Þjóðviljinn - 29.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.04.1938, Blaðsíða 4
ss [\íý/a Ti'io sa SjóræaioQjar lið Kioastrendor Spennandi og æfintýrarík amerísk kvikmynd um hug djarfan flugmanm sem bjargaði vinum sínum úi klóm kínverskra ræningja Aðalhlutverkin leika: Fay Wray, Ralph Bellamy o. fl. Aukamynd: HCSBÓNDINN VIÐ HREINGERNINGAR Amerísk skopmynd leikin Andy Clyde. Böm fá ekki aðgang. Næturlæknir Kristín ólafsdóttir, Ingólfsstr 14, sími 2161. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Otvarpið í dag: 8.30 Enskukensla. 42.00 Hádegisútvarp. 19.20 Pingfréttir .. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Útvarpssagan. 20.45 Einleikur á píanó (Ernil Thoroddsen). 21.05 Erindi (frá Akureyri):Um uppeldi og skólamál, II. ^Snorri Sigfússon skólastjóri) 21.30 Hljómplötur: a) Norður- landalög; b) Harmónikulög. Skipafréttir. Gullfoss er væntanlegur til ÍVestmannaeyj,a í dag. Goðafoss er í Reykjavík, Dettifoss er í Hamborg. Brúarfoss er í Reykjavík. Lagarfoss er fyrir vestan. Selfoss er á leið til Grímsby frá Vestmannaeyjum. Dr. Alexandrine er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn. Esja er í Reykjavík. þJÓÐWLHNN ORÐSENDING FRÁ pVOTTA KVENNAFÉL. FREYJA. Vegna veikindaforfalla for- manns Þvottakvennafél Freyju, getur ekkert orðið úr fundi þeim, sem halda átti og var auglýstur í blaðinu í gær. Mun því enginn fundur verða í félaginu fyrir 1. maí, en stjórn félagsins skorar á allar félags- konur að mæta undir merkjum verklýðsfél., Alþýðuflokks ins og Kommúnistaflokksins og taka þátt í hinni sameinuðu kröfugöngu og hátíðahöldum dagsins. Stýrimannadeílan. Enn situr við sama um deilu stýrimanna við útgerðarfélögin. Eru "fimm skip þegar stöðvuð og hin munu stöðvast jafnóð- um og þau koma inn, ef samn- ingar nást ekki áður. „Foftiar dyggðir“. 26. sýming þessarar vinsælu revyu verður í kvöld kl. 8 stund víslega í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í jdag eftir kl. 1. Venju- legt leikhúsverð frá kl. 3. Revy- an verður sýnd aðeins í örfá skifti enn. Sameiginlegur fundur Jafnaðarmannafélags Rvíkur og Reykjavíkurdeildar K. F. í. verður haldinn í kvöld kl. 9 í K. R.-húsinu. Umræðuefni: 1. maí. Frá höfninni. Bragi kom af veiðum í gær með 100 föt lifrar. Ferðafélag Islands efnir til göngufarar suður að Kleifarvatni á sunnudaginn og skíðaferðar á Esju. Farmiðar seldir hjá Eymundsen á laugar- daginn. Lagt verður af stað kl. 8 að morgni frá Steindórsstöð. F.U.J. og F.U.K. félagar þeir, eldri en 14 ára, sem ætla að selja merki og blöð 1. maí, mæti á skrifstofu Jafnaða rmannafélags Rvíkur, Hafnar- stræti 21, sími 4824, í dag kl. 4—7 U eða á morgun kl. 10—12 f. h. 1. maí-nefnd verklýðsfélaganna Samelglnlegnr fnndnr Jafnaðarmannafél. Reyfejavíkur og Reykjavíkurdeildar Kommúnistafl. verður haldinn í dag, föstudaginn 29. apríl, kl. 9. e. h. í K. R.-húsinu. Umræðuefoi: Margir ræðumenn. Skýrt frá tilhögun hátíðahaldanna 1. maí. Alþýðuflokksmenn og Kommúnistar, fjölmennið. Sýnið flokksskírteini við innganginn. STJÓRNIRNAR Æ Gamla rbiö ^ Swing time Fjörug og glæsileg söng- og dansmynd. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS Flokksfélaiar og aðrir Iesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í pjóðviljmium, oglát- ið blaðsins getið! Kaupum tómar flöskur, soyu- glös, meðalaglös, dropaglös og tómar bóndósir.. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). XXXXXXXXXKXX REYKJAVIKURANNÁLL H.F. REVYAN Fornar dygðir 26. sýning í jkvöld kl. 8 í Iðnó. Eftir kl. 3 venjulegt leikhús- verð. Aðeins örfá skipti ennþá. naunaísmsnumKí Sala aðgöngumiða að 1. maí skemmtun Komm- únistaflokksins í K. R.-húsinu hefst í dag kl. 6 á skrifstofu flokksins, Laugaveg 10. Tryggið ykkur aðgöngu- .miðja í tíma. Alexander Avdejenko; Eg elska ... 21 láta höggið ríða af.. Er hann hafði staðið þannig um hríð rétti hann fram vinstri höndina og barði pabba högg mikið á kjálkann.. Frá þessari stun’du var friðurinn úti milli feðganna, Það len’ti í eilífi^m slagsmálum milli þeirra. Afi sat fyrir pabba, hvar sem hann komst höndum undir; í kvosinni, fyrir framan búðirnar, á torginu og í verksmiðjunni. Óðar safnaðist mannfjöldinn saman umhverfis þá, og ef Garbus var með’ í þeim hóp var hann vanur að segja: — Félagar, komið og sjáið, hvernig námueigand- inn fer með verkamennina. Hann gerir þá að villi- dýrurn. Eftir þetta fórúm við að loka kofanum fyrir afa. En honum var ekki skotaskuld úr því að brjóta upp burðina. Að því búnu réðst hann á pabba. En epiu sinni er hann kom þannig, barði mamma hann \ höfuðið með skörunginum. Eftir það kom hann aldrei. Fimti kapítuli. Einn morguninn fundum við afa liggjandi fvrir utan gluggann okkar. Stór líkami hans var hreyfingar laus og máttlaus, og hann lá í viku án þess að komast til rænu. Þegar hann var um þaðbil að rakna við aftur, fékk hann æðisköst og braut sundur rúm- ið með höndunum. Hann var rifbrotinn, lifur og lungu voru marin og annar fóturinn brotnin. Ökumennirnir höfðu að lokum séð sér leik á borði að gjalda afa gamlar væringar. Þeir höfðu gint hann niður í jkjallara, smeigt poka yfir höfuð hon- um og barið hann og sparkað honum margir í einu. Um nóttina höfðu þeir svo loksins séð sér færi á því, að koma honum niðm4 í kvosina, og skilja hann eftir fyrir utan dyrnar hjá okkur. Dag nokkurn opnaði hann augun, hreyfði vinstri höndina og sagði eitthvað. Mamma fékk mér í flýti fullt blikkmál af vatni. Ég fór með máþð til. afa er horfði lengi á mig án þess að þekkja mig. Svo hrukkaði hann brúnirnar, hóf upp höndina og sló málið úr hendi minni. Bjálfinn þinn .... hvæsti hann. Svo lokaði hann augunum og sneri sér upp að vegg. Hversvegna hatar afi mig svona? Er það af því að eg er magur og honum finst ég vera bjálfi. Já, það er satt, eg er ekki feitur, og ennþá er ; egmjó-: fættur. En eg er hvorki ónýtur, né kraftalaus. Eg ’ get borið þungar byrðar af járni, og þegar mamma baðar mig segir luin við pabba: — Sérðu Ostap, Strákurinn fær vöxtinn hans afa síns og verður risi að vexti. Nikanor gamli hélt áfram að hata, þó að hann væri orðinn aumingi. Augnaráðið sqm liann sendi pabba, gat ekki misskilist. Varjka va sú eina á heimilinu, sem hann var ekki ónotalegur við. Hún skifti um bakstra á höfði hans, réttir honum vatnið og spyr vingjarnlega: — Óskar þú einhvers, afi? Öldungurinn lýtur á hana og hvíslar hljóðlega: — Mig langar í eina sítrónu. Gætir þú útvegað mér hana? Garbus kom í theimsókn og sagði með vonlausri röddu: — Gætum við vitjað læknis, eða komið honum fyrir á sjúkrahúsi, mundi hann rétta bráðlega við. i— En hvar eiguin við að fá fé til slíkra hluta? Vegna fátæktar varð afi að leggja heima hjá okk- ur, uns hann var búinn að fá legusár. En hann kvart- ar ekki og augu hans mildast ekki. Aðeins skeggið brytist og verður enn silfurhvítara en áður, og hör- undið visnar eins og skógarlauf að hausti. * Nikanor gat ekki lif.að við endurminningarnar ein- ar. Hann varð að leita sér fornrar gleði. Hann lang- aði til þess að verða undir áhrifum síðustu stundir æfinnar, eins og hann hafði verið svo oft á torginu og í sölubúðunum. Morgun nokkurn, þegar pabbi var nýfarinn til vinnu, lyfti hann höfðinu og sagði lágt við mömmu: — Harpina, dóttir mín! Mamma reyndi að lilusta, leit til öldungsins í rúminu og signdi sig. Hún hélt, að hið langþráða augnablik væri loksins komið upp. Já, allir á heimilu biðu þess að afi skildi við. Mamina hljóp að rúmi hans. Augu þeirra mættust, og gamli maðurinn virtist allur yngjast, það var sem hann byggi sig undir eitthvað hátíðlegt. Mamma hopaði undan, og afi rétti fram langa handleggina, eins og betlari. Bognar hendurnar skulfu og skeggið var ógeðslegt. — Harpina, dóttir mín. Það logar undir hjarta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.