Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Qupperneq 2
16 FIMMUDAGUR 9. JÚNÍ 1994 1@nlist Island (LP/CD) New York (lög) Bandaríkin (LP/CD) /jOfíf £fó(f/gýunní / hoö/d Átoppnum Á toppi íslenska listans er lagið Crazy með þungarokkshljómsveitinni Aerosmith. Það lag hefur verið í 5 vikur á listanum og 2 vikur á toppnum. Lagið Crazy velti Crash Test Dummies af toppnum en lag þeirra, MMM MMM MMM MMM, hafði setið samfleytt í 4 vikur á toppi listans. Nýtt Hæsta nýja lagið er I Like to Move It með breska tveggja manna bandinu Real 2 Real. Lagið er að finna á safndiskinum Trans Dans 2 sem var í fyrsta sæti íslenska plötulistans í síðustu viku. Hljómsveitin er mjög ung og er þetta fjöruga danslag fyrsti alvörusmellur hennar. Hástökkið Hástökk vikunnar á lagið Always með hljómsveitinni Erasure. Það var í 34. sæti í síðustu viku en er nú komið alla leið í það 15. Það hefur aðeins verið 2 vikur á listanum og því líklegt til að ná einu af toppsætunum á næstu vikum. ®< T œ a m> aí i TOPP 40 VIKAN 09.6.-15.6. '94 uiS IUÍ D> HEITI LAGS / ÚTGEFANDI FLYTJANDI I I N S 2 6 3 AFTERN00NS & C0FFEESP00NS arista CRASH TEST DUMMIES 3 15 3 WASTHATALLITWASsm SCOPE/SVALA BJÖRGVINS 4 ii 3 1 SWEAR ATLANTIC ALL4 0NE 5 5 3 (MEET) THE FLINTSTONESmca B.C. 52’S 6 3 5 LISTENT0 THE MUSIC'94 wahneb D00BIE BROTHERS 7 19 2 CHAPELOFLOVErgcket ELT0NJ0HN 8 2 10 THE M0RE Y0UIGN0RE ME, THE CL0SER1GET emi M0RRISEY | 9 10 3 HUX SKÍFAN PLÁHNETAN 10 12 5 (SHE’S)SOMEKIND OFWONDERFULeie™ HUEY LEWIS/THE NEWS 11 13 4 ANYTIME Y0U NEED A FRIENDcolumbia MARIAH CAREY 12 17 3 LOOSEYOU'REMINDspor BONG/BUBBLEFLIES 13 4 11 MMMMMMMMM...AHIS1A CRASH TEST DUMMIES 14 9 6 SWEET'SFORMYSWEETbiackmahket C.J. LEWIS 15 34 2 ALWAYS MUTE A, HÁSTÖKKVARIVIKUNNAR ERASURE1 16 8 4 EVERYBODY'S TALKIN go.discs BEAUTIFUL S0UTH 17 18 3 TAKEMEAWAYtoco TWENTY 4 SEVEN 18 7 6 R0CKS CREATIONREC PRIMAL SCREAM NÝ 1 ILIKETOMOVEITemi o hæsta nvja lagið REAL 2 REAL | 20 22 3 I'LLTAKEYOUTHEREepic GENERAL PUPBLIC 21 14 11 L0SER GEFFEN BECK 22 NÝTT REALTHING pwk 2 UNLIMITED 23 25 4 IFYOUGOsbk JON SECADA 24 35 2 CÉG ÞIGjapis N1+ 25 •16 10 A FAIR AFFAIR coujmbia MISTY OLDLAND 26 27 2 0BJECTSINTHE REAR VIEWMIRROR vihgin MEATL0AF 27 NÝTT L0VEIS ALL AR0UND precious WETWETWET 28 30 2 HVAÐERAÐSKE ALVARAN 29 NÝTT TAB00 SPOON 30 20 13 MARYJANE'S LASTDANCEmca T0M PETTY 31 31 2 DANCINGIN THE MOONLIGHTbig BAHAMEN 32 40 3 100% PURE L0VE mer CRYSTALWATERS 33 23 12 ICANSEE CLEARLYNOWchaos JIMMY CLIFF 34 21 11 FRJÁLS SKÍFAN VINIRVORS 0G BLÓMA 35 32 2 STÍNAÓSTÍNAskIfan BUBBI 36 24 5 l'LLSTAND BYYOUwea PRETENDERS 37 37 3 CRASH! B00M! BANG! emi ROXETTE 38 nýh L0LLYP0PS TWEETY 39 26 13 THE M0ST BEAUTIFUL GIRLIN THE W0RL0 belemark SYMB0L | 40 NÝTT AROUNDTHEWORLDlonoon EASTlJ Topp 40 listinn er endurfluttur á Bylgjunni á laugardögum, milli klukkan 16 og 19. TOPP 40 VINNSLA ÍSLENSKi LISTINN er unninn í samvinnu DU, Bylgjunnar og Coca-Cola á íslandi. Mikill fjöldi fólks tekur þátt í að velja ÍSLENSKA LISTANN í hverri viku. Yfirumsjón og handrit eru í höndum Agústs Héðinssonar, framkvæmd í höndum starfsfólks Dlf en tæknivinnsla fyrir útvarp er unnin af Þorsteini Ásgeirssyni. Barinn í köku Rohan Heath, liðsmaður hljómsveitarinnar Urban Cookie Collective, varð fyrir fólskulegri árás á dögunum þar sem hann var á gangi í miðbæ Sheffield ásamt unnustu sinni. Árásin kom eins og þruma úr heiskíru lofti; maður nokkur vatt sér skyndilega að Heath og sló hann í höfuðið meö jámstöng. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en flytja þurfti Heath á sjúkrahús þar sem saumuð voru 16 spor í höfuð hans. Undra- efnið búið Endanleg staðfesting hefur nú fenglst á því að breska hljóm- sveitin The Wonder Stuff er hætt. Hljómsveitin var stofnuð 1986 og hefur átt mikilli velgengni að fagna en jafnframt þurft að glíma við mikil innri átök. Hljóm- sveitin hætti þannig um skeið undir lok árs 1989 vegna ágreinings en var endurreist hið snarasta i byrjim árs 1990. Sveitin varð síðan fyrir því áfalli á síðasta ári að einn af frum- kvöðlunum Rob „The Bass Thing“ Jones lést í New York en hann hafði lengi átt við eiturlyfjavanda að stríða. The Wonder Stuff heldur lokatón- leika sína á Phoenix tónleika- hátíðinni þann 15 júlí nk. Upphlaup á MTV Phil Anselmo, söngvari bandarísku rokksveitarinnar Pantera, fékk það óþvegið í viðtali á sjónvarpsstöðinni MTV fyrir nokkru. Söngvarinn lét ýmis þung orð faila um rasisma og nasisma í viðtalinu en óánægður áhorfandi í sjónvarps- sal greip fram i fyrir honum og hrópaði „White Power“ (Hvitt vald). Anselmo svaraði mann- inum fullum hálsi til baka og urðu nokkrar orðahnippingar þeirra í millum. Talsmenn Pant- era voru mjög óánægðir með framsetningu MTV á hljóm- sveitinni og halda því fram að stöðin hafi látið í veðri vaka að Anselmo og aðrir liðsmenn sveit- arinnar væru hallir undir mál- stað rasista og nasista. Stone Roses fresta enn Erfiðlega ætlar að ganga fyrir Stone Roses að klára aðra breiðskífu sína. Platan sem beðið var eftir með mikilli eftir- væntingu átti upphaflega að komu út nú í byrjun sumars en nýjustu fregnir herma að búið sé að fresta útgáfunni til haustsins. Það fylgir líka fréttinni að þetta sé allt gert í sátt og samlyndi við útgáfúfyrirtækið og aö þeir séu mjög ánægðir með það efni sem þeir hafi heyrt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.