaðinn
safliplötum Spors hf.
Eftir að almennar
hljómsveitarinnar jukust tókust
vinsældir samningar með Dos Pilas og Spors-
viKunnar
mönnum og er nú svo komið að þetta
árið koma út tvær breiðskífur með
hljómsveitinni.
Fyrri platan kemur út nú um
mánaðamótin maí-júní og hefúr að
geyma fjögur áður útgefin lög
sveitarinnar auk þriggja nýrra. Nýju
lögin heita „Land of Dreams",
„Trust“ og „The Devil Went Down to
Georgia" sem Charlie Daniels Band
flutti hér forðum.
En hvers vegna að gefa út lög eftir
aðra? „Þegar við ákváöum að taka
þetta lag réðumst við ekki á garðinn
þar sem hann er lægstur. Það tók
langan tima að útsetja lagið þannig
að vel væri, sérstaklega tók þó langan
tíma að færa flðlusólóin í gítar-
búning og okkur fannst eiginlega
skömm að því að gefa það ekki út
eftir alla vinnuna sem við vorum
búnir að leggja í það.“ Platan verður
meira og minna órafmögnuð fyrir
utan „The Devil...
Svart fyrir
skammdegið
sveitarinnar verði i léttari kantinum
á þeirra mælikvarða og stili meira
inn á bjartar sumamætur og tjald-
stæðamenningu, en síðari plata
ársins verður öllu þyngri. Það er nú
þegar búiö að taka upp þau 10 lög sem
á henni verða, það er bara eftir að
hljóðblanda.
„Seinni platan verður miklu
þyngri, kannski meira frá hjartanu,“
segir Junior. Þemaö er ádeila á
flkniefni, þjóðfélagið og kannski
mest það þunglyndi sem leggst yfir
mannfólkið á hinum ólíklegustu
tímum. Spurðir um eigin vímu-
efnaneyslu segjast þeir bara nota
lögleg vímuefni, kannski einstaka
sinnum styrkja íslenskan „landa-
búnað“. Seinni plata hljómsveit-
arinnar kemur út fyrir jól. Það eina
sem strákamir báðu um er að fólk
kynnisér hljómsveitina með opnum
huga, enga fordóma, takk.
Danshljómsveit í
fyrsta skipti
hljómsveitin bitið það í sig að „túra“
landið í sumar. Þetta er í fyrsta skipti
sem hljómsveitin setur saman
markvisst ballprógram. Þetta verður
ekki bara rokk því á prógramminu
má finna lög eins og „No Limits" og
„Insane in the Brain“- Markmiðið
með þessari spilamennsku er að
kynna hljómsveitina og kynnast
fólkinu nánar.
„Við fórum til Vestmannaeyja um
daginn og fengum hreint ótrúlega
góðar viðtökur og færum við
Vestmanneyingum þakkir fyrir."
Meðal þeirra staða sem hljómsveitin
verður að spila á I sumar eru 25 ára
minningartónleikar um Woodstock
hljómleikana sem verða haldnir
eirfhvers staðar fyrir utan Selfoss, en
nánari fréttir af því koma síðar.
Annað kvöld, föstudaginn 27. maí,
treður hljómsveitin hins vegar upp
á Tveimur vinum 1 Reykjavík. Við
óskum hljómsveitinni góðs gengis í
útgáfustarfseminni þetta árið og
vonum eindregið að almenningur
kynni sér málið af opnum hug.
GBG
Segja má að vorplata hljóm- Til þess að kynna plötumar hefur
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekiö þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að I hverri
viku eru birtar þrjár léttar spum-
ingar um tónlist.
Fimm vinningshafar, sem svara
öllum spurningum rétt, hljóta svo
geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu
Japis. Að þessu sinni er það
geisladiskurinn Other Voices með
Paul Young sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvar verða Bjarkartónleikar
haldnir þann 19. júní?
2. Hvað heitir nýjasta smáskífan
með Moby?
Að þessu sinni er það geisladiskurinn
Other Voices með Paul Young sem er í
verðlaun.
3. Hvað heitir nýútkomin blús-
plata með Sigga Bjöms?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavik
Dregið verður úr réttum lausQum
2. júní og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 9. júní.
Hér em svörin úr getrauninni sem
birtist 5. maí:
1. Live At Brixton.
2. Finnlandi.
3. Rapp.