Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGUST 1994 Spurrdngin Hvert fórstu í sumarfríinu? Hörður Sigurðsson: Ég fór til Ítalíu. Ágúst Þór Árnason: Hvaða sum- arfríi? Halldór Svavarsson: Ég fór í tjald. Siggi rakari: Ég er að fara í veiöar norður í Vatnsdal. Svanur Þór Eyþórsson: Það var ekk- ert sumarfrí. Lesendur_______________________________ Deilur íslendinga og Norðmanna: Harka færist í leikinn Konráð Friðfmnsson skrifar: Nú er komið annað hljóð í strokk- inn hjá frændum vorum Norðmönn- um, og miklu harkalegra. Nú skulu allir íslenskir togarar er veiða á Sval- barðasvæðinu teknir og færðir til hafnar í Noregi. - Ný reglugerð í Noregi tekur af öll tvímæli varðandi réttarstöðu íslenskra togara á svæð- inu, aö sögn Norömanna. En eins og menn muna þá treystu Norömenn sér ekki til að ákæra Hágangsmenn fyrir meintar ólöglegar veiðar, held- ur var skipið fært í höfn sökum skots er einn áhafnarmeðlimurin hleypti af út í loftið þá er norskir gæslumenn gerðu sig líklega til aö skera veiðar- færi aftan úr skipinu. Auðvitað er það alvarlegt mál þeg- ar menn nota skotvopn til að fæla starfandi menn burt, líkt og þarna í Hágangsmálinu. Gildir þá einu þótt byssuhlaupinu sé beint upp á við og púðurskot hafi veriö í byssunni. Og ég spyr: Hvernig í ósköpunum áttu norskir bátsveijar að vita að um púðurskot var að ræða? Nei, slík framkoma þekkist ekki meðal ís- lenskra ríkisborgara, hvar sem þeir eru annars staddir. Því get ég ekki stutt slíka hegðun með neinum hætti. En ég styð þessar veiðar og þaö er bara allt annað mál. Hin nýja reglugerð Norðmanna er vissulega hvöss og hún leiddi til þess að skipin hífðu og færðu sig yfir í Smuguna, um stundarsakir a.m.k. Eitt gott má þó segja um reglugerð þessa, hún hefur hreyft dálítiö við ríkisstjórninni hér heima. Ráða- menn hafa loks fengist til að gefa út yfirlýsingu um málið sem má skilja sem svo að þeir styðji veiðar íslend- inga þarna norður frá. Yfirlýsingin er fullkomlega eðlileg fyrir þær sakir að skip okkar eru i fyllsta rétti þama, og mun svo verða áfram. Að minnsta kosti ef við hvikum ekki frá sannfær- ingu okkar í málinu. Norðmenn geta ekki sigrað í þessu máli. Ég minni á að af öllum þeim ríkjum er undirrituðu Svalbarða- samkomulagið, þ.m.t. íslendingar, hefur aðeins eitt þeirra, Finnland, viðurkennt að Norðmenn geti ráðsk- ast einhliða með þennan blett. Líkt og þeir gera í dag. Hin aðildarríkin draga þennan rétt stórlega í efa. Því væri heiliaráð í stöðunni að reyna aö fá þessi ríki til fylgis við sjónar- mið okkar. Er þaö ekki ágæt byrjun? Geórænn vandi, orsakir og batahorf ur Óli skrifar: Margir þeir sem haldnir eru geð- rænum vandamálum eða tilfmninga- legum truflunum, sem leiða til nei- kvæðs hugarfars i tíma og ótíma, eru að minni hyggju ekki sér þess með- vitandi að um vanheilsu sé að ræða og líða fyrir það. Þessi vandamál eru mjög einstaklingsbundin. Fólk, sem á viö þessi vandamál að stríða, er úr öllum stéttum þjóðfélagsins, aflt frá hinum minnstu bræðrum og systr- um til hámenntaðra manna og kvenna. Til er alþjóðlegur félagsskapur sem hefur skotið rótum hér á landi og er sístarfandi þótt lítið hafi borið á hon- um. Ég á hér við „Emotions An- onymous International" (EA-sam- tökin). Hjá þeim eru vikulegir fundir og hef ég sótt fundi þessa nær óslitið í rúmt ár. Fundirnir hafa t.d. haft þau áhrif á mig að afstaða mín til eðlilegs og já- kvæðs lífs hefur batnað til muna. Þama kemur fólk, situr fundinn og tjáir sig gjaman og finnur í raun að það er alls ekki eitt um vandamálin eins og það gjarnan hélt áður. Þetta em lokaðir fundir. Þar er nafnleynd í heiðri höfð og ekkert sem sagt er á fundum fer út úr fundarher- berginu. Þegar ég fann þessa sam- hyggð og traust fór batinn að segja til sín og sjálfsvirðingin jókst. Eins og nafnið bendir til er þetta alþjóðleg- ur félagsskapur og fæst einvörðungu við tilfinningaleg vandamál. Þar finnið þið þá hjálp og vináttu sem svo margir hafa notið viðs vegar um heim. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, muniö það. Peningana undir koddann - ekki í bankann Magnús Magnússon skrifar: Það er auðvitað ekki af engu sem fólk amast við siaukinni innheimtu banka og innlánsstofnana fyrir þjón- ustu þeirra. Gjaldtaka bankanna sem nú er sögð nema um 700 milljónum á ársgrundvelli og tekin af viðskipta- vinunum í formi ýmiss konar þjón- ustugjalda er mál sem á að snerta yfirmenn bankastofnana. Það virðist þó ekki snerta ráðamenn mikið því ekki hefur orðið breyting á. Bank- amir fara sínu fram sem alltaf áður. Eru þá engir yfirmenn bankamála í landinu? Er ekki einn ráðherranna nefndur bankamálaráðherra? Ég veit ekki betur. Er hann þá einskis megnugur gagnvart þeim stofnunum sem hann er settur yfir? Getur hann a.m.k. ekki skikkað banka til að koma almennum sparísjóðsbókum í Eiga bankarnir stærsta höfundar- réttinn á fjarmálasiöleysi þjóðfé- lagsins? . , i j ! gildi á ný? Nú eru almennar spari sjóðsbækur með vöxtum fyrir neðan 1% og sums staðar eru þær með eng- um vöxtum! Á þá ekki að taka þessar bækur úr umferð? Nú, eða þá gjald- takan frá þeim sem nota tékkhefti? Ekki eru innlánsvextirnir til að íþyngja bönkunum. Það er ekki til nema eitt ráð gagn- vart þessum gjaldtökum öllum. Það er að fólk geymi launin sín heima hjá sér undir koddanum eöa annars staðar þar sem féð er varið fyrir al- mennum þjófum í umferð. í bönkun- um rýrnar féð viö hveija meðferð sem það fær af hálfu bankans. Sið- leysi í fjármálum er aö gera út af við þjóðfélagið og hið opinbera og stofn- anir þess, þ.m.t. bankarnir, á stærsta höfundarréttinn á því siðleysi. Launaskrið hjáríkinu Einar Magnússon skrifar: Það er nú staðfest opinberlega að launaskrið hafi orðið hjá ríkis- starfsmönnum. Það er ekkert nýtt að ríkisstarfsmenn standi betur aö vígi með laun og kjara- bætur en hinir almennu launþeg- ar. Nú finnst mér kominn tími til að i næstu kjarasamningum verðí það hinir almennu iaunþegar sem njóti góðs af batnandi árferði og afkomu fyrirtækja en opinber- ir starfsraenn bíði með frekari launabætur en orðiö er. - Það er ekkí hægt að kyngja því öllu leng- ur aö ríkisstarfsmenn njóti að- stööu sinnar umíram aðra lands- menn. Endurnýjun í þingflokkunum Óskar skrifar: Ég vil taka undir með bréfritara sem skrifaði fyrir stuttu síðan í DV um að full þörf væri á að endurnýja verulega í þingliði stjórnmálafiokkanna næst þegar kosið verður. Ég tel það reyndar svo brýnt að það verði að vera um næsta algjöra uppstokkun að ræöa. í sumum kjördæmum á landsbyggöinni verður að mynda samstööu um þetta. Flokkamir verða meira og minna úr sögunni þegar fram líöa stundir og þvi verður fólk að sameinast um frambærfiega fulltrúa fyrir sitt kjördæmi - hvar í flokki sem menn annars stóðu áður. Vanbúiðskiptil Svalbarða! Gunnar Einarsson hringdi: Ég tek undir lesendbréf í DV sl. fóstudag svo og með skipherran- um sem tjáði sig í útvarpinu um töku fallbyssunnar af Óðni. Hvað hefði ónotuð byssan gert af sér? Hún er undir yfirbreiðslu og einn af naglföstum hlutum skipsins. Eða treystu menn ekki skipherr- anum um borö? Hvers vegna ekki að fjarlægja radarinn líka og jafn- vel skrúfublöðin og láta svo draga Óðin norður eftír? Þá hefði verið um aigjörlega vanbúið skip að ræöa. Og Norömenn og umheim- urinn orðið svo óumræðfiega glaður!! Því eru ekki augu alls heimsins á Isiendingum og gjörð- um þeirra? Olíufélög í kröggum? Tómas hringdi: Enn einu sinni sýna olíuféiögin hvemig þau valta gjörsamlega yfir bifreiðaeigendur. Aðeins bensínverðshækkun, ekki hækk- un á annarri oliu. Þau þora ekki í stríð viö útgerðina eða bændur. Það er bifreiðaeigandinn sem á að borga, og hann gerir það þegj- andi að venju. En nú var það ESSO sem ruddi brautina fyrir hin olíufélögin. Auðvitaö samráð. Ef ekki samráð, hver var þá þörf- in á hækkun einmitt núna? Getur hugsast að risabygging ESSO viö Reykjavíkurhöfn sé farin að íþyngja rekstrinum strax? Ræðismanns- störfin eftirsóttu Elin skrifar: Vegna umræöu hér heima og í Noregi um ræðismanninn is- lenska sem bæði gætir hagsmuna Noregs og útgerðar sinnar með því að senda veiðiskip sín tíl að angra Norðmenn, vakna margar spumingar. - En alltaf virðast ræðismannsstörfin jafn eftirsótt þótt sagt sé aö starfið gefi ekkert í aðra hönd og sé eiginlega bara byrði og eilíf ániðsla!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.