Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1994, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 1994
23
dv _________________________________íþróttir
Loks sigur hjá Sigurði
- í torfærunni í Glerárgryfjunum
Ása Jóharaisdóttir, DV, Akureyii
Viking Brugg, bikarmeistara-tor-
færukeppni bílaklúbbs Akureyrar,
var haldin á laugardag í Glerárgryíj-
unum fyrir ofan Akureyri. Alls
mættu 14 keppendur til léiks, 8 sérút-
búnir og 6 götubílar.
í götubílaflokki var lítiö um tilþrif
en öruggur sigurvegari þar varð ís-
landsmeistari síöasta árs, Þorsteinn
Einarsson en hann hefur í sumar
keppt í útbúnaflokknum. Ragnar
Skúlason lánaði einum aðstoðar-
manni sínum Galdragul í þessa
keppni en Kjartan Guðvarðarson
varð að láta í minni pokann fyrir
bilunum strax eftir fyrstu braut.
Reynir Sigurðsson, sem þekktastur
er fyrir að hafa stýrt Kjúkhngnum
til langs tíma, mætti á Gömlu götu-
kerlingunni og sýndi oft góða takta.
í útbúna flokknum voru einungis
3 keppendur sem komust í allar
brautir og röðuðu sér í efstu sæti.
Strax í fyrstu braut velti Þórir Schi-
öth illa og Haraldur Pétursson missti
dekk undan bílnum sínum. Þeir
misstu út nokkrar brautir meðan
viðgerð fór fram. Eins missti Gunnar
Egilsson úr tvær brautir og Helgi
Schiöth þurfti að hætta keppni eftir
3 brautir.
Keppnin um fyrsta sætið var milii
þeirra Sigurðar Axelssonar, Gísla
G. Jónssonar og Einars Gunnlaugs-
sonar. Einar og Gísli, sem bítast hvað
harðast um íslandsmeistaratitilinn í
ár, urðu að láta í minni pokann fyrir
Sigurði sem oft hefur verið nálægt
sigri en ekki sigrað í keppni fyrr en
nú.
Úrslit urðu eftirfarandi: Götubílar:
1. sæti Þorsteinn Einarsson á Ingu,
1570 stig, 2. sæti Reynir Sigurðsson,
1380 stig, og Kristján Birgisson á
Lukkutröllinu, 1270 stig. Reynir
hlaut tilþrifabikar í götubílaflokki.
Sérútbúnir: 1. sæti Sigurður Axels-
son á Fríðu Grace, 1865 stig, 2. sæti
Gísli G. Jónsson á Kókómjólkinni,
1810 stig, 3. sæti Einar Gunnlaugsson
á Norðdekkdrekanum, 1760 stig. Til-
þrifaverðlaun fékk Sigurður Axels-
son. í sérútbúna flokknum er einnig
kepp um Valdimarsbikarinn sem er
farnadbikar sem gefinn var til minn-
ingar um Valdimar Pálsson, formann
B.A. til margra ára, og fellur hann í
hlut sigurvegara útbúna flokksins.
Þannig að Sigurðum fór heim með 3
bikara.
Það leiðinlega atvik átti sér staö er
síðasti bíll fór í síðustu braut að hann
jós grjóti yfir hluta áhorfenda með
þeim afleiðingum að 3 þurftu að leita
læknisaðstoðar.
Sandspyrnukeppni var haldin við
Akureyri á föstudagskvöld og unnu
eftirfarnadi menn sína flokka. Stand-
ard flokkur: Einar Birgisson, Opinn
flokkur: Árni Grant, Crosshjóla
flokkur: Jón Kr. Jakobsen, Mótor-
hjólaflokkur: Guðmundur Haralds-
son. Útbúinn flokkur: Gísli G. Jóns-
son.
Sigurður Axelsson sýndi sínar bestu hliðar í keppninni um helgina og upp-
skar þrjá bikara.
Stigamót Olís-Texaco 1 golíi:
Sigurpáll og Karen sigruðu
Nýbakaður íslandsmeistari í golfi,
Sigurpáll G. Sveinsson úr Golfklúbbi
Akureyrar, sigraði á Olís-Texaco
stigamótinu í golfi lauk í Grafarholti
í gær. Sigurpáll lék á 145 höggum eða
sama höggafjölda og Birgir L. Haf-
þórsson, GL, sem varð annar á eftir
Sigurpáli á íslandsmótinu, en hafði
betur í bráðabana. í þriðja sætinu
varð síðan Tryggvi Traustason, GK.
í kvennaflokki varð það líka ís-
landsmeistarinn sem fagnaði sigri en
Karen Sævarsdóttir sigraði með 9
högga forskoti á Ólöfu M. Jónsdótt-
ur, GK. Úrslit efstu manna í keppni
án forgjafar varð þessi:
Sigurpáll G. Sveinsson, GA69-76= 145
Birgir L. Hafþórsson, GL....71-74 = 145
Tryggvi Traustason, GK ....72-74=146
Sigurður Hafsteinsson, GR 73-75 = 148
Hjalti Atlason, GR.......73-76=149
Tryggvi Pétursson, GR.....74-76=150
Þórður Ólafsson, GL.......70-81 = 151
Kristinn G. Bjarnas, GL...77-74 = 151
Björgvin Sigurbergs, GK....72-80=152
Björgvin Þorsteins, GA....73-80 = 153
Kvennaflokkur
Karen Sævarsdóttir, GS....74-76=150
ÓlöfM. Jónsd, GK.........76-83 = 159
Ragnh. Sigurðard, GR......80-81 = 161
Þórdís Geirsdóttir, GK....82-82 = 164
Herborg Arnarsdóttir, GR .89-80 = 169
Anna J. Sigurbergsd, GK.. .87-84 = 171
Rut Þorsteinsd., GS.......90-86 = 176
Karlar með forgjöf
Már Hinriksson, GR........81-86=133
Hörður Sigurðsson, GR.....77-78=135
Valur Sigurðss, GR........87-94 = 141
Pétur Ó. Sigurðss, GR.....76-84 = 142
Bjarki Sigurðss, GKJ......79-88=143
• Næst holu á 2. braut varð Björn
Björnsson, GR, 1,58 m.
• Næst holu á 14. braut í 2 höggum
varð Siguröur K. Pálsson, 9 sm.
:
IIII
:::v .
Karen Sævarsdóttir og Sigurpáll G. Sveinsson, nýbakaðir Islandsmeistarar, með verðlaunagripi sína eftir mótið
í Grafarholti um helgina. DV-mynd S
Fjallarefur, Ford Bronco, árg. ’79. Mikið breyttur
og endurbættur, Góður bíll.
Upplýsingar hjá Bílahöllinni, sími 67 49 49
Til
sölu
(Öyi Innritun
vlm&J fyrir byrjendur í fimleikum
Innritun fimleikadeildar Gerplu stendur nú
yfir fyrir byrjendur, 12 ára og yngri. Innritun
fer fram alla virka daga, milli kl. 9 og 21, í
síma 74925 og stendur til 30. ágúst.
Stundaskrár verða afhentar fimmtudaginn
1. september í íþróttahúsi Gerplu, Skemmu-
vegi 6, kl. 17.00-18.30 fyrir byrjendur og
kl. 18.30-20.00 fyrir framhaldshópa.
Fimleikar - Fögur íþrótt
Fimleikadeild Gerplu
Gott á grillið
Matreiðsluþáttur á
öll mánudagskvöld í sumar
Mánudagur 15. ágúst
Forréttur:
Hunangskryddaður lax, reyktur yfir reykboxi
Hundasúrusósa
Aðalefni:
Kastalafyllt stórlúða með appelsínu-vinaigrette
Meðlæti/grænmeti:
Grilluð fennikka með salti og sítrónu
Góð ráð:
Talað um mun á gasgrilli og kolagrilli.
Feitur fiskur hentar á grill. Fiskur með roði.
(Birkigreinar, barrnálar, lárviðarlauf.)
Annað:
Eftirréttur: Ávaxtaspjót í desert, penslað
með kanilsmjöri og stráð sykri
Uppskriftir:
Hunangskryddaður lax Gráðosta- og
400 g ný laxaflök grasla ukssósa í kartöflu
Hundasúrusósa 100 g sýrður rjómi
2 dl sýrður rjómi 50 g gráðostur
2 msk. rjómi graslaukur, klipptur
1 tsk. sykur svartur pipar
10 blöð hundasúrur Grilluð fennikka
(meðalstór) 2 ferskar fennikkur
salt - pipar eftir smekk 1 tsk. salt
Kastalafyllt stórlúða safi úr 'á sítrónu
1 kg stórlúðuflök Ávaxtaspjót
1 kastalaostur 1 epli
appelsínu-vinaigrette 1 banani
1 dl ólífuolía 1 ananas
'á dl appelsínusafi nokkur jarðarber
1 tsk. sítrónusafi Kanilsmjör
graslaukur 100 g smjör
salt - pipar 1 tsk. kanill