Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
13
Merming
Úr landslagi í af-
strakt í Haf narborg
Þegar afstraktmálverkið kom fram
á fjórða áratugnum þótti það alger
umbylting gróinna gilda í listum.
Nú á tímum endurmats og
póstmódemískra hugmynda eru
byltingar afskrifaðar sem afleiöing
fordóma á viðkomandi tíma. Sam-
kvæmt því á allt sinn aðdraganda
og þótt tengsl hlutanna séu við
fyrstu sýn engin koma þau oft í ljós
þegar fjarlægð er fengin í tíma og
rúmi.
Hafnarborg hefur nú sett saman
sýningu sem nefnist „Úr landslagi
í afstrakt" og er ætlað að sýna að
ekki er eins langur vegur frá lands-
lagsmálverkinu til afstraktmál-
verksins eins og menn ætluðu á
árum áður. Jón Proppé ritar fróð-
legan inngang í veglega skrá er
fylgir sýningunni úr hlaði og kem-
ur þar m.a. að hinum gullvægu
orðum Cézannes um að það sé
„regla í litunum og þeirri reglu
beri málaranum að fylgja, en ekki
reglu heilans". Þetta kemur í raun
inn á svið heimspekinnar; hvort á
málverkið að byggjast á rökhugsun
eða tilfinningu? Niðurstaða af-
straktmálaranna var sú að mál-
verkið ætti að byggja á tilfmningu
en vera undir ströngum reglum
rökhugsunar. Landslagsmálverkið
byggði í raun á sömu grundvallar-
reglum og því var hin djúpa gjá sem
einhverju sinni þótti staðfest á milli
þessara stefna - og var rauði þráð-
urinn í menningarpólitík fimmta
og sjötta áratugarins - e.t.v. ekki
annað en smámishæð í landslagi
listanna.
Samanburðaruppsetning
Á sýningunni í Hafnarborg eiga
verk hátt á annan tug íslenskra
myndlistarmanna, ýmist eitt eða
fleiri eftir efnum og aðstæðum. Hér
er um að ræða úrtak safnverka
Hafnarborgar og er þeim komið
Myndlist
Ólafur J. Engilbertss.
fyrir þannig að tiitekin samræða
eða samspif geti átt sér stað á milli
verkanna og út til áhorfandans sem
sér - ef vel er að gáð - vissar áhersl-
ur endurtaka sig, hvort sem um er
að ræða hefðbundna landslags-
mynd eða afstraktmálverk. Eiríkur
Smith, sem á flest verkin á sýning-
uimi - fjögur alls - losnaði greini-
lega ekki undan ægivaldi lands-
lagsins þó svo að hann „kúventi“
yfir í afstrakt í lok sjötta áratugar-
ins. Þannig má sjá vissa samsvörun
í mynd Eiríks „Án titils" frá 1968
við landslag og hefðbundnar lands-
lagsmyndir málara á borð við Sig-
urð Sigurðsson sem þarna eru líkt
og til samanburðar. Fróðlegt hefði
verið að setja upp slíkan saman-
burð einnig í sýningarskránni
ásamt ítarlegri greiningu. Er von-
andi að af slíku verði fyrr en síðar
og þá í víðtækara samhengi en hér.
Vegasalt hins hlut-
bundna og hins huglæga
Inntak flestra verka á sýningunni
er mitt á milli huglægra og hlut-
bundinna gilda, líkt og þau vegi
salt þarna á milli. Þar má nefna
mynd eftir Nínu Tryggvadóttur,
„Frá Hafnarfirði" frá 1939, sem
Sál í Hall-
grímskirkju
Mótettukór og Listvinafélag Hallgrímskirkju stóðu fyrir flutningi á órat-
óriunni Sál eftir Georg Friedrich Hándel í kirkjunni í gærkvöldi. A laugar-
dag fluttu sömu aðOar verkið f Skálholtskirkju. Flytjendur voru Mótettu-
kór Hallgrímskirkju og hljómsveit. Einsöngvarar voru Andreas Schmidt,
baríton, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, alt, Karl Heinz Brandt, tenór, Sigr-
ún Hjálmtýsdóttir, sópran, Margrét Bóasdóttir, sópran, Marta G. Halldórs-
dóttir, sópran, Snorri Wium, tenór, og Heimir Wium, bassi. Stjómandi
var Hörður Áskelsson.
Tónlist eftir Hándel heyrist miklu sjaldnar á tónleikum hér en vert
væri. Þessi mikh jöfur tónlistarinnar samdi óheipjumörg verk og aðeins
mjög lítill hluti þeirra heyrist reglulega fluttur. Óratórían var svar Hánd-
els við breyttum tónlistarsmekk. Óperur í ítölskum stíl höfðu fallið í
skuggann fyrir alþýðlegum söngleikjum. Óratóríur vom um kunnugleg
yrkisefni lir biblíunni og sungnar á þjóðtungunni. Með þessu móti gat
tónskáldið komið til móts við áheyrendur án þess að slá af gæðum tónlist-
arinnar. Óratórían Sál getur ekki státað af snjallri dramatískri uppbygg-
ingu eða tilþrifamiklum texta. Hins vegar er tónlistin hrein snilld, allt
hitt er aðeins tilefni Hándels til þess að koma tónlist sinni á framfæri.
Tóiúist
Finnur Torfi Stefánsson
Þama úir og grúir af glæsilegum aríum, hrífandi kórköflum og áhrifa-
miklum hljómsveitarköflum, sem of langt yrði upp að telja. Ef nefna skal
eitt framar ööru sem eftirminnilegt má teljast úr flutningi þess verks,
þá em það hinar áhrifaríku og fjölbreyttu laglínur sem Hándel virðist
hafa getað spunnið upp fyrirhafnarlítið.
Það er þakkarvert að Mótettukórinn skuli hafa tekist á hendur flutning
á þessu verki sem er mikið fyrirtæki. Verkið er nokkuð á þriðju klukku-
stund að lengd. Flutningurinn var greinilega vel undirbúinn og tókst í
alla staði mjög vel. Bæði kór og hljómsveit hljómuðu mjög vel og sama
má segja um einsöngvarana. Söngkonurnar fjórar komu allar sérlega vel
út þótt ólíkar séu. Hrafnhildur Guðmundsdóttir hafði veigamesta hlut-
verkið og söng það frábærlega vel. Karlamir komu einnig vel út þótt
ekki hefði verið á þeim alveg sami glæsibragurinn og konunum. Stjóm-
andinn Hörður Áskelsson hélt öllu vel saman og tókst að halda spennu
og áhuga áheyrenda allt til enda.
dæmi. Nína var tvímælalaust einn
helsti brautryðjandi nýma gilda í
málaralistinni hér á landi. Hér eru
og myndir frá Hafnarfirði eftir þá
meistarana Kjarval og Ásgrím sem
birta m.a. tengsl expressjónisma
við íslenskt landslag. Víðtækara
úrval hefði búið sýningunni mark-
tækari skírskotanir og samanburð-
armynd til nánari athugunar.
Kjarval hefur t.a.m. málað verk
sem vega meira salt á milli af-
strakts og landslags, samanber
sýninguna í Sverrissal á neðri hæð
Hafnarborgar á verkum úr safni
Þorvalds Guðmundssonar. Enn-
fremur gerðu Jón Engilberts og
Sverrir Haraldsson verk sem gefa
meiri innsýn í þá hárfinu leið á
milli hins huglæga og hlutbundna
sem listamenn þræddu oftsinnis og
þræða enn eins og 'sjá má hér á
verki G.R. Lúðvíkssonar. Sýningin
„Úr landslagi í afstrakt" stendur til
29. ágúst.
Eirikur Smith: An titils, 1968.
r
éé
w
0
BREYTINGAR
AUKAAFSLÁTTUR FYRIR ÁSKRIFENDUR
Nú kemur sér vel aö vera áskrifandi aö DV. Allir skuldlausir áskrifendur DV fá nú
10% aukaafslátt af smáauglýsingum DV. Það eina sem þeir þurfa aö gera er aö
skrá smáauglýsinguna á kennitölu sína. Allir auglýsendur fá að sjálfsögöu
birtingarafslátt sem fer stighækkandi eftir fjölda birtinga.
0
0
VERÐDÆMI FYRIR ASKRIFENDUR:
(Lágmarksverð: 4 lína smáauglýsing meö sama texta)
VERÐDÆMI FYRIR ALM. AUGLÝSENDUR
(Lágmarksverð: 4 lína smáauglýsing með sama texta)
Staðgreitt eða greitt m/greiðslukorti Verö er meö viröisaukaskatti Staðgreitt eða greitt m/greiðslukorti Verö er meö viröisaukaskatti
BIRTINGAR VERD KR. HVER flUGL. KR. BIRTIHGAR VERÐ KR. HVER flUGL. KR
■ 1.171,- 1.171,- 1 1.302,- 1.302,-
* 2.109,- 1.055,- 2 2.343,- 1.172,-
2.987,- 996,- 3 3.319,- 1.106,-
l jte Reikningur sendur Verö er meö viröisaukaskatti Reikningur sendur Verö er meö viröisaukaskatti
BIRTINGAR VERD KR. HVER AUGL. KR. BIRTINGAR VERD KR. HVER AUGL. KR.
1 1.378,- 1.378,- 1 1.531,- 1.531,-
2 2.481,- 1.241,- 2 2.756,- 1.378,-
3 3.514,- 1.171,- 3 3.905,- 1.302,-
Þflfl ER ALU AB VINNA MED ÁSKRIFT AD DV
OPIfi:
Virka daga kl. 9-22
Laugardaga kl. 9-16
Sunnudaga kl. 18-22
Athugið!
Smáauglýsingar í helgarblað DV
verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum.
&II
63 27 00