Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1995 23 Myndbönd mn u iiíiii md inito í ÍSLANDl IFour Weddings and a Funeral Aðalhlutverk: Hugh Grant, Andie McDowelI, Kristin Scott-ThomasogRow- anAtkinson í myndinni fylgjumst \1ð meö piparsveininum Charles og vinum þar sem þeir hittast í íjórum brúðkaupum og einni jarðarför. í brúðkaupi númer eitt hittir hann bandaríska stúlku sem hann verður ákaílega hrifinn af. Hans vandamál er hins vegar það að hann hefur ætíð verið skít- hræddur við hvers konar skuldbindingar og þá sérstaklega varöandi konur. Þau tvö eiga síðan eftir að hittast við hin ýmsu tilefni og lenda í hinum spaugilegustu uppákomum. 2Ace Ventura: Pet Detective Aðalhlutverk: Jim Carrey, Sean Voung, Tone Loc og Courtney Cox Jim Carrey leikur spæjarann Ace Ventura sem sérhæfir sig 1 að hafa upp á horfnum eða brott- numdum gæludýrum. Sjálfurheldurhann heilan dýragarð í íbúö sinni. Þegar lukkudýri fótbolta- liðsins Miami Dolphins er stolið fær Ace það verkefni að hafa upp á því. Að sjálfsögðu tekst Ace Ventura að finna dýriö, en ekki fyrr en eftir að hafa lent í hinum skríngilegustu uppákomum sem kitla hiáturtaugar áhorfandans. aSchindler’sList Aðalhlutverk: Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes Oscar Schindler var austurrískur víðskiptajöf- ur sem við upphaf síðari heimstyrjaldarinnar tókst að ná yfirráðum yfir verksmiðju í Póll- andi. Til þess notfærði hann sér samband sitt viö háttsetta foringja í þýska hernum. En þegar Þjóð- veijar hófu að smala saman Gyðingum til að útrýma þeim hófst hann handa við að bjarga þeim. Sagði hann Þjóðverjunum að hann þyrfti á mannafla að halda til að geta starfrækt verk- smiðjuna. Með þessu bjargaöi hann rúmlega 1300 manns frá dauðabúöunum. 4C00I Runnings Aðalhlutverk: John Candy og Leon Doug H Spretthlaupara frá Jamaiku mistekst ætl- unarverk sitt að komast á ólympíuleikana. En hann gefst ekki upp og fær þá hugmynd að kom- ast á vetrarleikana og keppa á bobsleða. Hann fær félaga sína í lið með sér og þeir leita til íþróttasambandsins en þar er þeim tekið fálega enda hefur Jamaíka aldrei sent nokkum mann á vetrarleikana. Þeir halda ótrauðir áfram og fá sér þjálfara sem er fyrrverandi Bandaríkjameist- ari. Þeim tekst ætlunarverk sitt, en þegar á stað- inn er komið bíður þeirra ekkert nema vantrú og háðsglósur. 5RenaissanceMan Aðalhlutverk: Danny DeVito, Gregory Hines og Cliff Robertson Danny De Vito leikur hálfmisheppnaðan aug- lýsingamann sem missir vinnuna og bytjar strax í örvæntingu að leita að annarri vinnu. Hann uppgötvar fljótlega að ekki er úr miklu að velja en fær loks starf sem kennarí i herstöð. Starf hans felst i að kenna ungum hermönnum sem hafa farið á mis viö lágmarksmenntun i skóla. í fyrstu hafa hvorki hann né nemendumir áhuga á lærdómnum en eftir nokkra gamansama árekstra myndast gagnkvæm virðing á milli kennarans og nemendanna. FYRRI VIKUR SÆTI VIKA A LISTA kdmkJ 27. - 2. jan. ÚTGEF. TEG. .. ! 13 i» 14 Í 19 j 15 í NÝ _ i . 16 „ j - 17 i 14 18 í 16 19 1 18 2» i Ai TITILL H*™EHHmBHHH^IIIIHHHHHM Four Weddings and. . . Háskólabíó Gaman Ace Venture Schindlers List ' Cool Runnings Renaissance Man Hostile hostages Grumpy old Man jhhm^hhhhhhhhhhhh Intersection Kryddlegin hjörtu j Warner-myndir , Gaman J ■ : i5* ' ' ' I ClC-myndir J Drama J , ..... ... J , , V Sam-myndbönd Gaman | Sam-myndbönd ; Gaman j Warner-myndir J Gaman > ClC-myndir > Drama Skífan Drama Naked Gun 33 1/3 > Skífan 14 JMrs. Douptfire Gaman j ClC-myndir j Gaman My Father the Hero Les Visiteurs Paper j Sam-myndbönd j Gaman ) S > \ Sam-myndbönd Spenna 4 Heart and Souls J ' ,. ■ 'v •: 3 iLook who's talk. now J 8 Greedy 12 jStriking distance ■J" ; 1 í "F i CiC-myndir ■ Gaman j j Skífan J Gaman j,J ' j ClC-myndir ; Gaman j Skffan j Spennag j j 8 Serial mom Vinsælustu myndbönd ársins Robin Williams á langmestan þátt i vinsældum Mrs. Doubtfire, enda fer hann á kostum f hlutverki barnfóstr- unnar. Með honum á myndinni er Sally Field. í dag birtum við vinsælustu myndböndin á árinu, er þetta sam- antekt sem unnin hefur verið úr öllum vinsældalistum ársins. Það kemur sjálfsagt fáum á óvart að í efsta sæti er hin vinsæla gaman- mynd Mrs. Doubtfire sem enn þann dag í dag er á lista yfir vinsælustu myndböndin. Hún hefur verið á listanum í fjórtán vikur og á örugg- lega eftir að verða þar í tvær til þijár vikur í viðbót. Eins og við var að búast er skipt- ingin á milli gamanmynda og spennumynda nokkuð jöfn. Ef teknar eru tuttugu vinsælustu myndirnar er skiptingin níu gam- anmyndir og ellefu spennumyndir. Það sem kannski vekur athygli er hversu náið samband er á milli kvikmynda sem sýndar eru í bíóum og vinsælda mynda á myndbandi. Á listanum sem hér er birtur er ekki ein einasta mynd sem ekki hefur verið sýnd í kvikmyndahúsi. Er það ekki vegna þess að þær myndir sem fara beint á myndband séu verri þótt að visu sé mikið um ódýra fjöldaframleiðslu inni á milli, heldur virðist almenningur, sem ekki fer á bíó, treysta betur þeim kvikmyndum sem áður hafa verið auglýstar af kvikmyndahús- unum. Þarna veröur að hluta til að kenna myndbandaleigum um. Fjöldi fólks hefur komið að máli við umsjónarmann þessara síðna og sagt frá hrakförum á mynd- bandaleigum, fólk sem vill sjá góð- ar myndir en á erfitt með að ákveöa sig og leitar þá í titla sem það þekk- ir, hvort sem um er að ræða góðar myndir eða ekki. Þarna vantar ein- hverja tengingu því það eru margar ágætar kvikmyndir gerðar sem ekki kannski henta fyrir kvik- myndahúsin eða eru gerðar fyrir sjónvarp en gæði slíkra mynda eru stundum alveg á við það besta í k vikmyndahúsum. Vinsældalistinn þessa vikuna tekur breytingu að því leytinu til að í efsta sæti fer nú Four Wedd- ings and a Funeral og Ace Venture verður því að sætta sig við annað sætið. Að öðru leyti eru ekki miklar breytingar á listanum. Mexíkanska úrvalsmyndin Kryddlegin hjörtu tekur stökk um tiu sæti, úr því tutt- ugasta í það tíunda. Tvær nýjar myndir koma inn á listann. í tólfta sæti er My Father the Hero, gamanmynd með Gerard Depardieu í aöalhlutverki, og í fimmtánda sæti er komin The Pa- per þar sem Micahel Keaton leikur blaðamann einn sem kominn er í mikla krísu. Gerist myndin á ein- um sólarhring, frá því að byrjað er að vinna blað og þar til það kem- ur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.