Þjóðviljinn - 25.01.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.01.1939, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Miðvikiudaginn 25. jan. 1939. Dar sem Qllir iaps. Brœðslumaður lýsir hinu óhæfa bræðsluÍYrirkomu- lagi á ísfiskveiðum og gerir iillögur iil bóia- Einn þáttur hagnýtingar afla togaranna er lifur fisksins. Úr henni er unnið lýsið, og mun flestum útgerðarmönntím vera það ljóst, að sá þáttur fram- leiðslunnar er harla veigamik- ill. Á síðastliðnu ári mun liíur úr einum þorski eða upsa hafa komizt í ieins hátt verð og búk- urinn. Eins og gefur að skilja, et ekki sama hvernig lifrin er meðhöndluð, meðan verið er að vinna úr henni lýsið, — og eins og í flestum greinum iðnaðar hefur þekking á eðli og efna- samsetningu lifrarinnar og tæknin á hverjum tíma ráðið úrslitum um'hvernig tekizt hef- ur að gjörnýta hana. Allt fram til 1927 og 28 var lifrin lájtin í tunnur, flútt í land að aflok- inni veiðiferð og brædd í liandi, Rannsóknir á síðustu tímum hafa leitt í ljós að lifrin þolir alls ekki svo langa geymslu ó- brædd, án þess að hin mikla bætiefnaauðgi hennar fari mjög forgörcíum. Petta leiddi til þess að byrjað var að bræða hana um borcj í tiogurunum. Var það fljótséðiur gróði, bæði hvað verðmæti snerti og svo hvað mikið pláss sparaðist um borð í sjálfum skipunum, því að í staðinn fyrir t. d. 120 lifrartunn- ur, senr hrúgað var á bátapall og afturdekk, kiomu nú 50—60 lýsistunnur. Þessi aðferð að bræða lifr- ina um borð var frekar ein- föld og það hefur verið flestum aðilum ljóst, að mikið hefur far- ið forgörðum af verðmætum, þó batnað hafi. frá þvl sém áð- ur var. Mun drepið nánar á það síöar í greininni. Það var á öndverðu sl. ári að bræðurnir Ásgeir og Bjarni Þior- steinssynir höfðu fundið upp endurbætur á lýsisvinnslunni,er gerði mögulegt að vinna miklu meiri verðmæti úr lifrinni en áður og hirða hið svokallaða kvoðulýsi, sem áður var dælt í sjóinn til mikillar ánægju fyrir sjófuglana okkar. Annar þessara mætu bræðra er nú hniginn fyrir örlög framj í blóma lífsins til ómetanlegs skaða fyrir at- vinnu- og framkvæmdalíf þjóð- ar viorrar, bæði hvað persónu- leik og atorku snertir. Og ég get ekki stillt mig um þó rúmið sfé lítið að geta þess að við bræðslumenn, sem getumvegna starfssviðs okkar mörgium frem- ur metið að verðleikum hina inikilvægu endurbót á lýsis- vinnslunni, hörmum þau örlö’g, sem hrifu þennan vinsæla at- orku- og hæfileikamann svo snögglega út úr atvinnu og framkvæmdalífi þjóðarinnar. Útgerðarmenn hafa eflaust fljótt séð hagnaðinn við hina nýju aðferð, enda fengu þeir lýsisvinnsluáhöldin með beztu hugsanlegum kjörum, sem sé að greiða þau með kvoðulýs- inu, sem áður var hent. Nú hefur verið í stórum dráttum lýst sögu þessarar at- vinnugreinar. En svo kemur að- alefni greinar þessarar, og það er tilhögun útgerðarmanna um starfræksluna. Á saltíiskveiðunum er bræðslu; maður, sem ekki gerir annað en að sinna þessu starfi, bræða Iifrina, fylgjast með mæl ingum hennar úr hendi háseta og dæla kvoSunni á tanka og lýsinu á tunnur. Og er það ær- ið nógur starfi í meðal aflatúr- lum. Eins og gefur að skilja krefst meðhöndlun svo dýrrar vöru sem lýsið* er mikillaf vandvirkni og kunnáttu. En svo eru ísfiskveiðarnar. Á þeim hefur útgerðarmaðurinn ekki séð þörf á að hafa niokkjurn sérstakan bræðslumann. Hann ier um borð í skipinu en skráð- ur sem háseti og verður að gegna öllum hásetastörfum. Að- ieins í því tilfelli að skipið veiði aðeins þann fisk, sem hefur hverfandi lítið lifrarmagn, kiola ýsu, lúðu, getur þetta gengið skaðlítið fyrir alla aðila, en strax og eitthvað veiðist af þorski og spraki fer málið að horfa öðru vísi við, svo sem nú skal frá skýrt. Samkvæmt gildandi samning- um fá hásetar greidda vissaupp hæð fyrir hverja tunnu af lifur óunninni, sem er svo skipt á milli þeirra, þ. e. a. s. útgerð- armaðiurinn kostar sjálfur vinslu hennar. En með því að bræðslu maðurlnn er skráðMr háseti, tekur hann einn liírarhlutinn al- gerlega ranglega á kostnaðhá- setanna. Sá tími, sem þessi há- seti tekur til að bræða lifrina, ler á kostnað hásetanna. Nú vita aílir að ísfiskstúrar togaranna einkum að áliðnu hausti slaga loftast liátt upp í saltfisktúra að lifrarmagni. — Berst oft að svo mikið af fiski að ekki hefst undan að taka innan úr honum og ísa hann. í slíkum tilfellum er lifrarbræðsl- an oft alvarlega vanrækt. Kass- ar lifrarinnar eru fylltir, býæðslu maðurinn tekinn úr aðgerðinni og sagt að bræða og vera nú fljótur. Þegar hann er byrjaður að sjóða lifrina er hann svo kvaddur til að „taka trollið“, verður þá að hlaupa frá hálf- braaddri lifrinni, sem verður að sjóðast vissan mínútufjölda. Og getur þá hver maður séð út- komuna: hálfunnið lýsið bíður, skemmist, tapar efnum oglend- ir í nr. 2 eða jafnvel 3 og vita allir útgerðarmenn hvað það þýðir: helmingi minna verð heldur en ef bræðslumaðiurinn hefði fengið að sinna síjnu starfi iog framleiða Iýsi nr. 1. Svo ér líka það, að lifrin þol- ir ekki að liggja óbrædd marg- ar klukkustundir. Hún slæst til í lifrarkössunum og lýsið renn- ur úr henni og fer forgörðium. I stuttu máli kemur þettla, þannig út að við þessa tilhögun tapa allir aðálar. 1. Útgerðarmaðurinn tapar: þ. e. hann fær minna lýsi, lakara lýsi, verðminna lýsi. 2. Hásetar tapa: eru látnir greiða bræðslumanni lifrarpre- míu, sem er beinlínis stolið af þeim, þar sem útgerðarmaður á samkvæmt samningum að greiða bræðslumanni premíu af unnu Ijisi. 3. Bræðslumaðurinn tapar: Því að lýsispremía er oftast töluvert hærri en lifrarpremían. Og eitt enn, til að undirstrika ennþá betur hina neikvæðuhlið þessa fyrirkomulags fyrir út- gerðarmenn: Bræðslumanni er greidd mismunandi premía af lýsinu eftir gæðunr þess og er það því bæði tap fyrir bræðslu- rnenn og útgerðarmenn, þegar bræðslumönnum er þrælað svo út, að þeir fá ekki tæ!kifæri til að framleiða góða vöru. Það eru sameiginlegir hags- munir háseta, bræðslumanna og útgerðarmanna, að hér verði strax gerð á breyting til batn- aðar: Bræðslumaðurinn á ísfisks- túmum sé algerlega kostaður af útgerðinni, en alís ekki sent háseti né, taki af þeirra hLut. pað fyrirkiomulag borgar sig fyrir alla aðila. Bræðslumaður. i Fréttabréf frá Norðfirði Tíð hefur verið hér umhleyp- ingasöm og snjór orðinn nokk- uð mikill. Héðan fara á vertíð: Til Sandgerðis' 5 eða 6 bátar, til Vestmannaeyja verða leigð- ir 3, um átta bátar verða á Hornafirði, stóru bátarnir Sæ- finnur og Sleipnir verða gerð- ir út á Suðurlandi, en þriðja skipið, Stella, verður ekki gerð út fyrr en á síld. Atvinna er hér engin sem stendur fyrir verkamenn, en smiðir hafa nokkra vinnu við endurbætur og viðgerðir á bát- um. Skíðakennari er væntanleg- ur hingað í vetur. Heilsufar er gott. ,,Óskastundin“ var leikin hér af Verklýðsféláginu þrisvar við góða aðsókn. Iþróttafél. Þrótt- ur er nú að æfa „Gleiðgos- ann“. Rekstur bæjarins er mjög erfiður, en nýi hreppstjórinn er duglegur og virðist ætlia að verða vins’æll í starfinu. Hafnarsjóður tapar í ár þeim 20 þús. kr., sem var hlutafé hans í Togarafélagi Neskaup- staðar. Stofnun hins pólitíska verzlunarfélags kratanna mæl- ist mjög illa fyrir, þar sem stjórnarmeðlimir og starfsmað- ur P. A. N. eru höfuðpaurarnir í hinu nýja félagi sem stofnkð er til höfuðs P. A. N. Er þetta fólskubragð gegn neytendasam- tökunum, og þykir lí;kl;egt að Framsóknarflokkurinn hefði ekki tekið það neinunr vetlinga- tökum, ef einhverjir meðlimif kaupfélags hér eða annarsstaðat hefðu klofið það og stofnað ann að gegn því. L. J. Nýír kaupendur fájklaðíð ókeyp- ís fil mánaða- móta. Ætlar íhaldið að ráðast á m pvottakvenna? Á fundi bæjarstjórnar umfjár- hagsáætlun bæjarins kom fram tillaga frá H. H. E. fulltrúa í- haldsins í bæjarstjórn, þess efnis að athuga skyldi, hvort ekki mætti lækk^a laun ndkkurra starfsmanna bæjarins og með því færa niður útgjöld hans. Tillagan var samþykkt með atkvæðum íhaldsmanna og vís- að til bæjarráðs. Og hverjir af starfsmönnum bæjarins eru það svo, sem flutn- ingsmaður þessarar tillöguheld- ur að hafi of hátt kaup fyrir sína vinnu? Þessir starfsmenn eru þvottakonur barnaskólanna! Og hver eru svo hin gífurlegu laun þessara þjóna bæjarins? Þvottakonur barnaskólanna munu hafa ca. 60—70 aura urn tímann og sækja vinnuna dag- lega hvaðanæfa úr bænum fyr- ir 2—3 tíma. Þetta eru þá laun- in, sem H. H. vaxa svo í aug- um! Hvað viðvíkur samanburði við skóla, sem flutningsmaður gerir í tillögu sinni, þá má vel vera, acj í þeim skóla, sem hann stjórnar, og ef til vill fleirum séu goldin enn lægri laun en þetta fyrir ræstingu og sýnir það þá bara áhuga flutningsm. fyrir því, að bærinn sé fyrir- mynd annara sbofnana í því að greiða þvottakionum lágt kaup. Tillaga þessi sýnir vel hug í- haldsins til verkafólks, eins og hann er og hefur alltaf verið, og kemur fáum á óvart. Hér endurtekst gamla sagan, til hvers íhaldið grípur, þegar það ætlar að fara að spara, f- að ráðast alltaf á garðinn, þar sem hann er lægstur, og velta byrð- um fjármálaóreiðunnar yfir á bak þeirra lægra launuðu eins og bezt sézt á fjárlagafrumvarpi íhaldsins í bæjarstjórninni. Sparnaðarráðstafanirnar þess hníga allar í þá átt að skera niður framlög til hagsbóta fyr- ir verkalýðinn. En þó er þessi tillaga H. H. eitthvað það lúa- legasta, sem fram hefur komið í sambandi við þessa fjárhags- áætlun. Því það geta allir heil- vita menn séð, að þó að klipið væri af þessum launum 40—45 stúlkna, þá gerði sú upphæð hvorki til né frá fyrir afkomu bæjarins. En þó mætti H. H. og öðr- um „goffinteresseruðum“ mönn lum í bæjarstjórninni takast að kría út styrk handa Golf’klúbbn- um fyrir þessa peninga frá þvottakonunum, og hefur það kannske vakað fyrir flutnings- manni. Svo væri ekki úr vegi að líta á blaðaskrif íhaldsins í þessu sambandi. Sama daginn sem þessi tiílaga er samþykkt, vellur lýðskrumið út yfir barma Morgunblaðsins og Vísis. Þau heita á kjörfylgi verkamanna við lista sinn í stjórnarkosning- unum í Dagsbrún. Þessum mönnum eiga verkamenn þessa bæjar að trúa fyrir því, að semja um kaup sitt og kjör og vernda hagsmuni sína! Þessi tillaga H. H. vekur okk ur þvottakonur til umhugsunar um það, hver nauðsyn okkur er á því að fylkja okkur inn í féfagsskap þvottakvenna til þess að verjast árásum íhaldsins á kaup okkar og kljör og gera það svo stelkt og öflugt, að það geti hrundið hverskonar kaupkúgunartilraunum verka- lýðsfjendanna. Og víst er um ma Barátía fyrlr síbrelðsla Ujóu- viljans er hafin. Sósíalístafélag Reyhjavíhur ákveður að ná mínnst 300 nfjum kaupendum fyrír lok febrúarmánaðar. Verkalýðurinn á aðeins eitt dagblað í Reykjavík, sem talar m'áli hans, berst hiklaust fyrir hagsmunum hans og rétti. Það er Þjóðviljinn. Sósíalisminn á aðeins eitt málgagn, sem daglega ber boð- skap hans lil þjóðarinnar. Það er Þjóðviljinn. Eining lýðræðisaflanna gegn fasismanum á aðcins einn mál- svara, sem daglega hvetur fólkið til að sameinast til varnar mannréttindum sínum og frelsi, gegn harðstjórn og kúgun fasismans. Það er Þjóðviljinn. Þjóðviljinn þarí að komast inn á hvert einasta heimili, til þess að tala máli þeirrar stefnu, sem allt veltur á að verði nú ofan á í huminum ef forða á menningunni frá glötun. Jafn- framt uppfyllir Þjóðviljinn þær sjálfsögðu kröfur, sein menn gera um daglegan fréttaflutning, skemmtilestur o. s. frv. Sósíalistafélagið hefur nú ákveðið að hefja skarpa sókn fyrir Þjóðviljann í Reykjavík. Dcildir félagsins hafa rætt út- breiðsluna á undanförnum fundum. Sóknin á að standa til febrúarloka. Takmark félagsins er að fá 300 nýja áskrifendur, en deildirnar liafa sett sér takmörk, er samanlagt eru hærri. Allir meclimir Sósíalistaflokksins og velunnarar Þjóðvlljans eiga að taka þátt í þeirri sósíalistisku samkeppni, sem nú hefst um útbreiðslu Þjóðviljans. Safnið áskrifendum hvar sem þið eruð;, í félögum, á vinnustöðvum, 'á hdmilum o. s. frv. og tilkynnið þá til afgreicslu Þjóð\i!ians, Austurstræti 12, sími 2184. Blaðið mun jafnóðum birta hvernig söfnunin gengur og hvernig hver deild stendur sig. Hver maður til starfa! það, að H. H. hefði verið jafn kært að gera ti'raun til þess að lækka laun verkamanna bæjar- ins eins og verkakvcnna, en þar er Þrándur í Götu. Þar er ekli um sundraðan verkalýð að ræða cins iog þvottakonur barnaskól- anna, heldur sameinaðan í sfnu fagfélagi, þ.að reið baggamun,- inn. Þvottakonur! Geiirt a'lar sem ein meðlimir í félagi vkkar, Þvottakvennaféla; ina ,,Freyju“! Þá, en ekki fyrr erunr við þess megnugar aö hiiida af hönd- um okkar hverskonar árásum á vinnu og lífsafkomu okkar. pvottakona. Um allan hdm er unnið að fjársöfnun rjg annarri hjálp til spönsku barnanna, til að lina þjáningar þeirra af stríöinu, og sjá þcim fyrir fæði, fötum og öðru nauðsynlegu. Þúsundir munaðarlausra spanskra barna iiafa v'eiið tekin til annarra Landa. Myndirnar hér að ofan eru frá skemmtisamkomu sem franska Spánarhjálpin hélt sþönsku börnunum í Farís um liátíðariiar. Dtbetifð ÞjáfflM

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.