Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1995 Dansstaðir AmmaLú Hljómsveitin Kamia leikur föstudags- kvöld, diskótek laugardagskvöld. Blúsbarinn Hljómsveitin Speedwell Blue leikur föstudagskvöld. Café Amsterdam Lifandi tónlist föstudags- og Iaugar- dagskvöld. Cafe Royale Hafnarfirði Hljómsveitin Hunang leikur í kvöld og á laugardagskvöld skemmtir K.K. ásamt Þorleifi, Ellen og hljómsveit sinni. Danshúsið í Glæsibæ Hljómsveitin Neistar ásamt söngkon- unni Hjálmfríði Þöll föstudags- og laugardagskvöld. Duus-hús v/Fischersund, s. 14446 Opið kl. 18-1 v.d., 18-3 föstud. og laugard. Feiti dvergurinn Höfðabakka 1 Hljómsveit leikur föstudags- og laug- ardagskvöld. Hafnarkráin Lifandi tónlist á hverju kvöldi. Hótel Borg Glæný hljómsveit, Dýrðlingarnir, skemmtir föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel ísland Almennur dansleikur laugardags- kvöld frá kl. 23. Skemmtiatriði, Söngsystur og danssýning. Hótel Saga Mímisbar: Stefán Jökulsson og Anna Þorsteinsdóttir skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Súlnasalur: Laugar- dagskvöld: Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt söngvurunum André Bach- mann og Hildi G. Þórhalis. Gesta- söngvari hljómsveitarinnar verður hinn eini sanni Ragnar Bjarnason.. Jazzbarinn Lifandi tónlist um helgina Kaffi Reykjavík Salsa- og mambóhelgi föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin Salsa Picante ásamt söngkonunni Margréti Eir. LA-Café Laugavegi 45, s. 626120 Um helgina: Matur kl. 18-22.30 með léttri tónlist, síðan diskótek til kl. 3. Hátt aldurstakmark. Leikhúskjallarinn Dansleikur föstudags- og laugardags- kvöld. Naustkjallarinn E.T. bandið leikur fyrir dansi föstu- dags- og laugardagskvöld. Næturgalinn Smiðjuvegi 14, Kópavogi Anna Vilhjálms og Garðar Karlsson leika föstudags- og laugardagskvöld. Rauða Ijónið Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Skálafell Mosfellsbæ Lifandi tónlist föstudags- og iaugar- dagskvöld. Tunglið Hljómsveitin Sól Dögg leikur föstu- dagskvöid. Greifarnir leika á laugar- dagskvöld. Tveir vinir Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Ölver Glæsibæ Karaoke um helgina. Opið alla virka daga frá kl. 11.30 til 1 og til 3 föstudag. Staðurinn Keflavík Lifandi tónlist föstudags- og laugar- dagskvöld. Sniglabandið á Hvamms- tanga og Egilsstöðum Sniglabandið leikur í félagsheimilinu á H vammstanga í kvöld og á torfæruballi í Valaskjálf á Egilsstöðum á laugar- dagskvöld. Hunang í Borgarfirði Hljómsveitin Hunang leikur á stórdansleik í Hreðavatnsskála á laug- ardagskvöld. Hljómsvertin Unun heldur ífyrstu landsbyggðarferð sína frá því í vor nú um helgina. DV-mynd GVA Hornafjörður og Eskifjörður: Risadans- leikir Ununar Rokkhljómsveitin Unun, sem er handhafi íslensku tónlistarverðlaun- anna ‘94 og höfundur bestu plötu árs- ins ‘94, ætlar að heimsækja Austfirð- inga um helgina og halda risadans- leiki fyrir 16 ára og eldri. Hljómsveit- in verður í Sindrabæ á Höfn í Homa- firði í kvöld en í Valhöll á Eskifirði annað kvöld. Unun kemur til með að bjóða upp á létt og leikandi og umfr am allt frumleg lög. Búast má við góðri stemningu á þessari fyrstu lands- byggðarferð hljómsveitarinnar frá því í vor. Unun hefúr vakið mikla athygli og þess má geta að enska útgáfan af plöt- unnni Æ, Super Shiny Dreams, verð- ur gefin út í Bandaríkjunum og Evr- ópu í haust. Á næstunni kemur út safnplatan ís með dýfu þar sem Unun á lagið Ýkt döpur. Þá eru diskósmell- ir með sveitinni væntanlegir þar sem Páll Óskar syngur með hljómsveitinni á safnplötunni H- Spenna. Páil Óskar mun troða upp með Unun i sumar eins oft og kostur er. Ýdalir í Aðaldal: Sólbruni SSSól Hljómsveitin SSSól heldur áfram tónleikaferð sinni, Sólbruna ‘95, eftir stutt hlé um síðustu helgi. Stefnan hefur verið tekin í félagsheimilið Ýdali í Aðaldal í kvöld. Þetta er í ann- að og jafnframt síðasta sinn sem SS- Sól leikur þar í sumar. Síðast þegar sveitin var í Ýdölum komust færri að en vildu og gefst fólki nú tækifæri til að bæta úr því. Sólin hefur verið í góðum gír í sum- ar og hvar sem sveitin hefur stimgið niður fæti hefur verið húsfyllir og geta sveitarmenn ekki kvartað yfir rólegri ballmætingu í ár frekar en fyrri ár. Lagið Mér var svo kalt, eftir söngv- ara sveitarinnar Helga Björnsson, er nú komið í 8. sæti Islenska listans. Annað lag, Fúllorðinn, er væntanlegt á öldum ljósvakans þegar nær dreg- ur verslunarmannahelgi. Meðlimir í SSSól ásamt Ijósa- og tæknimönnum sveitarinnar. Speedwell Blue aetlar að gefa út plötu ■ sumar og síðan verður haldið í hljóm- leikaferð til Englands í október. Blúsbarinn og Patreksfjörður: Speedwell Blue Hljómsveitin Speedwell Blue spilar á Blús- bamum í kvöld en annað kvöld spilar hljóm- sveitin á Patreksfirði. Speedweil Blue, sem hefur starfað í um tvo mánuði, er stofnuð af gítarspilaranum og söngvaranum Eric Lew- is frá Newcastle á Englandi. Eric fékk bassa- leikarann Grant Pomeroy, sem einnig er frá Newcastle, til liðs við sig og trommuleikar- ann Helga Víkingsson frá Keflavík. Þeir fé- lagar hafa spilað víða hér á landi, m.a. á Ólafs- firði, ísafirði, Akranesi, í Reykjavík og Kefla- vik. Speedwell Blue ætlar að gefa út plötu i sum- ar og síðan verður haldið í hljómleikaferð til Englands í október. Dýrðling- arnir Glæný hljómsveit, Dýrðling- arnir, skemmta gestum á Hótel Borg í kvöld og annað kvöld. Hér er á ferðinni hljómsveit sem leik- ur lágstemmda fönk-djass músík. Aðgangur er ókeypis en spila- mennskan hefst um kl. 22. Hljóm- sveitina skipa þeir Kristján Eld- járn, sem er hljómsveitarstjóri jafnframt því að spila á gítar, Kjartan Valdimarsson, hljóm- borð, Ingólfur Sigurðsson, trommur, Hermann Jónsson á bassa og Ólafur Jónsson saxófón- leikari. Sálin hans Jóns míns Sálin hans Jóns míns ætlar að slá upp dansleik í félagsheimil- inu Miðgarði í Skagafirði í kvöld. Sálverjar ætla að tjalda öllu sem til er til heiðurs afmælisbarni dagsins, Atla Örvarssyni org- anista, en hann er aldarfjórð- ungsgamall i dag. Með Sálinni verður einnig efnilegur plötu- snúður úr Kópavoginum. Annað kvöld spilar hljómsveitin í félags- heimilinu Klifi í Ólafsvík. Rokk- sveitin GCD Rokksveitin GCD með þeim Bubba, Rúnari Júlíussyni, Begga Morthens og Gulla Briem verður með stórdansleik á veitinga- staðnum Pavarotti á Akranesi í kvöld. Annað kvöld leikur hljóm- sveitin á Höfðanum í Vest- mannaeyjum. Á tónleikaskrá GCD eru m.a. lög sem Bubbi og Rúnar hafa gert fr æg á sínum sól- óferlum og með hljómsveitum eins og Hljómum, Egó, Trúbroti og Utangarðsmönnum, auk allra nýju og gömlu GCD-laganna. Sixties fyrir norðan Bítlahljómsveitin Sixties leik- ur á Norðurlandi um helgina. í kvöld verður mikil bítlahátíð í Sjallanum á Akureyri en annað kvöld leikur hljómsveitin á sveitaballi í Víkurröst á Dalvík. Sixties hefur hlotið fádæma við- tökur og er þriðja upplag plöt- unnar Bítilæði þegar uppselt. Hljómsveitina skipa Rúnar Örn Friðriksson, söngur, Þórarinn Freysson, bassi, Guðmundur Gunnlaugsson, trommur og Andrés Gunnlaugsson, gítar. Gleði- gjafarnir Hljómsveitin Gleðigjafar ásamt söngvurunum André Bachmann og Hildi G. Þórhalls- dóttur heldur uppi fjöri í Súlna- sal Hótel Sögu til kl. 3 aðra nótt. Aðgöngumiðinn gildir sem happ- drættismiði en í vinning er gistinótt ásamt morgunverði fyr- ir tvo á hvaða Edduhóteli sem er á landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.