Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1995, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Iþróttir Yfirheyrsla á mánudegi Sigmar Þróstur Óskars.son. markvörö- ur KA í handknatt- kik. er í vt irheyrslu hja okkur þennan mánudag- inn. Hann náði þeim merka áfanga um síðustu helgi að verða bikarmeistari í handknattleik í þriðja skiptið á sínum ferli og það meðþremur félögum, KA, Stjöm- unni og ÍBV. Sigmar hefur um árabil verið eínn besti markvörð- ur landsins og hann átti stóran þátt í sigri KA gegn Val í bikarúr- slitaleiknum meö frábærri mark- vörslu. Sigmar Þröstur hefur leikið meö íslenska landsliðinu og þeir eru raargir þeirrar skoð- unar að hann eigi að vera í lands- liðshópnum sem leikur á HM. Svör hans fara hér á eftir: Nafn: Sigmar Þröstur Óskarsson. Aldur: 33 ára. Maki: Vilborg Friðriksdóttir. Börn: Friðrik Þór, 5 ára. Starf: Tækjamaður hjá Útgerðar- félagi Akureyrar. Eftírminnilegast frá síðasta ári: Ætli það hafi ekki veriö þegar ég fór frystitogaratúr með Víði EA 910. Besti iþróttamaður á íslandi: All- ir þeir sem hafa ekki verið kosnir íþróttamenn ársins síðustu tvö árin. Erfiðasti andstæðingurinn: Eng- in spurning. Siguröur Sveinsson, stórskytta úr Víkingi. Eftirminnilcgasta atvikið á ferl- inum: Bikarmeistaratitlamir þrír. Bestu vinir: Allir félagarnir sem maöur hefur spilað með í hand- boltanum og svo æskufélagamir. Erfíðasta stundin í lífmu: Þegar strákurinn fæddist. Ánægjulegasta stundin í lífínu: Þegar strákurinn fæddist. Helsta markmið: Að fjölskyld- unni líði vei hvar sem hún er. Fallegasti staður á Íslandi: Vest- mannaeyjar. Uppáhaldslið í NBA-deildinni: Þaö var Detroit en er núna Cleve- land. Uppáhaldslið í ensku knattspyrn- unni: Liverpool. Hvaða lið verður íslandsmeistarí í körfuknatleik? Ekki í nokkrum vafa, það verður Njarðvík. Hvaða lið verður íslandsmeistari í handknattleik? Ekld Valur. í hvaða sæti verður ísland á HM i handholta? 4. sæti. 9 9*17*00 Verö aðeins 39,90 mín. Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn ftalski boltinn Þýski boltinn Önnur úrslit NBA-deildin • Guðríður Guðjónsdóttir ásamt eigimanni sínum, Hauki Þór Haraldssyni, og börnunum tveimur, Guðjóni, 9 ára, og Sigriöi, 3 ára. DV-mynd Brynjar Gauti Kandknattleikskona »< * « y . > ' \/ \ •/v *, ** / *,• *%«* W '»♦* „Óhress ad eiga ekki lelkitianii í landslidinucc Guðríður Guðjónsdóttir bætti enn einni skrautfjöðrinni í hatt sinn á dögunum en þá gerði hún kvennalið Fram að bikarmeistur- um í handknattleik þegar liðið sigr- aði Stjömuna í æsispennandi úr- slitaleik. Guðríður er þjálfari Fram-liðsins auk þess sem hún hefur leikið með liðinu en vegna meiðsla gat hún ekki tekið þátt í bikarúrslitaleiknum. Guðríður hefur um langt árabil verið ein fremsta handboltakona landsins. Hún hefur leikið allan sinn feril með Fram og á að auki að baki 80 landsleiki. Guðríður er 33 ára. Hún er gift Hauki Þór Haraldssyni og eiga þau saman tvö böm, Guðjón, 9 ára, og Sigríði, 3 ára. Guðríður starfar sem íþróttakennari við Fjölbrautaskól- ann Ármúla. Komast önnur áhugamál en handboltinn að? „Viö höfum mikinn áhuga á úti- vist og reynum aUtaf að komast í útilegur yfir sumartímann. Yflr vetrartímann má segja að það kom- ist ekki mikið meira að en hand- boltinn. Fjölskyldan er mjög íþróttalega sinnuð. Haukur var á kafi í handbolta og fótbolta en er nú nýhættur og strákurinn er kom- inn á fullt, bæði í handboltanum og fótboltanum og þess er ekki langt að bíða að stelpan byrji líka.“ Foreldarar Guðríðar vom íþróttamenn í fremstu röð. Guöjón Jónsson, faðir Guðríðar, lék meö Fram í handbolta og fótbolta og lék landsleiki í báðum greinum og Sig- ríður Sigurðardóttir, móöir Guð- ríðar, lék handbolta með Val og landsliðinu og náði þeim áfanga að verða kosin íþróttamaður ársins 1964. Þá hafa systur Guðríðar, þær Hafdís og Díana, leikiö með meist- araflokki Fram í handbolta. „Þegar fjölskylda mín hittist er handboltinn að sjálfsögðu mikið til umræðu svo og aðrar íþróttir. Við hjónin og pabbi spáum til dæmis mikið í enska boltann og eram ák- afir stuðningsmenn Manchester United." Það má segja aö íþróttahúsið sé annað heimili Guðríðar. Hún kenn- ir aila daga í íþróttahúsi Fram og á kvöldin taka við æfingamar og leikimir með Fram. „Yfir vetrar- tímann er heimilið svolítiö utan- veltu en það hefur breytt miklu aö Haukur er hættur að æfa og getur því sinnt heimiiinu á kvöldin." Guðríður á glæsilegan feril með Fram, sigursælasta handknatt- leiksliði landsins í kvennaflokki. Hún hefur orðið íslandsmeistari innanhúss 13 sinnum, 11 sinnum bikarmeistari, Reykjavíkurmeist- ari 11 sinnum og svo 5 sinnum ís- landsmeistari utanhúss. Auk þess að spila með Fram þjálfaði hún lið Fram 1986-1988 og tók svo aftur upp þráðinn sem þjálfari 1992. En hvað ætlar hún aö spila lengi? „Ég veit það hreinlega ekki. Það er ekki vitað hvernig ég verð eftir þessi meiðsli og framhaldið er því óráðið. Maður hefur oft gefið út yfirlýsingar um að vera hætt svo ég segi ekkert núna. Ég ætla alla vega að halda eitthvað áfram að þjálfa en það er ekkert sjálfgefið að ég geri það endalaust hjá Fram.“ Þeir sem fylgdust með leik Fram og Stjörnunnar tóku eftir því í leikslok að þú áttir erfitt með að leyna gleði þinni við sigurinn? „Þetta er stærsti sigur minn sem þjálfari og ég efast um að ég hafi fagnað eins mikið og þegar títiilinn var í höfn. Maður missti algjörlega stjórn á sér. Það bjóst enginn við sigri Fram nema við sjálfar.“ Hvernig sérð þú fyrir þér að kvennahandboltinn hér heima þró- ist? „Við erum með fínan landsliðs- þjálfara núna sem er að byggja upp og er að mínu mati að gera mjög góða hluti. Frá því ég byrjaði er þetta sennilega í 6. skipti sem upp- bygging á sér stað og spumingin er bara sú hvort hann heldur þetta út. Þegar Slavko Bambir kom hérna 1988 var rosaleg uppbygging og haldið vel á spöðunum með öll yngri landslið en svo datt það niður og það er ekki fyrr en núna sem yngri landsliðin em endurvakin. Ég er ekki sammála öllu hjá lands- liðsþjálfaranum sem hann gerir og segir og til að mynda er ég óhress með að eiga engan leikmann í landsliðinu. Mér finnst yngri stelpurnar í dag ekki eins tilbúnar að leggja á sig og við gerðum. Þegar við vomm í þessu með Fram og landsliðinu þurftum við að fjármagna allt sjálf- ar en í dag eru stelpurnar ekki til- búnar til þess að gera eins mikið. Þegar við tókum þátt í Evrópu- keppni í haust þá fjármögnuðum við dæmið en að stómm hluta voru það gömlu Framararnir, Jóhanna HaUdórs, Oddný Sigsteins, Gauja HaRdórs, svo einhverjar séu nefnd- ar, sem gerðu það. Ungdómurinn í dag fær allt of mikið upp í hendum- ar.“ Nú styttist í HM. Hvaða möguleika á íslenska landsUðið í keppninni? „Mér finnst vera ofboðslegir draumórar í gangi. Mér finnst að stefnan eigi að vera að halda okkur í A-keppninni. Liðið er ágætt en mér finnst önnur Uð svo miklu betri en okkar. Fyrstu sex sætin em raunhæft markmið og þá er það bara vegna þess að keppnin fer fram á íslandi. Ég sé ekki fyrir mér eins og margir að ísland nái verð- launasæti."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.