Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1994, Side 36
52 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994 Jóhann Páll Valdimarsson. Bók- salar kné- settir „Þaö er alvarlegt mál ef verið er aö knésetja bóksala í land- inu... Það er bókinni ekki til > framdráttar ef þeir sem sinna Ummæli henni best eru knésettir. Mér þykir þetta óeðlileg samkeppni," segir Jóhann Páll Valdimarsson, formaður Félags íslenskra bóka- útgefenda, í Alþýðublaðinu. Þjóðin í jólaköttinn „Mér sýnist að þjóðin fari í jóla- köttinn í ár. Þetta er tómur jóla- pakki og hin mesta froða þegar alþýðan gengur tii kjarasamn- inga. Þetta er áróðursbrella hjá ríkisstjórninni og hin mestu von- brigði," segir Kristín Ástgeirs- dóttir í Tímanum. Heimasætur í kirkju ....mér er sagt að aðsókn hafi jafnvel aukist eftir að nýi prestur- inn, Þórir Jökull Þorsteinsson, var kosinn... Hann er glæsilegur maður og því er fleygt að margir foreldrar komi í messu með heimasætur sínar ógiftar," skrif- ar Regína Thorarensen í DV. Kröfur eru engar kjarabætur „Það er ekki til heil brú í þeirri nálgun að fara fram með kröfur um einhverra tuga prósenta launahækkanir. Sæmilega full- orðið fólk á að vita að það þýöir hvorki kauphækkanir né kjara- bætur,“ segir Þórarinn Þórarins- son í Tímanum. Sagtvar: Þeir gengu á eftir hver öðrum. Gætum tungunnar Rétt væri: Þeir gengu hver á eftir öðrum. HAPPDBÆTTI BÓKATÍÐINDA VÍTiningimTÍmor' tlngninc er; 38807 Ef þú finnur þetta happdrættisnúmer á baksíöu Bókatíöinda skaltu fara meö hAnn. í næstu bókabúö og sækja vinninginn: Bókaúttekt að andvirði lO.OOOkr. Eldri vinningsnúmer: 59141 - 28742 - 33241 - 79864 Bókaútgefendur Víða léttskýjað á Norðurlandi í dag verður suðvestlæg átt, kaldi eða stinningskaldi með allhvössum élj- Veðrið í dag um sunnan- og vestanlands en norð- an- og austanlands verður víða létt- skýjað. Síðdegis snýst vindur meira til vesturs og í nótt verður einnig éljagangur á annesjum fyrir norðan. Veður fer kólnandi. Á höfuðborgar- svæðinu verður suðvestankaldi eða stinningskaldi með allhvössum élj- um. Hiti frá frostmarki niður þriggja stiga frost. Sólarlag í Reykjavík: 15.30 Sólarupprás á morgun: 11.17 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.03 Árdegisflóð á morgun: 05.23 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið ki. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað 2 Bolungarvík slydduél 2 Keflavikurflugvöllur haglél 2 Kirkjubæjarklaustur snjóél 1 Raufarhöfn skýjað 0 Reykjavík haglél 2 Stórhöfði snjóélásíð. klst. 2 Bergen alskýjað 1 Helsinki snjókoma Kaupmannahöfn léttskýjaö -3 Stokkhóimur heiðskírt -4 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam skýjað 2 Berlín heiðskirt -1 Feneyjar léttskýjað 5 Frankfurt heiðskírt -2 Glasgow þokumóða -1 Hamborg þokuruön- ingur -4 London þokuruön- ingur -4 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg þokumóða -1 MaUorca hálfskýjað 9 Montreal alskýjað -8 New York alskýjað 3 Siv Friðleifsdóttir sjúkraþjálfari: Kom þægilega á óvart hve sigurinn var „Ég byrjaði í stúdentapólitíkinni, var þar að sýsla í kringum félag umbótasinnaðra stúdenta, sem var framsóknararmur í stúdentapóli- tíkinni. Félag þetta rann síðan sam- an við vinstri menn og úr varð Röskva. Ég fer svo að hafa afskipti aö bæjarmálum á Seltjamarnesi 1990. Þá leiddi ég sameiginlegan lista allra félagshyggjuafla, sem var stefht gegn sjálfstæðismönn- Maður dagsins um, og fór þá i bæjarstjóm. Ég leiddi þennan sama lista aftur i bæjarstjómarkosningunum í vor,“ segir Siv Friöleifsdóttir sjúkraþjálf- ari sem sigraði glæsilega á Reykja- nesi í prófkjöri framsóknarmanna til þingkosninga í vor. Siv hefur starfað lengi innan framsóknar- flokksins, varð fyrst kvenna for- maður ungra framsóknarmanna og hefur verið í landsstjórn og mið- stjórn Framsóknarflokksins. Siv sagöi að þrátt fyrir að hún Siv Friðleifsdóttir. hefði verið nánast í póhtík alia daga undanfarin ár þá væri það talsvert stökk að leiöa flokkslista í næstu þingkosningum: „Ég var nokkuð lengi að hugsa mig um hvort ég ætti að fara í prófkjörsslaginn, en fannst að þaö væri rétt í stöðunni að gefa kost á mér þar sem ég tel að ég geti gert góða hluti á þingi og að það sé sterkt fyrir Frarasókn- arflokkinn að valist hefur ung kona til forustu." Siv sagði aö vissulega hefði veriö mikill spenningur í kringum próf- kjörið. „Þetta var hörð prófkjörs- barátta, eins og vera ber, og við vomm á flmm framboðsfundum nánast í röð, keyrðum mikið um og hittum fólk og því er ekki að neita að spenningur var orðinn mikUl þegar kjörfundi lauk. Ég vissi aö ég átti mikla möguleika á að hreppa fyrsta sætið, en það kom mér þægilega á óvart hve sigur minn var afgerandi." Siv sagði að nú teeki hún sér jóla- frí frá pólitíkinni: „En strax á nýju ári verður farið í að raða upp lista og hefja kosningabaráttu. Við erum bjartsýn og teljum okkur vera með öflugt fólk í efstu sætum. Þaö er algjör uppstokkun á listanum.“ Siv hefur starfaö sem sjúkraþjálf- ari síðan 1986. Sambýlísmaður hennar er Þorsteinn Húnbogason viðskiptafræðingur og eiga þau tvo drengi. Siv sagðist aðspurð eiga mörg áhugamál: „Ég er mikil áhugamanneskja um feröalög inn- anlands og fylgist vel meö íþróttum og tek þátt í norrænu samstarfi. Þá eru jafnréttismál mér hugleik- in.“ Myndgátan Lausn á gátu nr. 1096: „ HA NN HEFUR" [ f VER ÍÐ DAUOUR oLL [ 1 l 'ARÍH S£R1£G- HEF ——---1—V BÚÍÐ HERNA ■. i ’-y eyooR,- Nágranni Heil umferd í úrvalsdeildinni íkörfubolta í kvöld verður leikin heil um- ferð í úrvalsdeildinni í körfu- bolta, auk þess sem einn leikur veröur ieikinn í bikarkeppni íþróttir kvenna. Á Akranesi leikur ÍA gegn íslandsmeisturum UMFN og veröur þaö erfiður róöur fyrir heimamenn þar sem Njarðvík- ingar hafa verið nánast ósigrandi í vetur, en heimavöllurinn ætti að koma til góða. Grindvíkingar taka á móti liði Tindastóls, í Reykjavík leika Reykjavíkurfiðin ÍR og KR, Haukar leika í Hafnar- firði gegn Skallagrími, í Stykkis- hólmi leikur Snæfell gegn Þór og á Hlíðarenda leika Valsmenn við Keflvíkinga. Allir leikirnir hefj- ast kl. 20.00. í bikarkeppni kvenna leika Grindavík og UBK í Grindavík og hefst sá leikur kl. 18.00. Skák Það er aödáunarvert hvað snjöllustu stórmeistararnir geta teflt vel, jafnvel þótt timi til umhugsunar sé æði knapp- ur. Hins vegar kemur stundum fyrir þá eins og aðra að fremja ótrúlegustu glappaskot. Þessi staða er úr lokaeinvígi atskák- móts Intel og PCA í London fyrir skömmu. Ivantsjúk hafði svart og átti leik gegn Anand. Hann átti einungis um hálfa mínútu til ráðstöfunar en blasir ekki besti leikurinn við? Ivantsjúk lék 29. - Df4 + ?? og tapaði skákinni um síðir. Jú, hann sá ekki 29. Dxhl mát! Jón L. Árnason Bridge Butlertvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk í gær með sigri Hrólfs Hjaltasonar og Sigurðar Sverrissonar en þeir höfðu veriö í toppbaráttunni alla keppnina, lengst af í öðru sæti. Þeir félag- amir þurftu að skora rúmlega 50 impa að meðaltali á hverju hinna 6 kvölda til þess að hampa sigrinum og verður það að teljast góður árangur. Hér er eitt spil úr keppninni, en spiluð voru forgefm spil. Sagnir gengu þannig á einu borð- anna, norður gjafari og n-s á hættu: * 5 V D86 ♦ ÁD64 + G9832 * 1098 V 54 ♦ 753 + D7654 N V A S ♦ D743 V ÁKG103 ♦ K1098 * ÁKG62 V 972 ♦ G2 + ÁK10 Norður Austur Suður Vestur pass 1? 14 pass 1 g pass 3 g p/h Innákomur n-s á lit gátu verið allt aö 17 punktum og því taldi norður sig þurfa að gefa sögn við einum spaða. Eftir nokkra yfirlegu varð eitt grand fyrir val- inu og suður var með það góð spil að hann stökk beint í 3 grönd. Áustur hefði hnekkt spilinu strax með hjarta út, en ákvað að spila út tíguláttu í upphafi. Sagnhafi átti þann slag á gosann í tígli og spilaði vongóður laufás. Þegar austur sýndi eyðu gerði sagnhafi sér grein fyrir að ekki væri hægt að vinna spilið nema austur ætti skiptinguna 4-5-4-0 og drottn- inguna í spaða. Hann spilaði þvi tígli á ás, svlnaði spaðagosa, tók ÁK í litnum og spilaöi meiri spaða. Austur var kirfi- lega endaspilaður og varð að gefa níunda slaginn á annan hvom rauðu litanna. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.