Þjóðviljinn - 14.05.1939, Blaðsíða 3
pjOÐV * ^ J i -< N
Og enn
Enn sendir (Stef)án mér
,,greinarkorn“ í Alþýðiubfaðinu
(26. apríl), sem er nokkuð á
þriðja þúsund orð. — Yfirlætis-
laus maður (Stef)án, en hefur
auðsjáanlega gaman af að
skrifa. Samt tilkynnir hann, að
með þessu „greinarkorni“ sínu
hafi hann tekið síðasta and-
varpið' í þessu máli.
I.
1. (Stef)án segir: Hafnar-
fjarðardeilan var ekki um . . .
viðurkenningu verklýðsfélags".
Ef jéæjarútgerðin og h.f. Rán
hefðu viðurkennt Hlíf sem rétt-
an aðila verkamanna í bæn-
um, hefði Hafnarfjarðardeilan
aldrei komið til greina. (Stef)án
segir ennfremur: „Verkamanna
félag........ Hafnarfjarðar
var á allan hátt löglegur aðili“.
Verkamannafélagið Hlíf var af
Félagsdómi staðfest sem hinn
löglegi aðni —- hversu sárt sem
(Stef)áni og hans nótum kann
að hafa sviðið það.
Slíkur málflutningur, (Stef)án
sæll, er „algert skeytingarleysi
um rétt og rangt“.
2. (Stef)án segir, að Helgi
Sigurðsson hafi „þanið lungun“
á bryggjunni. Já, Helgi Sigurðs
son talaði máli verkamanna á
bryggjunni — og spurði (Stef)
án ekki leyfis. En Hafnfirðingar
þurfa (Stef)án ekki til þess að
vitna um það hvaöa hafnfirzkur
verkamaður þenur mest lungun
— þeir vita það ófurvel.
3, (Stef)án talar um að ég ætti
að þylja Skjaldborginni „þakk-
argjörð“ fyrir það,að viðHlíf-
armenn fórum okkur ekki „að
voða“ í deilunni. Já, hvílík
þakkargjörð mætti það ekki
vera fyrir þá ,,umhyggju“(!)
að krefjast ríkislögreglu og
safna barsmíðaliði gegn okkur!
Hvað dettur þér næst í hug
(Stef)án góður?!
4. (Stef)án segir: „Það var
fyrst á síðustu árum, þegar
kommúnistar og klofningsmenn
Héðins tóku að reka erindi
sín í Hlíf, að félaginu fór að
hnigna að miklum mun“. Árið
1937 lVar Helgi Sigurðsson for-
maður Hlífar og Ölafur Jóns-
son í stjórn hennar. Pað ár
tókst að hækka kaup hafn-
firzkra verkamanna um 25 aura
á kl.st. Þá ,,hnignun“ kunna
hafnfirzkir verkamenn að meta.
Þegar stjórn Hlífar beitti 9ér
fyrir því 1937, að Bæjarútgerðin
og önnur fyrirtæki, komu sér
upp trönum til upsaherzlu, sem
vanrækt hafði verið, þá barð-
ist Skjaldborgin gegn slíkri
,,hnignun“ með hótunum um
að víkja Helga Sigurðssyni úr
fulltrúaráðinu vegna þeirrarbar-
áttu. Og ég man svo langt, þeg-
ar Þórður Þórðarson barðist
fyrir hækkuðu kaupi, að menn
Lofts Bjarnasonar og Ásgeirs
Stefánssonar komu í „einingu
andans“ og drápu það.
5- (Stef)án segir: „Verklýðs-
samtökin í Hafnarfirði eru um
30 ára gömul“. Alveg rétt. Og
(Stef)án var svo ógæfusamur að
nefn.a „klofning“ í því sambandi
vitandi það að ekki voru liðnir
nema 2 mánuðir síðan Skjald-
borgarforustan klauf þessi 30
ára gönrul samtök. Skjaldborg-
arinnar gerð var söm þótt hún
mistækist. Við sem vorum í
Kommúnistaflokknum við síð-
ustu bæjarstjórnarkosningar,
lögðum á okkur það erfiði að
drasla þeim kempunum, Emil
Jónssyni og Kjartani Ólafssyni
inn í bæjarstjórn. (Og töldum
Jagast (Stef)án
það ekki eftir). Að því loknu var
það eitt af þeirra fyrstu verk-
unr að reka úr A'lþýðuflokknum
Héðinn Valdimarsson, þann
manninn í flokknum, sem mest
hafði barizt fyrir því að sam-
eina verkalvðinn í einn flokk.
— Ef ég rnætti leggja þér
heilræði (Stef)án minn, þábless-
aður góði, minnstu aldrei á
„klofning“ framar.
6. (Stef)án talar um, að
,,þykknið“ í verkalýðsmálefn-
um bæjarins muni seint rofna,
ef dagar mínir og ,,sálufélaga“
minna séu ekki brátt taldir! —
Spámannleg orð!! Hitt er satt,
þykknið á lofti verklýðsmálanna
rofnar ekki til fulls, meðan til
eru innan verklýðshreyfingarinn
ar menn, sem víla ekki fyrir
sér að kljúfa hana, fái þeir ekki
einir ráðið skoðunum hennar
og gerðum.
7- Ef (Stef)áni finnst að „stjúp
dóttir“ mín kunni ekki að
meta „velvilja“ hans að verð-
leikum, má hann einhverju öðru
þar um kenna en því, að ég
hafi spillt að svo mætti verða,
og þykir mér næsta leiðinlegt
hve pilttetrið tekur sér þetta
nærri.
8. (Stef)án eyðir ekki einu
orði (af þessum nokkuð á 3.
þús. orðum) til þess að sanna,
á hvern hátt ég hafi ,,svikið“
mig inn á Bæjarútgerðina „í
því augnamiði að njósna um
hag og rekstur félagsins“ og
kýs heldur að teljast rógberi
af lélegustu tegund. — Það mæl
ir hver eins og hann er rnaður
til.
9. (Stef)án ver 280 orðum í
„stutta sögn“ um „róg og of-
sóknir“(!) okkar gegn „ritará
Alþýðuflokksfélagsins“. Qlati
hann ekki „æru“ sinni sjálfur
með einhverju „kjánalegupríli“
mun hún óskert látin af okkur.
Hinsvegar getum við ekki kom-
»ið í Veg fyrir að hann sé „sterk-
lega grunaður ium eitt og anrað.
10. Ég er (Stef)áni þakklátur
fyrir að vekja eftirtekt á því að
niður féll í grein minni, eftir:
„íslenzk skáld“ orðin: og rit-
höfundar.
11. (Stef)áni er velkomið að
koma til mín og ber,a saman
kunnugleika okkar á „fátæktog
erfiðleikum“, eða vill hann má-
ske heldur framtal í dálkum
dagblaðanna?
II.
Með ,,greinarkorni“ sínu —
noklcuð á þriðja þúsund orð —
auk fyrri greinar, (sem var nokk
uð orðfærri) hefur (Stef)áni ekki
tekizt að afsanna neina af þess-
um staSreyndum:
að Skjaldborgarforustan klauf
30 ára gömul samtök hafn-
firzkra verkamanna.
að Skjaldborgarforustan krafð-
ist ríkislögreglu gegn hafn-
firzkum verkamönnum;
að Skjaldborgarforustan undir-
bjó auk þess barsmíðalið
gegn hafnfirzkum verka-
mönnum;
að Skjaldborgarforustan tók
upp aþdnnukúgun að deil-
unni lokinni.
Minna þessar ritsmíðar lians
á söguna af manninum sem velti
steininum upp brekkuna og
missti hann jafnharðan niður
aftur. —- „Ánaleg“ dægradvöl
það. —
En eitt hefur honum tekizt
að sanna, að til var í Hafnar-
firði einn undanvillingur alþýðu-
stéttarinnar, sem kaus að verja
ósómann, verja svik Skjald-
borgarforustunrar við alþýðuna.
III.
TRÚ pJÓNUSTA.
Þá fer (Stef)án að ræða um
trúa þjónustu. Ég ætlaðist ein-
mitt til þess. Ég spyr ekki eins
og hann: „Eiga menn að vera
ótrúir þjónar?“ heldur: Hverju
eiga menn að vera trúir?
Gamall lærifaðir okkarbeggja
kvað eitt sinn:
„Sjáðu þetta fólk í fjötrum,
fátækt, snautt og reyrt í bönd,
köldu húsin, klæði úr tötrum,
kreppta lúna vinnuhönd.
Heyrirðu ekki hrópað á þig,
hjörtum þúsundanna frá,
sem í áþján, örbyrgð nauðum
æðra líf og betra þrá?“
Er það hið fátæka vinnandi
fólk, sem við eigum að vera trú-
ir, (Stef)án? Þú svarar þessu að
vissu Jeyti í grein þinni: „Á
slíkum tímum sem þessum, er
það beinlínis skylda allra, sem
alþýðunni unna, að þeir leggi
það eitt til málanna, sem nýti-
legt er, en ali ekki á óráðum,
eða hafi um hönd þá starfsemi,
sem með öllu er óalandi og ó-
ferjandi“.
Ég er sammála. Og mennsem
eru innan alþýðusamtakanna í
einhverjunr öðrum tilgangi en
þeim, að þjóna heill og velferð
alþýðunnar eiga þar ekki heima.
Ég hika ekki við að fullyrða,
að verk eins og Skjaldborgar-
forustunnar hér í Hafnarfirði,
að kljúfa samtök verkamanna,
að krefjast ríkislögreglu gegn
þeim, að safna barsmíðaliði
gegn þeim, og að beita vinnu-
kúgun gegn þeim, er „starfsemi
sem með öllu er óalandi og ó-
ferjand“. Og að taka upp vöm
fyrir slíka „starfsemi“ . er ekki
aðeins ,,óþörf“ og „ótrú“ þjón-
usta við alþýðuna, heldur einnig
sviksamleg þjónusta. En slíkt
er hin trúasta þjónusta við
Skjaldborgina.
(Stef)án! Okkur, sem héldum
að/ í þér byggi töluvert manns-
efni, þykir leiðinlegt hvaðahlut-
skipti þú héfur valið þér. Arð-
ránsstéttin, sem lifir sníkjulífi
á alþýðunni er óþörf, deyjandi
stétt. Það er ömurlegt þegar
nálykt de,yjandi stéttar leggur
af mönnum, áður en æfisól
þeirra er komin í hádegisstað.
Vonandi rennur þér blóðið
til skyldunnar til þeirrar alþýðu-
stéttar, sem þú ert vaxinn upp
úr og þú „sýnir það í verki“.
Það hefur aldrei þótt sérstak-
lega til fyrirmyndar, húsdýrið,
sem gjammar undan pilsfaldi
húsmóður sinnar. ’—
(Stef)án kýs enn að hyljanafn
sitt fyrir ljósi dagsins, mávera
að menn virði honum það til
nokkurrar vorkunnar.
Jón Bjarnason.
Verkamannabúsfaðítrnír
Framhald af 1. síðu.
að nú eru greidd 5% í vexti og af-
borganir af lánum þeim, sem á í-
búðunum hvíla, koma 4%. Þetta
er hægt að gera, því byggingasjóð-
urinn er orðinn svo öflugur að
hann getur væntanlega tekið á sig
þennan mismun, sem af þessu
kann að leiða.
Það er vissulega mikið þjóð-
þrifaverk, sem Byggingarfélag al-
þýðu hefur af hendi leyst, en von-
andi á það eftir að vinna enn
meiri afrek. Takmarkið er að hver
eina3ta íslenzk verkamannafjöl-
skylda eigi góða íbúð, að börn
hinna snauðu verði uppalin í jafn-
heilsusamlegum íbúum sem börn
hinna ríku, og húsaleiguokrið
hverfi úr sögunni.
Tengdapabbt
Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld gamanleikinn Tengda
pabba.' — Félagið fer nú að hætta störfum að þessu sinni
svo að nú fer að fækka um sýningar á þessum skemmtilega
leik. — í kvöld verða nokkrir miðar seldir á 1,50
.Myndin hér að ofan er af Brynjólfi Jóhannessyni og
Regínu Þórðardóttur.
„2000 maons sviít iifsframfærl
vetrarlangt ef ekki fæst innflntn-
ingnr byggingarefnis. - Bygginga-
menn knýjaennádyrvaldhafanna*'
Þetta var fjórdálka fyrirsögn I
í Morgunblaðinu 12. okt. 1938 I
út af vandræðum byggingar-
verkamanna þá, þegar ekki var
hægt að ljúka við allmörg hús,
sem voru í smíðum, sökum
skorts á byggingarefni.
Nú vantar byggingarefni til
að geta byggt 60 hús, sem leinka
framtakið strax er reiðubúið að
Hyggja, bara ef valdhafarnir,
leyfa innflutninginn á efninu.
Það er ekki aðeins vetrarvinn-
an, heldur bæði sumar- og
l vetrarvinna þúsunda, sem er
undir því komin að strax sé
hægt að hefjast handa. Og ekki
nóg með það. Þúsundir manna
hýrast í ólöglegum íbúðum, er
vitanlegt er að valda þeim
heilsutjóni, af því það er langt
frá því að nægilegt sé byggt
til að allir geti fengið að dvelja
í mannabústöðum. Og yfir
hundruðum fjölskyldna vofir
húsnæðisleysið í vetur, ef ekk-
ert er að gert.
Valdhafarnir hafa lækkað
laun byggingarmanna og rýrt
kjör allrar alþýðu — en lofuðu
atvinnuaukningu í staðinn. —
Verkalýðurinn krefst atvinnu-
aukningar. Hann krefst innflutn
ingsleyfis á byggingarefnum
tafarlaust. — En nú þegir Morg
unblaðið.
Eig.rskiptingin á Islandi 1938
í síðustu Hagtíðindum eru m. a. mjög eftirtektarverðar
upplýsingar um skuldlausar eignir á íslandi og er þar í fyrsta
skipti reynt að sýna, eigi aðeins skuldlausar eignir þeirra, sem
skattskyldir eru til eignaskatts, heldur og hinna, sem ekki ná
því að borga eignaskatt (eiga undir 5000 kr.). Niðurstaðan
verður þessi: Skuldlaus eign.
í Reykjavík eiga 2518 gjaldendur 54,3 milljónir króna
í kaupstöðunum — 1293 20,8 — _
j sýslunum — 3821 - 43,7 — —
Alls — 7632 118.8 — —
A sama tíma eiga þeir, sem ekki greiða eignaskatt, sem
hér segir:
í Reykjavik eiga 2846 skattleysingjar 5.6 milljónir króna.
I kaupst.. 1326 2.3 — — •
í sveitunum — 12782 21,5
Alls eiga 16°54 - 29,4 - —
Þessar tölur gefa strax nokkra hugmynd um misskiptingu
auðsins á íslandi.
7632 gjaldendur eiga llSmiIljónir króna í skuldlausum
( eignum, en tæp 17000 eiga undir 30 millj. samanlagt.
Það er ekki fjarri lagi að áætla að af þeim 7632 er greiða
eignaskatt, eigi fimmtungurinn, eða ca 1500 menn fjóra fimmtu
hluta allra skattskvldra eigna eða um 96 milljónir króna. Það
voru hlutföllin 1928 og munu sízt hafa orðið jafnari síðan. pá
eiga 1500 menn % milljónir af þeim tæpum 150 milljónum, er
þannig koma fram sem skuldlaúsar eignir, — en 24000 manns
aðrir eiga 52 milljónir til samans.
Og þegar þar ofan á bætist að 40 milljónir króna af eign-
um í Reykjavík koma ekki til skatts, þá fer að verða all-
greinilegt að eignastéttin í landinu hefur ekki tapað ein gífur-
Iega á undanförnum árum, eins og vissir menn vilja vera l.ta
Sunnudagurinn 14. maí 1939,
Vaitýr segir í leiSara Morg-
mblaðsins í gær frá gömlurn
nanni, vinnusömum og virðu-
legum manni, sem vildi fá að
vinna, en fékk það ekki. J?á fór
gamli maðurinn á kontórinn og
lekk sina 80 aura á dag. Iiann
lét orð íalla um að gæðum líís-
ns væii misjafnl skipt. Valtýr
sagði honum að þetta væri bara
heimskulegt ntidd, það vau i nú
hægrá sagt en gert að jafna
kjörin, þó að auðvilað væri
æskilegt að „fáir hefðu oí mik-
ið og fáir of litið”. Svo minnti
liann gamla manninn á söguna
um úrið, sem ekki var trekt
upp og hætti áð ganga. Ivigandi
þess braut lengi heilann um
hvað að úrskömminni gengi,
lolfsins datl honum í liug að
trekkja það upp, jtá var allt í
tagi og úrið fór al' stað. Sjá því
nú til karl minn, segir Valtýr,
nú ætlar Jónasma að trekkja
upp og þú skall sjá að þá fer
allt í gang, og það er bezta leið-
in lil þess að jafna kjörin.
Síðan hefur gamli maðurinn
verið að „velta því fyrir sér”
hvort Jónasína ætli að „trekkja
upp” atvinnurékendur eöa
verkamenn, Valtýr glevmdi að
segja honum það.
Norrænt Iista-
niannamót i
i Stockhólmi
í sambandi við norrænu lista-
sýning'una' í Svíþjóð verður sér-
stök „lista vika“ í Stokkhólmi
dagana 15.—22. júní. Ýmsir
i þekktir listafræðingar frá Sví-
þjóð, Danmörku og Finnlandi
flytja þarna fyrirlestra um list,
sömuleiðis nokkrir frægir lista
menn. Meðal ræðumanna verð
ur einnig menntamálaráðherra
'Svía, Arthur Engberg og form.
Norræna • félagsins, överstát-
hállare Northin fyrv. dóms-
málaráðherra. Nokkrir um-
ræðufundir verða á mótinu,söfn
in verða skoðuð og farnar ferð'
ir, meðal annars til Uppsala í
boði Norræna félagsinS. M29
þetta er ætlað listamönnilin^
kennurum og öðmm, sem 'éi
huga hafa fyrir listum. Þeif.iel
hug hafa á að taka þájtt í þesaut
móti, eða öðrum mótum Nor-
ræna félagsins, sem háð verða
í sumar verða að sækja um þátt
töku fyrir 20. maí til ritara Noþ.
æna félagsins í Reykjavík.
Sala á frystrí
síld tíl Þýzfea-
lands
Línuveiðararnir Gullfoss og
Ólafur Bjarnason eru lagðir af
stað í Þýzkalndsför með frysta
síld, sem Magnús Andrésson
hefur selt þangað. Ennfremur
liggur Hilmir á Akureyri og lest
ar frysta síld fyrir Þýzkalands-
markað, og mun liann leggja
af stað næstu daga.
Samkvæmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn fékk í gær er Gull-
foss þegar kominn til Þýzka-
lands, og mun hann hafa feng-
ið allsæmilegt verð fyrir síld-
ina.
Eftir því sem blaðið hefur
frétt er von um að áframhald
geti orðið á sölu ísvarinnar síld
ar til Þvzkalands.
i