Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1994, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1994
25
t A
Björgvin Halldórsson fagnar því að aldarfjóröungur er síðan hann tók upp sína fyrstu hljómplötu:
Það tekur alla ævi að
tónli0t:
ná tökum á rokkinu
„Það hefur staðið til í mörg ár að
efna til eins konar yfirlitssýningar
frá ferlinum. Aldrei hefur þó orðið af
þvi af ýmsum ástæðum. Nú var hins
vegar tilefniö og því var ákveðið að
taka til hendinni," segir Björgvin
Halldórsson. Á þessu hausti eru liðin
25 ár frá því hann tók upp sína fyrstu
hljómplötu. í tilefni þess efnir hann
til söngskemmtana á Hótel íslandi sjö
laugardaga fram til jóla. Einnig
kemur út tvöfóld geislaplata með
fjörutíu af þeim 350-400 lögum sem út
hafa komið með söng hans. Útgáfu-
dagur hennar er í dag og á laugardag
er frumsýning söngskemmtunar-
innar.
Tónlistargetraun DV og Japis
Þó líði ár og öld
með plötu fyrir hver jól til þess að
þreyta fólk ekki um of á mér,“ segir
hann. „Það er erfitt að endumýja sig
og markaðurinn er lítill og
kröfuharður svo það er hætta á að
maður ofgeri honum. Fólk krefst þess
að við séum á alþjóða mælikvarða en
aðstæðumar bjóða bara ekki upp á
það,“ heldur hann áfram. Þar af
leiðandi verðum við að sætta okkur
við að vera vinsælir um skeið og svo
úti í kuldanum þess á milli."
Hver er svo staða Björgvins
Halldórssonar í dag að eigin mati?
„Það er ekki gott að segja,“ svarar
hann hugsi. „Mig minnir að Mick
Jagger hafi einhvem tíma sagt að ef
maður sé nógu lengi í hringiðunni
verði fólk vant manni. Ég hef verið
að fara um landið að undanfömu og
get ekki annað sagt en að viðtökumar
eru frábærar.
Tekur mannsævi
að ná tökum á
rokkinu
Það er líka umhugsunarvert,"
bætir hann við, „að margir þeir sem
mesta athygli hafa vakið úti í heimi
á þessu ári era fyrir nokkm búnir að
halda upp á að 25 ár voru liðin frá því
að þeir tóku upp sína fyrstu plötu. Ég
er alls ekki á móti æskudýrkun en ég
held að árangur Rolling Stones, Pink
Floyd og Erics Claptons á þessu ári
sanni að það tekur stóran hluta af
mannsævi að ná tökum á rokkinu.
Eftir því sem ég best veit eru þessir
menn hvað sáttastir við sjálfa sig og
það sem þeir eru að skapa núna.
Þótt ég tali um að á þessum tíma-
mótum á ferli minum sé ég að loka
hringnum býst ég þó ekki við að ég
sé hættur. En ef ég á eftir að gera fleir i
plötur þá ætla ég að hafa þær öðmvísi
og vonandi metnaðarfyllri en hingað
tfl. Ég á margar hugmyndir í sarp-
inum sem gaman væri að fram-
kvæma ef tækifæri gefast til.“
Tónlistargetraun DV og Japis er léttur
leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið
geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig
fram aö í hverri viku eru birtar þrjár léttar
spumingar um tónlist.
Fimm vinningshafar, sem svara öllum
spurningum rétt, hljóta svo geisladisk að
launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni
er það diskurinn Music for the Jilted
Generation með danshljómsveitinni Prodigy
sem er í verölaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýjasta plata R.E.M.?
2. Hvernig tónlist leikur Eric Clapton á
nýjustu hljómplötu sinni?
3. Á hvaöa hljóðfæri leikur Bragi Hlíöberg?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavik
Dregið verður úr réttiun lausnum 13. októ-
ber og rétt svör verða birt í blaðinu 20. október.
Hér em svörin úr getrauninni sem birtist
22. september:
„Konsertinn nefnist „Þó líði ár og
öld“ eftir fyrsta laginu sem ég
hljóðritaði," segir Björgvin. „Ég
reyni að koma að einum sextíu lögum
á einni og hálfri klukkustund. Það er
þó ekki hægt nema með því að stytta
mörg þeirra og taka saman í syrpur.
Það er tíu manna hópur sem kemur
fram með mér undir stjóm Gunnars
Þórðarsonar. Sigga Beinteins er
síðan sérstakur gestur á konsert-
inum og syngur með mér í dúettum,
auk þess að taka lagið sjálf. Einnig
ætla ég aö fá aðra gestasöngvara til
að líta inn á sýningarnar. Eftir
konsertinn sjálfan leika Hljómar og
Ðe Lónlí Blú Bojs síðan fyrir
dansi.“
Björgvin segist vera hálfundrandi
á þeim fjölda laga sem hann hefúr
hljóðritað á aldarfjórðungs ferli
címim T?rr Viof naatt Kncc oA irnro Qlrlri
1. Danstónlist.
2.1799 krónur.
3.1799 krónur.
Hvernig tónlist leikur Eric Clapton á nýjustu hljómplötu sinni?
Björgvin Halldórsson nefnir söngskemmtun sína á Hótel Islandi Þó líði ár og öld eftir fyrsta laginu sem hann tók upp. DV-mynd BG