Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.1994, Síða 4
20 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 Sýningar Árbæjarsafn Sumarstarf í júli og ágúst. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 10-18. Skrifstofusimi 875412. Móttaka hópa allan ársins hring. Ásmundarsafn Þar stendur yfir sýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson og Kristin E. Hrafnsson sem ber yfirskriftina „Hér getur allt gerst". Sýningin er opin daglega í sumar kl. 10-16. Café Mílanó Faxafeni 11 Björg ísaksdóttir sýnir olíumálverk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánudaga, 9-23.30 þriöjud., miðvikud., og fimmtud., kl. 9-1 föstud., laug- ard., og sunnud., kl. 9-23.30. Gallerí Borg Margrét Sossa Björnsdóttir sýnir um 25 mál- verk og er sýningin opin alla virka daga kl. 12- 18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Greip Hverfisgötu 82, Vitastigsmegin Þar stendur yfir sýning á verkum Sigurðar Kristjánssonar listmálara. Á sýningunni eru jafnframt nokkur verk eftir Kristján Fr. Guð- mundsson listaverkasala. Sýningin stendur til 28. júlí og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí List, skiphoitisob Galleriið er opið alla daga kl. 11-18 nema laugardaga kl. 11-14. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Ingibjörg Eyþórsdóttir opnar sýningu í dag. Verkin á sýningunni eru fjögur málverk, unnin með olíu, módellakki og blýanti á striga. Sýn- ingin stendur til 4. ágúst og er opin á verslun- artimum, á virkum dögum kl. 10-18. Galleri Úmbra Amtmannsstig 1 Þýska myndlistarkonan Reinhild Patzelt sýnir málverk á pappír. Sýningin stendur til 3. ág- úst og er galleríið opið þriðjud.-laugard. kl. 13- 18 og sunnud. kl. 14-18. Lokað mánud. Gullsmíðaverkstæði Ófeigs Skólavörðustíg 5 Á morgun opnar Þorri Hringsson sýningu á olíumálverkum, öllum unnum á þessu ári. Sýningin stendur fram í ágúst. Hafnarborg Strandgötu 34 Guðmundur Karl Ásbjörnsson listmálari sýnir málverk í aðalsal. Á sýningunni eru nýjustu verk Guðmundar Karls í olíu, pastel, akrýl og vatnslitatækni til sýnis. Sýningin stendur til 18. júlí. í kaffistofu sýna félagar í Leirlistar- félaginu. Þema sýningarinnar er „Bolli" til þess að vinna með. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Hjá þeim, leirlistargallerí Skólavöróustíg 6b Hermína Dóra Ólafsdóttir sýnir myndir unnar með blandaðri tækni, flestar frá þessu ári. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga og stendur til 30. júlí. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Þar stendur yfir sýning á íslenskri samtímalist sem ber yfirskriftina „Skúlptúr/Skúlptúr/ Skúlptúr". Þessi sýning Listasafns Reykjavíkur að Kjarvalsstöðum á Listahátíð 1994 hefur það markmið að bregða Ijósi á íslenska sam- tímahöggmyndalist eða öllu heldur skúlptúr- gerð. Sýningin er opin alla daga kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar Njaröargötu, sími 13797 Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inn- gangur frá Freyjugötu. Listasafn islands i tilefni 50 ára afmælis íslenska lýðveldisins var opnuð nýlega sýningin I deiglunni 1930- 1944, Frá alþingishátíð til lýðveldisstofnunar - Islenskt menningarlíf á árunum 1930-1944. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Islandsmerki og súlur Sigurjóns Ólafssonar heitir sýningin sem nú stendur yfir. Hér er um að ræóa hátíðarsýningu í tilefni af 50 ára af- mæli lýðveldisins. Safnið er opið laugard- sunnud. kl. 14-18 og mánud.-fimmtud. kl. 20-22. Listasafn Háskóla íslands iOdda, siml 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum I eigu safnsins. Opið er daglega kl. 14- 18. Aðgangur að safninu er ókeypis. Mokka kaffi v/Skólavöröustíg Þar stendur yfir sýning á verkum bandaríska Ijósmyndarans Joel-Peter Witkins er hefur um árabil beint linsu sinni að mannlegum viðund- rum af öllum tegundum. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnamesi Sérsafn á sviði iækningaminja, Safnið er opið í sumar á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13-17. Nýlistasafnið v/Vatnsstíg Á morgun kl. 16 verður opnuð sýning á verk- um þriggja Hollendinga, þeirra Patriciu Spo- elder, Sander Doerbecker og Marloes Hoog- enstraaten. Patricia sýnir olíumálverk, Sander vinnur með hljóð, Ijós og rými og Marloes sýnir Ijósmyndir. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og lýkur henni 7. ágúst. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn: Fróðleikur og skemmtun Um helgina veröur sérstaklega lögð áhersla á fróðleik um dýr, vinnslu á ull og einnig mun furðuíjöl- skyldan sýna furðunjálu á Tjarnar- leiksviðinu í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum. Hrói hrakfallabálkur kemur í heimsókn á sunnudaginn kl. 16 og málarahornið verður stað- sett við sölutjaldið þar sem kafíiveit- ingar eru í boði allan daginn. Um helgina verður furðufjölskyld- an með tvær sýningar, á laugardag kl. 15.45 og á sunnudag kl. 14.30. Fjöl- skyldan túlkar söguna Njálu á skemmtilegan og fróðlegan hátt. Fróðlegur fyrirlestur á léttu nótun- um verður haldinn við selalaugina á sunnudag kl. 16. Fyrirlesarinn Logi Jónsson lífeðlisfræðingur ætlar að segja gestum frá köfun manna og sela um leið og selunum Snorra, Kobbu og Sæfmni er gefið að éta. Aðgangseyrir fyrir fulloröna er 300 kr., 200 kr. fyrir 6 til 16 ára en frítt fyrir 0 til 5 ára og ellilífeyrisþega. Ingjbjörg sýnir - í Gallerí Sævars Karls Ingibjörg Eyþórsdóttir opnar sýn- ingu í Gallerí Sævars Karls í dag. Verkin á sýningunni eru fjögur mál- verk, unnin með olíu, módellakki og blýanti á striga. Sömu form í sömu litum eru notuð aftur og aftur en þau sett á mismunandi bakgrunn eða í mismunandi samhengi. Sýningin stendur yfir til 4. ágúst og er opin alla virka daga. Ingibjörg hefur áður tekið þátt í tveim samsýningum og haldið tvær einkasýningar. Þorri sýnir Á laugardag opnar Þorri Hringsson málverkasýningu hjá gullsmíða- verkstæöi Ofeigs á Skólavöröustig. Á sýningunni verða olíumálverk, öll unnin á þessu ári. Þorri Hringsson er fæddur í Reykjavík 1966, útskrif- aðist frá MHÍ ’89 og stundaði fram- haldsnám við Jan Eyck akademíuna í Maastricht á árunum ’89 til ’91. Hann hefur haldið einkasýningar í Reykjavík og Amsterdam og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima I og erlendis. Þórður sýnir í Arnarbæ Þórður frá Dagverðará opnar í dag málverkasýningu í Arnarbæ á Am- arstapa á Snæfellsnesi. Þetta er 12. einkasýning Þórðar. Að venju kennir margra grasa á málverkasýningu hstamannsins en þar verður á þriðja Furðufjölskyldan ætlar að kveðja Fjölskyldu- og húsdýragarðinn um helgina, tug mynda. Þá hefur Þórður nýverið safnað saman því helsta af ljóðmæl- um sínum í litla bók sem gestum og gangandi í Amarbæ gefst færi á að eignast. Forráðamenn Arnarbæjar hyggjast einnig efna til kvöldvöku- stunda að gömlum sið á hverju kvöldi vikuna 17. til 23. júlí. Þar seg- ir Þórður snæfellskar furðusögur frá horfinni tíð. Sýningin stendur til 31. júh og er opin aha daga. Þórður frá Dagverðará sýnir mál- verk sin i veitingabúðinni Arnarbæ á Arnarstapa. Þrír Hol- lendingar í Nýlista- safninu Á laugardag verður opnuð í Ný- listasafninu sýning á verkum þriggja Hollendinga, þeirra Patricia Spoeld- er, Sander Doerbecker og Marloes Hoogenstraaten. Tilefni sýningar- innar er samvinna Nýlistasafnsins og Quartair Gallerís í Haag. Sýning á verkum þriggja íslendinga verður síðan opnuö í Haag í ágúst. Patricia Spoelder sýnir olíumál- verk og er viðfangsefni hennar áreiti neysluþjóðfélagsins. Sander Do- erbecker vinnur með hljóð, ljós og rými. Verk hans tengjast umhverf- inu. Marloes Hoogenstraaten sýnir ljósmyndir en hún vinnur aðallega með myndbönd og ljósmyndatækni, tengt tölvum. Sýningin er opin dag- lega frá kl. 14 til 18 og stendur yfir ,til 7. ágúst. Þýsk list í Galleríi Úmbru Þýska myndlistarkonan Reinhild Patzelt sýnir málverk á pappír í Gall- eríi Úmbru. Myndir hennar eru ann- ars vegar byggðar upp af htaflötum sem mynda skýra myndbyggingu innbyrðis og hins vegar mismunandi lögun htarins sem veröur til á þróun- arferli verkanna og gefa þeim dýpt í fiölbreytileik sínuni. Reinhild hefur haldið fiölda sýninga, bæði í Þýska- landi og víðar. Þetta er önnur sýning hennar á íslandi. Sýningin stendur tíl 3. ágúst en galleríið er opiö síðdeg- is þriðjudaga til laugardaga kl. 13 til 18 og sunnudaga kl. 14 til 18 en lokað á mánudögum. Reinhild gerir myndir sínar með blandaðri tækni. Sýningar Norræna húsið i sýningarsölum hússins stendur yfir sýning á verkum Ragnheiðar Jónsdóttur Ream. Sýn- ingin er opin daglega kl. 14-19 til sunnudags- ins 7. ágúst. Verkin á sýningunni eru fengin að láni hjá listasöfnum og einkaaðilum. Leiðintil lýðveldis Viðamikil samsýning Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns á munum, Ijósmyndum, skjölum, búningum, vaxmyndum og mörgu öðru sem tengist sögu sjálfstæðisbaráttunnar frá dögum Fjölnismanna 1830 til lýðveldishátíðar 1944 hefur verið opnuð í Aðalstræti 6 - gamla Morgunblaðshúsinu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Safnbúð og kaffistofa á staðnum. Póst- og símaminjasafnið Austurgötu 11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Nú stendur yfir sumarsýning á myndum sem Ásgrímur málaði á Þingvöllum. Á sýningunni eru 25 myndir, bæói vatnslitamyndir og olíu- málverk. Safnið er opið alla daga nema mánu- daga yfir sumarmánuðina kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands Vesturgötu 8, Hafnarfirði, s. 654242 Sjóminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. SPRON Álfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á myndvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttur. Sýningin stendur til 26. ágúst og er opin kl. 9-16 alla virka daga. Súfistinn, kaffihús Strandgötu 9, Hafnarfirði Einar Már Guðvarðarson sýnir höggmyndir í marmara. Sýningin er opin virka daga kl. 7.30-23.30 og um helgar kl. 10-23.30. Þjóðminjasafn íslands Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Sumarsýning á Hulduhólum Sumarsýning stendur yfir á Hulduhólum. Að þessu sinni eru það listamennirnir Anna Ey- jólfsdóttir, sem sýnir skúlptúra, Björn Birgir og Helga Magnúsdóttir, en þau sýna málverk, og Steinunn Marteinsdóttir sem sýnir keramikverk. Sýningin stendur til 21. ágúst og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánu- daga. Olíumálverk í Eden Sigurður Haukur Lúðvíksson sýnir olíumálverk i Eden. Sýningin stendur til 24. júli. Kristmundursýnir í Þrastarlundi í Þrastarlundi í Grimsnesi stendur yfir sölusýning Kristmundar Þ. Gíslasonar á 15 smámyndum, unnum með oliulitum. Sýningin er opin á afgreiðslutíma veitingaskálans fram til sunnudagsins 17. júlí nk. Gallerí Góðverk Skólabraut 2-4, Akranesi Bjarni Þór sýnir 30 vatnslitamyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 9-18 og kl. 14-18 um helgar. Norska húsið Stykkishólmi Dagný Sig. Einarsdóttir sýnir myndir unnar með vatnslit og akrýl á pappír. Sýningin stend- ur til 17. júlí. Gallerí Slunkaríki Aðalstræti 22, ísafirði Þar stendur yfir sýning á myndum eftir Erlu Stefánsdóttur. Á sýningunni eru 24 vatnslita- myndir sem lýsa verum sem Erla fann þegar hún fór um ísafjörð með Kolbrúnu Leifsdótt- ur. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnu- daga kl. 16-18 og lýkur henni 17. júlí. LÍStaSafnÍð, Akureyri Þar standa yfir tvær sýningar. I austursal er sýning á um 30 málverkum og vatnslitamynd- um Kristínar Jónsdóttur frá Arnarnesi. I vestur- sal sýnir Borghildur Óskarsdóttir tvö verk. Deiglan Akureyri Visiakademía og Sjónþing, Bjarni H. Þórarins- son sýnir og kynnir kenningar sinar um sjón- háttafræði, benduheimspeki, ojperur, vísi- enn-vara-ment og fleira. Sýningin stendur til 17. júlí og er opin alla daga kl. 14-18. Myndlistarskólinn Akureyri Þar stendur yfir sýning á verkum þýska málar- ans Adolfs Hasenkamps. Sýningin er sölusýn- ing og stendur til 7. ágúst og er opin alla daga kl. 14-18. Glugginn Vöruhús KEA, Hafnarstræti Daniel Magnússon sýnir í Glugganum. Vinnustofugangurinn I Samlagshúsinu á Akureyri, þar sem nú eru starfræktar vinnustofur listamanna, verða sett- ar upp sýningar i sumar. Fyrstur sýnir Aðal- steinn Þórsson. Opið alla daga nema mánu- daga kl. 14-18. Minjasafnið á Akureyri Aðalstræti 58, simi 24162 Opið daglega kl. 11-17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.