Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1994, Side 3
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1994
31
Ferðir
Sæludagar í Karíbahafi
Skipið okkar hét Celebration og er tæplega 50.000 tonn að stærð.
DV-myndir FBA
Horft út yfir höfnina af hæsta fjallinu á eyjunni St. Thomas.
Hún var oft skemmtileg og rómantísk aðkoman í káetuna á kvöldin.
Heldriborg-
arafargjöld
Flugleiðir bjóða eldri borgur-
um aldurstengdan afslátt af ferö-
um til allra áfangastaða sinna í
vetur. Fargjöldin eru kölluö
heldriborgarafargjöld. Afsláttur-
inn er veittur af fullu fargjaldi
fyrir þá sem eru 67 ára og eldri
og afsláttarprósentan er sú sama
og aldur farþegans. Sem dæmi
má nefna aö 75 ára farþegi fær
75% afslátt og farmiðinn til Kaup-
mannahafnar kostar hann 23.400
krónur fyrir utan ílugvallarskatt.
Áttræður farþegi fær 80% afslátt
og níræður 90% afslátt.
Flugvöllur í
Frankfurt
stækkar
Þýska flug-
félagið Luft-
hansa tilkynnti
í vikunni að
það myndi
eyða um 2
milljöröum V.
króna í stækk-
un flugvallar-
ins við Frank-
furt. Flugvöllurinn þar er sá
stærsti í Evrópu en þrátt fyrir
mikla stærð þarf enn að stækka
hann til að anna eftirspum. Gert
er ráð fyrir að stækkuninni verði
lokið árið 1998.
Kólerutil-
felli
Nokkur ný kólerutilfelli eru
skráð víða um lönd. Frá Belgrad
í fyrrum Júgóslavíu barst í vik-
unni tilkynning um að veikinnar
hefði orðið vart. Kólera hefur
orðiö 11 manns að bana í Gíneu-
Bissau á síðustu vikum og tvö
kóleratilfelli fundust í Búkarest
í síðustu viku. 60 tilvik hafa kom-
ið upp í Rúmeníu í þessum mán-
uði.
Dregið úr
flugi með
Concord
Breska
flugfélagið
British Air-
ways áformar
aö draga úr
flugimeðConc-
ord-þotunum
frægu á flug-
leiðinni milli
London og Washington. Ástæðan
er sú að eftirspum eftir miðum á
þessari flugleið hefur minnkað
og undanfama mánuði hafa ekki
verið nýtt nema um 30% af sæt-
um vélanna. Breska flugfélagið á
7 Concordvélar og BA ætlar að
setja að minnsta kosti eina Conc-
ord í þjónustuflug innan Banda-
rikjanna með Kennedyflugvöli
við New York sem heimahöfn.
Margir til
Portúgal
Allt stefnir i að metfjöldi
ferðamanna muni heimsækja
Portúgai á þessu ári og reiknað
er meö að aukningin verði á milli
3 og 4% frá síðasta ári. Búist er
við að árið 1995 muni enn fleiri
bætast við og þá muni talan kom-
ast upp undir 22 milljónir manna.
Meirihluti ferðamannanna er
þeir sem fara í dagsferöir frá
Spáni yfir tfl Portúgal. Ferða-
þjónustan í landinu er um 8%
þjóðarframleiðslu, veitir um
250.000 manns atvinnu og á sið-
asta ári voru tekjurnar af ferða-
mönnum yfir 140 milljarðar.
Þegar við vinkonurnar vorum á
seinni helmingi fjórða tugarins
ákváðum við að við skyldum halda
ærlega upp á fertugsafmælið okkar
og fara í skemmtisiglingu. Við þótt-
umst forsjálar mjög og fórum að
leggja reglulega inn á bók sem ávaxta
skyldi vel okkar pund og duga fyrir
fargjaldi til Flórída, skemmtisiglingu
þaðan, ásamt náttúrlega öllu uppi-
haldi og verslunarleiðöngrum. Nú,
árin liðu hratt og fyrr en varði var
árið okkar komið, 1994. Þrátt fyrir
að auramir á bókinni væru farnir
fyrir lítið í byggingarskuldir og því-
umlíkt smottirí var ákveðið að láta
ekki deigan síga, fyrirframgreiðsla
kríuð út úr launagjaldkeranum okk-
ar, bankastjórar heimsóttir og kred-
itkortum safnað tfl að nurla fyrir
ferðinni sem farin skyldi hvað sem
tautaði... og/eða ... áraði!
Kunningjafólk okkar úti í
Kalifomíu sá um að panta ferðina
með skipinu á þeim tima sem hent-
aði okkur, og til að auka enn á ánægj-
una þá ákvað það að skella sér einn-
ig með. Þannig að það voru fern hjón
(pör) sem hittust á miðri leið í Flórída
og lögðu á vit ævintýranna við
Karíbahafið, tvenn frá Kaliforníu og
tvenn frá íslandi.
Við kunningjakonurnar vildum
hafa vaðið fyrir neðan okkur og
ákváðum að við þyrftum smátíma í
Flórída fyrir siglingu til að venjast
sólinni og eins til þess að kaupa okk-
ur eitthvað af fínum kjólum til þess
að vera í við borðhald í skipinu sem
okkur var tjáð að væri frekar í fínna
lagi. Vonum framar gekk að fá fram-
bærilega kjóla, enda svo sem varla
við öðru að búast í henni Ameríku,
en verra var það aftur á móti með
sólina. Hún hafði ekki látiö sjá sig í
langan tíma þarna ytra, aldrei þessu
vant, og var ekki á því að láta sjá sig
þó að við værum mætt, til í slaginn.
Það rættist þó úr að lokum því að
þann daginn sem við notuðum til
þess að keyra frá Orlando til Miami
skein sólin eins og hún hefði aldrei
gert neitt annað. Við vorum eldsnögg
suður eftir, náðum þessu á fjórum
tímum með allmörgum reyk- og
skyndibitapásum, en vorum síðan
hátt í tvo tíma að finna rétta hótelið
í Miami-borg sem var frekar klaufa-
legt miðað við hve auðvelt er að rata.
Góður klefi og enn
betri klefaþjónn
Daginn eftir, 1. október, hófst svo
sjálft ævintýrið.
Byrjað var að ganga um borð um
hádegið og tók þaö lungann úr degin-
um að komast í gegnum útlendinga-
eftirlitið og síðan að koma sér fyrir
í káetunni, taka upp úr töskum og
kynnast skipinu. Skipið okkar hét
Celebration og er tæplega 50.000 tonn
að stærð, gert er ráð fyrir 1800-2000
farþegvun og 500-700 manna áhöfn.
Aö þessu sinni var þó ekki alveg
fullt, „aðeins" um 1500 farþegar.
Skipinu er skipt niður í níu dekk, þau
heita ákveðnum nöfnum, fjögur dekk
þar sem eingöngu eru káetur fyrir
farþegana og fimm dekk undir
skemmtanalíf og sólbaðsaðstöðu.
Við stöllur (ásamt betri heiming-
um, auðvitað) vorum á Main-dekki
(aðaldekki) sem er næstneðst í skip-
inu, en vinir okkar frá Kaliforníu
vora á efsta káetudekki, Empress-
dekki (keisaraynjudekki). Ekki var
sjáanlegur neinn munur á káetunum
þrátt fyrir nokkur hundrað dollara
mun á verði, annar en sá að vera
lengra frá vélum skipsins. Káeturnar
voru vel búnar, tvö'góð rúm liggj-
andi í horn og hægt að færa þau sam-
an, skrifborð, ásamt boröi og sjón-
varpi og rúmgóðum fataskáp. Hverri
káetu fylgdi auðvitað sér salemi og
sturta. Mjög vel fór um okkur í káet-
unni okkar og höfðum við sérstakan
klefaþjón sem sá um að halda öflu
hreinu fyrir okkur, búa um rúmin
bæði kvölds og morgna, sjá um að
alltaf væri nóg af klaka í ísboxinu
'm
og færa okkur mat eða drykk hvenær
sem var sólarhrings. Þegar við sner-
um til káetu okkar á kvöldin var
hann t.d. alltaf búinn að taka rúm-
teppið af rúmunum og búa til „lista-
verk“ úr rúmfotunum, í eitt skiptið
gátum við séö svan úr rúmfótunum
og í annað skipti sáum við ekki betur
en nú væri komin flugvél í rúmið!
Auk þess lá alltaf konfektmoli á
koddanum og servíetta sem á var
skrifaö góða nótt.
Paradís matmanna
Tveir aðalmatsalir vora um borð í
skipinu og voru þeir tvísetnir í aflar
máltíðir. Það var fyrri og seinni
morgunmatur, fyrri og seinni hádeg-
ismatur og fyrri og seinni kvöldverð-
ur. Alltaf var setiö við sama borð,
meö sama fólki og með sömu þjóna,
ósköp notalegt að geta gengiö að sínu
borði, ekkert ókunnugt fólk búið að
koma sér þar fyrir.
Á hverju kvöldi mátti heyra afmæl-
issönginn óma í aðalmatsalnum,
greinilegt að fleiri en við voru hér í
þeim tilgangi að fagna afmæli sínu
og aðrir voru í brúðkaupsferð eða
þá að fagna brúðkaupsafmælum.
Annað kvöldið okkar um borð kom
öll þjónahersingin syngjandi-afmæl-
issönginn aö okkar borði með kökur
með logandi kertum á fyrir okkur
vinkonurnar að blása á.
Fyrir utan þessa tvo aðalmatsali
vora svo alls konar matstaðir fyrir
þá sem ekki nenntu að klæða sig upp
á til að borða. Uppi á sólardekki var
hægt að borða allar máltíðir ef mað-
ur vfldi ekki fara úr baðfótunum all-
an daginn og eins annars staðar, afls
staðar. var matur og nóg af honum
og fallega fram reiddur. Óhætt er að
segja að hægt hafi verið að troða í
sig mat frá klukkan sex á morgnana
til klukkan tvö á nætumar enda fóra
sumir flatt á því fyrstu dagana aö
ætla sér of mikið á of stuttum tíma.
í lok ferðarinnar var maður nokk-
urn veginn kominn með það á hreint
hversu mikið var hægt að bjóða mag-
anum af fínirínu og var það miklu
minna en maður hefði óskað. En
maður var líka að drekka alls konar
ljúfíenga drykki allan liðlangan dag-
inn, borna fram í alls slags glösum,
merktum skipinu og fylgdu glösin oft
með í drykkjarkaupunum. Skal það
tekið fram hér að allur matur var
innifalinn í verðinu en drykkir ekki,
nema vatn og íste.
Skemmtanir um borð
í skipinu vora tveir stórir salir sem
notaðir voru fyrir alls konar
skemmtisýningar og leikþætti, eitt-
hvað um að vera í þeim báðum öll
kvöld, tvö og jafnvel þijú atriði sama
kvöldið, (og bingó á daginn) diskó-
tekið var opið öll kvöld til þrjú, hægt
að taka lagið í karaoke í öðrum sal
og ekki má gleyma spilavítinu þar
sem hægt var að freista gæfunnar frá
hádegi til þrjú aö morgni. Þar að
auki voru barir úti á dekki fyrir þá
sem vildu njóta hafgolunnar og þar
fóru einnig fram ýmis skemmtiatriði
og dans bæði kvölds og morgna.
Nú, ef ekkert af þessi freistaði mátti
svo sem alveg eins horfa á bíómynd
niðri í káetu, en átta sinnum á sólar-
hring vora bíósýningar, ein ný mynd
sýnd hvern dag, við sáum m.a. The
Fflntstones, Maveric, Speed, The Cli-
ent og fleiri góðar myndir .
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu (sem er þó langt frá þvi að vera
tæmandi) var nóg um að vera um
borð í skipinu frá morgni til kvölds
og daglega var gefið út sérstakt dag-
skrárblað til að gestir gætu fylgst
með hvað um væri að vera dag
hvern.
„Túristaeyjar"
Eftir tveggja daga stím komum viö
aö kvöldlagi til fyrstu eyjarinnar sem -
viö heimsóttum, San Juan, Puerto
Rico og þar var dvalið í þrjá tíma.
Næsta morgun komum við að næstu
eyju St. Thomas og höfðum dag þar
og að morgni næsta dags að þeirri
þriðju og síðustu, Saint Martin, þar
sem við dvöldum einnig daglangt.
Tvær fyrmefndu eyjarnar eiga
Bandaríkin núorðið en sú síðast-
nefnda er frönsk-þýsk. Persónulega
fannst mér óttalega mikill túrista-
bragur á öllum þessum eyjum, enda
kannski ósköp eðlflegt þar sem aðal-
tekjulind þeirra er tekjur af ferða-
mönnum og koma að lágmarki tvö
skemmtiferöaskip tfl flestra þessara
eyja daglega.
Sölumennska
Þar sem undirrituð er í marga ætt-
liði komin af gamalgrónum íslensk-
um gullsmiðum þótti mér ekki við
hæfi að eyða miklum tíma í gullbúð-
unum en eitthvað var ég þó að þvæl-
ast í einni slíkri því að einn af-
greiðslumaðurinn náði aö grípa í
fingur mér og benda á hringinn minn
sem mér finnst nú bara alveg dágóð-
ur, með 0,07 karata demanti, og sagði
við manninn minn, sem hafði álpast.
þarna inn með mér, aö svona lagað
gengi nú ekki, það væri nú lágmark
að svona falleg frú fengi eins karats
demantshring og sýndi okkur einn
slíkan, alveg bráðfallegan.
Fengum við smáglýju í augun, en
bara þar til verðið var sett upp, hann
átti aö kosta átta þúsund dollara, en
af því að þetta voram nú við þá var
hann reiöubúinn að selja okkur
þennan dýrindis hring fyrir aðeins
fimm þúsund dollara! Þegar af-
greiðslumanninum varð litið upp og
sá svipinn sem kom á okkur, var
hann fljótur að átta sig og bauð okk-
ur annan hring, heldur ódýrari, sá
átti aðeins að kosta tvö þúsund doll-
ara, en var auðvitað helmingi verð-
meiri. Við hjónakomin skefltum -
okkur út úr búðinni hiö bráðasta...
Ég held ég haldi mig við ættina í
guflviðskiptunum!
Sem sé, eyjamar voru ósköp fafleg-
ar að sjá en sölumennskan yfirþyrm-
andi og hafði eyðileggjandi áhrif.
Ljúfirdagar
Síðustu tveir dagarnir á sjónum
fóru síðan í það að sigla aftur tfl
Miami, án viðkomu.
Veðrið þessa sjö daga sem við vor-
um á sjó (og landi) var ósköp indælt,
það var helst tfl heitt á eyjunum, en
þegar viö voram á siglingu var ekki
alltaf alveg heiðskírt og hitinn því
alveg bærilegur, svona 25-30 stig og
talsverður raki í lofti.
Dagamir liðu við sólböð, át og
drykkju, skemmtanir og dans, sem
sé hið ljúfa líf sem alla dreymir um.
Við stöllurnar voram til að byija
með meö ýmis fógur fyrirheit um að
nýta okkur til fullnustu þá líkams-
ræktarþjónustu sem um borð var.
Við voram alveg búnar að sjá þetta
fyrir okkur. Fyrst að borða á sig gat
og síðan að hlaupa allt af sér á
hlaupabrautinni uppi á dekki og
stæla vöðvana á eftir í líkamsræktar-
stöðinni meö prívat þjálfara og hvað-
eina - en fyrirheitin voru fljótari að
fjúka en tók að hugsa þau. Enda hvað
hefur maður að gera með að vera aö
streða á hlaupabrautunum og svitna
á hjólunum þegar maður getur legið
upp í loft í káetunni sinni ellegar í
sólbaði og rétt út aðra höndina eftir
glasinu og hina eftir meiri mat?
Fríða B. Aðalsteinsdóttir