Þjóðviljinn - 12.10.1938, Síða 4
ðjs l\fy/a fi'io sjð
Skoðíulfökn»
ífínn
(Den kloge Mand)
Dönsk stórmynd frá A.
S. A. film.
Carl Alstrup,
Ulla Paulsen,
Ebbe Rode o. fl.
Öll dönsku blöðin eru sam
mála -um að þetta sé lang
besta danska myndin, er
gerð hefir verið um
margra ára skeið.
0s*rko8»g!nn1
Nœturlæknir
Kjartan Ólafsson, Lækjargötu
6B. Sími 2614.
Næturvörður
or í Ingólfs- og Laugavegs-
apóteki.
Ctvarpið í dag:
19,20 Hljómplötur: Svertingja-
lög.
20,15 Útvarpssagan.
20,45 Hljómplötur:
a. Lög eftir Stravinsky.
b. 21,10 íslensk lög.
c. Lög leikin á mandólín.
22,00 Dagskrárlok.
Kona verður brjáluð.
I fyrrakvöld vildi það til, að
kona, sem býr í Suðurpólum,
varð brjáluð. Mátti lögreglan til
með að brjótast inn í íbúð
hennar og flytja hana þaðan
með valdi. Reyndi konan að
verja sig með húsbúnaðinum
og meiddist Sig. Magnússion
blÓÐVILIINN
kennari, er var með lögregl-
unni nokkuð. Var konan flutt í
fangahúsið og vakað yfir henni.
Ignaz Friedmann
hinn heimsfrægi píanósnilling
ur er væntanlegur hingað um
miðjan mánuðinn til þess að
halda hljómleika.
Dr. Wolf-Rottkay,
þýski sendikennarinn, byrjar
háskólafyrirlestra sína í kvöld
kl. 8. Efni fyrirlestranna verður
um þýskar mállýskur.
Delldarfnndnr
Reykjavíkurdeíld Kommúnistaflokksíns heldur
fund í kvöld (míðvíkud.) kL 8.30 í Alþýðuhúsínu
víð Hverfisgöfu.
DAGSKRÁ:
1. Sameíníngarmálín (umræður).
2. Kosníng fulltrúa á 5. þíng K. F. í. .
3. Onnur mál.
Sókn
heldur fund í Oddfellovvhús-
inu, uppi, fimtudaginn 13. þ. m.
Fundarefni: Vetrarstarfsemi fé-
lagsins.
Deildarfundur
Reykjavíkurdeild Kommún-
istaflokksins heldur fund í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu í
kvöld kl. 8,30. Áríðandi að allir
félagar mæti.
Leikfélag Reykjavíkur
hefir frumsýningu á morgun
kl. 8 á leikritinu „Fínt fólk“
eftir H. F. Maltby.
Kvennakór
V. K. F. Framsókn: Æfing
miðvikudag kl. 8,30 í Pósthús-
inu, efstu hæð. Mætið stundvís-
lega.
Happdr. Karlakórs verkamanna
Skrifstofa happdrættisins í
Alþýðuhúsinu, (skrifstofa Iðju)
er opin frá kl. 5—7. Þeir, sem
hafa miða til sölu eru beðnir að
gera skil.
F. U. K.-fundur
verður annað kvöld í Alþýðu .
húsinu við Hverfisgötu.
Maetíð stundvíslega. — Sýníð skirteiní víð ínn~
gangínn.
Deíldarstíórnín.
Faindui*. Fundur.
Starfsstulknafélagið Sókn
Fnndur
í Oddfellowhúsinu uppi fimtudaginn 13. þ. m. kl. 8V2 e. m.
FUNDAREFNI: Vetrarstarfsemi félagsins o. fl. áríðandi mál.
Fjölmennið. STJÓRNIN.
Handrit að símaskrá Reykjavíkur fyrir árið 1939 liggur
frammi í afgreiðslusal Landssímastöðvarinnar frá 12.—15. þ. m.
að báðum dögum meðtöldum. Tekið er á móti tilkynningum um
breytingar við skrána á sama stað og sömu daga kl. 8—21. Skrá-
setningar í atvinnu- og viðskiftaskrá símanotenda verða prent-
aðar upp aftur óbreyttar í nýju skránni, nema því aðeins að
breytingar verði tilkyntar innan 15. þ. m.
Eftir þann tíma verður eigi hægt að taka á móti leiðrétting-
um við símaskrána.
Gamlafölo %
Leynífélag
afhjúpað
Afar spennandi amerísk
leynilögreglumynd.
Aðalhlutverkin leika:
Franchot Tone
og
Magda Evans
Börn fá ekki aðgang.
tQíkfél. Reykjavlkar
Fínt félk
gamanleikur í 3 þáttum
leftir
H. F. MALTBY
Frumsýning á morgun kl.8s
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á
morgun.
Magnús Eíríhsson
Framh. af 2. síðu.
in, af klafa erfikenninganna.
Vafalaust hefir hann ratað þar
út í öfgar, en hér er hvorki
tími eða tækifæri til þess að
að rekja það nánar. H.
Brennísteínsnám
(Frh. af 1. síðu.)
vinnslan geti vaxið svo, að með
tímanum nemi útflutningurinn
ef til vill nokkrum hundruðúm
þúsunda króna.
Fyrr á tímum var unninn hér
brennisteinn eins og áður er
sagt, og auk þess í Fremri-
námum á Mývatnsöræfum og
í Krýsuvík. Höfðu Danakon-
ungar oft góðar tekjur af
brennisteinsnámunum.
Agatha Christie. 47
Hver er sá seki?
— Tuttugu mínútur? Hálftíma?
— Eitthvað þar um kring. ;
— Ekki lengur?
— Ekki lengur en hálftíma.
— Þakka yður fyrir, Mademoiselle.
Ég horfði forvitnislega á hann. Hann var: að raða
simáhlutum ,sem stóðu á borðinu. Augu lians ljóm-
uðu. mm 111 m
— Þetta er nóg sagði fulltrúinn.
Úrsúla Bourne fór. Fulltrúinn sneri sér að ung-
frú Russell.
— Hve lengi hefir hún verið hér? Hafið þér afrit
af meðmælabréfinu hennar?
Án þess að svara fyrri spurnin inn og skilaði aftu
Russell yfir iað )<ommóðu og tók þaðan bréfa-
bunka. Hún tók eitt bréfið fram og rétti fulltrú-
anum.
— Ójá, sagði hann. Það virðist vera í lagi. Frú
Rikhard Folliott, Marby Grange, Marby. Hver er
sú kona? '
— Það er heldri kona, sagði ungfrú Russell.
— Það er svo, sagði fulltrúgunni gekk ungfr
meðmælabréfinu. Þá skulum við snúa okkur að
hinni stofustúlkunni.
Elsie Dale var há vexti og ljós yfirlitum, dálít-
ið barnaleg á svip, en ekki ólagleg. Hún var fús á
að svara spurningum okkar, en virtist mjög beygð
vegna peningahvarfsins.
— Ég er á því að hún sé saklaus, sagði fulltrúin
þegar hún var farin. En hvernig er Parker.
Ungfrú Russell herpti saman varirnar, en svar-
aði engu.
— Ég hefi á tilfinningunni að eitthvað sé bogið
við þann mann, — hélt fulltrúinn áfram,. Verst er
að ég get ekki skilið hvenær hann ætti að hafa haft;
tíma til þess. Hann var önnum kafinn strax eftir
miðdaginn, og hann hefir góð og gildf vitni að því
hvar h^nn var það sem eftir var kvöldsins. Ég
veit það, — (hefi ,rannsakað það gaumgæfilega.
Jæja, þakk yður fyrir, ungfrú Rússell. Við verð-
um að láta þe,tta mál bíða. Trúlegast er að Ack-
royd hafi sjálfur borgað peningana.
Ráðskonan kvaddi okkur mjög þurlega.
Við Poirot urðum samferða út úr húsinu.
■— Ég er að velta því fyrir mér, hvaða skjöl
það hafa getað 'verið, sem Ackroyd var svona
sárt um. Skyldi ekki liggja þar ráðning gátunnar.
Ritarinn sagði, að engin sérlega þýðingar-
mikil skjöl lægju á skrifborðinu, sagði Poirot ró-
lega.
— En hvernig þá--------, ég hætti og sagði ekki
meira.
— Yður finnst það undarlegt að Ackroyd skyldi
verða svona vondur vegna smámuna.
— Voru það þá smámunir?
— Já, það er ekki hægý að álita annað.
— Auðvitað getum við ekki vitað hvaða skjöl
þetta hafa verið. En Raymond sagði — —
— Sleppum Raymond. Hvernig lefst yður á stofu-
stúlkúna?
— Úrsúlu Bourne?
— Já.
— Mér leist frekar vel á hana, sagði ég hikandi.
— Leist frekar vel á hana, sagði Poirot og lagði
áherslu á frekar.
Hann tók eitthvað upp úr vasa sínum og fekk mér.
— Viljið þér sjá þetta, vinur minn. Sjáið þér til.
Hann rétti mér pappírsörk. Það var listinn yfir
heimilisfólkið, er fulltrúinn Jrafði gert, og látið
Poirot hafa. Poiroit benti mér á lítið blýantsmerki
er se(t hafði verið á eftir nafni Úrsúlu Bourne.
— Þér hafið ekki tekið eftir því síðast, en það
var ein persóna á listanum, sem hafðf engan til að
votta fjarveru sína er morðið var framið: Úrsúla
Bourne.
— Þér haldið þó ekki -----
— Doktor Sheppard, ég þori ekki að halda neitt,
Úrsúla Bourne getur hafa myrt herra Ackroyd,
en ég fæ ekki séð neina ástæðu fyrir hana til að
fremja glæpinn. Getið þér það?
Hann horfði lengi á mig, svo lengi að mér fór
ekki að verða um sel.
— Ég sé heldur enga ástæðu til þess, sagði ég
ákveðið.
Poirot lét undan. Hann hrukkaði ennið og taut-
aði við sjálfan sig:
— Sá sem kúgaði peninga út úr frú Ferrars var
karlmaður, eftir því getur hún ekki hafa gert það.
Ég ræskti mig.
— Annars var það ekki — — hóf ég máls hik-
andi.
Hann sneri sér við og leit á mig.