Þjóðviljinn - 28.10.1937, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 28. okt. 1937
ÞJOÐVILJINN
Voldug sigrandi stétt.
Yoldugur sigrandi flokkur.
Eftir J. B. Hreggviðs
I.
Saga mannkynsins er saga
stéttaþjóðfélagsins og jafnframt
stéttabaráttunnar, þar sem yfir-
stéttin, auðmannastéttin hefir
ljfað á því að kúga alþýðuna og
draga sér arðinn af striti henn-
ar. Því meiri auði og allsnægt-
um ,sem yfirstéttin hefir safnað.
því meiri hefir fátækt og kúgun
alþýðunnar verið. Framleiðslu-
skipulag auðvaldsþjóðfélagsins,
hefir rakað auðæfunum á ein-
stakra manna hendur og sökt al-
þýðunni dýpra niður í örbyrgð-
ina.
Draumur alþýðunnar um þjóð-
íélag, þar sem engin kúgun ætti
sér stað, er jafngamall kúgun-
inni. Þessi draumur alþýðunnar
komst hæst í fögrum. draumsjón-
umi hugsjónamannanna. þangað
til Karl Marx sannaði með vís-
indalegum rökum, að hið sósíal-
istíska jafnréttisríki er ekki að-
eins framkvæmanlegt, heldur
einnig knýjandi nauðsyn ef öll,
menning á. ekki að farast. Með
marxismanum fékk frelsisbar-
átta hinna, kúguðu hárbeitt vopn
vísindanna í hendur og verklýðs-
hreyfingin óx og þroskaðist óð-
íluga.
Með marxismanum var milj-
ónaher öreiganna í. fyrsta sinn í
sögu mannkynsins veittur fullur
skilningur á valdi sínu og sögu-
legu hlutverki. Þá hefst, sókn ör-
eiganna fyrir frelsi sínu.
II.
Ár liðu. Frelsishreyfing alþýð-
unnar greindist í. tvent, undir
forystu tveggja flokka: Komm-
únista og sósíaldemokrata.
1 Austur-Evrópu (Rússlandi),
sigraði alþýðan undir forystu
Kommúnistaflokksins, og tók
völd þjóðfélagsins í sínar liend-
ur. —
I Vestur-Evrópu — Norður-
löndum, Þýskalandi, Austurríki
og víðar risu upp sterkir sósíal-
demokrataflokkar, sem ýmist
fóru msð stjórn landanna eða
höföu sterk pólitísk áhrif. Verka
lýðsstéttin var í sókn.
III.
Þá hefst nýr kafli. Kaflinn um
sókn fasismans. 1 ýmsum lönd-
um sáu auðmennirnir sér ekki
fært. að stjórna lengur með lýð-
ræðisaðferðum og tóku því, upp
grimmt og miskunarlaust of-
beldi. Foringjar verkalýðsins
voru fangelsaðir og myrtir, blöð
hans og flokkar bannaðir. Bestu
bókmentir »borgaralegrar«
menningar brendar. Alt frelsi
alþýðunnar afnumið.
Hitler komst til valda í Þýska-
landi. Hinir þýsku verkalýðs-
flokkar voru svo að segja jafn-
aðir við jÖrðu. Hinn sterki sósíai-
demokrataflokkur Austurríkis
— stolt, allra jafnaðarmanna —
var molaður. Verklýðshreyfing
fleiri landa var fjöt,ruð.
Italski fasismánn lagði undir
sig Abessiníu. Spænskir fasist-
ar hefja uppreisn með aðstoð
Italíu og Þýskalands.
Síðast innrás japanska fasism
ans í Kína.
Hver atburðurinn hefir rekið
annan, s'emi bendir til þess að
yfirdrotnunarstefna, fasismans
sé að leiða yfir heiminn nýtt
blóðbað og eyðileggingu nýrrar
heimsstyrjaldar — jafnvel enda-
lok menningarinnar.
IV.
»En verkamannaríkið er veru-
leiki þó, — það vakir —«.
Er sigur fasismans óhjákvæmi
legur? Er þá frelsisbarátta al-
þýðunnar vonlaus. Þannig spyr
alþýðan í auðvaldslöndunum
óttaslegin af yfirgangi fasism-
ans. Og séu hinar ömurlegu
staðreyndir um yfirgang fasism-
ans athugaðar einar sér er þessi
spurning eðlileg. En sé það jaf.n
framt athugað, að hið sósíalist-
iska frelsisríki þar sem öll kúg-
ún er afnumin, hinn aldagamli
draumur hins þjáða mannkyns,
er þegar Veruleiki, að í Sovét-
ríkjunum, sem er sjötti hluti
jarðarinnar, hefir alþýðan far-
ið með völdin í 20 ár, að Sovét-
ríkin eru eitt stórveldi heims-
ins og að það er áhrifum þess
á .heimspólitfkina a,ð þakka, að
fasistaríkin hafa ekki þegar
hleypt heiminum í ófriðarbál, og
að Sovétríkin hafa, m.est og
best stutt spænsku alþýðuna i
frelsisbaráttu hennar, þá breyt-
ist viðhorfið, þá sést, að alþýðan
er voldug, sigrandi stétt.
Hvað hefir alþýðan gert í þessi
20 ár, sem hún, hefir ráðið sjötta
.hluta jarðarinnar?
Hún hefir hafið fússnesku al-
þýðuna frá því að vera fáfróð-
asta, og kúgaðasta alþýða heims-
ins. I dag: öll, kúgun er aínumin
Atvinnuleysi þekkist ekki. Allir
hafa frjálsan og jafnan, rétt til
vinnu og ment.unar. I hinu sam-
virka þjóðfélagi alþýðunnar þarf
enginn að kvíða efnalegri af-
komu sinni vegna veikinda, at-
vinnuleysis eða slysa. I Sovét-
rí.kjunum, er menningunni borg-
ið. Hinn aldagamli frelsisdraum-
ur er veruleiki: Sósíalisminn er
bygður wpp í 1/6 liluta heims-
ins.
V.
Hvernig stendur á því, að sam-
t,ími,s því sem fasisminn hefir
sókn og sósíaldemokrataflokk-
arnir eru molaðir sundur, skuli
sosíalisminn vera bygður upp í,
Sovétlýðveldunum..
Það er vegna þess, að rúss-
nesku kommúnistarnir hafa
starfað að uppbyggingu hins
sósíalistíska þjóðfélags á ná-
kvæman, vísindalegan hátt eftir
kenningh marxismans. Þeir hafa
lagt áherslu á það, að sérhver al-
þýðumaður t.ileinki sér kenn-
ingu marxismans og gerist virk-
ur, meðvitandi þátttakandi í
sköpun sósíaljsmans. 1 því er
styrkleikur þeirra fólginn.
Með eldmóði byltingarmanns-
ins hafa rússnesku kommúnist-
arnir tekið vísindih í þjónustu
sí.na til þess að nytja gæði jarð-
arinnar fyrir alla vinnandi
menn. I Sovétlýðveldunum hefir
myndast orðtakið að bolsche-
vikkum sé ekkert, vígi óvinnandi.
Rússneska alþýðan á sigra
sína að þakka því, láni, að eiga
hinn ötula, marxistíska bolsche- j
vikkaflokk til að skipuleggja |
baráttuna og sigrana, og aðra
eins snillinga að leiðtogum og'
Lenin og Stalin.
Undir forystu Kommúnjsta-
flokksins vann alþýðan frelsi
sitt í. 1/6 hluta heimsins fyrir
20 árum.. Og f hverju landi heims
ins eru deildir úr Alþjcðasam-
bandi kommúnista, sem eru
skipaðar bestu og djörfustu ai-
þýðumönnunum, sem hafa hug-
rekki til þess að vinna að frelsi
alþýðunnar með böðulsexi fas-
ismans reidda yfir höfði sér.
»Og þaðan Jcemur höndin sem
mun hefna hirma dauðu
og hefja hina föllnu og
likna hinum snaiiðuc.
Það er bolschevikkaflokknum
og rússnesku alþýðunni að
þakka, að alþýðan er sigrandi
stétt, því án Sovét-lýðveldanna
væri alþýðan ekki í dag sigrandi
stétt.
VI.
Það er het.jan, frá Leipzigv
kommúniiStinn Dimitroff sem
hefir bent alþýðu heimsins á leið
hennar til, sigursi yfir fasisman-
um: Samfylkinguna.
Þá leið hefir alþýðan á Spáni
farið og tekist að verja frelsi
sitt, þrátt fyrir ofureflið sem
hún hefir barist við. Samfulk-
ingin er sigurbraut alþýðunnar.
VII.
Vér, öreigar allra landa, eig-
um það Sovétlýðveldunum, að'
þakka, að vér þurfum eigi að
æðrast, yfir sókn fasismans.
Frefsisríkið, sem alla kúgaða
hefir dreymt öldum saman, er
veruleiki.
Þess vegna heiðrum við í þög-
ulli lotningu minningu snillings-
ins Lenins, sem með stjórnmála-
visku sinni tókst að leiða hina
kúguðu til sigurs á sjötta hluta
jarðarinnar.
FRAMHALD á 4. síðu..
Portugalar og hlutdeild
peirra í Spánarstyrjöldinni.
[Nl.] Áreksturinn milli stór-
auðvaldsins og lénsherranna er
heldur ekki svo mikill, að þeir
geti ekki sameinast í fasistísk-
um faðmlögum, til þess að kúga
alþýðu manna. Lægri miðstétt
borgaranna er róttækari
í eðli og i raun, réttu lýðræðis-
lega hugsandi, og komjð hefir
það fyrir ekki ósjaldan, að nokk-
ur hluti hennar hafi verið með
í uppreisnum gegn stjórnunum.
Bændastéttinni þortúgölsku
tilheyrir 65% af þjóðinni. Hér
er það kirkjar. og prestarnir sem
taka a.ð sér að kúga fólkið fyrir
auðmennina.
Allar uppreisnir bændanna
sem flestar hafa verið mjög
svæðisbundnar og lít.ið f jölmenn-
ar, hafa verið kæfðar í. blóði,
með dæmalausri harðýðgi. Meiri
hluti bændanna eru smábændur,
og leiguliðar, og fjöldi landlausir
verkamenn. Eru þeir miskunn-
arlaust, kaupnýddir af lénsherr-
unum. Sérstök stórbændastétt
eins og í stéttalöndum álfunnar
er varla til \ Portúgal.
öreigarnir, þ. e. allsleysingj-
arnir eru yfir 600.000 að tölu og
finnast aðallega í stórbæjunum
Lissabon og Oporto (íbúatala
þessara borga Lissbon 600 þús.,
Oporto 230. þús.). Verkalýðs-
hreyfingin er anarkistisk og
syndikalistisk. Kommúnistafl.
er ekki stór, hann er bannaður,
og flokkurinn starfar því leyni-
lega; hann er ungur, var stofn-
aður 1922. Þegar byltingin varð
1926 var verkalýðshreyfingin
of veik, og á villigötum, svo hún
gat ekki notfært. sér ástandið til
að bæta fyrir hinu vinnandi
fólki.
Anarkistarnir og syndikalist-
arnir sögðu þá í herópi sínu til
fólksins: »Skiptið ykkur ekki af
stjórnmálum, þau hefir verka-
lýð'sstéttin ekkert að gera rneð!!)
En það mætti kannske spyrja:
Hvernig ætla anarkistarnir,
»stjórnleysingjarnir« að bæta
kjör fólksins, sem nú eru sjálfir
kramdir undir stígvélahælum
fasismlans, ef þeir ætla aldrei að
skipta, sér af stjórnmálum?!)
Fasisminn, í Portúgal notar ó-
spart þjóðskrum(Chauvinismus)
til þess að villa þjcðinni sýn, og
leiða athygli hennar frá neyð
hennar. Þetta þjóðarskrum á
djúpar rætur í sögu þjóðarinnar.
Portúgal var einu sinni hluti
spánska ríkisins. Nokkur hluti
spánsku yfirstéttarinnar reynir
enn þann dag í dag að æsa fólkið
upp á móti Portúgal. Þetta nota
þjóðskrumsmienn Portúgala sér,
og æsa upp íólkið sín megin
landamæranna gegn Spánverj-
um. Það er því vel skiljanleg um-
mæli þau sem birt eru í »Daily
Chronicle« og höfð eftir utanrík-
isráðherra Portúgala, Monteveo.
Hann sagði: »Portúgal mun
segja Spánverjum stríð á hend-
ur, ef stjórnin sigrar í borgar-
styrjöldinni«. Það er annað að
mæla hreystilega en a.ð fram-
kvæma. Ein orsökin fyrir þess-
um ummælum mun liggja í land-
inu sjálfu heima fyrir. Spánska
byltingin 1931 hafði feiknar á-
hrif í Portúgal. Þúsundir manna
fóru að sjá samband hlutanna.
í nýju ljósi.
Það urðu hermannauppreisnir
t. d. á Madeira, og Asoreyjum,
þegar þjóðfylkingin sigraði á
Spáni 1936 í febrúar, hafði það
áhrif í. Portúgal, líkast herópi.
Verkakðshreyfingin fékk nýjan
þrótt. Smáborgarar bæjanna
hugsuðu til hreyfings. Bændur
gerðu upphlaup og gripu sum-
staðar til vopna.
Það sýnir ennfremur hve stjórn-
inni var hætt, að í september 1
fyrra varð uppreisn á flotanum,
sem aðeins mjstókst vegna, þess,
að loftskeytamaður einn komst
að öllu saman í tíma, og kom því
upp með því að aðvara stjórnina
og hershöfðingjana. Ef stjórnin
sigrar í styrjöldinni á Spáni, og
getur lagt að velli Márana og inn
rásarheri Itala og þjóðverja, þá
mun það! hljóma eins og líksöng-
ur yfir fasistastjórninni í Port.ú-
gal. En það er ekki aðeins þessi
áhrif sem. þetta mundi hafa held
ur önnur miklu víðtækari. Ef
hinn kúgaði hluti portúgölsku
þjóðarinnar risi upp, yrði það
hnefahögg framan í landeigna-
og nýlenduyfirráðastefnu Breta.
Og þá yrðu þeir neyddir til þesc-,
að kasta, gærunni sem þeir
hylja sig með nú í Spánarmál-
unum. Hversvegna halda menn
að Bretar sjái í, gegnum fingur
sér við íhlutun Portúgals í styrj-
öldinni? Hversvegna gugnar
breska »demokratíið« stöðugfc
fyrir innrásar og árásarpólitík
Þjóðverja og Itala? Hversvegna
þola Bretar látlausan stuðning
Portúgala á allan hátt við upp-
reisnarmenn? Hversvegna þegja
þeir um hernaðarlegan stuðning
við Franco um landamæri Portú
gals yfir í Estremadura, og víð-
ar? Hversvegna þolir »hið demo-
kratiska Engla,nd« að löglegrí
stjórn er meinað að verja sig og’
sína. þjóð fyrir fasistum alsstað-
ar að? Hversvegna? Kannske
eru þeir að bíða eftir því að upp-
reisnarmenn sigri? Það er þó ait
af hægt að lána þeim. fé til að
öyggja upp hinar brendu borgir,
og taka góða tryggingu. fyrir?
Kanske fara sigurvegararnir
aftur í liarið hver á\ öðrum; þá.
getur enska nýlenduauðvaldiðí
komið á hólminn og fengið tæki-
færi til að jafna leilcinn?
Er þetta ekki kjarninn í af-
stöðu Breta í Spánarmálunum?'
— Hefir forusta verkalýðshreyf-
ingarinnar bresku og stjórn*
Frakklands límt sig fast á þenn-
an flugnaveiðara auðvaldsins
breska? Enn, um. stund verður
auði Breta bjargað í PortúgaL
ef svona fer. Enn um stund má
meirihluti portúgölsku þjóðar-
innar strita mergsoginn og' ment
unarlaus, undir yfirstéttum Bret-
lands og Portúgals.
En ef þessari »,hlutley,sispóli-
tík« heldur áfram, eins og hún
hefir verið hingað til, þýðir það
dauða fyrir tugi eða hundruð
þúsunda kvenna og barna. Og
hvað skeður svo?
Kemur ekki seinna til upp-
gjörs við slíka verjendur frið-
arins?
H. S. N.