Þjóðviljinn - 29.04.1939, Side 4
a/s Ný/a b'ib a§
- < . , ■ , ,f, t - y
Amcrísfe
skyndífracgd
(Ntothing Sacred)
^merísk skemmtimynd
frá United Artists þarsem
óspart er dregið dár að
því hvemig máttur aug-
lýsinganna getur á svip- j
stundu gert menn að nokk
ursfcfonar þjóðarhetjum í
^meriku.
Aðalhhitverkin leika af
miklu fjöri
CAROLE LOMBARD
,og
FREDRIC MARCH
Myndin er öll tekin í
eðlilegum litum.
AUKAMYND
Mickey í sumarfríi.
Mickey Mouse teiknimjud
♦ J - T
Ur borglnnl
Næturlæknir: Daníel Pjeldsted
Hverfisgötu 46, sími 3272.
Næturvörður er í Ingólfs- og
Laugavegs apóteki.
tJtvarpið í dag:
(10,00 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp-
13,00 Dönskukennsla, 3. fl.
15.00 Yeðurfregnir.
18.15 Dönskukennsla.
18.45 Enskukennsla.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfréttir.
19.40 Auglýsingar.
19,50 Fréttir.
20.15 Leikrit: „Milli hjóna”, eftir
frú Estrid Falberg-Brekkan
(Brynjólfur Jóhannesson, Þóra
Borg).
20.45 Útvarpstríóið leikur.
21,05 H1 jómplötur: Kórlög.
21,30 Danslðg.
(22,30 Fréttaágrip).
24,00 Dagskrárlok.
1. maí fagnað heldur Sósíalista-
félag Reykjavíkur og Æskulýðs-
fylkingin í K. R.-húsinu mánudag-
inn 1. maí. Dagskrá kvöldsins er
mjög fjölbreytt. Aðgöngumiðar
verða seldir í Hafnarstræti 21 á
sunnudaginn og eftir kl. 2 á
mánudag og kosta þeir kr. 2,50.
Milli hjóna heitir leikrit eftir
frú Estrid Falberg-Brekkan, sem
þeikið verður í útvarpið í kvöld kl.
20,15. Brynjólfur Jóhannesson og
Þóra Borg leika.
Skipafréttir: Gullfoss var á Ön-
undarfirði í gær. Goðafoss er í
Hamborg, Brúarfoss er í Kaup-
mannahöfn, Dettifoss er á leið
til Grimsby, Lagarfoss er i Rvík,
Selfoss er í Rotterdam, Dronning
Alexandrine er á leið til landsins
frá Kaupmannahöfn. Súðin fer
héðan austur um land á morgun
kl. 9 síðdegis.
Frá höfninni: Þessir togarar
komu af saltfiskveiðum í gær.
Belgaum með 60 föt, Egill Skalla-
grímsson með 80 föt og Geir með
73. Ennfremur kom Brimir af
ufsaveiðum með á milli 80 og 90
tonn, þýzkur togari kom hingað
til þess að fá sér kol og vistir og
ennfremur þrír norskir línuveið-
arar.
Dvöl, 1. hefti 7. árgangs er ný-
komið út. Hefst hún á grein um
timaritið eftir ritstjórann. Þá eru
í ritinu ennfremur: Sagan um vís-
indamanninn og einræðisherraiin
eftir Lion Feuchtwanger, Gerfi-
vörur eftir Eðvarð Árnason síma-
verkfræðing, 1 sömu sporum,
kvæði eftir Pétur Benteinsson,
Gömlu hjónin, saga eftir Sillan-
paá, Fólkið á ströndinni og íslen*k
menning eftir Jón Magnússon,
„Hinn mikli morgun”, kvæði eftir
Guðmund. Böðvarsson, Stenka
Rasin, saga eftir Karin Michaelis,
Reykjavíkurstúlkan 1939, eftir
Þórarinn Guðnason, Hæ þú, kvæði
eftir Ragnar Jóhannesson, Smá-
munir, saga eftir Rósu Þorsteins-
dóttur, Brúin yfir hafið, eftir
Richard Beck, Tvær konur eftir
1 Vigfús Guðmundsson, Uenora,
saga eftir E. A. Poe, Karel Capek
látinn eftir Ján úr Vör, Pétur og
i dauðinn, kvæði eftir Sverrir Ás-
kellsson. Auk þess er í ritinu ým-
islegt fleira smávegis. Af þessu
yfirliti sést að efni Dvalar er
mjög fjölbreytt, enda mim nú svo
komið, að hún er orðin eitt vin-
sælasta tímarit vort.
Ármenningar fara í skíðaferð í
Jósefsdal í kvöld kl. 8, og i fyrra-
málið kl 9. Farmiðar seldir í verzl.
Brynju og á skrifstofu félagsins.
Farið er frá Iþróttahúsinu.
Verkalýðsfélögin hér í bænum
halda 1. maí fagnað í Iðnó í kvöid
kl. 8,30. Vegna þess hve erfitt var
um húsnæði neyddust verkalýðs-
félögin til þess að halda þessa
skemmtun í kvöld, en ekki 1 maí
eins og annars mundi hafa verið.
Karlakór verkamanna.
Mætið allir í kvöld kl. 8,30 í
V erkamannaskýlinu.
iri 'A 1 3
M,s. Skaftfellíngur
hleður til Öræfa iog Skaftáróss
þriðjudaginn 2. maí n.k. Tekur
einnig flutning til Víkur ef rúm
leyfir. j
MorgimblaðidJ
fyrír nokkrum
árum um 1. máí-
háfíðahðld
verkalýðsíns
Eins og kunnugt er ætlar í-
haldið að þessu sinni að efna
til 1. maí hátíðahalda. Munu
þar fyrst og fremst verða þátt-
takendur þeir, sem undanfar-
in ár hafa staðið fyrir utan
og skemmt sér að því að
draga dár að verkamönn-
um og baráttu þeirra. Til
þessa tíma hefur Morgunblað-
ið farið mjög háðulegiun orð-
um um þessa baráttu verka-
manna og hátíðahöld þeirra.
Skulu hér sett tvö dæmi mn
hug Morgunblaðsins á undan-
förnum árum. Birtust þau
bæði í Morgunblaðinu 2. maí
fyrir nokkrum árum:
„En sennilega taka þeir (þ.
leiðtogar verkamanna) það til
yfirvegunar hér á eftir, hvort
það er ekki flokknum fyrir
beztu að leggja niður þessar
„göngur”, sem eru ekki annað
en útlendur apaskapur”.
„Það (þ. e. Alþbl.) hefur
sjálfsagt vitað, að skynsamt
fólk hefur andstyggð á þess-
um skrípaleik, sem hinir svo-
nefndu „leiðtogar” háfa efnt
til árlega þennan dag”.
Skýrsla Gordjenko
FRAMHALD AF 1. SÍÐU.
þetta bætist að víða verðum við
að fljúga yfir lítt könnuð lönd þar
sem flughafnir og lendingarstaðir
eru sjaldgæfir.
Reynt verður að halda stjóm
flugvélarinnar fast við hina á-
kveðnu leið, en við getum búizt
við að verða að fljúga „blindflug”
gegnum stormsveipi og þokur.
Auk venjulegs áttavita höfum
við gyroáttavita, rafbylgjuátta-
vita og sóláttavita og önnur full-
komnustu tæki.
Við gerum ráð fyrir því að
fljúga yfirleitt mjög hátt, þar
sem við verðum þá fljótari í för-
um.
Það er engin hending að Vladi-
mir Kokkinaki er falin fomsta
þessa erfiða flugs — Kokkinaki
er alkunnur fyrir djörf hæðarflug.
Fjöldi veðurstöðva láta okkur í
té veðurskeyti meðan á förinni
og undirbúningi hennar stendur.
Þó er það ætlun okkar að standa
í stöðugu radíósambandi við
Moskva.
Við leggjum í þessa för á at-
hyglisverðu tímum í þjóðlífi Sov-
étríkjanna og öreiga allra landa,
1. maí-hátíðahöldin em framund-
an.
Okkur er það hmn mesti heiður
í sambandi við 1. maí hátíða-höld-
in, að geta sýnt öllum heimi ár-
angur flugtækninnar í Sovétrikj-
unum”. Fréttarítari.
Kvðldskemmtnn
heldur 1. maí-nefnd verklýðsfélaganna í Iðmó í kvöld f29.
apríl kl. 9 siðdegts.
TIL SKEMMTUNAR VERÐUR:
Ræðuhöld.
Lúðrasveit.
Upplestur.
Dans o. fl.
Aðgöngumiðar fást á skrifstofunni í Hafnarstræti 21 ídag
Fyrsta maí-nefnd verkalýðsfélagann'a.
Rússneski flugmaðurinn, Oromoff,
sem fynír nokkru síðan varð fræg-
ur fyrir flug sitt milli Moskva
og Kaliforniu, er nú að undirbúa
viðíkomulaust flug frá Moskva til
Moskva, hringinn í kringum hnötC
inn. Ætlar hann að fljúga alla leið-
ina á sömu breiddargráðu og
Moskva er. Sænskt blað, er segir
frá pessari fyrirætlun, segir, að ef
þetta takist, eigi menn ekki anrtað
eftir en að fljúga umhverfis jörð-
ina um miðjarðarbaug. Næst verði
menn svo að fara að leita fyrir sér
um för til tunglsins.
**
Dómarinn: Ég vil vekja athygli
vitnisins á þvi að segja ekkert ann-
að cn það sem það hefur séð eða
heyrt og fyrir alla muni að vern
ekki með neitt slúður, sem aðrir
hafa sagt.
Vitnið: Ég skil.
Dómarinn: Þá getum við byrjað.
Hvenær er vitnið fætt?
■I
Vitnið: Ég hef ekkert fyTÍr mér í
þeim efnum nema annara manna
frósögn.
**
Blað eitt í Nevv York skýrir frá
því nýlega, að þýzkunám ameriskra
bama hafi minnkað uin 30°/o síðan
Hitler kom til valda.
**
Læknir1 nokkur í Kanada, Wilton
að nafni, hefur tekið sér fyrir hend-
ur ferð um byggðir Eskimóa til þess
að sannfrast um að hve miklu
Ieyti þeir þjáist af ýmsum venju-
legum kvillum hvitra manna. Komst
læknirinn að þeirri niðurstöðu, að
enginn Eskimói, sem ekki hefur haft
einhver viðskipti við hvíta menn
hafði tæringu. Sykursýki var óþekkt
meðal þeirra og æðakölkunar varð
hann sjaldan var, og þá helzt hjá
þeim er tekið höfðu upp að ein-
hverju leyti hætti hvitra manna. Þá
voru og tannskemmdir nær óþekkt-
ar meðal frumstæ&ustu eskimóa-
þjóðflokkanna, og frjósemi æ meiri
eftir því sem þeir höfðu að minna
leyti tekið upp liáttu hvítra manna.
Fer vitnisburður þessi mjö|g í sömui
átt og Vilhjálms Stefánssonar, sem
mun vera allra núlifandi manna
kunnugastur á þessum slóðum.
0aml&r3)ó %
Loffiundur-
skeyfí 48
Afar speimatidi og stór-
fengleg njósnarakvíkmynd
tekin með aðstoð sérfræð-
inga frá tékkneska her-
málaráðuneitinu og hins
tékkneska lofthers.
Aðalhlutverkin leika:
OTOMAV KORBELÁR
ANDREJBARAG og
ZITA KABÁTOVA
inBaaHBOMBHHBÍ
Leikfél. Reyklafiltar
„Tengdapabbí"
Sænskur gamanleifcur í 4 þátt
um, eftir Gustaf Geijerstam.
Sýncig á morgun kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á;
morgun.
TU
helgar-
lunar
Kjöf af nýsláfruð-
um ungum nauf~
um
firænmeti
lækkað
hans Kirk: Sjómenn 74
gelið þið séð bæði af einu og öðru, að þeir ætla sér
að leggja í okkar vatni.
PaS getum við ekki láliö þeim haldast uppi, sagöi
Anlon. Þegar við keyplum það, þá hlógu þeir að
okkur og fannst, að við keyptum það alltof dýru
verði. Nú er öfundin komin upp í þeim, af því þeim
fnnst að við veiðum oí mikið. Flestir sjómenn hér
hafa svo léleg veiSarfæri. En ]>aS segi ég, aS komi
þeir á mitt vatn, þá ríf ég staurana þeirra upp.
Nei, nei, Anton, sagSi Tómas felmtsfullur. Látum
oss nú fara að öllu með lempni, viö erum þó trúaðir
menn.
PaS er sall, varS Anton aS viSurkenna. Eg veit það
vel, aS ég á erfiit meS að hafa hemil á sjálfum mér
Páll náði nú í afsaliS og Jas það upphátt. OrðalagiS
var gamalt og undarlegt, það var ekki auðvelt að
komast að meiningunni.
Væri ekki bezl aS snúa sér til málafærslumanns
spurði Lárus. En hinum fannst það ekki vera ráS.
Væri maSur f'yrst köminn í klærnar á því fólki, þá
var það verra heldur en nokkuS annaS. Nei, þaS vav
skynsamlegast aS koma hvergi nærri málafærslu-
manni.
Sko, lagnel, viS höfum rétt á þeim, það geta þeir
aldrei tekiS frá okkur, sagSi Páll, að svo miklu leyti.
sem ég get skiliS þetta skjal. Pegar við keyptum, þá
var líka sagt aS viS hefðum rétt til álaveiða. En nú
skal ég segja ykkur, hvað ég hef heyrt. Vestur i firð-
inum hafa þeir nýlega legið i málaferlum «m ein-
hver herragarðsrétlindi, og þar l'éll úrskurðurinn
þeim í vil, sem álitu, að réttindin næðu ekki nema
lil lagnefa. ViS verSum aS ganga úl frá því, aS mál
staður okkar er vafasamur, ef þessir menn parna
hinummegin standa fast á sínu. Pá höfum við verið
gabbaSir af þeim, sem seldu okkur — en viS getum
aldrei náS okkur niSri á þeim, þar sem við höfum
ekkert skriflegt.
Já, en livaS eigum viS þá aS gera? spurði Anlon.
ViS gelum þó ekki staSiS meS hendur í vösum og
horft á það, aS þeir leggi netin í okkar vatn.
AUir fjórir lilu á Tómas, sem hafSi ekki ennþá
lagt lil málanna. Mér finnst viS ættum að draga mát-
ið á langinn, sagSi hann. Eins og Páll, þá er ég i
miklum vafa um, aS við gefum náS rélli okkar. Eg
hcld, að það bezta, sem viS getum gert, sé að fara
yfir til mannanna og tala viS þá um málið. PaS er
hugsanlegt að við gelum komizt lijá ófriSi og sundur-
þykkju í ár, og þá er þó sá tími liSinn.
Vilt þú jríi fára þangaö? spurSi Lárus. PaS vil ég,
svaraSi Tómas. En ég vildi mjög gjarnan, aS Páll
kæmi með. Tveir eru betri en einn í svona málum.
PaS var afráðiS, aS tveir skyldu sigla yfir um dag-
inn eftir. PaS hlýtur þó aS vera trúaö fólk á meöal
þeirra, sem getur skiliS, livaS réttmætt er, áleit Ant»
on. PaS er þaS líka eflaust, samsinnti Tómas. ViS
viljum líka ógjarnan ganga á rétt nokkurs manns —
þaS vær bezt ef viS gætum komizt aS samkomulagi.
Peir lögSu af staÖ snemma um morguninn í vél-
báti Páls. VatniS geislaði ennþá í litskrúði sólarupp-
komunnar, og loítið var kall og hreint. Páll sat við
stýriS og reykti pípu.
Betur aö okkur gangi nú vel, sagSi Tómas, þegar
þeir voru komnir út á íjörSinn. Eg þekki einn helzta
sjómanninn þarna hinum megin, hann er frelsaSur,
og ég hafSi hugsaS mér, að bezl væri að snúa sér til
hans. — Hann hefur sjálfsagl áhrif meöal hinna.
PaS er nú dálíliS undarlegt, að viS skulum nú vera
á leiSinni lil þess að leita samkomulags svaraSi Páll
Eg minnisl þess, sem faðir minn sagði mér um sjó-
menn aö vestan í gamla daga. Peir voru hreint óviS-
ráSanlegt fóllc. Vestur í firðinnm stóð bær á nesi, og
þegar þeir voru á ferð inni í firSinum, kom þaS oft
fyrir, að ]>eii fóru þar i land og ráku fólkiS upp úr
rúmunum til þess að leggjasl þar sjálfir til svefns.
ÞaS þýddi ekki neitt aS kvarta; þaS var langt frá
öðru fólki. Afi minn var meS í því. —
Já, þaS voru slæmir tímar, sagði Tómas. PaS var
brennivíniS, sem leiddi þá úl í ógæfuna. Peir urSu
eins og villidýr, þegar þeir höfðu drukkiS.
Visl svo, sagði Páll. MóSurbróSir minn tæmdi
hálfpott á hverjum einasta degi áriS um kring, og
hann var ekki einusinni álitinn dryltkfelldur. Pað
var bara undarlegt, að þeir skvldu geta lifaS svo
lengi, þessir menn, því aS bindindismennirnir sanna
meS hagfræSilegum útreikningum, aS menn, sem
drekka ,ver8a ekki nærri því eins gamlir og bind-
indissmennirnir, og hann varS níutíu og þriggja.
Mér finnst nú, aS menn hugsi allt of mikiS um
hvað lengi þeir lifa, sagSi Tómas. PaS væri miklu