Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1994
v ★ * 4
> _ T<
66 skipa þeir Birgir Haraldsson og Karl Tómasson sem fólk ætti að kannast við úr Gildmnni. DV-mynd BG
Eftir að hafa starfað ötullega í rúmt
ár á öldurhúsum landsins hefur
<» hljómsveitin 66 loksins tekið upp
plötu, sér og öðrum til ánægju.
Hljómsveitina skipa þeir Birgir
Haraldsson og Karl Tómasson sem
fólk ætti að kannast við úr Gildrunni.
Nýja platan er sú sjötta sem þeir
félagar vinna að saman. Hún er
útgefin af Reykjagarði hf. (sem á
meðal annars Holtakjúklinga) og
verður því að téljast til óvenjulegustu
útgáfha þessa árs.
Platan inniheldur 16 lög og var
tekin upp í stúdíó Hvarfi í Mosfells-
bæ. Að sögn eigandans, Ólafs
Ragnarssonar, er stúdíóið „paradís
popparanna". Þarna er að fmna
nýjan útbúnað (digital að öllu leyti)
og öll önnur aðstaða til fyrirmyndar
(m.a. sundlaug).
Birgir og Karl segjast aldrei hafa
verið á samningi hjá neinu útgáfu-
fyrirtækjanna, segja það takmarka
tónlistarfrelsið.
Spila sjálfir
á flest hljóðfærin
Lögin 16 sem eru á nýju plötunni
eru öll eftir þá félaga auk þess sem
þeir spila á flest hljóðfærin sjálfir.
Gestaspilarar plötunnar eru bassa-
leikaramir Jón Ólafsson og Friðrik
Halldórsson en Friðrik hefur und-
anfarið troðið upp með félögunum
þar sem þeir hafa komið fram. Að
þeirra sögn er þetta létt kassagítar-
djammplata sem ætti að höfða til
flestra.
Platan kemur út fóstudaginn 23.
september og af því tilefni verður
haldin útgáfuhátíð á Skálafelli í
Mosfellsbæ dagana 23.-25. septem-
ber, allir velkomnir.
Kristján Eggertsson sömdu fyrir upp-
setningu leikfélags MR á Drekanum
eftir Jewgení Schwarz. Tónlistin úr
Drekanum stendur upp úr í seinni
hlutanum, sérstaklega er Furðustefið
skemmtilegt og minnir stundum á
sumt sem Mike Oldfield gerði í gamla
daga. Leiðinlegt að uppgötva ekki
fyrr en núna þennan merka tónlistar-
maim.
Prodigy - Music for the Jilted
Generation:
★ ★ ★
Platan líður þægilega í gegn, nógu góð
til að virka sem bakgrunnstónlist og
einnig til að rífa upp athyglina öðru
hverju. -PJ
Neil Young - Sleeps with Angels:
★ ★ ★ ★
Sleeps with Angels verður ein af
skærustu perlum ársins 1994 og gott ef
ekki áratugarins. -SÞS
Gilby Clarke
- Pawn Shop Guitars:
★ ★ ★
Pawn Shop Guitars kemur á óvart
fyrir fjölbreytni. -ÁT
Daisy Chainsaw - For They
Know not What to Do:
★ ★ ★ ★
Þetta er besta platan sem ég hef heyrt
nýlega. -PJ
BBM - Around the Next Dream:
★ ★ ★
Gömlu mennimir í BBM eru siður en
svo að búa til fomleifar. -ÁT
'Uliuslimmt' :H11!!!Ii? I
íllílfffifÍTííSllí11(fIf#fXff. |í
Nýja platan hjá REM inniheldur 12 lög.
REM með
nýja plötu
- útgáfudagur 26. september
Hún heitir „Monster" og kemur út
26. september hér á landi. Það verður
að teljast til stórviðburða þegar
hljómsveit á borð við REM gefur út
nýja plötu. „Automatic for the
People“ er ein best selda erlenda
platan hérlendis en fyrir þá sem ekki
muna innihélt hún lög eins og „Man
on the Moon“, „Sidewinder Sleeps
Tonight", „Drive“ og „Everybody
Hurts“ sem öll náðu einhverjum
vinsældum hérlendis. En hvað
inniheldur nýja platan?
Minning um Cobain
Eins og flestir vita núorðið voru
uppi hugmyndir um samvinnu milli
Kurt Cobain (fyrrverandi söngvara
Nirvana) og söngvara REM Michael
Stipe réttáður en Cobain fyrirfór sér.
„Monster" inniheldur minningarlag
um Cobain sem heitir „Let Me In“.
Stipe segir lagið jafnt „fyrir og um“
Cobain en lagið var það síðasta sem
samið var fyrir plötuna. Nýja platan
inniheldur 12 lög. Hún var að mestu
leytitekinupp „lifandi" íhljóðverinu
og er lítið um „órafmögnuð" hljóð-
færi á henni líkt og þeirri siðustu.
Platan er að vissu leyti afturhvarf til
„Green“ tímabilsins hjá hljóm-
sveitinni og á henni er að finna jafn
ólíkar stefnur og grunge, reggí og
Motown. REM halda þó sínu striki
sem flytjendur. Upptökustjóri plöt-
unnar er Scott Litt ásamt hljóm-
sveitinni. Eins og áður segir er
aðþjóðlegur útgáfudagur plötunnar
26. september. Aðdáendur hljóm-
sveitarinnar REM verða sennilega
ekki sviknir af því að hlaupa út í búð
til að ná sér í algjört „Monster".
pltf)tugagnrýni
> T 4
Eric Clapton - From The Cradle
★ ★ ★ ★
Einstök
blúshylling
Eric Clapton er nú að upplifa ann-
að blómaskeið á löngum ferli sínum.
Hver metsöluplatan rekur aðra og
gagnrýnendur hlaða lofi á þennan
ókrýnda konung gítarsins. Margir
hafa velt því fyrir sér af hverju
Clapton hafi ekki tekið til við gamla
blúsinn að nýju en þar liggja rætur
hans frá dögunum með John Mayall.
Skýringin er einfaldlega sú, að sögn
Claptons, að hann hefur hreinlega
ekki lagt í það eftir öll þessi ár. En nú
er kjarkurinn kominn og From The
Cradle er ein allsherjar blúshylling út
í gegn. þar sem Clapton fer á kostum í
hverri blúsperlunni á fætur annarri.
Gitarinn syngur og grætur til skiptis
og Clapton sannar enn og aftur að
hann er fremsti blúsgítarleikari hvíta
kynstofnsins fyrr og síðar og hann
sannar ekki síður að hann er með
betri blússöngvurum. Það er sama
hvort lögin eru angurvær tregi eða
örlítið rokkuð; allt leikur þetta í
höndunum á Clapton. Lögin eru úr
ýmsuiji áttum, hér má finna lög eftir
Eddie Boyd, Willie Dixon, Elmore
James og fleiri og fleiri, allt ffábær
-j;b«i'tk£03tte ' d'k.
blúslög. Meðal þekktra laga má nefna
Hoochie Coochie Man, How Long
Blues, Motherless Child, It Hurts Me
Too og Somday After A While. Og
Clapton er ekki að hamast við að
fmpússa þetta né fægja, það er tekið
sérstaklega ffam á plötuumslagi að
platan er.tekin upp.í einu rennsh,
engar ofanítökur né neitt krúsidúll.
Til þess að þetta sé hægt þarf auðvit-
að meira til en snihi Claptons; hann
hefur einvalalið manna með sér en
það eru þeir Dave Bronze á bassa,
Jim Keltner á trommur, Andy Fair-
wether Low á gítar, Jerry Portnoy á
munnhörpu, Chris Stainton á hljóm-
borð, Rody Lorimer á trompet, Simon
Clarke á baritón saxófón og Tim
Sanders á tenórsaxófón. Maður tæki
hattinn ofan fyrir svona snillingum ef
maður ætti hann til. Mér er th efs að
önnur eins blúsplata ffá hvítum
manni hafi komið út í háa herrans
tíð.
Sigurður Þór Salvarsson
Neol Einsteiger - Heitur vindur
★ ★ ★
Minning
Neol Einsteiger er hljómsveit sem
stofnuð var í minningu um Pétur
Inga Þorgilsson sem lést af slysfórum
fyrir ári, aðeins tvítugur að aldri.
Þessi plata hefur að geyma hölbreytta
flóru tónlistar sem unnin var upp úr
lögum og hugmyndum sem hann
skildi eftir sig. Augljóst er af árangr-
inum að Pétur var fýrsta flokks
tónskáld. Platan kemur í raun þægi-
lega á óvart. Auðvelt hefði verið fyrir
hljómsveitina að faha í þá gryfju að
smyija þykku lagi af væmni á tónlist-
ina en það hefúr ekki gerst. Platan
fær því aukið gildi sem trúverðugt
yflrlit um tónsmíðar Péturs.
Skipta má plötunni í tvo hluta. í
fyrri hlutanum ræður rokkið ferðinni
en í seinni hlutanum má finna margs
konar mismunandi tónhstarsteöiur.
Rokkið er yfirleitt í rólegri kantinum,
nokkuð tregaskotið og mjög jafngott. í
rauninni eru engin léleg lög á plöt-
unni en nokkur standa þó upp úr og
þá sérstaklega þau lög þar sem rokkið
er hvað harðast. Doorman og Enough
Money eru bæði þung og góð en það
lag sem ber af á plötunni er Yggdra-
sih sem er virkilega sérstakt lag.
Fomkvæði em notuð í textann og
andi Þursanna gömlu og góðu svífur
yflr vötnum. í rólegri kantinum era I
Cant Be That Hohow og I Wih Retum
best. í seinni hlutanum er að frnna
tvö píanólög, einn vísnasöng, eitt
rokklag, eina sándorgíu á hijómborð
og gítar og tónlist sem Pétur og
Ný plata á morgun
- hljómsveitin 66 kveður sér hljóðs