Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1994, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 1994 23 Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guð- mundur Þorsteinsson. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Fermdur verður í guðsþjónustunni Jakob Zebulon Eilertson, Fannafelli 8, Reykjavík. Sóknarprestur. Áskirkja: Hin árlega safnaðarferð kórs og safnaðarfélags. Lagt upp frá Áskirkju kl. 9.00 og farið um Borgarfjörð. Breiðholtskirkja: Vegna sumar- leyfa er fólki bent á aðrar messur I prófastsdæminu. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Sóknar- prestur. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Jal<ob Á. Hjálmarsson. Dómkórinn syngur. Organisti Mar- teinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10.00. Einsöngur Guðrún Jónsdóttir. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Gylfi Jónsson. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjón- usta kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Pavel Mana- sék. Prestarnir. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 14.00. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumarfrí. Organ- isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Ólafur. Finnsson. Myndlistarsýningin opin. Sr. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Hreinn Hákonarson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Hailgrímskirkja: Messa kl. 11.00. Ferming. Fermd verður Antonía Sigtryggsdóttir, Vesturbergi 30, Rvk. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Org- eltónleikar kl. 20.30. David Titter- ington. Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Organisti Pavel Manasék. Sr. Tóm- as Sveinsson. Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Síðasta guðsþjónusta fyrir sumar- leyfi. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. Hraungerðiskirkja í Flóa: Guðs- þjónusta kl. 13.30. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Langholtskirkja, kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur IV) syngur. Kaffisopi eftir messu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta fellur niður í dag. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta verður í Kirkju Öháða safnaðarins kl. 11 - altarisganga. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Pavels Smids organista. Þetta er síðasta guðs- þjónusta fyrir sumarfrí en messur hefjast aftur um miðjan ágúst. Þór- steinn Ragnarsson safnaðarprestur. Safnkirkjan Árbæ: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir. Organisti Sigrún Gísla- dóttir. Seljakirkja: Guðsþjónusta i Selja- hlíð laugardag 2. júlí kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 20. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir predikar. Laufey Geir- laugsdóttir syngureinsöng. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Ingólfur Guð- mundsson. Organisti Hákon Leifs- son. Villingaholtskirkja í Flóa: Kvöld- guðsþjónusta miðvikudaginn 6. júlí kl. 21.00. Grycksbo kirkjukórinn frá Svíþjóð tekur þátt í guðsþjón- ustunni. Kristinn Ágúst Friðfinns- son. Birna Aubertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, á hér í höggi við varnarmann ÍA. Þessi lið mætast í 1. deild kvenna í Kópavogi á morgun. DV-mynd Brynjar Gauti Heil umferð í 1. deild kvenna og 2. deild karla um helgina: Tekst ÍA að stöðva sigurgöngu UBK? Ekkert verður leikið í Trópídeild- inni í knattspyrnu um helgina en heil umferð er á dagskrá í 1. deild kvenna og 2. deild karla. Aílir leikirnir í 1. deild kvenna fara fram á laugardaginn og stórleikur- inn verður að teljast viðureign Breiðabliks og bikarmeistara ÍA en þessi tvö hð léku til úrslita í bikar- keppninni í fyrra. Leikurinn hefst í Kópavogi klukkan 14. Á sama tíma fá Haukar lið Stjömunnar í heim- sókn á Ásvelli og Valur mætir Hetti að Hlíðarenda. Klukkan 16 hefja svo leik á Dalvík heimastúikur og ís- landsmeistarar KR. Staðan í deild- inni fyrir þessa leiki er þannig: UBK 5 5 0 0 27-1 15 KR 5 4 0 1 20-7 12 Akranes 5 4 0 1 15-7 12 Valur 5 3 0 2 14-7 9 Stjaman 5 2 0 3 24-7 6 Haukar 5 1 1 3 5-20 4 Dalvík 5 0 1 4 4-28 1 Höttur 5 0 0 5 2-34 0 Halda Leiftursmenn toppsætinu í 2. deild? Leikirnir fimm í 2. deild karla eru aihr á laugardaginn og hefjast klukk- an 14. Grindavík tekur móti Selfoss. Fylkir og KA leika í Árbæ. Topphð Leifturs fær Víking í heimsókn. Botnhðin ÍR og HK leika í Mjóddinni og nafnamir Þróttur, Nes., og Þrótt- ur, R, leika í Neskaupstað. Staðan í 2. dehd fyrir þessa umferð er þannig: Leiftur 6 5 0 1 16-7 15 Grindavík.... 6 4 1 1 14-5 13 Þróttur, R 6 4 1 1 10-3 13 Fylkir 6 3 1 2 13-11 10 Víkingur 6 2 3 1 6-6 9 Selfoss 6 2 2 2 6-9 8 KA 6 2 0 4 9-8 6 Þróttur, N.... 6 1 1 4 5-11 4 ÍR 6 1 1 4 5-15 4 HK 6 1 0 5 1-10 3 Ferðafélag f slands: Fjöl- skyldu- helgi í Þórsmörk Ferðafélag íslands efnir th ódýmar helgarferðar í Langadal í Þórsmörk í tilefni árs fjölskyldunnar og 40 ára afmæhs Skagfjörösskála. Fyrir börn tíu ára og yngri í fylgd foreldra sinna er frítt en hálft gjald fyrir unghnga á aldrinum 11 til 16 ára. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. gönguferðir, ratleikur, leikir, kvöldvaka og pylsu- grhl. Gist verður í tjöldum og Skag- fjörðsskála en fararstjórn veröur lika góð. Lagt verður af stað í kvöld kl. 20. Einnig stendur Ferðafélagið fyrir næturgöngu yfir Fimmvörðuháls um helgina. Nóg pláss er enn fyrir þá sem ætla að gista í tjöldum. Sérkjör fjölskylduferðarinnar ghda fyrir þessa ferð. Farið verður í Langadal í Þórsmörk. Heil umferð í 3. deildirmi Heil umferð verður leikin í 3. deild karla i knattspymu á sunnu- daginn og hefjast allir leikirnir klukkan 14. Leikirnir eru: Húsavík.....Völsungur-Dalvik Garður........Viðír-Haukar Borgarnes...Skallagr.-Reynir Grafarvogur.....Fjölnir-Bi Sauðárkrókur...Tindastóll-Höttur Margir leikir í 4. deildinni Margir leikir eru í 4. deildinni. i kvöld klukkan 20 leika: Ægir- Snæfell og HSÞ-b-Magni. Á laugardag klukkan 14 leika: SMHvöt, Ökkli-Grótta, Smá- stund-Leiknir R„ Víkingur Ö,- Árvakur, Hamar-Framherjar, Kormákur-Neisti H., KS-Geisl- inn, Sindri-KBS, Neisti D.-KVA. Mitsubishi- mótið haldið á Akureyri Eitt af stigamótum til landsliðs í golfi verður um helgina en þá fer fram á Akureyri opna Mitsubíshi- mótið. Keppt er í opnum flokkum karla, kvenna og unglinga með og án forgjafar, I opnum flokki karla 55 og eldri með forgjöf og í opnum flokki kvenna 50 ára og eldri. Margir munu líta á þetta mót semgóða æfingu fyrir lands- mót sem fram fer á Akureyri og hefst 24. júlí. Opna GR mót- ið á Grafar- holtsvelli Þá fer fram opna GR-mótiö á Grafarholtsvelli um heigina. Mót- ið er opið öllum kylfingum 15 ára og eldri og verða leiknar 36 holur. Mótið er punktamót stableford 7/8 forgjöf. Verð- launasæti verða ekki færri en 25 og að auki verða verðlaun fyrir að vera næst holu á öllum par 3 holum vallarins. Coca Cola- mótið haldið í Leirunni Þá má nefna stórt mót sem fram fer f Leirunni hjá Golfklúbbi Suð- urnesja en það er Coca Cola- mótíð. Leíknar verða 36 holur með og án forgjafar og fer mótið fram á morgun. Útivist: Botnssúlur Gengíð verður um helgina með allan búnað um hina ýmsu tinda Botnssúlna og Súludal. Gist verður eina nótt í skáta og aðra í tjaldí. Þetta er tiivalin æfingaferö fyrir lengri göngursumarsins. Far- arstjóri er Hörður Haraldsson. •MN ■ Fimm- vörðuháls Á laugardag verður dagsferð yfir Fimmvörðuháls. Reikna má með um 9 til 10 klst. langri göngu. Fararstjóri er Árni Jóhannsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.