Þjóðviljinn - 23.10.1937, Side 2
Laugarclaginn 23. október 1937.
ÞJOÐVILJINN
IINCA FÓLKIÐ
Alþ|óðasamband skáta
skipar sér í fylkingu peirra æskulýðssamtaka
sem vinna að friði í heiminum.
ISLENSKU JAMBOREE-FARARNIR.
I sumar sem leið hélt Alþjóða-
samband skáta stórt og veg-
legt skátamót (Jamboree) í Hol-
landi. Voru þar saman komnir
skátar frá flestum löndum
heimsins að undanskildum, fas-
istalöndunum, Þýskalandi og
ítalíu, þar sem skátahreyfingin
hefir verið bönnuð, Sovétríkjun-
um, þar sem hún hefir aldrei
náð neinni útbreiðslu og örfáum
löndum öðrum.
Frá Islandi tók þátt í mótinu
allstór skátahópur, sem sést. hér
á, myndinni. Er það þriðja
heimsmótið, sem íslenskir skát-
ar taka þátt í. Höfðu þeir að
þessu sinni með sér ýmsa ís-
lenska, muni, er þeir seldu á mót-
inu og ráku þar ýms,a kynning-
arstarfsemi fyrir Island.
Þessi alþjóðamót skáta eru
haldin til þess, að ræða ýms
sameiginleg áhugamál skátanna
í öllum löndum og til þess að
auka kynningu þeirra á meðal.
Eftir slík mót hefir skátinn
eignast kunningja í fjarlægum
löndum og heldur síðan bréfa-
skiftum við þá til þess að við-
halda þeirri kynningu.
Skátar halda sig fast við það,
að jafnrétti eigi að vera á milli
allra þjóða, kynflokka og trúar-
bragða, Hafa þeir því ákveðna
andúð gegn kynflokkapólitík
nasista, gyðingaofsóknum
þeirra og öðru slíku. Hinsvegar
hafa skátar samúð með sjálf-
stæðisbaráttu Abessiníu og-
Kína og með frelsisbaráttu
(spönsku þjóðarinnar.
Skátum hefir oft verið borið
á brýn að þeir væru hernaðár-
legir. Þetta er ekki rétt, þótt
þeir vilji hafa aga og skipulag.
Á mótinu í sumar var t, d. einn
skátaflokkur, sá pólski, ávíttur
fyrir of hernaðarlegan brag og
framgöngu.
Alþjóðasamband skáta vill
vinna að friði í heiminum. For-
ingi skátanna Baden-Powell
sagði, meðal annars í kveðju-
ræðu sinni á Jamboree: »Við
höfum verið nefndir drengja
krossfarar, friðarkrossfarar.
Og það er mjög lýsandi táknun
á, heimsbræðralagi okkar. . . .
Þið hafið verið kvaddir saman,
skátar allstaðar að úr heimin-
um, sem fulltrúar hins góða
vilja og þið .hafið eignast vini og
brotið allar hindranir kyn-
flokka, trúarbragða og stétta.
Það er sannarlega stórfengleg
krossferð. Eg ræð ykkur til að
halda áfram hinu góða starfi,
því bráðum eruð þið orðnir full-
orðnir menn. Og ef upp skyldi
rísa missætti milli þjóða, þá
JMUn ábyrgðin koma niður á
ykkur. Ef þið eruð vinir, þá,
óskið þið ekki að berjast. Þið
munuð þvert, á móti vilja við
halda þeirri vináttu, sem. til er
stofnað í Jamboree. Þar með
munuð þið ryðja veginn fyrir
friðsamlegum1 umræðum um hin
alþjóðlegu viðfangsefni«.
Þingið samþykti einnig álykt,-
un Iress efnis, að vinna bæri aö
friði milli allra þjóða. Það vilja
skátar gera með aukinni alþjóð-
legri viðkynningu og auknum
gagnkvæmum, skilningi. En þar
sem barist er hafa skátar skipu-
lagt hjálparsveitir við vígstöðv-
arnar, til þess að hjálpa særð-
um mönnum. og bágstöddu fólki.
Þannig er það á, Spáni, þar sem
slíkar sveitir starfa beggja meg-
in víglínunnar og í Kína hefir
Síðastliðið sumar hefir verið
heldur gott hvað atvinnu snert-
ir. Flestir af þeim, sem á síld
fóru komu með góðar tekjur eft-
ir síldarvertíðina. En nú er at-
vinnuleysið óðum að aukast í
bænum, þegar fólkið streymir
að. Hér þarf að hefja atvinnu-
bótavinnu hið fyrsta, að minsta
kosti í svo stórum stí.1 að um. 200
manns séu í henni stöðugt. Það
er náttúrlega, lí.tið unnið við að
fá atvinnubótavinnu ef bæjar-
vinnan er lögð niður jafnóðum,
atvinnubótavinnan verður að
verða til viðbótar við eðlilega og
nauðsynlega vinnu, er bærinn
þarf að láta framkvæma.
Á síldveiðunum í sumar hafa
ýmsir einhleypir ungir verka,-
menn haft ágætt upp, en nú
virðist vera meiningin að láta
þá algjörlega sitja á hakanum
og jafnvel láta þá enga vinnu
skátum verið veitt undanþága
frá því að þurfa að berjast. með
vopn í hönd til þess að þeir
gætu gefið sig að hjálparstarf-
inu.
Bandalag íslenskra skáta á
25 ára afmæli næsta ár. Það er
all útbreiddur félagsskapur með
15 deildum. víðsvegar um landið
og alt að þúsund meðlimum. Það
hefir á stefnuskrá sinni ýms hin
sömu mál og UMFI og önnur
frjálslynd æskulýðsfélög, en þó
einkum friðarmáiin. Væri at-
hugandi hvort, þessi sambönd
ættu ekki a.ð gangast fyrir þvi
að koma upp sameiginlegri
nefnd hliðstæðra landssamtaka
æskunnar til þess að bæta og
samræma starfið að þessum.
sameiginlegu stefnumálum.. J.
fá. Yfirleitt hefir þessari reglu
verið fylgt að unga fólkið hefir
verið látið sitja á hakanum með
að fá vinnu. Þetta má ekki
lengur viðgangast, unga fólkið
þarf líka að fá vinnu, það er
stórhættulegt fyrir framtíð þess
ef það þarf að ganga atvinnu-
laust tímunum saman og liggja
upp á foreldrum sínum.
Það verður að heimta. það af
bæjarstjórninni, að komið verði
á sérstakri atvinnubótavinnu
fyrir ungt fólk hið allra bráð-
asta, og að þau verk, sem í
henni yrðu unnin væri einhver
störf er lýtur að menningarlífi
æskunnar. Störf, sem sérstak-
lega mætti benda á og sem brýn
nauðsyn er á að ráðist verði í,
hið fyrsta, eru til dæmis íþrótta-
svœðið og baddatíurinn viö
Skerjafjörð, sem þegar hefir
verið byrjað á. Það verður að
Atvinnuleysi
Köffliam í KeiaFasUaio.
Pvættingi Alþýðubl. og Nýja Dagbl. og
Morgunbl. vísað heim til föðurhúsanna.
Laugardaginn 16. þ. m. var
haldinn aðalfundur í »Skólafé-
lagi Kennaraskólans« og fóru
þar fram kosningar í stjórn fé-
lagsins og ritnefnd skólablaðs-
ins.
Þar sem kosningar þessar
hafa, verið gerðar a.ð umtalsefni
í þremur dagblöðum. og það á
nokkuð villandi hátt, þykir rétt
að skýra frá hinu sanna um. þær
og aðdraganda, þeirra.
Fjórir stjórnmálaflokkar eiga
fylgjendur innan skólans: í-
haldsmenn, framsóknarmenn,
jafnaðarmenn og kommúnistar.
Hafa vinstrimenn oftast stilt
upp sameiginlega gegn íhalds-
mönnum og jafnan verið í meiri-
hluta. En við kosningar í bráða-
birgðastjórn, sem, kosin var í
vor, skeði sá, undarlegi atburður
að íhaldsmenn og framsóknar-
menn mynduðu einskonar
»breiðfylkingu« innan, skólans
og stóðu saman við atkvæða-
greiðslur. Tókst þeim þá að
koma að sínum mönnum með
fárra atkvæða meirihluta.
Raunar kom það strax í ljós að
ýmsir nemendur, sem: töldu sig
til Framsóknarflokksins, voru
þessu algerlega mótfallnir. Þeir
voru vanir að lí.ta á íhaldið sem
höfuðóvininn og kusu sam-
kvæmt því.
Strax í haust var hafinn und-
irbúningur undir kosningarnar,
bæði a.f hálfu hinna íhaldssam-
ari og vinstri manna. Það kom
fljótt í ljós, að framsóknarmenn
voru greinilega klofnir í tvent.
Hinir ákveðnustu »vökumenn«
og aðrir uppeldissynir Jónasar
frá Hriflu og Bjarna á Lauga-
vatni, stóðu enn sem. fyr með í-
haldinu En verulegur hluti
framsóknarmanna var nú búinn
að fá nóg af samvinnunni við í-
haldsmennina í skólanum og
skipaði sér ákveðið í hóp hinna
róttækari, sem fá, vildu frjáls-
miða að því að framkvæmdum í,
þessu máli verði lokið næsta vor.
Annað, sem, benda mætti á, er
leikvangurinn, en eins og kunn-
ugt er er það orðinn smánar-
blettur á menningu okkar Is-
lendinga að ekki skuli vera til
þolanlegur staður til íþróttaiðk-
ana og íþróttasýninga.
Æskulýðurinn vill ekki þola
það að hann sé stöðugt, settur á
hakann. Hann heimtar að fá að
vinna til þess að geta lifað þol-
anlegu lífi og af sjálfs sín ram-
leik og hann heimtar ennfremur
að hann fái að verja starfs-
kröftum sí.num til þess að bæta
menningarlega aðbúð æskunn-
ar.
lynda menn í stjórn og ritnefnd.
Nokkrir svonefndir jafnaðar-
menn urðu einnig handbendi í-
haldsins við kosningarnar, en
flestir þeirra skipuðu sér með
öðrum vinstri mönnum skólans.
Nokkrum dögum fyrir kosn-
ingarnar héldu íhaldsandstæð-
ingar fund og ákváðu þá um
uppstillingu af sinni hálfu. Fór
því m,jög fjarri a,ð í trúnaðar-
stöðurnar væri valið fólk af á,-
kveðnum pólitiskum flokki,
heldur var farið eingöngu eftir
því a,ð mennirnir væru frjáls-
lyndir í skoðunum1, færir til
starfsins og lí.klegir til fylgis.
Sé því um einhverjar óvenju-
legar bardagaaðferðir að ræða
í sambandi við þessar kosning-
ar, eins og Nýja dagblaðið gef-
ur í skyn, þá eru þær fólgnar í
því, að Jónas frá, Hriflu sendir
inn á aðalfundinn tvo eða þrjá
skósveina sína, sem búnir voru
að ljúka nám,i í skólanum, og
munu þeir hafa átt að halda þar
uppi áróðri og njósnum.
Úrslit kosninganna urðu
þau, að breiðfylking íhalds- og
vökum'anna beið hinn, mesta ó-
sigur, en frambjóðendur frjáls-
lyndra nemenda voru kosnir
með allmiklum, atkvæðamun eða
40 at.kv. gegn 29.
Þessar hrakfarir breiðfylk-
ingarinnar í skólanum, hafa
þau áhrif á skapsmuni hinna
fyrnefndu sendimanna Hriflu-
Jónasar að þeir hl,a,upa í flest
blöð bæjarins með þær fréttir,
að kommúnistarnir í Kennara-
skólanum hafi, með einhverjum
óheyrilegum aðferðum, táldreg-
ið mikinn hluta nemenda og
i'engið þá til að kjósa sig í allar
trúnaðarstöður innan, skólans.
Lýkur frásögninni með áskorun
til þeirra, sem undir urðu í
kosningunum, urrn það að segja
sig úr skólafélaginu og neita að
sfarfa með skólasystkinum sín-
um. Má óhætt fullyrða, að þessi
lúalega tilraun til að kljúfa
skólafélagið og skapa þannig elcl
og illvígar deilur innan skólans,
muni engu fá áorkað. Miklar lík-
ur eru til þess, að jafnvel þeir
framsóknarmenn innan skólans,
sem í þetta sinn stóðu með í-
haldinu, sjái hvar þeim ber að
standa og taki þegar til starfa
með hinum, sameinaða hóp
frjálslyndra nemenda. Væri
slí.kt verðugt svar til þeirra
manna, sem bera þungan hug
til Kennaraskólans og kennara-
stéttarinnar sem heildar, af
þeirri ástæðu einni að skoðana-
kúgun og afturhald hefir átt
þar litlum vinsældum að fagna.