Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1994, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Gengur betur næst
Mikill sannleikur er áreiðanlega fólginn í fleygum
orðum Brandesar að hið eina sem er „yfimáttúrulegt“ í
tilverunni sé trúgimi mannfólksins. Hún er á stundum
alveg botnlaus.
Ásýnd og látbragð bandaríska predikarans Bennys
Hinns, sem efndi til vakningarsamkomu hér á landi um
helgina, minnir meira á æfðan leikara eða tungubpran
sjónhverfmgamann en einlægan flytjanda guðs orðs.
Fréttir um að starfsemi hans í Bandaríkjunum sé líkt
við gróðabrall þar í landi vekja ekki undrun. Kalla menn
þó ekki allt ömmu sína á heimaslóðum predikarans.
Þrátt fyrir þetta komu þúsundir manna, margir hverj-
ir alvarlega sjúkir eða fatlaðir, á samkomu Bennys Hinns
í Kaplakrika á sunnudaginn, flestir að því er virðist til
að verða vitni að kraftaverki.
Hætt er við því að margir sem samkomuna sóttu hafi
orðið fyrir vonbrigðum. Blindir fengu ekki sýn og lamað-
ir ekki þrótt eins og umboðsmaður Bennys Hinns á ís-
landi hafði lofað.
Samt er ósennilegt að þátttakendur í samkomunni
hafi allir misst trú á kraftalækningar eða mátt predikar-
ans bandaríska. „Gengur betur næst,“ sagði umboðsmað-
urinn íslenski í sjónvarpi í gærkvöldi. Og við það munu
margir hugga sig, líka næst þegar mistekst.
Svo eru vafalaust einhverjir sem hafa farið heim af
samkomunni glaðir í bragði, fullvissir um að þeir hafi
hlotið bata að hluta til eða jafnvel fulla lækningu meina
sinna fyrir kraftaverk að miliigöngu Bennys Hinns.
Vísindaleg þekking á sálarlífi fólks er í sannleika sagt
enn mjög frumstæð. Skilningarvit okkar og minni eru
brigðul. Rannsóknir hafa sýnt að viljinn til að trúa getur
breytt skilningi manna á skynjun þeirra og reynslu.
Ahrif dáleiðslu og seQunar, þar á meðal höldaseíjunar,
á fólk eru óumdeild.
Alkunna er líka hve menn laðast að öllu sem er dular-
fullt og torráðið. Sú hneigð hefur sína kosti, til dæmis
fýrir framfarir vísindanna, en þegar hún er án taum-
halds og aga er hætt við að hún rugh menn í ríminu og
skekki myndina af raunveruleikanum.
Lífseig er og ályktunarvihan um að fylgni atburða í
tíma segi nauðsynlega eitthvað um orsakasamband
þeirra. Þótt sjúklingi batni eftir vakningarsamkomu er
það í sjálfu sér engin vísbending um orsakir batans.
Vinsældir kraftalækninga Qara ekki út þótt krafta-
læknum mistakist. Þeir sem á annað borð trúa á þær
munu fá þær „sannanir“ sem þörf er á. Sagan sýnir að
jafnvel þótt miðlar og kraftalæknar séu staðnir að svikum
og prettum eiga þeir ótal áhangendur vísa.
Enginn getur áfehst alvarlega sjúkt fólk fyrir að leita
á náðir kraftalækna þegar vísindaleg læknisfræði er ráð-
þrota. Og að sönnu er erfitt að áfehast fólk sem trúir því
í einlægni að það hafi lækningamátt og vhl nota hann
öðrum th heilla. Hitt er ömurlegt þegar kaldrifjaðir menn
hafa örvinglan fólks að féþúfu.
Einkennhegt er að íslenskur trúarsöfnuður, sem vhl
láta taka sig alvarlega, skuh efna th samkomu eins og
þeirrar í Kaplakrika með stórum fyrirheitum og staðhæf-
ingum um atburði sem eru nánast óhugsandi.
Benny Hinn er floginn heim þar sem sjúkir og fatlaðir
bíða í röðum eftir kraftaverkum á samkomum hans. Þau
munu því miður láta á sér standa. Huggun er að stemn-
ingin á samkomunum er sögð góð og ahtaf má lifa í von-
inni um að kannski gangi betur næst.
Guðmundur Magnússon
Ljóst er að skapa þarf 15.000 ný störf til aldamóta ef atvinnuleysi á ekki að vaxa, segir Jónas m.a. í greininni.
Erlendar fjárfesting-
ar og heimavinnan
Nýlega var gerður samningur
milli viðskiptaráðuneytisins og Út-
flutningsráðs um upplýsingaþjón-
ustu fyrir erlenda íjárfesta sem
kynnu að hafa áhuga á að íjárfesta
hérlendis. Með þessu er bætt úr
brýnni þörf en fleira þarf að koma
til.
Viðhorf til erlendra fjárfesta
Flestar þjóðir leggja mikið upp
úr því að laða til sín erlenda fjár-
festa í von um að fjárfestingar
þeirra auki umsvif í efnahagslífmu,
auki fjölbreytni atvinnulífs, fjölgi
atvinnutækiiærum og breikki
skattstofna. Eru ýmiss konar íviln-
anir í boði og sendinefndum haldið
úti til að fmna hugsanlega fjárfesta.
íslendingar hafa í gegnum tíðina
verið sér á parti og síður reynt að
laða til sín erlent áhættufjármagn.
Lagalegar hindranir voru miklar
til skamms tima, ákvæði í löggjöf
fráhrindandi og ekki var um sam-
ræmt kynningarstarf að ræða
nema á afmörkuðu sviði.
Nauðsyn erlendrar
fjárfestingar
Viðhorf til erlendra fjárfestinga
hefur þó breyst enda hefur ríkt
stöðnun í íslensku atvinnulífi. At-
vinnutækifærum hefur fækkað og
ljóst er að skapa þarf 15.000 ný störf
til aldamóta ef atvinnuleysi á ekki
að vaxa. Þörf er á auknum krafti
og fjölbreytni í atvinnulífmu með
nýju fjármagni. Þetta fjármagn
kemur ekki af sjálfu sér, erlendir
fjárfestar bíða ekki í röðum eftir
að setja fjármagn í íslenskt at-
vinnulíf.
Heimavinnan
Til að laða aö erlent áhættutjár-
Kjallarinn
Jónas Fr. Jónsson
lögfræðingur Verslunar-
ráðs íslands
erlendra fjárfestinga væri afnám
tekjuskattalagningar fyrirtækja.
Einnig þarf að afnema ýmsa sér-
skatta eins og t.d. skattinn á skrif-
stofu- og verslunarhúsnæði.
Vinnumarkaðslöggjöfina verður
að endurskoða með það fyrir aug-
um að auðvelda vinnustaðasamn-
inga og koma í veg fyrir að fámenn-
ir hópar geti lamað starfsemi heilla
atvinnugreina. Herða þarf á sam-
keppnislöggjöfmni til að tryggja að
opinberir aðilar raski ekki sam-
keppnisstöðu fyrirtækja með opin-
berum ívilnunum.
Mikilvægur áfangi
Hér hafa verið nefnd dæmi um
nokkur atriði sem breyta þarf í
löggjöf til þess að gera ísland að
álitlegri fjárfestingarkosti. Fleira
þarf sjálfsagt að koma til en sam-
starf viðskiptaráðuneytisins og Út-
flutningsráðs er fyrsta skrefið.
„Vinna þarf heimavinnuna og gera
starfsumhverfi fyrirtækja áhugavert
fyrir erlenda fjárfesta. íslensk löggjöf
verður að vera sambærileg erlendri og
ef eitthvað er einfaldari, sveigjanlegri
og meira aðlaðandi fyrir atvinnustarf-
semi.“
magn þarf meira en upplýsinga-
miðstöö. Vinna þarf heimavinnuna
og gera starfsumhverfi fyrirtækja
áhugavert fyrir erlenda fjárfesta.
íslensk löggjöf verður að vera sam-
bærileg erlendri og ef eitthvað er
einfaldari, sveigjanlegri og meira
aðlaðandi fyrir atvinnustarfsemi.
Eitt af því sem hvetja myndi til
Yfirlýsingar viðskiptaráðherra
gefa tilefni til bjartsýni um aö
breytt viðhorf til erlendra fjárfest-
inga ráði ferðinni hjá stjórnmála-
mönnum. Upplýsingar eru ágætar
en efni þeirra skiptir meginmáli
fyrir erlenda Qárfesta, það þarf að
vera áhugavert.
Jónas Fr. Jónsson
Skoðanir annarra
GJald f yrir veiðiréttinn
„Morgunblaðið hefur ítrekað bent á kost þess að
gjald verði innheimt fyrir réttinn til veiða. Fyrir því
mæla jafnt réttlætis- sem hagkvæmnissjónarmið,
sem oftsinnis hafa verið rakin hér á þessum stað.
Svo virðist sem sjónarmið af þessu tagi njóti nú vax-
andi stuðnings víða um heim, sem eina skynsamlega
framtíðarlausnin til að tryggja hagkvæmni og rétt-
læti og koma í veg fyrir ofveiði.“
Úr Mbl. 21. ágúst.
Pípið um fóstureyðingar
„Fóstrið er ekki persóna í þeim skilningi sem
venjulega er lagður í hugtakið því það hefur enga
skynjun af heiminum, gleði hans eða sorgum. ...
Það að eyða fóstri er ekki alvarlegri gerningur en
svo, að rök sem lúta að frelsi konunnar til að ráða
eigin----------------------------------
líkama, taka ákvarðanir um framtíð sína og því hvað
vex innra með henni, er fyllilega nægjanleg sem rétt-
læting. Allt píp um það að verið sé að drepa líf sem
hefur kviknað er til þess eins að skapa heimskulegt
og óþarft samviskubit hjá konum sem þurfa velferð-
ar sinnar vegna að gangast undir slíka aðgerð.“
Ragnhildur Vigfúsdóttir í Eintaki 22. ágúst.
Hagsmunaárekstrar?
„Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnuvegur á
landinu og því ber að hlúa að vexti hennar. Hún er
mannfrek og það er hagkvæmt á öld tölvuvæðingar
þar sem tæknin leysir menn af hólmi. Hinu er ekki
aö leyna að ef skriður kæmist á orkusölu geta hags-
munir ferðaþjónustu og orkunýtingar rekist á. Stór-
virkjunaráform geta gengið á áhugaverðar ferða-
mannaslóðir. Hér er því nauðsyn að fara að öllu meö
gát og ganga ekki fram í blindni."
Úr Tímanum 20. ágúst