Þjóðviljinn - 23.10.1937, Page 3
ÞJOÐVILJINN
LauR'ai-daginn 23. október 1937.
þJÓOVIUINN
Béignsra KonunAaJUtaileklr
Ulsnés.
Eitstjöti! Eínar Olgcirsaoi-,
Uigtjérai BírgBtaðastræti 30
ilrni 2‘.',70.
tfjrrefðsla ot mtitsJntaskrim
Langavag S8, «imi 21S<.
C«mcr fit alla ðaga, nema
mánuáRga.
ásístíííarKjaid á mánnðl:
Reykjs.vfk og nágrenni kr. 2,0(
A.nnarE(sta.ðar & landian ki\ 1,25
f iausasSla l'' einiakiá.
front«mí&ji JCíi* Heigastínar,
Borp^íaðastrsfti ?" sirai 4200
Á verði um verka-
lýðssamtökin
Ihaldsþingmennirnir Thór
Thórs og Garðar Þorsteinsson
koma enn fram með hið al-
ræmda þrælalagafrumvarp sitt,
frumvarp til laga um vinnudeil-
ur. —
Þeir eru ennþá að vona, að tak-
ast megi að fleka nógu marga
af þingmönnuml Framsóknar-
flokksins til að ganga á móti
hagsmunum verkalýðsins, gang.a,
á rétt verkalýðssamtakanna.
Þeir hafa jafnvel vonast eftir
etyrk víðar frá.
En þeir ráku sig á það í gær,
við fyrstu umræðu málsins, að
andstaðan, gegn þessari árá,s á
mannréttindi verkalýðsins er
síst minni en áður, hún er þvert
á móti einbeittari og afdráttar-
lausari en nokkru sinni fyr.
Fulltrúar verkalýðsflokkanna"
beggja, Kommúnistaflokksins og
Alþýðuflokksins, lögðust, á eitt
til að kveða niður þenna ihalds-
draug, þetta frumvarp, sem er
beinlínis samið af harðvítugasta
fjandmanni verkalýðssamta.k-
anna, Eggert Claessen formanni
atvinnurekendasambandsins.
Fulltrúi Alþýðuflokksins, Héð-
inn Valdemarsson, tók það skýrt
fram að ekki kæmi til mála að.
Alþingi samþykti löggjöf um
þessi mál sem, ekki væri sam-
þykt af Alþýðusambandsþingi og
auk þess borin undir verkalýðs-
féiögin sjálf og samþykt, af þeim.
Álit verkalýðsfélaganna um
þetta frumvarp liggur fyrir,
álit Alþýðusambandsþings einn-
ig. Ekki síst fyrir baráttu Kom-
múnistaflokksins á undanförn-
um árum má ganga að því, vísu,
að verkalýðurinn snúist einhuga
gegn hverri þeirri tilra,un sem
gerð er til að skerða verkfalls-
réttinn eða ganga með öðru móti
á rétt verklýðssamtakanna. Ef
Alþingi ætlaði að samþykkja slík
lög, í fullu trássi við vilja verka,-
lýðsins, gæti það orðið ráðstöfur,
sem drægi alvarlegan dilk á
eftir sér.
Garðar Þorsteinsson, íhalds-
þingmaður, og flutningsmaður
þrælalagafrumvarpsins hrópaði
í gær í bræði ,sinn,i. »Vinnulög-
gjafarfrumvarpið skal verða að
lögum«. Verkamaður á pöllun-
um kallaði fram í: »Það skal
aldrei verða«. Það skal, kallaði
Garðar aftur — eins og hann
gæti ekki annað sagt. Það var
heldur ekki margt fyrir þá góðu
herra að segja. Þeir stóðu uppi
í fundarlok afklæddir lýðskrums
spjörum sínum, sem fulltrúar
eamviskulausra, f járgráðugra at-
Yon er
ad Alþýdubladið spyrjf.
Hvað skyldi það þurfa að flytja mál trotski§isians
leugi áður en það veit livaö hann er?
Það ber ekki ósjaldan við, að
ritst.jórar Alþýðublaðsins spyrja
með hátíðasvip, hvað trotskismi
sé og hverjir menn hér á landi
aðhyllist, slíka stefnu. Lætur
mjög stórmannlega í blaðinu
um þau mál, og telja þeir að hér
sé aðeins um heilafóstur komm-
únista að ræða, eða »fyrirskip-
un frá Moskva«.
Vill blaðið helst láta það í
veðri vaka að hér sé um vind-
myllur af svipuðu tagi að ræða
og Don Quijote sálugi barðist
við einu sinni sællar minningar.
En það fer hér sem oftar að
ritstjórar Alþýðublaðsins halda,
að þeir skrifi fyrir vitgrennri og
dóm.greindarla,usari menn en
lesendur Alþýðublaðsi ns eru
yfirleitt, Svo mjög er öll rök-
semdafærsla blaðsins neðan við
alla skynsemi.
Skal hér bent á nok^ur atriði
sem benda ótvírætt í. þá átt, að
trotskismi sé ekki einsi ókunnugt
fyrirbrigði í herbúðum Alþýðu-
blaðsins og ritstjórar þess vilja
vera, láta í. óyitaskap sínum. og
rökleysi.
Afstaðan til Sovétríkjanua
Höfuðverkefni sitt telur
trotskisminn það að koma, af
stað nýrri byltingu í Sovétríkj-
unum. Til þess að ná því, marki
hafa þeir búið til falskenningu,
sem hljóðar eitthvað á
þessa leið: að Stalin hafi
svikið byltinguna, og að þar sé,
að rísa upp nýtt imperialistiskt
ríki. 1 Sovétríkjunum sitji að
völdum blóðug ofbeldis og ein-
ræðisstjórn Stalins og annara
siðspiltra glæpamanna og for-
stokkaðra skriffinna. Stjórn
þessi styðjist einkum við hina
nýju auðmannastétt, Sovétríkj-
anna, en, með því. eiga trotskist-
ar við þá verkamenn, sem best
eru launaðir og mest hafa unnið
að uppbyggingu sósíalismans.
Kapítah'sminn sé að komast til
valda aftur, ef hann er ekki
þegar kominn það. Alþjóðasam-
bandi kommúnista hafi verið
breyt.t. í útbreiðslumálaráðu-
neyti fyrir Sovétstjórnina er-
lendis og alt eftir þessu.
Líti menn hinsvegar á Al-
þýðublaðið, er tónnjnn, grun-
samlega líkur þessum skoðunum
trotskisita. Ekkert einasta af
þessum atriðum, sem. að framau
greinir hafa ekki verið tuggin
upp hvað eftir annað í Alþýðu-
blaðinu.
Engin níðfrétt, sem útvarpið
hér hefir birt eftir Berlínarút-
varpi Göbbels hefir farið fram
hjá dálkum Alþýðublaðsins. Þai'
hafa þær verið skreyttar stórum,
fyrirsögnum til að undirstrika
»blóðveldi St,alins«, og hafa
vinnurekenda, sem yfirlýstir
fjandmenn verkalýðsins.
Og þrælalagafrumvarp þeirra
verður aldrei að framkvæman-
legum lögum.
fyrirsagnir þessar þá stundum
farið lengra, í níðáttina en efni
fréttarinnar gaf ástæðu til. Þá
er það ekki sjaldgæft, að blaðið
bæti við skýringum frá brjósti
utanríkismálaritstjórans, en all-
ar ganga þær á einn veg og eru
líkastar því, sem. þær væru
tíndar upp úr bæklingum Trot-
skis.
Hinsvegar þekkjast, þess eng-
in dæmi í langan tíma, að Al-
þýðublaðið birti þær fréttir, sem
berast hingað þó öðru hvoru um
framfarir í verklýðsríkinu.
Enda er þess tæplega von. Allar
slíkar fréttir gætu orðið til þass
að koma inn efa hjá mönnum,
um a,ð alt gangi þar svo á tré-
fótum, sem Alþýðublaðið vill
vera láta. Lesendur Alþýðu-
blaðsins .hafa til dæmis enga
hugmynd um þann heimssögu-
lega viðburð, að nokkrir Sovét-
borgarar hafa tekið sér vetur-
set.u á Norðurpólnum til vís-
indalegra rannsókna. Þýsku
fasistablöðin birtu það a.ð vísu
ekki heldur. En lesendur Al-
þýðublaðsins fá hinsvegar ná-
kvæmar upplýsingar um hvern
einasta flugumann fasista og
trotskista, sem Sovétstjórnin
neyðist til þess að taka af lí.fi, til
þess að tryggja framtíð verk-
iýðsríkisins. Og vantar síst, að
þeim séu valin eftirmæli af
betra taginu. Trotski hefði varla
getað stjórnað fréttaflutningi.
Alþýðublaðsins öðruvísi eða bet--
ur í sínum anda.
Við og við birtir Alþýðublað-
ið »uppbyggilégar« greinar um
Sovétríkin, og kveður þar mjög
við sama tón. Röksemdafærslan
er eins og hún sé þýdd upp úr
ritum Trotskis, og sumt nálega
þýtt, þó að höfund,ar sé hvergi
getið af skiljanlegum ástæðum.
Þar getur að líta, að Stalin hafi
svikið byltinguna, og ofsæki nú
alla málsvara hennar með blóð-
ugu ofbeldi. öll þróun Sovétríkj-
anna séu á hraðri leið norður og
niður. En eru ekkf ummæli
Trotskis eitthvað í þessa áttina?
Spánn og trotskisminn
Á Spáni hafa trotskistar og
anarkistar orðið uppvísir að
njósnarstarfi fyrir Franco. Þeir
hafa ennfremur í s.ameiningu
sýnt hug sinn til spönsku alþýð-
unnar með því að hefja uppreisn
gegn stjórn Alþýðufylkingarinn-
ar. 1 þessari uppreisn létu menn
lífið hundruðum saman og særð-
ust í þúsundatali. Fátt varpar
skýrara ljósi yfir flugumensku
trotskistanna, en þessi uppreisr,
að baki herlínu stjórnarsinna.
Menn skildu nú hafa búist við
því að Alþýðublaðið fordæmdi
þetta atferli. Nei, það var öðru
nær. I kjallaragrein Alþýðu-
blaðsins er trotskistum og anar-
kistum sungið hrós, sem hinum
einu og' sönnu fulltrúum öreig-
1 ann spönsku. Kommúnistar og
jafnaðarmenn eru hinsvegar
sakaðir um vetlingatök á, fasism-
anum. Það eru njósnarar Franc-
os, sem Alþýðublaðið reynir að
hefja upp til skýjanna. Njósnir
t.rotskistanna fyrir Hitler í
Sovétríkjunum hafa og verið
róm,aðar mjög í. Alþýðublaðinu,
svo að ekki vantar samræmið á
því sviði þó að það vilji fara út
um þúfur á öðrum syiðum þjóð-
málanna.
I hvers þjónustu ritar Al-
þýðublaðið um samein-
ingu verklýðsflokkanna.
Einn liðurinn í stefnuskrá
trotskistanna er að berjast. gegn
samvinnu jafnaðarmanna og
kommúnista, sem Trotski sjálf-
ur hefir bannfært sem svik við
sósíalismann og þjónustu við
fasismann, t. d. í riti sí.nu
»Hvert liggur leiðin í, Frakk-
landi?«
Varla er hægt að seg'ja að
ritstjórn Alþýðublaðsins hafi
ekki verið hér á verði um skoð-
anir meistara síns. Fyrir fylgd
við kenningar Trotskis á þessu
sviði hafa þeir fórnað fylgi Al-
þýðuflokksins. Með lygum sín-
um, blekkingum og' svívirðing-
um, um samvinnu verklýðsflokk-
anna hafa þeir fórnað orðstír Al-
jiýðublaðsins svo rækilega að
enginn maður trúir framar orði
af því sem stendur í dálkum
þes,s. A1 þýð uflokksmen n fyrir-
líta blaðið og eru hættir að telja
það málgagn sitt.
Það undrar því. engan sem
þekkir til, þó að ,sú saga gangi
um bæinn, að eftir að Alþýðu-
flokksnefndin sleit samninga-
umleitunum við kommúnista
hafi verið gleðskapur mikill í
ujlríiKns&f
7
fVSfCM*
Mér finst^ að kommúnistarnir
á þingi cettu að lœra af fram-
komu hins »stabila«, borgara-
lega sparnaðarflokks, íhaldsms,
þar og bera fram tillögur um að
afnema alla skatta og tolla, seni
hv'úa á þjóðinni, og láta svo alla
menn fá alt úr ríkissjóði, sem
þeir þurfa og vilja, livort það
eru matur eða klœði, niðursuðu-
verksmiðjur eða hraðfryMihús.
Það myndi ég gera, ef ég vceri
þar.
sölum Alþýðublaðsins, og að
minsta kosti sumum guðunum
hafi verið færðar dýrar fórnir.
En vera rná, að það fagnaðarfull
kunni að snúast upp í harma-
bikar, sem þessir sömu menn
verða að bergja til bot,ns ein-
angraðir og fyrirlitnir í skurð-
inum meðfram veginum, þar
sem íslensk alþýða, sækir fram
til nýrra sigra. Islensk alþýða
mun ábyggilega ekki spyrja þá
herra í.il vegar að eilífu, sem
láta ekkert tækifæri ónotað til
þess að lauma rýtingnum í bak
hennar.
Von er a,ð Alþýðublaðið spyrji
hverjir eru trotskistar? Að svo
komnu máli er ekki ástæða til
|)ess að væna ritstjóra Alþýðu-
blaðsins um þá glópsku að vita
ekki hverjir skrifa blaðið.
Þad er ekki að ástædulausu ad
ÞYOTTADUFTIÐ PERLA
fer siguríör um alit land.
Fyrst og fremst er það, að
Perla er framleidd úr fyrsta
flokks liráefnum, og er aðal-
efnið besta tegund af þvotta-
sápu, sem verksmiðjan sjálf
framleiðir úr hinum beztu ol-
íum.
Perla inniheldur ekki klór
eða skaðleg klórsambönd.
Þvottaduftið Perla fer því
vel með þvott eg hendur, og
er fljótvirkt og síðast en ekki
sízt, vandvirkt.
Það er sama livort þér ætl-
ið að þvo vinnufatnað eða við
kvæman silkifatnað, svo sem
silkiblússur, silkinæríöt eða silkisokka, allt af er þvottaduftið
Perla tilbúið að rétta yður sína hjálparhönd. Til þess að ná
sem beztum árangri, þá gerið svo vel að lesa notkunarreglurn-
ar sem prentaðar eru aftan á livern pakka.
Reynið þvottaduftið Perla og þér munuð sannfærast um að
það ber nal'n sitt með rentu.
PERLA FÆST í NÆSTU VERZLUN.
keinl^