Þjóðviljinn - 16.11.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1937, Blaðsíða 2
ÞJÖÐVILJINN Þriðjudaginn, 16. nóvember 1937. Danska síjórnin reynir enn að þvinga Færeyinga til að nota dönsku í barnaskólum Frumvarp, er samþykkt Iial'öi verið af þrem- ur stærstn flokkum Lögþingsins neitaö um staðfestingu. Verkamenn á Siglu> firði harma að tillaga Héðins Valdimarsson- ar var feld. „Þróttur" skorar á verkalýðs- flokkana að taka upp samvinnu í bæjarstjórnarkosningunum. Færeiysk blöð rita nú mjög- mikið um neitun danska kenslu- málaráðherrans á staðfestingu á lögum, sem samþykt voru á Lögþinginu, um að færeyska skuli verða kenslumál í Færeyj- um. Færeyska stúdentafélagið í Kaupmannahöfn hefir í tilefni af þessu ,sent út opið bréf. »til dönsku þjóðarinnar« og er það birt í »Arbejderbladet«, blaði danskra kommúnista, fyrir skömmu. Islendingar ættu að fylgjast betur með menningar og sjálf- stæðisbaráttu okkar færeysku frænda. Það er ótrúlegt að danska stjórnin skuli, ennþá reyna að þvinga dönskunni upp á Færeyinga og sýna þeim aðra eins þverúð í viðskiftum og raun ber vitini. Fer hér á eftir bréf færeyska stúdentafélagsins lauslega þýtt: »1 tilefni af því að kenslu- málaráðuneytið hefir sagt hreint og beint nei við samþykt Lögþingsins um skólamálið í Færeyjum, tielur »Hitt föroyska stúdentafélagið« sig knúð til að taka fram eftitrfarandi: Níu sinnum. hefir yfirgnæf- andi meirihluti færeysku þjóð- arinnar krafist þess að fá við- urkendan rétt sinn að mega nota móðurmál sitt sem skólamál. Níu sinnum hefir Lögþingið færeyska tekið undir þessa kröfu. Með hvaða rétti sýnir þá danska stjórnin Lögþinginu slíka háðung, og brýtur í bág við sjálfsögðustu réttindi fær- eysku þjóðarinnar? Danmörk ætti síst að verða seinni ti.1 þess en önnur ríki, a.ð viðurkenna tilveru færeysku þjóðarinnar, viðurkenna að færeyska þjóðin á sitt eigið mál, og það er færeyska, að frá fornu fari eru til bók- mentir á þessu máli seim hafa þýðingu fyrir norrænu þjóðirnar allar, að á okkar dögum hafa orðið til bókmentir á þessu máli, sem. eru grundvöllurinn að færeysku nútíma-mlenniingarlífi. Að ætla sér svo, þrátt fyrir þessar staðreyndir að halda við fyrirkomulagi, seim, neyðir kenn- ara.na til að nota kenslumál, sem er framandi fyrir börnin, og nota það á kostnað móðurmáls þeirra er hættulegt frá uppeldislegu sjónarmiði, því að það tefur kensluna og gerir börnunum hana erfiðari. frá siðferðissjónarmiði, því að kennarinn verður stöðugt að velja á milli þess að fullnægja þörfum, barnanna og brjóta lög- in, og hins, að halda lögin, en brjóta, í bág við þarfir barnanna. frá félagslegu sjónarmiði, þvi ' að færeyskunni er gert lægra undir höfði en .hinum öðrum norrænu málum, með þessu fyr- irkomulagi, og sú hlið er að Danmörku snýr er skammarleg, þar sem með þessu er gengið á snið við þau lýðræðisréttindi, sem fyrir Fl’á Vicn kemur frétt um að á morgun byrji I Sa.lzburg málaferli gegn 180 nasistum em kærðir eru fyrir undirróðurssta.rfsemi. Sænsk-spanska lijálparncinrtin hefir keypt matvæli fyrir 100 þús- und krónur, og sent til Austur-Spán- ar þar sem nú er matvælaskortur. if Iiavas fréttastofan í Berlín skýr- ir frá því, að 11 menn í Breslau hafi verið dæmdir i 3—6 ára fangels: fyrir starfsemi fjandsamlega. ríkinu. Bifreið' þeirra frfl Önnu Borg— Reumerts leikkonu og Pauls Reum- erts leikara rann á hálku i gærdag, þar sem þau hjónin voru á ferð, og steyptist ofan í skurð meðfram veg- inum. Frfl Anna Borg viðbeinsbrotn- aði, en að öðru leyti er hön ekki tal- in X hættu. Pa.ul Reumert slapp ó- meiddur. Bifreiðin eyðilagðist. (F.ú.) löngu hafa hlotið a.lm.enna. við- urkenningu hér á landi. Með þessari framkomiu reynir Danmörk, sem annars berst fyrir samvinnu Norðurlanda- þjóðanna, að koma í veg fyrir það, að færeyska þjóðin geti unnið að sköpun norrænnar menningar, jafnrétthá frænd- þjóðunumu Við áfrýjumi máli okkar til dóms dönsku þjóðarinnar: Gef- ið okkur þann sama rétt, og þiö krefjist svo ótvjrætt fyrir landa ykkar sem nú eru undir þýskri stjórn. Viðurkennið loksins þann rétt færeysku þjóðarinnar, sem | flest, þjóðarbrot innan ramma Evrópuríkjanna hafa þegar fengið. Látið eikki danska lög- gjöf halda áfram að meina Fær- eyingum að nota móðurmál sitt í skólum sínum. Hitt föroyska studentafélagið S. Joensen, formaður. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. Siglufirði í fijrradag. U N D U R í verkamanna- félaginu »Þróttur« á Siglufirði samþykti eftirfar- andi tillögu einróma á fundi sínum í gærkveldi: •Fundur í »Þrótti« 13. nóv. 1937, harmar það að nýafstaðið Alþýðusambands- þing skyldi ekki geta sam- þykt tillögu Héðins Valdi- marssonar og annara um samstarf Kommúnistaflokks- ins og Alþýðuflokksins, þar til sameining gæti farið fram. Þrátt fyrir þetta skorar »Þróttur« á báða flokkana að hefja samstarf, hér á Siglufirði um næstu bæjar- stjórnarkosningar og önnur mál, með sameiningu síðar sem markmið.« Þá var eftirfarandi tillaga samþykt með 27 atkvæðum gegn 14: »Verkamanna.félagið »Þrótt- ur telur sameiningu Alþýðu- og Kommúnistaflokksins í einn flokk, hina mestu n.a,uðsyn fyr- ir alla alþýðu, og það undir- stöðuatriði, sem sigurvonir hennar í póli.tískri og faglegri baráttu sinni byggist fyrst og fremst á. Þar sem þáð er jafnframt vit- að, að eina færa leiðin til sam- einingar að þessu sinni, er sú, að flokksþing Kommúnistaflokks- ins samþykki tilboð Alþýðusamr bandsþingsins um .sameiningu 1. desember, þá skorar félagið á flokksþing Kommúnistaflokks- ins að sa,mþykkja það, og a,lla flokksmenn hins, sameiginlega flokks að hefja síðan öflugt samstarf fyrir framgangi á- huga og framfaramála í,slen.skr- ar alþýðu«. FRÉTTARITARI Uppreisnin við Kronstadt Þessi ágæta rússneska mynd, er sýnir þátt úr sögu verkalýðs- byltinga,rinna,r 1917, er sýnd í Gamla Bíó sem stendur. Bygg- ist efni hennar á sönnumi við- burðumi, en myndin er auk þess snildarvel tekin og leikin, og verður hverjum. þeim manni ó- gleymanleg er sér hana. Bílslys I fyrrinótt ók bifreiðin R 1273 út af veginum skamt, frá Lauga- brekku. Voru tveir menn í bif- reiðinni, og meiddist hvorugur þeirra, en bifreiðin sjálf skemö- ist mikið. Kosningarnarogkosn- ingalögin í Sovétríkj- unum. Eftir tæpan mánuð, þann 12. desember, fara fram kosningar til Æðstaráðs eða þings Sovét- ríkjanna. Það verða fyrstu kosningarnar á grundvelli hinn- ar nýju stjórnarskrár, er gekk í gildi haustið 1936. Ný kosninga- lög vpru sett, í, júlí s. h og framboð hófust snemrna í októ- ber. Undirbúningur kosning- anna er í. fullum gangi og setur svip sinn, á alt þjóðm'álalíf landsins. Mun hér verða reynt að skýra í stuttu máli frá kosn- ingalögunum og undirbúningi kosninganna. Fram að þeim tíma, er nýja sfjórnarskráin gekk í gildi, höfðu fyrverandi yfirstéttar- menn, stórbændur, prestar, liðs- foringjar keisarahersins og hvít- liðar hvorki kosningarétt né kjörgengi. Þessa réttar naut að- eins verkafólk, bændur, her- menn, millistéttarfólk og menta- menn kosningarétturinn var sem sé ekki almennur. Auk þess hafði verkalýðurinn sérréttindi fram yfir aðra hluta alþýðunnar. Það þurfti t. d. töluvert færri, verkamenn en bændur til þes,s að kjósa full- trúa í ráðin. Kosningaréttur- inn var sem sé ekki jafn. Ennfremiur kusu lægri ráðin fulltrúa úr sínum. hópi í hin æðri, og var kosningarrétturinn því ekki beinn. Þettia fyrirkomulag var nauð- synlegt, á meðan alþýðan hafði ,svo að segja aðeins tekið völdin, en átti eftir að byggja upp hinn sósíalistiska þjóðarbúskap. Það var nauðsynleg bráðabirgðaráð- stiöfun — og þannig skoðuð frá upphafi — til þess að stemma stigu fyrir tilraunir gömlu yfir- stéttanna til að ná völdunum; aftur. Aftur á móti trygði þetta fyrirkomulag alþýðunni sjálfri völdin í þjóðfélaginu. Á þeim 20 árum, sem Sovét- lýðveldin hafa verið til, hefir þörfin fyrir þessa takmörkun kosningaréttarins horfið. Iðn,að- urinn og yerslunin eru að öllu leyti, rekin á sósíalistiskan hátt og ,mleir en níu tíundu hlutar allra bænda eru skipulagðir í samyrkjubúunum. Þar með hafa gömlu arðránsstéttirnar alger- lega verið sviftar tilverumögu- leikum sínumi. Nýja stjórnarskráin, sem grundyallast á þessum breyttu aðstæðum, nam því, hinn tak- markaða, ójafna og óbeina’ kosningarétt úr gildi og setti almennan, jafnan og beinan kosningarétt í staðinn. Samkvæmt núgildandi kosn- ingalögum hafa allir borgarar Sovétríkjanna er náð hafa 18 ára aldri, kosnin-garéfct og kjör- gengi, — að þeim undanskild- um, sem geðveikir eru eða rmst hafa þennan rétt sinn í bili sam- kvæmt dómi. Nú hefir það eng- in áhrif á kosningarétt manna, hvað þeir hafa verið áður, eða hvað þeir hafa verið áður, eða til hvaða stéttar þeir hafa fcal- ist. Enginn ,mwnur er lengur gerður á kosni.ngarétti verka- lýðs og annara hluta alþýðunn- ar. Atkvæði verkamannsins og bóndans hafa nákvæmlega sama gildi og hver kjósandi kýs nú beint í Æðstaráðið. Kosn- ingalög Sovétríkjanna eru laus við takmarkanir þær á kosn- ingaréttinum, sem tíðkast í öðrum löndum, jafnvel í fremstu lýðræðisríkjunum, Fyrst og fremst hefir miklu meiri fjöldi æskumanna og kvenna kosn- ingarétt, þar sem. hann er mið- aður við 18 ára aldur. Kjósand- inn þarf ekki að hafa dvalið á- kveðinn tímia í kjördæminu, til þess að hafa þar kosningarétt og kjörgengi. Engin ákvæði eru um eignir manna, (eins og er t. d. víða í Bandaríkjunum). Allir hermenn hafa kosningarétt og kjörgengi (það er jafnvel ekki í lýðræðislöndum eins og Tékkó- slóvakíu og Frakklandi). Sömu- leiðis hafa konurnar í Sovét- ríkjunumi sama kcsningarétt og kjörgengi sem karlmenn (í Sviss Belgíu og Frakklandi njóta kon- ur ekki kosninga,réttar). Engar hömlur eru lagðar á kosninga- réfct né kjörgengi manna, vegna þjóðernis þeirra, heldur gerðar ráðstafanir til þess að tryggja öllum, þjóðflokkum fylstu mögu- leika til þess að taka, þátt í kosningunum. T. d. verða kosn- ingaseðlar allir á máli viðkom- andi þjóðar og þjóðernis (I Bandaríkjum Ameríku eru aft- ur á móti um 2 miljónir negra útilokaðar frá þátttöku í kosn- ingunum, þar sem þess er krari ist, að þeir kunni að lesa og skrifa ensku). Það hefir enn- fremiur engin áhrif á kosningar- rétt eða kjörgengi, manna, hvaða, trúarbrögð þeir aðhyllast eða hvort þeir eru félagsbundn,- ir eða ekki. Að síðustu njóta borgarar Sovétríkjanna réttar, sem hvergi er til annarsstaðar. Það er rétturinn til þess að geta sett fulltrúa sinn eða. þingmann af, hvenær, sem kjósendurnir vilja, ef þingmaðurinn hefir ekki framkvæmit, þau verkefni, er þeir fengu honum í hendur og kjósa annan í hans stað. Þessi réttur er ein aðaltrygging- gæti skyldu sinnar. Kosninga- rétturinn í Sovéti er því víðtæk- ari og lýðræðissinnaðri, en í nokkru öðru landi, jafnvel þar sem kosningarétturinn er eins rúmur að .hlutfalli til og hér á Xslandi. Þar við bætasti margvís- legar ráðstafanir, sem gerðar eru í Sovétríkjunum, til þess að, tryggja lýðræðið. — Frh. E. Þ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.