Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1994, Síða 4
26
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1994
Neistinn
slokknaður?
Dagskráin hefst klukkan hálfníu miönættis. Tónleikunum verður
og stendur að minnsta kosti til útvarpað á rás tvö. -ÁT
Bubbi Morthens verður einn flytjendanna á Skagarokki í kvöld.
Rokkaðdáendur á Akranesi og í
nágrenni fá stóran skammt af tónlist
annað kvöld. Þá koma fram ekki
færri en fjórar hljómsveitir og nokkr-
ir einstaklingar að auki á svonefndu
Skagarokki.
„Við byijuðum á þessu í fyrra og
langar til að prófa aftur í ár,“ segir
Ólafur Páll Gunnarsson, einn skipu-
leggjenda Skagarokks. „Að þessu
sinni ætlum við að halda tónleikana
á fóstudegi í september. Síðast vorum
við með hátíðina á laugardagskvöldi
í ágúst en höldum að fostudagskvöld
í september virki enn þá betur.“
Dagskráin hefst með því að Bubbi
Morthens kemur fram. Að hans leik
loknum treður upp eins manns
hljómsveit Sigurjóns Kjartanssonar,
Olympía, þá hljómsveitin Jógúrt frá
Akranesi, rokkhljómsveitin XIII,
loks Lipstick Lovers og Silfurtónar
rekalestina. EðvarðLárusson.gítar-
leikari Kombósins, verðiu- sérstakur
gestur Siifurtónanna.
pjtftugagnrýni
Tony Bennett- Unplugged:
Klassík í
fyrirrúmi
Tony Bennett hefur í áraraðir ver-
ið einn aiira besti djassöngvári vest-
anhafs. Hann hefur staðið nokkuð í
skugganum af Frank Sinatra enda
báðir á sömu línu þótt Bennett sé ívið
standa þessir dúettar framar flestum
þeim sem Frank Sinatra bauð upp á.
Það heyrist að Tony Bennett sé
aðeins farinn að missa röddina,
stundum reyni hann meira en hann
geti, en í ballöðum á borð við hans
þekktasta lag, I Left My Heart in San
Francisco, er tiifinningin og röddin í
góðu lagi. Þessi tónleikaplata Tony
Bennett er alls ekki það besta sem
hann hefur gert en veitir samt
ómælda ánægju. Hilmar Karlsson
ChetAtkins-Read My Licks ,
★ Á
sveiflukenndari. Þessum tveimur ris-
um er samt vel til vina eins og kom
best fram á plötu Frank Sinatra,
Duets, en þar söng Bennett með hon-
um New York, New York.
Það vakti athygli þegar MTV sjón-
varpsstöðin, sem nær eingöngu gerir
út á ungt fólk, bauð Bennett að vera
með i þáttaröðinni Unplugged. Benn-
ett þáði boðið með þökkum, kom, sá
og sigraði og nú er afraksturinn kom-
inn á plötu. Er ekki annað hægt að
segja en vel hafi tekist til. Á Unplugg-
ed eru tuttugu lög, allt þekkt og
klassísk djass- og dægurlög sem Tony
Bennett hefur sungið í gegnum árin.
Hann byrjar af krafti á Old Devil
Moon og endar á að setja saman tvær
ballöður, Autumn Leaves og Indiana
Summer. Á miili býður hann upp á
veislu fyrir eyrað og nýtur aðstoðar
frábærs tríós sem skipað er Ralph
Sharon, Dough Richeson og Clayton
Cameron á píanó, bassa og trommur.
í tveimur lögum fær hann söngvara
til liös við sig sem ekki eru af verri
gerðinni, K.D. Lang syngur með hon-
um Moonglow og Elvis Costello They
Can’t Take That away from Me. Fara
þau bæði á kostum í lögunum og
Sinéad O'Connor: Otrúlegt lífshlaup merkrar listakonu.
Ný plata, Universal Mother:
Sinead O'Connor hefur
upp raust sína á ný
- þykir standa vel undir vonum aðdáendanna
Það er ekki svo ýkja langt síðan
Sinead O’Connor tilkynnti að hún
ætlaði aldrei að syngja opinberlega
oftar. Áðdáendum hennar til ánægju
hefur hún ekki staðið við þau orð.
Formlegur útgáfudagur fjórðu stóru
plötunnar hennar, Universal
Mother, er I dag, flmmtánda septem-
ber. Platan var hljóðrituð í Dyflinni,
heimaborg söngkonunnar, siðast-
liðiö vor undir stjóm hennar ásamt
bamsföður hennar og fyrrverandi
eiginmanni, John Reynolds, og Phil
Coulters og Tim Simenons.
Síðustu ár hafa verið Sinead
O’Connor þungbær eins og raunar
ævin öll. Breska tímaritið Q birti
viðtal við hana fyrr í sumar og þar
kom fram að hún var misnotuð kyn-
ferðislega sem bam, móðir hennar
misþyrmdi henni og atlætið sem hún
og systkini hennar bjuggu við í æsku
var afar slæmt. Og fyrir að fjalia um
þessa tima i textum sínum hafa faðir
hennar og bróðir útskúfað henni.
Þá er þess skemmst að minnast
þegar O’Connor reif mynd af Jóhann-
esi Páli páfa í beinni útsendingu
Saturday Night Live sjónvarpsþátt-
arins í Bandaríkjunum. í kjölfarið
var hún púuð niður á hljómleikum
til heiðurs Bob Dylan. Og til að bæta
gráu ofan á svart reyndi hún að
fyrirfara sér í september í fyrra
vegna þess að Peter Gabr iel vildi ekki
fara út með henni. Sinead O’Connor
segir í viðtalinu að hún hafi þarfnast
Gabriels í föður stað en ekki sem
ástmanns. Þegar hann vildi ekkert
með hana hafa gleypti hún stóran
skammt af svefntöflum - en lifði af.
Eftir að þessi ósköp dundu yfir fór
heldur að birta yfir hjá söngkonunni.
Hún hafði haldið áfram að semja lög
og texta þrátt fyrir að andlegt ástand
hennar væri dapurt. Níu þeirra eru
á plötunni Universal Mother. Eitt er
eftir Jake Raynolds, annað eftir Phil
Coulter og loks er á plötunni að finna
Nirvana-lagiö All Apologies eftir
Kurt Cobain sem framdi sem kunn-
ugt er sjálfsmorð fyrr á þessu ári. Um
það segir Sinead O’Connor að hún
hafi eiginlega fundið til léttis. Rétt
eins og að Cobain hefði dáið fyrir
hana. Hún er samt fullviss um að
Cobain hefði getað þraukað ef hann
hefði haft meiri trú á sjálfum sér.
Og um sjálfa sig segir Sinead
O’Connor: „Ég verð að vera sú sem
ég er. Ég get ekki talað um lögin min
og textana án þess að segja það sem
ég þarf að segja. Ég vil hjálpa öðrum
og ég vil að á mig sé hlustað...“
-ÁT
Gestalistinn er ekkert slor. Þama
eru George Benson, Floyd Cramer,
Steve Wamier, Suzy Bogguss og
Mark Knopfler, svo að nokkrir séu
nefhdir. En þeir duga ekki til þess að
drífa plötuna Read My Licks upp úr
þeirri meðaimennsku sem einkennir
hana frá fyrsta lagi til hins síðasta.
Meðaimennska lýsir plötunni
kannski ekki best. Allvel spiluð lyftu-
músík gefúr sennilega betur til kynna
hvað er á ferðinni. Chet Atkins, þessi
fomfrægi gítarleikari og hljóðvera-
maður, er sennilega búinn með kvót-
ann. Þó sýndi hann ágætis lífsmark
fyrir nokkrum árum þegar hann og
Mark Knopfler unnu saman plötuna
Neck and Neck. Að þessu sinni megn-
ar Knopfler ekki einu sinni að blása
lífi í tónlist gamla mannsins.
Ásgeir Tómasson
Prodigy
- Music for the Jihted
Generation:
★ ★ ★
Platan líður þægilega í gegn, nógu góð
til að virka sem bakgrunnstónlist og
einnig til að rífa upp athyglina öðru
hverju. o -PJ
Neil Young
- Sleeps with Angels:
★ ★ ★ ★
Sleeps with Angels verður ein af
skærustu perlum ársins 1994 og gott ef
ekki áratugarins. -SÞS
Gilby Clarke
- Pawn Shbp Guitars:
★ ★ ★
Pawn Shop Guitars kemur á óvart
fyrir tjölbreytni. -ÁT
Daisy Chainsaw
- For They Know not
What to Do:
★ ★ ★ ★
Þetta er besta platan sem ég hef heyrt
nýlega. -PJ
BBM
- Around the Next Dream:
★ ★ ★
Gömlu mennimir í BBM eru síður en
svo að búa til fomleifar. -ÁT
Harry Connick jr.
-She:
★ ★ ★ 1
Harry Connick jr. fer með mann í allan
tilfmningaskalann auk þess að bjóða
manni upp á mjúkar melódíur sem ættu
aö geta falliö öllum í geð. -GBG
David Byme
- David Byrne:
★ ★ ★
Þessi sólóplata Davids Byrnes fer
tvímælalaust í flokk þess besta sem
komið hefur út það sem af er árinu.
-SÞS
Ti)NY BÉNNhll
m "■ m
í , m ^
iJ UNPLUG6EÖ
annað kvöld
Skagarokk
í annað sinn