Þjóðviljinn - 28.02.1937, Síða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1937, Síða 2
Sunnudaginn 28. febrúar 1937. PJOÐVILJINN ★ í ífíK'i' voru liðin 91 ár frá fæð- ingu Franz Mehrings, hins alþekta þýska. fræðimanns og verklýðsleið- toga. Mehring hefir ritað mikinn fjölda af bókum um ýmislegt efni, svo sem sögu sósíalismans í Þýska- landi. Ennfremur hefir hann ritað æfisögu Karl Marx og er rit það tal- ið af öllum merkasta og besta sem ritað hefir verið um æfi þessa ágæta foringja og frumherja verkalýðsins. Mehring var einn af stofnendum Kommúnistaflokksins þýska og var þá orðinn fjörgamall þegar honum bárust fréttirnar um morð Lieb- lcnecht og Rosu Luxem'burg. Varð öldungnum svo mikið um, að hann reikaði alla nóttina fram og aftur um stofu sína. Stofan var köld, og daginn eftir lagðist Méhring i lungnabólgu og andaðist fáum dögum síðar. -fc ítalska blaðið »Lavoro Fasista- birtir nýlega frétt frá Abessiniu að nú sé hafin skipting á landrými keis- arans í Abessíniu. Þess er getið að landsvæði þetta sé bygt og að íbúar þess lifi á akuryrkju og kvikfjárrækt. Nú hafa frumbyggjar þessa landsvæð- is verið hraktir þaðan og á að flytja þangað ítalska landnema. ic Oaily Worker skýrir frá því, að hin kunna frelsishetj.a Brasilíu- manna Luiz Carlos Prestes, sem nú situr í fangelsi, verði í kjöri við forsetakosningarnar þar í landi, sem eiga að fara fram á næstunni. Alt frá Lofti Flokksskrif- stofan er í Hafnarstræti 5 (Mjólkurfélags- húsinu) herbergi nr. 5—7. Félagar komið á skrif- stofuna og greið- ið gjöld ykkar_ Ga§hernaður og gróðahra§k Gasvarnaframleiðendur ala á ótta fólksins til þess að skapa markað fyrir gagnsiítil varnartæki, sem koma auðmönnum einum að gagni Vinn ilöggjöfin rædd á Alþingi. ... ip Loftvarnjr eru nú eitt helsta umræðuefni í blöðum Breta. Menn ræða það, hvernig eigi að verja íbúana, ,gegn árásum úr lofti. Gasvarnaræfingar í Englœndi. Á þessui augnabliki er mest rætt um svo óidýrar gasgrírour, að allir geti keypt þær sér til varnar ef gasárás yrði gerð. 1 mörgum borgum fara íVam »æfingar gegn gasárásum«. Lög- reglulið, læknar, sjúkrabílar og hjúkrujiarsveitir taka þátt í æf- ingunuro. Blöðin gera sitt til þess, að fá fólkið til þess að trúa, því að þetta umstang feli í sér frelsun okkar í fyllingu tímans. Burgeisarnir hugsa, til, kjailar- anna sinna. Þeir tala um að byggja sér griðastað í garðinum. — Það er jafnvel, talað um að tæma stórborgirnar af öllu, sem heitir fólk og flytja, það alt sanr- an út í sveitir, strax þegar að- vörunar merkið ómar. Eftirfarandi grein er tekin úr »The New Guide«, blaði ó- háða verkamannaflokksins. »Fátt er svo með öllu, ilt, að ekki boði nokkuð gott«, segir roáltækið. Hin alvarlega ógnandi gasstríð flytja þeim sannarlega gnótt gæða, sem framleiða varn- artæki gegn gashernaði. Áróður stjórnarinnar um »ör- Ugga vörn« fyrir fólkjð hefir nú sýnt það hvers þau megna um versliunargróða þeirra, sero framleiða varnartækin og »griðastaðin.a«. Maður nokkur, sem á stóran kjallara gerði fyrirspurn til eins slíks firma um kostnaðará- ætlun við að gera hann gasþétt- Jfó ~ ''.f 1an- Sjálfur forstjórinn brá þeg- ' ar við og kom til þess að fíta á 'kjallarann. Jú, vissulega var hægt að gera hann öruggt hæli gegn gasi og sprengjuro. Það kostaö.i aö'eins 300 pund sterling (cat 6000 kr.). 1 þessuro kostn- aði voru innifaldar vélar til þess að en.durnýja loftið, og tvær stálhurðir til þess, eins og hann orðaði það, »að, verja nábú- unurn inngöngu,«, Slíkir »griðastaðir« geta verið mjög fínir ef með þarf. T. d. er einn, til í London með tveimur jstofumi, annari handa fjölskyld- unni en hinni handa vinnufólk- inu, 1 þeirri fyrrnefndu var vín- J|skápur meðal annara, þæginda. Maðurinn spurði forstjórann um áhrif eldsprengj a. Forstjór- inn svaraði, að inna,nríkisráðu- neytið hefði aflað sér tækja, það oiisáiAiiVoru einskonar kolakörfur, sem sprengjurnar voru látnar í með þar til gerðu, verkfæri, einskon- ar hrífu, En, sú staðreynd, að sá, sem yrði að takast þetta verk á hendur væri inni í griðastaðnum en sprengjan vitanlega úti, virt- ist ekki rúmast í hÖfði forstjór- ans. Ekki vissi forstjórinn, hvernig ætti að afla sér matvæla, ef her- guðinum þóknaðist að senda, vsna dembu af mustarðsgasi yf- ir jörðina, en það, liggur á jörðu í háifan mánuð og eitrar alt lif- andi og dautt, Þessar varnaráætlanir eru þægilegar fyrir þá, sem fram- leiða, tækin og griðastaðina. Það sannar greinilega, að aðeins þeir ríku geta veitt sér slíka vörn, ef hún er þá nokkujrs nýt. Náungi hans, fátæklingurinn. verður að beygja sig í auðmýkt undir guðs vilja og halla sér upp að lokupum stáldyruro ná- unga síns, meðan líftóran kvelst úr honum. Britia P. E. K. Tilhryiming. Sunnudaginn 28. þ. m. frá kl. 12 á hádegi, heflst almenn veit- ingarstarfsemi í Alþýðuhúsi Reykjavíkur, og verður hún rekin undir nafninu INGÓLFS CAFÉ Hér verða seldar við vægu, verði allar algengar veitingar frá kl. 8 árdegis. —- Gengið er inn í veitingastofurnar frá Ingólfs- s'ræti, til vinstri handar í aðalinngangi hússins. — Sími veit- ingastaðarins er 2826. Skrifstof u.sími 2350. INGÓLFS CAFÉ býður gesli sína velk omna. Frá Spáni. FRAMHALD AF 1. SIÐU. sagðl hann: »Taka Hnesca«. I*að virð- ist n ú enxinn vafi á þvi, að uppreisn- armenn liafi g-ert áhlaup með skrið- drekum í liáskólahverfinu í Madrid í gær, en að stjómarherlnn liafl hrundið því, með því að kasta dýna- míti í fyikingar uppreisnarmanna. Stjórnarleiðtogarnir ' gera nú á- kveðnar tilraunir til þess að skipu- leggja hcrmálin á traustum grund- velli. Miaja hefir verlð falin her- stjórnin við Madrid, og búist við að næstu daga verði skipaður yflr- hershöfðingi til þess að hafa mcð höndum yfirherstjórn í öllu landinu. (F. tí.). FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Héðinn Valdemmrsson talaói fyrir hönd Alþýðuflokksins. Voru svör hans nú nokkru á- kveðnari en í fyrra. — Frv. væri áframhald af fyrri til- raujium íhaldsmainna til að tak- marka samtök alþýðuflélaganna í landinu, og Alþýðuflokkurinn gæti því ekki fallist á það. Flokkurinn mundi bíða, átekta, og leggja mest ,u,pp úr starfi milliþinganefndarinnar í þess- um málum. Verkalýðurinn í landinu væri fjandsamlegur þessu frv., og það væri ekki hægt að fá samþykta,n stuðning við það í einu einasta verkalýðs- félagi. »Hér er aukinn mjög réttur Vinnuveitendafélagsins. Það er ekki svo máttugt nú, en með þessn frv. er vald þess auk- ið aö: miklum mun. Réttast væri að taika til athugunar alla vinnu- löggjöfina, ekki bara hvað snert- ir vinnudeilur, heldur líka, hvernig hægt væri að tryggja verkalýðnum betri afkomu og l'yllri rétt, t. d. 8 stuuda vinnu- dag og annað þessháttar. Slík löggjöf hefir verið sett í öSrum löndum með flullu, samþykki verkalýðsfélaganna. Það má ekki ráða þessu máli til lykta n,ema á þann hátt, að verkalýðsfélögin fái að, segja sitt álit.« Harcddur Guðmundsson tók í sama streng, og bætti því við, að starf milliþinganefndarinnar væri ekki svo langt komið, aö líkur væri til að. málið næði fraro a.ð ganga á þessu þiugi, á grund- velli þeim er nefndin legði. Hermann Jónasson, florsætis- ráðherra, talaði fyrir hönd Frarosóknarflokksins. Var ræða hans fremur loðin, en þó hlynt því að vinnulöggjöf yrði komið á, en æskilegast væri að það yrði með »samkoroulagi« beggja að- ila. Thór Thórs talaði oft, og kvaðst yfirleitt' ánægður með við- tökurnar, forsætisráðh. hefði tekið máliniu með velvild og skilningi, og Héðinn hefði líka tekið heldur rojúklega, á því. Enda væri Alþýðuflokknum hag- kvæmara að leysa þetta mál á þeim tíma, sem hann hefði eins mikla íhlutun um löggjöfina og nw. Thór Thórs virðist dreyma um þá tíma, þegar íhaldið getur skipað málum án þess að taka tillit til annara flokka, Thór bar Ræða Blums. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. bætur á atvinnulöggjöfinni, og aðrar félagslegar umbætur, enda þótt hlé kynni að verða á framkvæmdum um stundarsak- ir. Hann sagði að atvinnuieysi hefði farið minkandi síðan Al- þýðufylkingin tók vjð'völdum, og inneignir í bönkum hafi farr ið vaxandi. (F. U.). Pjilíiljan! mjög á móti því, að frv. væri fl-utt fyrir Vinnuveiten.dafélag íslands, og til að afsanna, það. sagði hann nokkuð frá ferli þess. Það hefði verið rætt árið 1931 í Heimdalli og stíðan sumþylct áh sambandsþingi ungra sjálfstœð- ismanna að beita sér fyrir vinnulöggjöf. Á Alþ. 193U hefði málið verið tekið fyrir innan þingflokks SjáIfstceðisfiokksins, og þá fyrst frétta þessir háu íhahlsherrar að Eggert Claes- sen er með f rv. á prjónunum uni sama efni! En það er fróðlegt íyrir verkamenn að heyra um áhuga íhaldsunglinganna í Reykjavík fyrir verkalýðsmál,- u-m! Varð Thóir að viðurkenna, að það voru andmœUn frá verka- lýðnum, sem hafa liindrað fram- gang mái&ins og gætu hindrað það áfram. Þetta er tvímælalaust rétt. Það erui mótmæli verkalýðsins,. sem rigndu yfir Alþ. í fyrra, eins og altaf, þegar reynt, hef- ir verið að koma á þrælajögun- um, og barátta- Kommúnista- flokksins, sem, hafa komið í veg fyrir samþykt þeirra hingað tjl, og knúið foringja Al- þýðuflokksins til að hætta , roakki sínu við íhaldsöflin. En verkalýðurinn verður að’ vera vakandi um. þetta vandamál, og halda, baráttunni sleitulaust á- fraro. Það er eftirtektarvert, að nú reynir Héðinn að lauroa því inn, að samfara löguro um vinnudeilur verði hægt að lög- festa kjarabætur, svo sem 8 stunda, vinnudag. Það er því full þörf á því að vera, á verði. Verkalýðsfélögin verða enn sem fyrr að sýna hug sinn til þræla- laganna, láta mótmælunum rigna yfir þingið, frá einu félaginu eftir annað. Fyrir samtakamætti verkalýðsins verður íhaldið að beygja sig. Frv. var vísað til 2. umr. og allsherjarn. Nú hefur verið lagt frami frv. til 1. um aðgerðir vegna at- vinnulausra unglinga,, sem Þjóð- viljinn birti í gær, og eir flutn- ingsmaður þess Sigurður Einars- son. Þá er komin fraro þingálykt- unartillaga, borin fram af þing- mönnum Framsóknar og Al- þýðuflokksins, og auk þess Ás- geiri Ásgeirssyni, svohljóðandi: »Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að nnditbúa í samráði við utan,ríkisroálanefnd skipulag á meðferð utanríkis- mála, innanlands og utan, sem best kann að henta, er Islend- ingar taka, allai stjórn þeirra mál,a í sínar eigin hendur, og bera síðan tillögur um þessi mál updir Alþingi. Kostnað þann, er ályktun þessi hefir i för með sér, skal greiða úr rík- issjóði.« Er þetta, þörf tillaiga, það er síst of mikill tími til u,ndirbún- ings, ef Islendingar eiga að taka þessi mál í sínar hendur eftir nokkur ár.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.