Þjóðviljinn - 01.12.1936, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1936, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Þriðjudagurinn 1. des. 1936. „Sturlnngap44 fyp og nú. Hvað getum við lært af frelsismissi íslands 1262? MOTTO: »Að Sturlungar um stýrið grípi enn var staðfest þar, — en betur skilst það senn.« (Jóhannes úr Kötlum, »Frelsi.« Stiurlujngaölidi, sturlungaöld klingir svo oft í eyrum okkar — og við þetta orð hefir íslensk þjóð bundið svo margar sárar minningar. Sturlungaö],d endalok íslensks þjóðfrelsis — upiphaf þungra, örlaga við alda- langa er],einda kúg;un og áþján. Og hver voru svo tildrög og rök þessara atburða^ hverjir voru það, hvaða stétt var það, sem sveik þá og seldi freisi þjóðarinnar! Á 12. öldjnni verða ýmsar þær breytingar í íslensku þjóðlífi, sem skapa grundvöl] þeirra, at- burða ,sem kendir eru við »Sturlunga«. Islenskur landbúlnaður virðist þá hafa tæmt útþenslugetu sína með þeirri tækni, sem hann hafði yfir að ráða —nýbygð og nýrækt staðna.Það skapast l.and- þrengsl og barátta, u,m yfirráð jarðanna. Eiglnamunur dýpkar. Höfðingja- og stórbændastéttin, sem á friðaröldinni hafði veriö til.tölulega umsvifalítil, er nú gripin nýrri landgræðgi og legg- ur fjármuni sína í jarða- og bú- fjárkaup. Undir höfðingjavald- ið rer.na svo enn nýjar stoðir. Það er íslenska kirkjan, sem frá upphafi var stórbænda og liöfðingjaeign. I lok 11. aldar var tíiundin lögleidd1 með þeim ákvæðum, að helmingur hennar skyldi renna til, kirkju- bóndans. Þetta verður óhemju tekjulind, enda sjáum við hvernig barátta geisar u,m eignahald á kirkjum og hvernr ig einstakar höfðingja-ættir ráða yfir fjölda kirkna. Það er þessi þróuu, sem því veldur, að kjör þorra bænda versna, sjálfseignabænduni fækkar, Ijeigulioum fjölgar, þannig að í lok 13. aldar eru, þeir taldir meira en helmingur allra íslenskra bænda. Hinsveg- ar rís upp vol,dug höfðingja- stétt ,.sem í krafti stórbúa. sinria, landleigu, kirkjutekna og hækkandi goðagjalda, getur haft um sig stöðugt málalið til varna og árása — það er byrj- un að lémsaðlj. — GoSorðin safn- ast svo á færri hendur — og hin pólitíska barátta höfðingj- anna um völdin hefst. Það er blóðugur leikur, þar sem lífi bændanna er tortímt og bú þeirra eydd. AU,ar siðgæðishug- sjónir hetjualdarinnar hafa druknað í. auðhyggju, siðar blöndun og valdagræðgi. Dreng- skapurinn ]>okar fyrir pólitísk- um níðingsverkum. Ættræknin, ]>etta siðgæðishugtak gamla ættaþjóðfélagsins, sem er ennþá lifði á söguöldinni, er nú blikn- að. Ættin er nú orðin blábert póljtískt tæki til auðs og valda. Og innbyrðis valdabarátta. ís- lensku höfðingjanna geisar á- fram — þeir leita aðstoðar er- lends þjóðhöfðingja. — Hann krefst þess, að þeir komi land- inu undir hann — og að lokum selur svo einn þeirra, Gissur Þorvalds on frelsi þjcðarinnar í hendur erlendum konungi — fyrir einn vesælan jarlstitil. Islensk bændaalþýða gat ekki reist rönd við þessum atburð- um. Hún var dreifð og samtaka- l,aus án sameiginlegrar stétta- vitundar, án skilnings á þeirri hættu, er yfir vofði. — Og land- ráðum höfðiingjanna varleynttil síðustu stundar. Þau urðu fyrst opinber, þegar alt var komið í kring. Alþýða landsins stóð hér frammi fyrir fuljgerðum stað- reyndum. Og það eru þessar staðreyndir, sem hafa um- lang- 1 ar aldir þjakað hana og þjáð og kyrkt vöxt íslenskrar þjóðar — þannig er í stuttu máli sagan um föðrurlandssvik íslensku yf- irstéttarinnar á 13. öldinni. 'k -----Og svo hrópar »Morg- u.nbl,aðið«: »ný Sturlungaöld« í hvert skifti, sem verkamenn hefja baráttu fyrir bættum kjörum. »Sturlungacld« hrópar Jónas frá Hriflu, þegar verka- lýður Vestmannaeyja hindrar með samtökum, að fiskurinn sé fluttur burt óverkaður og þann- ig eyðilögð vinnuvon hans yfir su.marið. Nei, mín,ir háu herrar, sögulegar samiíkingar eru altaf valtar —- skilyrðisbundnar, en samllkingar ykkar eru meira, þær eru tilhæfulausar. — Það þekkjast engin sögu- leg- dæmi þess, að undirstétt hafi selt og svikið ættland sitt. — Ein að yfirstéttin hafi gert það, um það eru tugir dæma. — Eða hvernig var það í frönsku byltingunni, rússnesku bylting- unni, á Spáni í dag, í frelsis- baráttu Indlands og Kína o. fl. o. fL? Nei, herrar mínir, íslenska al- þýðan miun ekki svíkja sitt ætt- land — hún er ekki arftaki höfðingja Sturlungatímabilsins — það eru aðrir. Það er hún, sem hefir varðveitt íslenskt þjóðerni gegn um aldii'nar — í gegn um »ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svarta. dauða«, og það var hún, sem var kjarni þess liðs, sem vann aftur hið mista frelsi. Nei, Morgunblaðsmenn, ef leita á sögulegra .hliðstæðna á þessu sviði, er vissara að leita í röðum yfirstéttarinnar. Eða. hvernig’ er það með mennina, sem greiddu Gismondi 330 þús. i rnútur og spönskum bröskui- um li miljón kr.? Hverjir stóðu. á bak við þýska landráðasamn- inginn og láta nú málgagn sitt lepja. upip »,hugsjónir« Hitlers? Eru þeir ekkert skyldir Gissuri Framhald á síðustu síðu. TILKYMIIVG FRÁ K. EINARSSON & BJÖRNSSOIV BANKASTRÆTI 12 t>ar sem flestar jólavörurnar eru komnar og birgðirnar með minsta móti, viljum við vinsamlegast benda heiðruðum viðskiptavinum á að kaupa jólagjafirnar sem fyrst að hægt er, pvíúrvaliðermestnána Jóla- og nýjárskveðjur til útlanda Nú er tíminn kominn til að senda jóla- og nýj- árskveðjur til vina og ættingja erlendis. Auk þess sem vér höfum sérstaklega fallegt úr- val af jóla- og nýjárskortum með íslenskum ljósmyndum (tvöföld kort), viljum vér vekja athygli á eftirfarandi hlutum, sem erti tilvaldir að senda til útlanda: Möppur með úrvals ljósmyndum frá Islandi. Stækkaðar myndir af Gullfossi og Geysi. Pappírshnífar, skornir úr íslensku birki (margar gerðir) Fallegir frímerkjapakkar (með íslenskum frímerkjum eingöngu). Alla pessa hluti er auðvelt aðsenda í bréfi Ritfangaverslunin INGÓLFSHVOLI—SíMI 4« »Raudii* pennar« 1936 er bók, sem allir frjálslyndir menn kaupa með ánægju. Skrifið yður í dag á listann í Heimskr in gln Langaveg 38. Simi 2184

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.