Þjóðviljinn - 17.11.1936, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 17. nóv. 1936.
ÞJÖÐVILJINN
Leikhúsið.
»Liliom«9 eftir Franz Molnár
Til þess að gera leiklistina að þátt í menningarlífi
borgarinnar, sem efli það og fegri verður þrent að
fara saman:
1. Valleikrita, sem þroski leikendurna vegna hárra
krafa, er það gerir til þeirra, — og eigi erindi
til fólksins sakir þeirra mála, er það fjallar um
2. Leikendur, sem veitt séu sæmileg kjör til að iðka
list sína og með gagnrýninni komið til að gera
sitt ýtrasta.
3. Ahorfendur, sem geri virkilegar menningar- og
listakröfur til leikhússins og sæki það þessvegna.
Blöðin eiga m. a. að hjálpa að því að ala þá upp.
Það er ekki hægt að búast vio
því að maður sjái hér á leiksviði
í'ullkomna leiklist á borð við það
besta íj öðrum mönningadönd-
um, fyrir því eru nægar afsak-
anir. Leikendurnir hér eru al,t
menn, sem vinna að listinni í
hjáverkum sínum, auk þess er
flestum fyrirmunað að. njóta
nokkurrar verulegrar tilsagnar í
listinni, þair við bætist óhæft
húsnæði. Engu að síður eru hér
kraftar, sem geta afrekað ekki
svo lítið á sviði leiklistarinnar og
við. verðum að hafa sjónleiki —
það er menningaratriði. En það
vill stundum verða misbrestur á
því að þessir leikkraftar, sem
hér eru til, njóti sín eða. uppfylli
þær kröfur, sem hægt er að gera
til þeirra. Ég held að þetta stafi
að. miiklu leyti af óheppilegu. vali
á, viðfangsefnum. Það er enginn,
vaí'i á því, að hæfileikar leikara
njóta sín best í. góðum ljeikritum.
Það er ofurskiljanlegur sann-
leikur, að því sannara sem hlut-
verkið er, því meir, sem það skír-
skotar til mannlegra eiginleika,
því betur örfar það hæfileika
þess, sem túlkar það. Það eru.
góðu leikritin, samin af einfaltl-
l,eik listarinnar, sem best knýja
fram hæfileika. leikaranna. Það
þarf ekki annað en benda á hve
furðulega gcðum árangri óvanir
leikendur oft ná í meðferð sí-
gildra hlutverka. Það er nóg til
af góðum leikritum í heimsbók-
mentunum- Leikfélagið verður
að vanda betur valið. Það á að
hafa tvennan tilgang með því:
ala Lipp góða, leikendur og bæta
smekk leikhúsgestanna. Það er
ekki af því, að. í'ólkið kunni
ekki að meta sanna list,
að svona. fjölment hefir ver-
ið á afskræmi eins og »Maður
og kona« og »Piltur og stúlka«.
Það bar ekki á öðru, en, fólk
kynni að meta besta listaverkið,
sem íslenskt skáld hefir samið
fyrir leiksvið: FjallarEyvind. Og
þó svo væri að smékkur fól,ksins
væri lélegur má Leikfélagið ekki
elta hann niður í sorpið. Þao
Wieland í LiHom.
þa.rf að velja góð .raunhæf leik-
rit, sem höfða, til þess skilnings,
sem menn hafa á tilverunni,
Það verður ekki sagt að Leik-
félaginu hafi tekist vel, valið í
þetta sinn.
Það er yfirleitt erfitt f.yrir
venjulegan nútímamann, að
sætta, sig við það, að leikrita-
höfundur gani með mann beina
leið til himnaríkis eða helvítis til
þess að útskýra atriði, sem ekki
erij að neinu leyti trúarlegs eðfis
eða samsvara þeim hugmyndum,
sem trúaðir menn hafa um ann-
að líf j
Liliom er mentunarlaus sirk-
usmaður, ástgjarn og uppstökk-
ur. Hann ber konina sína, þó
hann elski hana, af því hann er
■svo bráður, lætur bófa na,rra sig
til að taka þátt í ránmorði og
í'remur sjálfsmorð þegar rántil-
ra.unin mishepnast. Síðan er
hann, kaljaður fyrir lögreglurétt
með mjög jarðnesku, sniði í
himnaríki. Dómarinn gefur hon-
um kost áað ganga in;n til Drott-
ins síns og eilífrar sælu ef hann
eftir 16 ára eldhreinsun verður
þess umkominn að gera eitt góð-
verk á jörðinni, þangað sem
ha,nn á að fá að skreppa einn
dag- Þetta góðverk mistekst hon-
um vegna þess, að ,hann er jafn-
uppstökkur n,ú og þegar hann
fór í velgjuna., hann rýkur upp
á ný og ber nú dót.tur sína eins
og konuna forðum, því hann
»va,r og blev sig selv tilslut«.
Þegar höf. hefir komist að þess-
ari niðurstöðu, sem er fremiur
lífeðlisfræðileg en trúarleg og
heí'ði verið hægt að’ sanna, meó
einhverjum jarðneskum tilraun-
um og losa menn þannig við að
kynnast þessu himnaríki, sem er
mun leiðimlegra en þær hug-
myndir, sem maður hafði áður
um það, — lætur hann mæðg-
urnar þegjandi spæna upp í sig
þunnri súpu í nokkrar mínútur
áðnr en honum hugkvæmist að
láta tjaldið falla,
Meðferð feikendanna var yfir-
leitt ekki góð. Það komu fyrir
augnablik þa,r sem virtist hvíla
úrræðalaus deyfð yfir þeim. Ég
veit ekki ,hvort það kann að haía
á.tt sinn þátt í því, að þarna fór
erlendur maður með aðalhlut-
verkið og mælti, á aðra tungu en
hinir leikendurnir, en eitt er víst
að þetta tiltæki verkaði truflandi
á leikhúsgestina jafnvel þó mað-
ur skilji, það sem hann segir, er
ómögujegt annað en finna að
eitthvað csamræmi hvílir yfir
heildinni, — einhver »disharmon-
iskur« tónn, — tungurnar eru of
ólíkar. Að öðru leyli var leikur
A. Wielands góður og með köfl-
um mjög góður, Brynjólf'ur Jó-
hannesson hafði gptt gerfi og
skilaði hlutverki sínu mjög
sómasamlega!. Til Arndísar
Björnsdóttur heyrðist altof lít-
ið. En lpikendurnir veröa að taJa
svo áheyrendur heyri (að minsta
kosti þegar setið er á besta stað
í húsinu!). Það er ekki nema
sanngjörn krafa, sem verður að
uppfylla.
Ég hugsa stundum með kvíða
til okkar tilvonandi kvikmynda-
iðnaðar, ef ómögulegt verður að
fá nokkrar ungar, laglegAr
stúlkur til þess að leika ungai’,
laglegar stúlkur. Eftir reynslu
minni frá leikhúsinu hér er hætt
við slíku- Ég held að leikféiagið
aitti að fara út á þá braut að
reyna miklu íleira fólk í hlut-
verk en það gerir, það mundi
auka, áhuga fyrir leiklistinni og
vera. tilbreytni fyrir leikhúss-
gestina.
Það þarf að efla, hér leikljst,
og það verður' ekki betur gert
með öðru móti en að gera al-
Eitt þúsund ungir, pólskir Gyð-
ingar lögðu af stað fótgangandi í dag
frá Varsjá tiil Palestínu. Peir hafa
livorki vegabréf, farmiða með skip-
um, né innflutningsleyfi til Pale-
stínu, en þeir treysta því, að félög
Gyðinga á þeim slóðum sem þeir
ferðast um, muni sjá þeim borgið. (F.
ú. 16/11).
í 15 boi'gmn Tyrklands er nú
safnað fé til þess að smíða fyrir flug-
vélar handa stjórninni, og ber hver
vél nafn þeirrar borgar, sem gefur
hana. Níu aðrar flugvélar hafa verið
bygðar fyrir framlög frá ýmsum fé-
lagslegum samtökum i landinu. (F.
ú. 16/11).
it í gœr fór fram í Englandi hinn
árlegi kappleikur gamalla bifreiða,
til að mdnnast, þess, er afnumin var
sú reglugerð, að hinir »hestlausu
vagnar« mættu ekki fara með meirí
hraða en 3,1 kilómeter á klukkustund.
I »kappakstrinum« tóku þátt 90 bif-
reiðar, og var sú yngsta þeirra frá
árinu 1904, en elsta var af þýskri
gerð, smíðuð árið 1894. »Kappakst-
urinn« hófst i Hyde Park, og komust
öll farartækin af stað, nema eitt. (F.
Ú. 16/11).
A i gær voru liðin 78 ár frá and-
láti hins kunna brautryðjanda sosi-
alismans Roberts Owen.
★ í dag er 18 ára afmæli ung-
verska lýðveldisins.
A f grer var opnuð listsýning sú
í Kaupmannahöfn, er nefnd er Haust-
sýning Listamanna. Meðal þeirra, sem
eiga myndir á þessari sýningu eru
Tove og Sigurjón ólafsson, og Svavar
Guðmundsson. (F.ú. 15/11).
menning hluttækan í henni: gefa
sem flestum kost á að reyna
kraftana og bjóða mönnum
góða sjónleiki. Almennuir áhugi
í'yrir IjeikJast og fjölbreyttara
leikendaval mundi líká örfa inn-
lenda höfunda, til leikritasmíða.
Og okkur vantar innlend leikrit.
lg.
HELSKIPIÐ eftir B. Traven 6
annars en að í'ara. til Hóljands. Þér megið telja yður
heppinn að sleppa svo vel.
— Já, en herrar mí,nir. Þetta, eru mistök hjá ykk-
ur. Ég vil alls ekki fara til Hollands. Hollendingar
sitja---------
— Engin mótmæli. Málinu er ráðið til lykta. Hvað
hafið þér mikla peninga?
»Þið hafið leitað í vösum mínum, hvað. mikla fjár-
upphæð fuinduð þér þar?
Slíkar yfirheyrslur geta gert menn óða. Fyrst
rannsalca þeir mig í krók og kring með stækkunar-
gleri, og ,svo eru, þeir blygðunarlausir á eftir, að
spyrja mig, hvað. ég hafi mikla peninga.
— Ef þið hafið enga peninga. fundjð, þá er það af
því að ég hefí þá ekki.
— Það gerir ekkert til. Farið aftur með hann inn í
klefann.
Þannig lauk æðsti presturinn viðíhöfninni.
IV.
Seint um daginn var ég fluttur til járnbrautar-
stöðvarinnar.. Tveir menn fylgdu. mér og var túlkur-
inn annar þeirra. Það leyndj sér ekki á öllu fasi föru-
nauta minna, að þeir hél.du, að ég hefði aldrei stigið
irin í járnbrautarlest áður, Annar þeirra fór og
keypti farmiða, en hinn beið á meðan við hiið mína,
eins og hann vildi sjá um, að enginn, vasaiþjófur skyldi
freistast til þess að Jeita í vösum mínum. Þegar lög-
reglan er búin, að leita, í. vösum manns sæmir ekki
að vasaþjófarnir gangi í verk þeirra.
Manninum, sem keypti farmiðann kom ekki til hug-
ar að afhendai mér hann,, Sennilega hefír hann haJ,d-
ið, að ég mundi .selja hann á augabragði. Mennirnir
fylgdu mér kurteislega inn í ganginn og að kl.efadyr-
uinum. Nú bjóst ég við að þeir mundu kveðja mig,
en það var öðru nær:. Þeir settust við hlið mína í vagn-
inum. Líklega hafa þeir búist við, að ég skriði út um
gluggann. Hitt er mér ekki kunnugt, hvort belgiskir
lögreglumenn eru æfinlega svona, prúðir f viðmóti sínu
við fólk, En ég hefi að minsta kosti ekki yfir neinu
að kvarta. Náungarnir buðu mér vindlinga og við
kveiktum í þeim. I sama bili þaut eimlestin af stað.
Eftir stutta, stund nam! lestin aftur staðar, og við
vorum staddir í smáþorpi einu, Nú var farið með mig
á lögregluvarðstofuna.. Mér var skipað að setjast á
bekk í herbergi því, sem varalögreglan hefir til um-
ráða. Fylgdarmenn mí,nir þurftu nú að tjá starís-
bræðrum sínum nákvæmlega,, hvernig stæði á högum
mínum.
Þorpslögregluþjónarnir gláptu á mig, eins og ég
væri eitthvert furðuverk. Sumum nægði ekki að virða
mig fyrir sér einu sinni, heldur komu aftur. Líklega
hafa þeir haldjð, að ég væri ránmorðingi.
Þannig gláptu þeir á mig eins og ég hefði framið
eitthvert svíviriðlegasta brot, sem lögin refsa fyrir,
og eins og þeir væru sannfærðir um, að ég væri al-
búinn til þess að gera mig sekan, um annan svívirði-
legri glæp. Mér varð því innanbrjósts eins og manni,
sem bíður eftir böðlinum, þegar illa gengur að hafa,
uppi á honum.
Þetta var ekki til þess að hlæja að. No, sir. Hér
var alvörumál á ferðum, það l,á í augum uippi. Eg
hafði enga, sjóferðabók, ekkert vegabréf og ekkert
landgönguleyfi. Ég hafði heldur engin önnur skjöl,
sem sönmuðu, hver ég væri, og æðsti presturinn hafði
ekki fu,ndið mynd' af mér í þykku bókinni sinni.
Hefðum við verið svo hepnir að rekast þar á mynd af
mér, þá var málinu, ráðið til lykta, Enginn, þurfti að
efast framar um, hver ég væri., Hitt gat, hver flæk-
ingur gert að þykjast vera strandaglóþur af »Tusca-
loosa«. Ég átti hvergi höfði mtínui að halla , hvorld
á skipi né sjómannaheimili. Ekki gat ég heldur ver-
ið farandsali. Ég var blátt áfram »óþektur«. En,
hvernig á fátækt lanid, eins og Belgía að ala ön,n fyrir
slíkum náungum og ala upp börn þeirra, svo og svo
mörg, sem að minsta kosti eru hálf belgisk., Heppileg-
asta og auðveldasta leiðin hefði verið að hengja mig.
En ég kom mér ekki að því að benda þeim á slíkt
úrræði. Enginn maður heí'ði skift sér af því , enginn
,sakn,að mín, og nafn mitt var óþarft að skrifa \ þykku
bókina.
Þeir voru'i vafalaust að. hugsa, um þetta líka. Þeir
biðu aðeins eftir böðlinum til þess að framkvæma
verkið. Ég vonaði að hann væri starfi sínu vaxinn.
Annars va,r þetta i rau.n og veru morð.
Jú, þetta stóð al,t heima, og brátt kom söinnunin.
Einn lögreglujþjónanna kom til mín og gaf mér tvær
stórar öskjur af vindlingum. Síðasta huggunin handa