Þjóðviljinn - 04.07.1937, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1937, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Sunnudagurinn 4. júlí 1937. þJÓOVIIJINN Mfeljrsm Kotnmfiulataílokkf lslands. Sltltjórl: Einar Olgeirsson. Kititjðrn: Bergstaðastræti 30 elmi 2270. A.lgreiðsla osr anijrlýsingaskriisk Langavag 38, sími 2184. Kemur út alla ðaga, nema mánudaga. Askriftargjald á inánnAi: Reykjavík og nágremii kr. 2,01 Annarsitaðar á landinu kr. 1,25 1 lausasölu 10 aura eintakiB. Frentimiðja Jðns Helgaionar, BergstaBiatrsetl 27, slmi 4200. s. I. s. Samband íslenskra sanwinnu- félaga hefir lokið aðalfuindi sín- u,m. S.l.S. er nú næst Alþýðu- samb. Islands stærstu fjölda- samtök íslenskrar alþýðu. Með- limir S.I.S. eru; að tölu um 9000, en á bak við meðlimi þess, sem mest erui fjölskyldufeður má heita að standi yfir 40,000 af í- búum landsins og' yfirgnæfandi meirihlu,ti þessara, meðlima skoð- ar S.I.S. sem baráttuisamtök neytenda og smáframleiðenda á móti heildsölum, hringum og hverskyns milliliðum. Og það á S.I.S. líka að vera. Að vísui hafa verið ýmsir mis- brestir á því undanfarið að svo væri, og eru, enn þó ýmislegt hafi lagast. Skuldaverslu.nin hef- ir verið f jötuir á þróun samvinnu- hreyfingarinnar, sem .hún ekki losnar við að fullu, fyr en kaup- félögin hætta að vera um leið lánstofnun fyrir iandbúnaðinn og önnur stofnun teku.r það hlu,tverk að sér. Stefna Pöntun- arfélags Verkamanna um stað- greiðslu hefir þegar sýnt sig sem hina réttui samvinnustefnu: og nær nú meiri og meiri við- urkenningq, Samábyrgðin hefir einnig ver- ið fjötur á útbreiðslu samvinnu- hreyfingarinnar, en nú er stórt spor stigið í áttina til að afnema þann fjötur með breytingu síð- asta þings á samvinnulögunum. Þó má betur breyta, ef duga skah Mikill galli og hindru,n á út- breiðslu samvinnuhreyfingarinn- ar hefir og verið hin opinberu, tengsl S.I.S. við Framsóknar- flokkinn. Til þess að samvinnu- .hreyfingin og neytendasamtökin geti orðið voldug og sameinuð þarf sam,ba,nd þeirra að vera ó- háð pólitískum flokkum. Viður- kenningin á þessari nauðsyn vex einnig. Vitanlegt er og um tilraunir auðmannastéttarinnar í Reykja- vík til'að ná áhrifum og tökum á S.I.S., einkum gegnum Lands- bankann. Gegn þeim tilraunum verða neytendasamtökin að vera á verði. S.I.S. ætti sem fyrst að geta orðið heildarsamband íslensku neytienda- og samvinnusamtak- anna,, óháð pólitískum flokkum, en sterkt vopn alþýðu,, (verka- mannai, bænda, fiskimanna) í lífsharáttu þeirra gegn hringum og heildsöium gegn dýrtíð og okri. Að því ber öllum, sem vinna vilja að frelsi íslenskrar alþýðu að stefna, Ósvitíim nazistaáródnr flnttnr í íslenska ríkis- útvarpinu. SigiirbjÖFn í Ási reynii8 að verja kristmdómsofsókn- ---- JÞýskalandi — samkvæmt fyrirmælum Göbbels irnar Ræða Sigurbjöms Á. Gíslason- | ar heimatrúboðspostula í Ási á Prestastefnu,nni í fyrrakvöld var stórhneyksli. Það er stórhneyksli, að mönn- um sem haldið er u,ppi af út- breiðslusjóðum þýska nasismans skuli lánað til afnota Ríkisút- varpið, og fá leyfi til þess að hella þa,r út yfir hlustendur slík- um svívirðilegum nasistaáróðri, Göbbels, yfirboðari Ástvaldar. svo ómerkilegri en þó ósvífinni áróðupsræðu fyrir þá stefnu, og þá menn semi stjórna Þýskalandi nú, og Ásklerkurinn hélt í fyrra-, kvöld á Synódus, Heimatrúboðspostulinn hafði valið sér að efni þróun kirkju,- málanna í Þýskalandi á síðustu, árum, og hann klígjaði ekki við þyí að veirja þá menn sem með ótrúlegri harðýgði og grimd hafa ofsótt kristna kirkju, og þjóna hennar. Sigurbjörn Á. Gíslason gerir þetita eftir beinni fyrirskipun frá fujltrúum útbreiðslumálaráðu- neytis Göbbels hér á landi. Of- sóknir nasistanna á kirkju og kristnwm mönnum í Þýskalandi hafa orðið ákaflega óvinsælar er- lendis, Það ríður því á að reyna að bera í bætifláka fyrir kirkju- pólitík Hitlers. Og látum það vera, að þessi útsendari Göbbels flytji sína nasislaþulu, á klerka- samkundum, en hitt er óþolandi, að íslenska Ríkisútvarpið ,sé tek- ið í þjónustui slíkra myrkravalda. Ofsóknir nasista gegn prest- um og öðrum kirkju,nnar mönn- um hafa ekki síst bitnað á, »Evangeli,sku, j átningarkirkj - unni«, þó að stu,ndum sé reynt ad láta líta svp út að þær bein- ist eingöngu, gegn kaþólskum mönnum. Og frá því haustið 1933 er Niemöller prestur frá Berlín-Dahlem skoraði á alla lút,- lierska prest,a að stofna Neyðar- samþand presta (Pfarrer Not- bund) hefir skipulagning and- stöðunnar í hinu,m lúthersku kirkjudeildum stöðugt farið vax- andi, þrátt fyrir það að ofsóknir stjórnarvaldanna hafa orðið grimmúðugri. Um hvað er barist;? Hug- myndafræði nasismans rekst á anda kristninnar, — kenningar nasismans u,m yfirburði hins »aríska« kynstofns eru, ósam- rýmanlegar kenningum kristin- , dómsins, sem gerir ekki grein’ár- mun þjóða og kynþátta. Hitler þykir friðarkenning kristninnar sér einnig þung í skauiti, og grípa truflandi inn í tilraupir nasistanna til að ala börn u,pp í .hernaðardýrkun. Þá er nasistum mjög óþægileg sú til,vísu,n um gyðinglegan upp- rujna kristindómsins, sem oft er slengt á þá. Það, að allir verði að trúa því sama verður að ein- um þætti í þeirri viðleitni nas- istanna að læsa alla þjóðina í spennitreyju nasistahugsunar- háttar, »Evangeliska. játningarkirkj an« berst gegn þessari viðleitni. Hún afsagði hinn fasistiska rík- isbiskup Muller, hermannaklerk, sem fyrir 1933 var milligöngu- m.aðu,r Hitlers og von Blombergs. sem nú er hermálaráðherra, — hún berst einnig gegn Kerrl, kirkjumálaráðherra ríkisins. I maílok 1936 sendi Játningai'- kirkjan mótmælaskjai til Ilitl- ers, og er þar mótmælt »skoða.na- kúgun, ofsóknu,m á hendur lút- herstrúarmanna, og stöðugum njósnum um presta«. Hitler syaraði þessu mótmæla- skjali með því að láta handtaka presta svo hundruðum skipti, og fyrir nokkru, var tilkynt morð d.r. Weislers, ritara Játningar- kirkjunnar. Þó er langt frá því að nasist- unum hafi tekist að brjóta á bak aftu,r mótstöðu »Játningarkirkj- unnar«. Barátta hennar fyrir trúfrelsi er einn þát,tu,rinn í frelsisbaráttui þýsku þjóðarinn- ar, baráttu, hennar fyrir hugs- anafrelsi, málfrelsi og ritfrelsi, félaga og fundafrelsi. Barátta Játningarkirkjunnar gegn nas- ismanum nýtu,r samúðar langt út fyrir hennar eigin ábangend- u,r. — En eftir því sem andstaða kirkjunnar gegn nasismanum verður ákveðnari, eftir því verða ofsóknirnar harðvítuigri. Síðustu þrjár vikurnar hafa 80 prestar verið handteknir í Þýskalandi og 50 hafa ýmist verið reknir frá kjóli og kaiii eða bannað að pré- dika. Og fyrir nokkrum dögum barst hingað fréttin um það, að búið væri að .handtaka séra Nie- möller, hinn andlega leiðtoga ev- angelisku, Játningarkirkjunnar. Hingað til hafa nasistamir ekki þorað að ráðast á hann, vegna þess hve vinsæll hann er. Niemöller þessi var kafbáts- stjóri í heimsstyrjöldinni, og hef- ir síðan notið vinsælda meðal háttsettra, manna í hernum. En nú er honum ekki lengur hlíft. Nú er .hann líka orðinn fórn fyrir prestaofsóknum nasistanna. Þýskir andfasistar, sem standa, utan kirkjudeilda,, fylgjast með baráttu kirkju,nnar gegn nas- ismanum og styðja hana. Hitl- ersstjórnin reynir að iáta líta svo út sem barátta hennar gegn »Þinn er mátturinn«. Þýskir nasistar hafa snúið »Fað- irvorinu« upp á Hitler. kirkjupni sé barátta 'við kirkju- legt afturhald, og auðvitað var það þáttur í áróðursræðu, Ás- klerksins. Það er því sérstök á- stœða til að slá því föstu, að bar- átta nasistanna gegn kirkjunni ber þann sama- ramma aftur- haldskeim og aðrar rádstafanir þeirra í félagsmálum,. Þess vegna taka, þýsku komm- únistarnir afstöðu með kirkjunn- ar mönnum í þessari baráttu við nasismann. Þeir gera það án þess að breyta í nokkru afstöðu, sinni, afstöðu, marxista til trúarbragða. En þýsku kom,m.ún,istarnir, eins og kommúnistar alment eru and- vígir því, að menn séut ofsóttir vegna trúarskoðana þeirra. Þess v,egna starnla nú þýsku komm- únistamir við hlið kirkjunnar manna í Þýskalandi, ,í barát't- unni fyrir skoðanafrelsi. * Þetta athæf i nasistanna þýsku er Ásklerkurinn að verja á ís- lenskri prestastefnu, og varnar- ræðunni er útvarpað af hluit- lausu, ríkisútjvarpi! Sigurbjörn Ástvaldur hefir hingað til helst verið kendur við anra þá, sem, verja á til heið- ingjatrúboðs. En nú er svo að sjá sem það muni borga sig bet- ur að .hlýða fyrirskipunum Göbb- elsútsendaranna og dásama til- raunir nasistanna til að »af- kristna« Þýskaland. En þetta ætti að vera í síð- asta sinn sem þessi málpípa þýska nasismans, fær að senda Göbbelsspýjuna út um. land á bylgjum útvarpsins. Það er einhuga krafa allra frjálslyndra manna. Úr stjómarskrá Soyétríkjanna. 124. grein. Til þess að tryggja skoðanafrelsi þjóðfé- lagsþegnannœ, er ríki og kirkja aðskilin, og einnig skóli og kirkja. öllum er frjálst að iðka tráarathafnir, svo og að vinna gegn trúar- brögðum. 123. grein. Jafnrétti aillra þegna Sovétríkjanna, án til- lits til kynstofns eða þjóð- ernis, á öllum sroidum þjóðUfs- ins, viðskipta-, menningar- og félagslífs er óhagganleg lög. Sérhver bein eða óbein skerðing þegnréttinda eða v.eiting sérréttinda vegna kyn- stofns eða þjóðernis, varðar við lög. Ennfremur hverskon- ar viðleitni þjódemislegrar einamgrunar eða til að vekja hatur milli kynstofna. 125. grein. 1 samræmi við hagsmuni almennings og til tryggingar hinu sósíalistíska skipidagi er öllum þegnum Sovétríkjanna ábyrgst með lögiim: a) málfrelsi, b) prent- frelsi c) funda- og samkomu- frelsi, d) frelsi til að farc, skrúðgöngur og kröfugöngur. Þessi réttindi eru trygð með þvi, að liið vinnandi fólk og samtök þess hefir umráð yfir prentsmiðj mn, pappírsbirgð- um,, opinberum byggingum, götum, samgöngutækjum og öðrum efnalegum skilyrðwm, sem nauðsynleg eru., réttind- um þessum til framkuœmdar. Skotarnir komnir. Skotsku, knattspyrnumennirn- ir komu, í gærmprgun — og mr.no þeir keppa við »iVal« á morgun, Er þetta í fyrsta skipti er þeir koma svo langt; norður á bóginn og þykja þeim góð sín fyrstu kynni af landi og þjóð. Knattspyrnumennirnir búa á Garði og mun þeim að kapp- leiknum loknum verða boðið austur til Þingvalla og ef til víð- ar. — Keppendur frá Skota hálfu á mánudaginn verða þessir: M. M. Mackay, I. Anton, R. E. Mackenzie, , J. S. Mackay, A. D. Wiison, W. G. Andersen, A, B. Hastings, P. M. Lang. H. T, Martin, J. C. Couper, W. N. Calder, D. Macl'eod, S. M. Reid, J. Hillocus, P. O. Pucci. Er þess að vænta að kappleik- u,r þessi verði mjög »spennandi« og mun marga fýsa að horfa á. Útbreiðið Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.