Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.1994, Blaðsíða 24
36 MÁNUDAGUR 8. ÁGÚST 1994 Jóhann Sigurðardóttir. Ekki pláss fyrir okkurbæði „Ágreiningur okkar Jóns Bald- vins snýst ekki um sæti á listan- um í Reykjavík. Hann snýst um málefni og þaö breytist ekkert þótt ég skipi 1. sæti listans í Reykjavík. Eg hef sagt það áöur að ég tel aö það sé ekki pláss fyr- ir okkur bæöi í Alþýðuflokknum. Sú skoðun mín hefur ekkert breyst,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir í DV. Ummæli Vonandi verðum við samherjar „Ég tel nauðsynlegt aö mynda öfluga hreyfingu jafnaðarmanna á íslandi. Vonandi eigum við Jó- hanna eftir að verða samherjar í þeirri framtíðarhreyfingu ásamt þúsundum annarra lands- manna,“ segir Ögmundur Jónas- son í DV. Hafa ekki opnaö möppuna „Ég hef talað við nokkrar konur sem hafa verið að kvarta og þá kemur í ljós að þær hafa ekki opnað möppuna með dagskránni þar sem þær hafa kort yfir svæö- ið og sagt er frá því sem er á dag- skrá,“ segir Margrét Halldórs- dóttir, starfmaður Nordisk For- um í Finnlandi. Bókmenntir og kynferði á Norð- urlöndum 20. heimsráöstefna IASS hefst í dag í Reykjavík. Þema ráðstefh- unnar að þessu sinni er Bók- menntir og kynferði á Norður- löndum. Heirasráðstefna ÍASS er haldín einu sinni á ári og hefur hún einu sinni áður verið haidin A á íslandi. Var þaö 1974. Núver- Fundir andi forseti LASS og gestgjafl ráð- stefhunnar er prófessor Helga Kress. Þátttakendur á ráðstefn- unni koma víðs vegar úr heimin- um. Munu um það bil 100 fyrir- Iestrar veröa haldrar á ráðstefn- unni. Fyrirlestur um kaos Dr. Thomas Bohr, lektor viö Ni- els Bohr stofhunina í Kaup- mannahöfn, heldur fyrirlestur á vegum Eðlisfræðifélags íslands í stofu 158 í byggingu VR-H við Hjarðarhaga mánudaginn 8. ág- úst kl. 17.15. Fyririesturinn hefur yfirskriftina Turbulence and Spatio-Temporal Chaos og veröur fluttur á ensku, Bohr er höfundur um alþýðurit um kaos sem nefn- ist á frummálinu Bevægelsens uberegnelige skonhed. Fyrirlest- urinn fjallar að mestum hluta um kaotiska hegðan kerfa með fáar svigrúmsvíddir. Sagtvar: Ef þú mundir detta, þá mund- irðu geta meitt þig. Gætum tungunnar Rétt væri: Bf þú dyttir þá gæt- irðu meitt þig. IZ oo Hlýtt á Austurlandi í dag verður sunnan- eða suðvestan- átt á landinu, nokkuð hvöss norð- vestanlands í fyrstu en kaldi eða Veðriðídag stinningskaldi annars staðar. Rign- ing og súld suðvestanlands í fyrstu en léttskýjað norðanlands og austan. Hægari vestan- og suðvestanátt þeg- ar kemur fram á morguninn með skúrum eða súldarvotti vestanlands. Hiti á bihnu 9-23 stig hlýjast á Aust- urlandi. Á höfuðborgarsvæðinu er sunnan- og suðvestankaldi, skýjað og lítils háttar súld öðru hveiju. Hiti 9-14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.09 Sólarupprás á morgun: 3.45 Síðdegisflóð í Reykjavík 19.15 Árdegisflóð á morgun: 7.35 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 14 Akumes léttskýjað 10 Bolungarvík léttskýjað 10 Bergsstaðir hálfskýjað 12 Egilsstaðir þokaí grennd 14 Keílavíkurílugvöllur súld 9 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað 9 Raufarhöfn léttskýjað 12 Reykjavík súldá síð.klst 10 Stórhöfði súld á síð. klst 10 Bergen skýjað 11 Helsinki léttskýjað 17 Ósló skýjað 15 Stokkhólmur skýjað 15 Þórshöfn skýjað 10 Barcelona þokumóða 25 Berlín léttskýjað 20 Chicago skýjað 21 Feneyjar þokumóða 24 Frankfurt léttskýjað 17 Glasgow skýjað 13 Hamborg léttskýjað 14 London skýjað 16 LosAngeles léttskýjað 20 Lúxemborg skýjað 17 Malaga léttskýjað 19 Mallorca heiðskírt 22 Montreal léttskýjað 16 New York heiðskirt 19 Nice léttskýjaö 24 Páll Kr. Pálsson framkvaemdastjóri: „Framundan er að halda áfram á sömu braut. Við framleiðum smjörlíkí, olíu, grauta og ávaxta- safa og erum með þekkt merki sem hafa fest sig í sessi á markaöinum. Sjálfsagt verður einhver viðbót á framleiðslunni, en það mun tíminn leiða í Ijós fyrr en síðar. En í dag Maður dagsins stefnum við að því að tryggja neyt- endum bestu gæði og góða þjón- ustu,“ segir Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf„ en hann tók við því starfi um síðustu mán- aöamót þegar nýir eígendur tóku við rekstrinum. Páll er kunnur f viðskiptalífinu og var áður fram- kvæmdastjóri Vífilfells hf. og þar áður forstjóri Iðntæknistofnunar. Aðspurður um muninn á starfi hans hjá Vífilfell og Sól sagði Páll: „í framleíðsluiönaöinum er ákveð- Páll Kr. Pálsson. ið ferli sem reksturinn byggist á, en auðvitað er ýmislegt öðntvísi þar en hér, þetta er öðruvísi fram- leiðslurás. Framleiðslan hér bygg- ist miklu meira á efnafræðilegri meðhöndlun hráefna og eru efha- fræðilegir prósessar miklu flóknari við framleiðsluna, enda fram- leiðsla á smjörllkinu, svo dæmi sé tekið, allt öðruvísi vinnsla en fram- leiðsla á gosdrykkjum, en mark- aðslega er í báðum tilfellum um neytendavörur að ræða.“ Um markaðshlutfalí vörunnar sagöi Páll fyrirtækið vera meö gott markaðshlutfall. „Við erum með sterka markaðsstöðu í flestum þeim vörum sem við framleiðum og stefnum á að halda því og gera betur.“ Páll er menntaöur hagverkfræð- ingur og er giftur Helgu Elísabetu Þórðardóttur og eiga þau einn son. Páll kvað áhugamál sín tengjast mest útiveru. „Ég hef gaman af að vera úti og anda aö mér fersku lofti og reyni að fara sem mest um helg- ar útfyrir bæinn.“ Myndgátan Gefur undir fótinn Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Evrópumeist- aramótiðí frjálsum Lítið er um að vera í íþróttum í dag hér heima en nú stendur yfir Evrópumeistaramótiö i ffjálsum íþróttum í Helsinki og taka sex íslendingar þátt í mót- íþróttir ínu, Pétur Guðmundsson, kúlu- varp, Vésteinn hafsteinsson, kringlukast, Siguröur Einarsson, spjótkast, Martha Emstdóttir, 10.000 metra hlaup, Jón Amar Magnússon, tugþraut, og Guðrún Arnardóttir, 100 metra grinda- hlaup. Mestu mögleika til aö komast á verðlaunapall á sjálf- sagt Pétur Guðmundsson en hann hefur verið að nálgast þá bestu í Evrópu að undanfómu. Ef aðrir ná sínu besta getum við verið ánægð með þátttöku okkar á þessu sterka móti. Skák Kamsky og Anand skildu jafnir í ein- vígi sínu í Sanghi Nagar á Indlandi, hvor hlaut 4 vinninga. Bráðabana þarf til að skera úr um sigurinn. Gelfand átti unna biðskák gegn Kramnik í áttundu skák- inni og var því á góðri leið með að slá „krónprinsinn" út úr keppninni. Salov hafði 4 v. gegn 3 v. Timmans og nægði jafntefli í lokaskákinni. Þessi staða er úr 4. einvígisskák Kam- skys og Anands sem hafði svart og átti leik: 24. - d4! 25. Bxd4 Ef 25. Dxd4 Hd8 og vinn- ur drottninguna. 25. - Bb4+ 26. axb4 Hxe5 27. Hxe5 Dc4 og Anartd tókst að vinna með drottningu gegn hróki og létt- um manni þótt ýmis tæknileg vandamál séu enn óleyst í stöðunni. Jón L. Árnason Bridge Samningurinn var sex spaðar og vestur hugsaði sig lengi um áður en harrn spil- aði út laufþristi. Sagnhafi var nokkuð viss um að útspil vesturs var ekki ein- spil eftir umhugsunina, hins vegar gat austur auðveldlega átt einspil í laufi. Þess vepa drap sagnhafi áttu austurs á ás og spilaði lágum spaða að tíunni. Vestur tók á kónginn og þar sem hann vissi ekki hvað hann átti að gera ákvað hann að spila trompi til baka: ♦ 106 V ÁKDG9 ♦ Á4 + 10942 * 9752 V 108532 ♦ 953 + 8 ♦ ÁDG84 V 6 ♦ D1082 + ÁKG Suður yfirdrap tíu á gosa og tók ÁD í trompi. í blindum var hent laufl og tígli. Síðan komu fjórir hæstu í hjarta og þegar hjartað féll ekki varð að spila upp á kriss-kross þvingim á vestur. Staðan var þessi: ^ V9~ ♦ Á + 109 V-- ♦ KG + D7 V 10 ♦ 953 W k.3 V 74 ♦ KG76 4 8 V ♦ D10 + Á Sagnhafi trompaði síðasta hjartað og vestur mátti ekkert spil missa án þess að gefa tólfta slaginn. Ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.