Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1994, Síða 4
26
FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 1994
DV
Alíslenskt
„Já takk"
I t@nlist
2 Unlimited.
Dans og „grunge
ii
...þeftfl sforfl svarffl
Ymsir landsþekktir tónlistarmenn eiga lög á plötunni Já takk.
Hollenska danslagafabrikkan og
dúettinn 2 Unlimited sýndi þaö og
sannaði á síðasta ári að enginn
hristir smelli jaíh auðveldiega fram
úr erminni og þau. Platan No Limits
seldist í milljónum eintaka um allan
heim. Lagið No Limit var mest selda
smáskífa ársins 1993 og aðrar
smáskífur, eins og Tribal Dance og
Let the Beat Control Your Body klifu
hátt á vinsældalistum úti um allan
heim. Þau Ray Slijngaard og Anita
Doth, bæði fædd árið 1971, eru nú
komin af stað á ný og má búast við
breiðskífu frá þeim innan skamms
tíma. Platan á að heita Real Things
og ef miða má við fyrri velgengni og
vinsældir hljómsveitarinnar er
nokkuð öruggt að platan á eftir að
seljast eins og heitar lummur um
allan heim. Fyrsta smáskífan af
plötunni er komin út og ber nafnið
The Real Thing.
Á mánudaginn kom út ný plata
með Stone Temple Pilots í Bretlandi.
Platan ber nafnið Purple. Á síðasta
ári sópaði platan Core til sín
verðlaunum jafnt austan- og
vestanhafs og var meðal annars
kosin besta rokkplata ársins. Lagið
Plush var eitt vinsælasta rokklag
síðasta árs. Dreifingaraðilar hér á
landi hafa ekki getaö veitt miklar
upplýsingar um þessa nýju útgáfu en
miöað við þá síðustu þykir nokkuð
ljóst aö rokkuð „grunge“-veisla er á
leiðinni til landsins.
GBG
Safnplötuútgáfa er komin á fullan
skrið þetta árið og nú nýverið bættist
Japis í hóp útgefenda. Nýja platan
heitir Já takk og hefur að geyma
íslenska tónlist. Þetta þykir nokkuð
óalgengt í íslenskri safnplötuútgáfu
því að venjulega eru vinsæl erlend
lög notuð til uppfyllingar og
tryggingar því að platan seljist. En
Japismenn virðast hafa meiri trú á
íslenskri tónlist en aðrir útgefendur
og því er komin út þessi sneisafúlla
17 laga íslenska safnplata.
Þau Sigga Beinteins, Gummi Jóns,
Frissi Karls, Þórður Guðmunds og
Halli Gulli stofnuðu nýverið
hljómsveitina Nl+. Á plötunni er að
finna frumsmiðir hljómsveitarinnar,
lögin Sé ég þig og Frelsið. Siifurtónar
slæðast inn með lögin Tælandi fogur
og Jói mussa og Sniglabandið og
Borgardætur sameina krafta sína í
laginu Apríkósalsa auk þess sem
Sniglabandið fiytur lagið Sveifla og
galsi. Langi Seli og Skuggamir snúa
aftur með ný lög sem bera nöfnin Út
að keyra og Græna gatan. í ár eiga
Mannakom 20 ára samstarfsafmæli
og verður af því tilefni gefin út
safnplata með öllum þeirra bestu
lögum. Til að bæta viö ferilinn era
tvö ný lög á þessari plötu og era það
blúsamir Fínn dagur og Gálgablús.
Trúbadorinn Haraldur Reynisson,
sem var einn sjálfstæðra útgefenda
fyrir síðustu jól, syngur lögin Allt
sem ég óska mér og Flaskan og
gleðisveitin Fánar setur fram nýjar
hagfræðikenningar í laginu Greidd
skuld er glatað fé. Á plötunni er
einnig að finna lög með Hljómsveit
Stefáns P„ Fjörkálfunum Ómari og
Hemma og endurhljóðblandað lag af
plötunni hans Rabba.
Platan er öll hin ágætasta og
Japismenn sýna kjark og þor með því
að gefaeinungis út íslenskt „Já takk“.
GBG
I
í
!
I
;
1
:
i
)
"3
jpl©túgagnrýni
Dos Pilas _ Dos Pilas:
★ ★ ★
Mjög efnileg
Dos Pilas er ein af þeim
hljómsveitum sem urðu til upp úr
„grunge“- æðinu svokallaða. Hún
hefur verið ötul í lagaútgáfu á hinum
og þessum safnplötum og hefur nú
nýverið slegist í hóp þeirra hljóm-
sveita sem um landið ríða í leit að
stuði, stemningu ogpeningiun. Þessi
samnefnda, sjö laga plata hljómsveit-
arinnar er að sögn útgefenda sú fyrri
sem hljómsveitin gefur út á þessu ári.
Á plötunni er samsafn laga. Fjögur
þeirra hafa þegar verið gefin út á
öðrum safnplötum og era það lögin
Out of Crack, Hear Me Calling, My
Reflection og perla plötunnar og
besta frumsamda lag sveitarinnar til
þessa, Better Times. Platan hefur að
geyma þrjú lög til viðbótar, tvö þeirra
frumsamin og eitt „cover“-lag. Frum-
sömdu lögin heita Land of Dreams og
Trust (sem verður að teljast það
betra). „Cover“-lagið heitir The Devil
Went down to Georgia og var áður
flutt af Charlie Daniels Band. Þetta
lag er í mínum augum ein af perlum
tónlistarbransans í heild sinni og
hefði því vart mátt við því snerta ef
ég hefði fengið að ráða. Strákamir fá
þó fram nýjan flöt á laginu sem lyftir
því upp og það er ekki ólíklegt að það
verði vinsælt hjá almenningi á ný.
Dos Pilas á hrós skilið fyrir þessa
útsetningu. Þegar gætt er að útkom-
unni viröist safnið mynda heild,
jafnvel þótt sú væri ekki stefnan
þegar lögin vora samin. Örlítið vant-
ar þó upp á hljóminn hjá strákunum
og væri ekki úr vegi að athuga það
örlítið fyrir næstu plötu, sem ber vist
annan og þyngri hljóm, eða svo er
mér sagt... Guðjón Bergmann
HörðurTorfa - Pel:
★ ★ ★ i.
Einstakur ferill í
hnotskurn
Ekki hefur verið um auðugan garð
að gresja í íslenskum trúbadorsöng
gegnum árin. Margir hafa vissulega
gripið í þetta listform af og til eins og
til dæmis Bubbi Morthens en ef mér
skjátlast ekki er Hörður Torfa sá eini
sem hefur samviskusamlega haldið
sig við þetta form frá því hann gaf
fyrstu plötu sína út árið 1971.
Ferillinn er því næstum orðinn
aldarfjórðungs langur og löngu
timabært að gefa út safnplötu með
brotum af því besta sem Hörður hefur
látið frá sér fara gegnum tiðina. Og
þar er af nógu að taka og án efa hefur
valið verið erfitt. Niðurstaðan er 17
lög sem spanna öll þessi 23 ár og gefa
gott yfirlit yfir þroskaferil tónlistar-
mannstns Harðar Torfasonar.
Af fyrstu plötunni, sem braut á
sínum tíma blað í íslenskri tónlistar-
sögu, eru hér ein þrjú lög en tvö
þeirra eru kannski þekktustu lög
Harðar, Þú ert sjálfur Guðjón og Ég
leitaði blárra blóma.
Á þessum tíma var tónlist Harðar
ákaflega einfóld; kassagítarinn og
söngurinn í öllum aðalhlutverkum.
Öll umgjörð laganna var að sama
skapi einföld. Þessi einfaldleiki
heldur sé_r að mestu á næstu tveimur
plötum, Án þin sem kom út 1972 og
Dægradvöl sem kom út 1976. Á Tabu
sem kom út 1984 hefur rafmagnið
haldið innreið sína í tónlist Harðar
og þeirra tíma frumstæðir hljóðgervl-
ar. Tónlistin er jafnframt allt að því
diskókennd eins og heyra má glögg-
lega í laginu Katrín.
Þjóðlagatónninn er svo tekinn við
á plötunni Hugflæði sem kemur út
1987 en af henni eru hér þrjú lög, þar
á meðal eitt þekktasta síðari tíma lag
Harðar, Lítill fugl. Þar koma líka
fram prósalög sem Hörður hefur gert
nokkuð af að semja síðan.
Á tónleikaplötunni Rauða þræðin-
rnn, sem kom út 1988, era hér tvö lög
og kemst tónleikastemningin einkar
vel til skila í laginu Allir eru svo góðir
við mig.
1990 kom svo út danska platan
hans Harðar, Lavmælt, þar sem hann
leikur sér að því að syngja þjóðlaga-
tónlist á dönsku eins og innfæddur.
Á plötunni Kveðja frá 1992 snýr
Hörður sér aftur að rafmagninu og
tölvunum og af þessari plötu er hér
að finna lagið Ljóð.
Lokalagið á plötunni er síðan
Dúfan, lag í suðrænum dúr, af
plötunni Bömin heim en þetta lag
samdi Hörður og gaf Sophiu Hansen.
Lagið er hér í endurunninni útgáfu.
Eins og áður sagði gefur þessi plata
góða mynd af ferli og þróun Harðar
Torfasonar sem trúbadors og tónlist-
armanns og er að henni mikill feng-
ur. Sigurður Þór Salvarsson
Julio Iglesias — Crazy:
★ ★ ★
Frá Sting til
Beethovens
Hvað sem segja má um spænska
sykursöngvarann Julio Iglesias verð-
ur það ekki frá manninum tekið að
hann er fantasöngvari sem nýtur
virðingar kollega sinna um viðan
heim. Þetta má greinilega sjá á
þessari nýju plötu Júlíusar því með
honum syngja þar ekki ómerkari
menn en Art Garfunkel, Sting, Dolly
Parton og ítalski stórsöngvarinn
Lucio Dalla. Og ekki er Júlli minni
kjarkmaöur en söngvari því hann
ræðst aldeilis ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur í lagavali á plötuna.
Það er ekki laust við að manni sé
hlátur i huga þegar rennt er yfir
lagalistann aftan á plötuhulstrinu og
margur segir vafalaust við sj álfan sig:
Nú er maðurinn endanlega orðinn
geggjaður! (eins og reyndar nafn
plötunnar ber með sér!). Því hvaða
óbrjáluðum manni dytti í hug að taka
fyrir á einni og sömu plötunni stórlög
á borð við: Crazy, sem Patsy Cline
gerði ódauðlegt fyrir margt löngu,
Let It Be Me, sem báðir þeir Elvis
Presley og Willie Nelson hafa sungið,
Mammy Blue, Fragile eftir Sting, Oye
Como Va, sem Santana gerði frægt,
óperulagið Caraso, sem Lucio Dalla
samdi og söng eftirminnilega fyrir
nokkrum árum og klykkja svo út með
því að fá The London Symphony
Orchestra til að leika undir hjá sér í
Óðnum til gleðinnar, meginstefhinu
úr níundu sinfóníu Beethovens!
Eins og listinn hér aö ofan ber með
sér eru þessar tónsmíðar hver úr
sinni áttinni en ótrúlegt nokk tekst
Julio að fella þetta allt saman í eina
L I I O I C L £
CRAZy
heild sem hljómar ótrúlega vel. Yfir
vötnunum svífur auðvitað þessi
angurværi keimur sem kavalerinn
er þekktur fyrir en með aðstoð
gestanna næst að brjóta þetta upp og
útkoman kemur á óvart. Reyndar á
Júlli ekki allan heiður inn og kannski
minnstan þátt í þvi hversu vel þetta
gengur upp, heldur á þar
upptökustjórinn og útsetjarinn
Albert Hammond stærstan hlut að
máli og gestimir gera gæfumuninn.
Crazy er plata sem á alla athygli
skilda; hún höfðar skiljanlega fyrst og
fremst til hlustenda sem era komnir
vel til vits og ára en yngra fólk sem er
hrifið af angurværri tónlist af bestu
gerð ætti líka að leggja við hlustir.
Sigurður Þór Salvarsson