Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1995, Side 5
FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1995
Dansstaðir
Amma Lú
Hljómsveitin Karma leikur fyrir
dansi á föstudags- og laugardags-
kvöld.
Ártún
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi á föstudagskvöld.
Blúsbarinn
Lifandi tónlist á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Café Amsterdam
Hljómsveitin Papar skemmtir á
föstudags- og laugardagskvöld.
Danshúsið í Glæsibx
Danssveitin ásamt Evu Ásrúnu spil-
ar á föstudag- og laugardagskvöld.
Duus-hús
v/Fischersund, s. 14446
Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og
laugard.
Feitidvergurinn
Haraldur Reynisson trúbador
skemmtir á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Astro:
Opnunarhátíð í kvöld
Popparinn Helgi Bjömsson og fé-
lagi hans Hallur Helgason opna í
kvöld nýja staöinn sinn sem hefur
hlotið nafnið Astro. Astro er til húsa
í Austurstræti 22 þar sem skemmti-
staðurinn Berlín var lengi vel til
húsa. Þeir félagar hafa gert miklar
endurbætur á húsinu og eru eflaust
margir spenntir að sjá hvemig til
hefur tekist.
Við opnunina í kvöld skemmta t.d.
Astralbandið, með Helga Björnsson
í fararbroddi, Kósý og Brassbandið.
Á svölum nýja staöarins verður
heilsteikt naut og stúlkumar úr feg-
urðarsamkeppni íslands verða á
meðal gesta kvöldsins.
Astro mun leggja áherslu á mjög
fjölbreyttan matseðil í anda New
York og Miðjarðarhafslanda. Boðið
verður upp á allt frá stórsteikum og
fiskréttum til vandaðra grænmetis-
rétta. Ætlunin er að upp úr mið-
nætti verði músíkin svo hækkuð.
Um helgar verður seldur matur til
kl. 3 á neðri hæð staðarins. Um opn-
unarhelgina fær hvert bam í fylgd
með fullorðnum ókeypis máltíð. Helgi Björnsson og Hallur Helgason opna nýja staðinn sinn, Astro, í kvöld.
Vinirvorsog
blóma
Norðlendingar munu njóta
krafta hljómsveitarinnar Vínir
vors og blóma í kvöld þegar
hfjómsveifin skemmtir í 1929 á
Akureyri. Annað kvöld verður
svo risadansleikur í Ýdölum, Að-
aldal. Nú fer að styttast í nýja
plötu þeirra drengja sem inni-
heldur spánnýja sumarsmelli.
Vinir vors og blóma em þeir Þor-
steinn G. Ólafsson söngvari,
Gunnar Eggertsson gítarleikari,
Siggeir Pétursson bassaleikari,
Njáll Þóröarson hljómborðsíeik-
ari og Birgir Nielsen trommuleik-
ari.
Café Amsterdam:
Papar
skemmta
Hljómsveitin Papar skemmtir
gestum Café Amsterdam í kvöld
og annað kvöld. Hijómsveitar-
meðlimir eru á fuilu þessa dag-
ana við upptökur en plata er
væntanleg frá þeim í júní. Á með-
al efhis á piötunni eru írsk þjóð-
lög, popp, diskó og frumsamið
efhi.
Gaukur á Stöng
Hljómsveitin Hunang leikur á föstu-
dagskvöld og hljómsveitin Lipstick
Lovers á laugardagskvöld.
Hafnarkráin
Lifandi tónlist á hverju kvöldi.
Hótel Saga
Mímisbar: Gylfi og Bubbi sjá um
fjörið á föstudags- og laugardags-
kvöld. Súlnasalur: Hljómsveitin
Saga Klass leikur fyrir dansi á laug-
ardagskvöld.
Jazzbarinn
Lifandi tónlist um helgina.
LA-Café
Laugavegi 45, s. 626120
Um helgina: Matur kl. 18-22.30
með léttri tónlist, síðan diskótek til
kl. 3. Hátt aldurstakmark.
Leikhúskjállarinn
Dansleikur á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Bubbi og Rúnar byrja sumartúr sinn með tónleikahaldi um helgina.
Akranes og Njálsbúð:
Bubbi og
Rúnar
Bubbi og Rúnar í GCD eru að gera
sig klára fyrir sumarið en ný plata
með þeim félögum er væntanleg inn-
an örfárra daga. Platan ber heitið
Teika og verður henni fylgt eftir með
dansleikjum og tónleikum um allt
land í sumar. Sveitin hefur sumartúr
sinn með pompi og prakt í Pavarotti
Ristorante á Akranesi í kvöld en
annað kvöld verða þeir félagar meö
sveitaball í Njálsbúð. Þetta er tilvalið
tækifæri fyrir þá sem vilja skella sér
á ball og upphfa góða stemningu með
þungavigtarmönnunum í íslenska
poppheiminum. Þess má geta að
fimmtudaginn 1. júní verða útgáfu-
tónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum
þar sem platan verður kynnt ítar-
lega.
Naustkjallarinn
E.T. bandið leikur fyrir dansi á föstu-
dags- og laugardagskvöld. Konu-
kvöld með Heiðari Jónssyni á
sunnudagskvöld.
Nxturgalinn
Smiðjuvegi, Kópavogi
Anna Vilhjálmsdóttir og Garðar
Karlsson leika á föstudags- og laug-
ardagskvöld.
Rauða Ijónið
Lifandi tónlist um helgina.
Skálafell
Mosfellsbæ
Hljómsveit leikur um helgina.
Tveir vinir
Hljómsveitin Tin leikur fyrir dansi á
föstudagskvöld og nýstirnin In
Bloom leika á laugardagskvöld.
ölkjallarinn
Lifandi tónlist um helgina.
Ölver
Glæsibæ
Karaoke um helgina. Opið alla virka
daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 á föstu-
dag.
Staðurinn
Keflavík
Hljómsveitin Sunnan tveir leikur
fyrir dansi á föstudags- og laugar-
dagskvöld.
Geirmund-
ur íÁrtúni
Geirmundur Valtýsson skemmtir í
Ártúni í kvöld. Húsið verður opnað
kl. 22 og síðan stendur dúndrandi
dansleikur fram á nótt. Með Geir-
mundi eru Eiríkur Hilmisson á gítar
ásamt söng, Steinar Gunnarsson á
bassa ásamt söng og Kristján Bald-
ursson sem spilar á trommur.
Geirmundarsveifla hefur notið
mikilla vinsælda hjá landsmönnum
sem oft og tíöum taka vel undir söng
og dans hljómsveitarinnar. Tekið
verður á móti öllum dömum sem
mæta fyrir kl. 23 með sumargjöf.
Hafnarborg:
Sigrún, Guðný
og Peter
Síðustu tónleikar vetrarins í tón-
leikaröð Tríós Reykjavíkur og
Hafnarborgar, menningar- og lista-
stofnunar Hafnarfjarðar, verða á
sunnudaginn, 28. maí, kl. 20. Sigrún
Eðvaldsdóttir og Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikarar flytja
þekkta og vinsæla dúetta fyrir tvær
fiðlur. Peter Maté píanóleikari leik-
ur með þeim í nokkrum verkanna.
Miðasala verður í Hafnarborg á
opnunartíma safnsins kl. 12-18,
laugardag og sunnudag.
Hinn landskunni Geirmundur Valtýsson skemmtir landanum i Ártúni I kvöld.