Þjóðviljinn - 28.02.1937, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.02.1937, Síða 3
PJOÐVILJINN Sunnudaginn 28. febrúar 1937. Frelsisbarátta bænda á fyrri tím- nm og framtídarhlntveríc bænda- stéttarinnar. í grein þessari er ad nokkru raktar bændauppreisnir fyrri tíma og jafnframt gerð grein fyrir baráttu íslenzkra bænda fyr á tímum og hlutverk peirra nú og í nánustu framtíð. I. y>Kommúnistaflokkur Islands skorar á vinnandi bcendur Is- Fjóirtándai og- fimtánda öldin lands að sameinast í anda brautnjðjendanna í Suður-Þingeyjar- sýslu og frelsa samvinnulireyfingu sína frá yfirvofandi hcettu faJsisma og fjárgróðahnnga med því að taka höndmn saman við verkalýðinn til að skapa þjóðfylkingu hins vinnandi fólks í lano!- inu.« (Eining aiþýöwnnar, bls. 12). þJÓÐVILIINN Mðlgagn Kommúnistaflokks Islands. Kitstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaöastræti 27, sími 2270. Afgreiðsla og augl ýslngaskii i'sfe Laugaveg 38, simi 2184. Kemur út alla daga, nema mánudaga. Askriftargjald á múnuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00 Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 1 lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, sími 4200. Eflið Kommúnista- flokkinn. Kommúnistaflokkurinn. hefir nú í 6 ár staðið í fylkingar- brjósti. hins íslenska verkalýðs í baráttu hans við auðvaldið. 1 hatrömmustu stéttab aráttunni, sem orðið hefir á Islandi, hefir sá flokkur stjórnað atlögu og vörn. 7. júlí og 9. nóvember, Novubardaginn og Dettifossslag- urinn, — öll eru þessi hörðustu átök óirjúfanlega tengd við nafn Kommúnistaflokksins. Og ein- hver glæsilegasta bardagaað- ferð, sem beitt hefir verið til að beygja erlent auðvald á Islandi, — bílstjóraverkfallið og bensín- lækkunin eru sérstaklega að þakka, forustu Kommúnista- flokksins. En aldrei hefir samt eins mik- iö verið undir því komið og nú að bardagaaðferð Kommúnista- flokksins finni fult traust og djarfan stuþning allrar alþýðu. Auðmannaklíkan, í Reykjavík hefir gerst mótsnúin lýðræðinu á síðustu tímum og reynir nú að grafa undan því með lýðskrumi sínu og undirbýr samtímis að steypa því með ofbeldi. Kommúnistaflokknum er vel ljóst hve veikt íslenska lýðræðið er, — og það er fyrst og fremst veikt vegna þess hve lítið það gerir fyrir fólkið. Stjóirnarflokk- arnir virðast haí'a, þá hugmynd, að alþýðan mujii fylgja þeim, af því að þeir séu þó altaf skárri en íhaldið, — og þeir sýna því alvarlegt hirðuleysi um að bæta kjör alþýðu, eins og þörf væri — og hægt er. En einmitt á- standið í atvinnuleysismálunum, í alþýðutryggingunum og dýrtíð- in — alt er það svo slæmt, að verkamenn og millistéttamenn eru fujllir óánægju yfir. Kommúnistaflokkurinn hefir undanfarið reynt afl skipuleggja verkalýðinn til barátíu fyrir aukinni atvinnu., eftir afl Dags- brún var lömuð. En sú barátta er enn of skamt komin. Sókn verkamanna verður að verða miklu harðari. Flokkurinn hefir líka skipu- lagt eítir fóngiufm undirskrifta- söfnun út af alþýðmtryggingun- um í samráði við aðra áhuga- menn. Það eru þegar um 4000 búnir að undirskrifa, en þúsund- ir geta enn bætst við, ef vel er unnið. Kommúnistaflokkurinn hefir u,nnið ef.ir megni gegn dýrtíð- inni, sérstaklega með starfsemi sinni að því afl skipuleggja og efla Pöntunarfélag Verkamanna ásamt fjölda ágætra manna úr öðrum flokkum. voru umbótatimar í lífi Evrópu- þjóðanna. Nýjar stéttir koma fram á sjónarsviðið og kveðja sér hljóðs. Nýir atvinnuvegir skapast og gjörbreyta háttum: og hugsanaferli manna. Sjónarmið- in rýmkvast og Evrópuþjóðirnar fa,ra að gægjast út úr skelinni, sem þær hurfu inn í við hrun fornaldarríkjanna. Það hækkar til loí'ts og víkkar til veggja í heimi hugsjónanna um leið og' atvinnuvegirnir blómgast. Versl- unin eykst, og þjóðirnar keppa u,m markaði í fjarlægum lönd- u,m. Borgarastéttin er að vakna til þess að leggja undir sig heim- inn. Hugsjón. borgarastéttarinnar, sem nú var að skapast var frelsi, og starfssvið hennar átti eftir að verða allur heimurinn., En sú hugsjón var blekking, Það var draumsýn hinnar nýju stéttar um völd sín og aflstöðu til þess að drottna yfir alþýðunni, eins og aðallinn hafði gert fram að þessu. Frelsishreyfingar humanism- ans bárust yfir löndin með hraða, sem átti sér enga hlið- stæðu í sögu, fortíðarinnar. Berg- mál þessara radda barst til bændanna, sem unnu frá morgni til kvölds á ökrum aðals- mannanna eða litlum landspild- um, sem þeir höfðu að léni og til fjárhirðanna, sem gættu, búpen- ingsins. Allir voru þeir blá- snauðir, kúgaðir og réttlausir þrælar landeigendanna. Menn, sem réðu. hvorki lífi sínu né linv um. Flokkurinn hefir hamrað á hneykslismáli Kveldúlfs- og Landsbankaklíkunnar alt frá 1935 og sér nú þann árangur, að stjórnarflokkarnir taka mál þetta rækilega upp, að öllum líkindujn til framkvæmda. En alt þetta er langt frá því að vera fullnægjandi. Til þess að bjarga, íslenska lýflræðinu frá fasisma, dugar ekki ba.ra að hórpa: lýðræði, lýðræði. Fólkið lifir ekki á hinum fógru liljóm- um þess orðs einum saman. Það, sem þarf að gera, er að framkvæma stórfeldar endur- bœtur fyrir alþýðuna, en ekki bara, tala um þær og lofa þeim. Það þarf gagngerðar umbætur á alþýðutryggingunum, meiri framlög til að auka atvinnuna og harðvítugar aðgerðir til að skera niður gróða heddsalanna og lækka þar með vöruverðið á landinu. Þetta er eingöngu framkvæm- anlegt með því að sýna kraft og þor, til að láta þá ríku borga, skera njður gróða, hringanna. Þrátt fyrir góðan vilja ýmissa, Hugsjónablekkingar borgara- stéttarinnnar gripu um sig með- al bændanna. 1 nafni heilagrar ritningar sögðu þeir böðlum sín- u,m stríð á hendur. Frumstæð eðljshvöt og réttlætiskend benti þeim inn á brautir fortíðarinnar til sameignarskipulagsins, hinn- ar eilífu hugsjónar allra, kúg- aðra manna. Eyrðarlaus frelsis- draumur þjappaði bændunum saman um draumsjón allra tíma, frelsi og fjárhagslegt öryggi. Við eLdskin frá logandi höllum böðla sinna, sáu bændurnir land frels- is og framflara blasa við í flug- sýn. Öll Evrópa logaði í bændastyrj- öldum. Wat-Tylers-uppreisnin enska 1381, Huss-stríðin í Bæ- heimi litlu, síðar, hollensku bændastríðin 1491—92 og loks- ins 1525 hefst stórfeldasti hrika- leikurinn, bændastríðin þýsku. Bændurnir kröfðust' réttar síns djarflega og sóttu fram gegn ofureflinu af fádæma hreysti. Aðalsmennirnir uggðu, um völd sín. Fé þeirra og fram- tíð var í veði ef bændurnir sigruðu, og skiptu landinu, á milli sín. Enda fór grimd aðalsmann- anna eftir því. Þúsundir bænda voru hálshöggnir, hengdir og brendir. Þjónn furstanna. Mar- teinn Lúther gaf húsbændum sínum eftirfarandi ráð í viflur- eigninni við bændurnar: »Sting- foringja, stjórnarflokkanna, þá tvístíga þeir margir við að leggja út í þá harðnandi baráttu við bu.rgeisana, sem þetta myndi kosta. Einkum er hikið skiljan,- legt hjá þeim, sem hafa, annan fótinn í »hringum«. Verkalýðurinn hatar þetta hik. Kommúnistaílokl urinn vill nú sem fyr leggja fram alla krafta. sína til að yfirvinna þessa hálfvelgju hinna vinstri flokk- anna og fá þá með út í barátt- una. En það semi ríður á í þe,ssu, er að verkamenn, og millistétta- menn sýni vilja, sinn á að styðja þessar kröfur flokksins og þor sitt til að knýja þær fram einn- ig með því að efia Kommúnista- flokkinn enn meir, ganga í liann tugum sammi. Þaö' dugar ekki að liræðast at- vinnuofsóknir né annað slíkt, þegar um það er að tefla, hvort takast eigi ati umbreyta íslenska lýðræðinu í örugt vígi gegn fas- ismanum, i viðunandi lieimili al- þýðunnar, í aðaláfangann á leið- inni til sósíaiismans. ið, höggvið, sláið, drepið nú, hver sem betur getur — -------Látið byssurnar hvína gegn þeim«.. Uppreisnir bændanna á mið- öldum voru kæfðar í blóði þeirra, af dæmafárri grimd. Þrátt fyrir það var hér um að ræða eina djörfustu tilraun kúgaflrar stéttar til þess að slíta af sér böndin, hrista. af sér hlekkina og skapa heiminum nýja og bjartari framtíð., Bændauppreisnirnar voru. eitt glæsilegasta. dæmi sögunnar urn samhug og fórnarlund ánauð- ugra manna. Dæmi, sem svipar mjög til þrælastyrjaldanna, í Róm. Dómur borgaralegra sagn- fræðinga hefir lengi verið' þung- ur yfir þessum fátæku, dreifðu bændum, sem þá hófu fána frelsis, framfara og menningar, þó að þeim hepnaðist ekki að sinni að bera hann fram til sig- urs. Það var rússnesku bændun- um, sem heppnaðist það hlut- verk 400 árum síðar í bandalagi við verkalýðinn. Jafnvel þeir, sem ákveðnast þykjast draga taum bændastéttarinnar, hættir vonum framar til þess að gleyma hinu sögulega hlutverki bænd- anna, á 14. og 15. öld og lítils- virfla hina fyrstu, boðbera bændafrelsisins. II. Heima, á Islandi gegndi tölu- vert öðru máli. Aðalsvaldið náði hér aldrei slíkum tökum, sem annarsstaðar, og fékk ekki jafn fast form. Hinar fornu höfó- ingjaættir Sturlungaaldarinnar brytjuðu hver aðra niður í Hjaðningavígum 12. aldarinnar. Hinni nýju höfoingjastétt heppnaðist ekki að fá jafn tak- markalaus völd í hendur og stéttabræðrum þeirra erlendis. En kjör íslenskrar alþýðu, voru hörð og hún var hrjáð og hrakin af konungsvaldinu, höfo- ingjum, kirkju og kaupmanna- valdi. Erlent konungsvald sótti fast fram gegn, lýðréttindum þjóðar- innar, og gætti þess jafnan að tryggja sér fylgi höfðingjanna gegn alþýðunni. Þýskt og enskt verslunarvald leitaði eftir mörkuðuna landsins og beitti að jafnaði hinum mesta yfirgangi og ósvfni, sem frekar mátti teljast1 ránskapur en verslun. Höfðingjarnir fóru, fram með miklum ójöfnuði í garð alþýð- unnar, sem megnaði lítt að veita, viðnám., Höfðingjarnir þurftu sjaldnast afl hætta á nokkur eft- irmál, þó að þeir dræpu fátæka bændur og alþýðumenn. Hylli konungsvaldsins sá fyrir því. Barátta íslenskrar alþýðu varð löng og harðskeytt. Kon- ungsvaldið var afl færa sig upp á skaftið í fleiri aldir, áður en því hepnaðist að kaghýða þjóð- ina eins og raun varð a síðar. Bændur í Skagafirði sýndu. Alfi úr Króki, hvern hug þeir báru til konungsvaldsins á Hegranesþingi 1303 og eyfirskir bændur hikuðu ekki við að safna liði og ráða Smið Andrés- son af dögum, 1362, enda hagaði þessi konungslegi legáti sér eins og ræningjaforingi og valdi einkum glæpamenn og hrak- menni sér til fylgdar. Árnesinga,- skrá 1375 sýnir ljóslega, hve staðráðnir bændur voru í því að láta ekki konungsvaldið ganga sér yfir höfuð. Átökin í verslunarmálunum jukust. Fyrirrennarar Shell og B. P., ensku, kaupmennirnir, fóru u,m landið, sem ræningjar, drápu menn, brendu bygðir og svívirtu konur. Islendingar Ixildu. ekki yfirgang þeirra, söfn- uðu, lifli og drápu, þessa ensku of- beldisseggi við Mannskaðahól í Skagafirði. En kirkjuvaldið var nógu, ósvífið og blygðunarlaust til þess að rétta Englendingum hjálparhönd og skjóta skjólshúsi yfir þá, sem komust undan. En það va,r ekki aðeins gegn ofbeldi hins erlenda konungs og verslunarvalds, sem Islending- ar veittu, viðnám. Þeir hikuðu ekki við að rjúfa helgi kirkjunn,- ar til þess að reka af höndum sér fanta og griðníðinga eins og Jón biskup Gerreksson, mann, sem hans »föðurlega náð« Dana- konungi þótti fullgóður í em- bætti á Islandi, þó að ha,nn væri annars kunnari að ránskap en andlegri helgi. Islenska þjóðin minnist enn viðureignar Jóns Arasonar við konungsvaldið, lokaþáttarins í frelsisbaráttu, þjóðarinnar á mið- öldunum. örlög Jóns biskups u,rðu örlög þjóðarinnar. Dauða- dans erlendrar kúgunar hófst á gröf hans. »Síðasti Islendingur- inn« hneig í valinn fyrir morð- íngjahendi. Vegurinn til Kópa- vogseiðanna var ruddur. Viðnámi og vörn Islendinga var nú senn lokið. Innan stundar settist erlent konungsvald í það hásæti, sem íslenskir bændur höfðu, skipað frá öndverðu.. Slík urðu, örlög hinnar fornu, glæsi- legu bændamenningar. 1 stað blómlegra bygða og djarf.ra framkvæmda, komu hreysi 17. og- 18. aldarinnar, athafnaleysi, vesaldómur og hungur ef harðn- aði í ári. 1 stafl íslenskra, skipa, sem sigldu til nágrannaland- anna, með afurðir landsmanna, komu. dönsk einokunarskip með maðkað mjöl, 1 sæti Snorra Sturlusonar sest séra Jón þuml- ungu.r, og skáldklerkar 17. ald- arinnar taka, við af höfundi »Lilju« og »SóIarljóða«. Aðeins eitt heldur áfram: Kúgun undirstéttanna, fátæk- ustu bændanna og vinnufólks- ins. En hagur þeirra harðnar þó um allan helming. Kúgunin verður markvísari en áður, óbil- gjarnari og óumflýjanlegri. Með vaxandi kúgun. og fátækt. allrar FRAMHALD Á 4. SIÐU

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.