Þjóðviljinn - 17.05.1939, Blaðsíða 3
J ö £> X . u J I :1 N
Miðvikudaginn 17. maí 1939.
Prófessor Sigfús Einarsson
Mínníngarord
Skarð er nú höggvið í garð
íslenzkrar tónlistar, er Sigfús
Einarsson er hniginn til jarðar
áhrifamestur og ótrauðastur
brautryðjandi tónmenntar með
þjóð yorri, vinum sínum og al-
þjóð harmdauði. Dauða hans
bar brátt að, en þjáningarlaust
lagði hann hinar hvítu hærur
sínar að banabeði.
Sigfús var fæddur að Eyrar-
bakka 20. janúar 1877 og
hafði því rúma tvo um sextugt
er hann lézt. Um marga frænd
ur hans hefur staðið ljómi í
tónlist landsins, enda hneigðist
hugur hans snemma í þá átt.
14 ára gamall hóf hann nám
við Latínuskólann og lauk stúd-
entsprófi 6 árum Síðar og
sigldi þá til Hafnarháskóla til
laganáms. Þegar þangað kom
gafst honum tækifæri að kynn
ast tónlist Dana, sem þá stóð
með miklum blóma, og tón-
hneigð sú, sem honum var í
blóð borin vaknaði til fulls og
gerbreytti öllum fyrirætlunum
hans. Smámsaman viku para-
grafaarnir fyrir tónlistinni, unz
Sigfús lagði þá á hilluna fyrir
fullt og allt og stundaði upp
frá því með kappi list þá er
síðar varð honum allt lífið. Al-
þingi sýndi og þá lofsverðu
rausn að veita honum styrk
nokkurn.
Sigfús naut ágætrar kemislu
í Höfn og ekki dró það úr á-
huga hans, að hann kynntist
um þær mundir ungfrú Val-
borgu Hellemann, sem stund-
aði nám við Tónlistarháskól-:
ann. Felldu þau hugi saman og
um það leyti er hann fluttist
alfarinn til íslands árið 1906,
giftust þau og bjuggu saman
alla tíð í farsælu hjónabandi.
Var það mikill styrkur hinum.
unga brautryðjanda, að kona
hans hafði slíkan áhuga fyrir
tónlist, sem raun varð á. Hún
var tvennt í senn, hin ágætasta
söngkona og snjall píanóleik-
ari. Peim varð tveggja barna
auðið, sem bæði hafa fetað í
fótspor foreldranna, þau Elsu
söngkonu í -Kaupmannahöfn og
Einar konsertmeistara í Árós-
um. Hafa þau bæði erft gáfur
og göfugmennska foreldranna.
Um ævistarf Sigfúsar Einars-
sonar er mér, leikmanninum,
ekki létt að skrifa, enda þótt
löng vinátta og samvistir utan
heimilis þeirra og innan hafi
veitt mér nokkuð liugboð um
ómælanlega þýðingu hans fyr-
ir tónlistarlíf íslendinga. Hann
tók með festu og einurð upp
merki það er féll með þeim
Pétri Ouðjohnsen og Jónasi
Helgasyni. Fyrstu árin eftir
heimkomuna stundaði hann
söngkennsla í skótum, bæðihér
og í Hafnarfirði. I þeim til-
gangi samdi hann >og gaf út
kennslubækur í almennri söng-
fræði 'Og léttar söngbækur til
notkunar við kennslu. Báru
þær af öðrum bókum er þá'
þekktust hér af því tagi og
þóttu afbragð vegna skýrleika
og samvizkusemi, enda varsam-
viskusemin einn þeirra eigin-
leika, er auðkenndi hann mest.
Jafnhliða söngkennslunni tók
hann að sér stjórn ýmsra kóra.
Kunnastir þeirra var frá fyrri
árum „17. júní“ og nú síðast
hinn ágæti blandaði kór, auk'
stjórnar kórs þess, sem mætti
fyrir íslands hönd á söngmótinu
mikla í Kaupmannahöfn fyrir
nokkrum árum og hlaut þar
Sigfús Einarsson
hinn mesta hróður. Hann tók
við söngkennslu og kórstjórn
í Menntaskólanum þegar Brynj-
ólfur Þiorláksson lét þar af
störfum og fluttist til Vestur-
heims. Um það leyti tók hann
einnig við organleikarastörfum
við Dómkirkjuna hér og þar
með æfingum og stjórn kirkju-
kórsins. Hljómsveit Reykjavík
ur stjórnaði hann fyrstu árin,
sem víst var ærið starf ofan á
allt annað. Nokkur ár reit hann
dóma um hljómleika fyrir Morg
unblaðið. Sjálfsagt m'un sú
starfsemi ekki vera metin til
fullnustu enn, því til þess tíma
höfðu blaðadómar um þessi
mál verið lítils virði. Hér skal
þess þó getið, að Árni Tho-
steinsson tónskáld hafði ritað
nokkra ,,blaðadóma“ ’ fyrir
Morgunblaðið af sanngirni og
þekkingu, en þó ekki að stað-
aldri. Voru þeir áður handa-
hófsverk, gjörð aðallega í vini
áttu skyni við hlutaðeigendur.
Sigfús heitinn tók þessu starfi
við stærsta blað landsins með
einurð og festu. Þótti mörg-
um hann óvæginn, einkum ef
um meðalmennsku var að ræða.
Sagði hann til syndanna eftir
beztu samvisku, en þó með
þeirri orðsnilld, sem honum
var sérstaklega lagin. Fékk
hann sér þá stundum nokkra
óvildarmenn, en slíkt lét hann
ekki á sig fá. Hygg ég að nú
muni flestir ljúka upp einum
munni um það, að hann hafi
þar átt einna drýgstan þátt í
því að hefja tónlistarsmekk
manna og kæft í fæðingunni
krítikleysi og kukl í þessum
efnum.
Dýpstar rætur hjá alþýðu
manna mun tónskáldið Sigfús
Einarsson eiga. Eru sum lög
hans svo tungutöm orðin, að
engum dettur í þug að eigna
þau neinum einstökum manni.
Ljóðnæm fegurð þeirra ogstíl
fágun skipar honum sess með-
al fremstu listamanna vorra.
Sjálfur var hann með afbrigð-
um krítískur á tónsmíðar sín-
ar og lét þessvegna aðeins lít-
inn hluta þeirra frá sér fara, er
efni stóðu til, hvort sem voru
tónljóð eftir hann sjálfan, eða
raddsetning íslenzkra þjóðlaga
Kærast er mér að minnast
mannsins og vinarins Sigfúsar
Einarssonar, drengskapar hans
og höfðingslundar, enda mun
svo mörgum fara, er náin kynni
höfðu af honum, en þá verður
líka „tregt tungu að hræra“.
Sigfús var gáfaður maður og
sannmenntaður og hinn hollráð-
asti um þá hluti, er liann mátti
ráð gefá, hispurslaus í allrifram!
komu, einlægur og vinfastur.
Hann var gestrisinn og glað-
lyndur heim að sækja. Vinir
hans eiga margra ánægjustunda
að minnast frá heimili þeirra
hjóna og margir komu einnig
þangað og nutu sannrar mennt-
unar og áhuga þeirra fyrir ís-
lenzkri og erlendri tónlist.
,Á sextugs afmæli Sigfúsar
sæmdi ríkisstjórn vor hann pró-
fessorstitli, en margskonar virð-
ingarvottur var honum aukþess
sýndur bæði heima og erlendis,
sem of langt yrði hér að telja,
enda óþarft.
Með þessu skyndilega fráfalli'
Sigfúsar er þungur harmur kveð
inn frú Valborgu og börmun
þeirra, er bæði dvelja í fjar-
lægu landi; stoða þar engin
orð, en á samúð mun ekki
skorta frá allri íslenzku þjóð-
inni. Vinum hans er einnig djúp
ur söknuður að fráfalli hans,
en minning um slíkan mann I
fyrnist seint. Er það trú mín, \
að stundum muni fara vinum j
hans eins og Jóni biskupi Ög-
mundssyni, er hann minntist ís-
leifs biskups:
„þá kemur mér hann í hug
er ek heyri góðs manns getið,
hann reynda ek svá; at öllum
hlutum“.
Hendrik J. S. Ottósson;
Helgreipar Kveldulfsvaldsins
eru að kyrkja þjóðina
Gengíslæhhunín hefur þegar svnt síg sem verstu místöh
og engu „bjargað" nema Kveldúlfí.
Ætlar Landsbankinn þessa dagana að strika út3-4
milljón króna skuldir hjá Kveldúlfi og Alliance?
,„t>jóðstjómin“ er nú mánaðar gömul. Hvert einasta af
þeim loforðum, sem hún gaf, er hún tók völd, hefúr hún svik-
ið. Ástandið hefur allsstaðar farið versnandi síðan hún tók
við:
Atvinnuleysið hefiur vaxið og stjómin ekkert gert til að
draga úr því. Byggingarvinnan ef raiunvemlega stöðvuð af
völdum ríkisstjómarinnar. — Gjaldeyrisástandið er það
versta, sem lengi hefur verið, Gengislækkunin hefur þegar
sýnt sig sem þjóðhagsleg mistök skuldakongunum einum að
gagni ,en þjóðinni til bölvunar, Saltfiskverðið er þrátt fyrir
gengislækkunina lægra en það var í fyrra. Smáútvegsmenjn
fá hinsvegar strax að kenna á þeirri hækkun á salti, veiðar-
færum og olíu, sem ríkisstjómin hefur valdið með ráðstöfnn-
um sínum. — Fátæktin og skorturinn sverfa nú fastar að
verkalýð og millistéttum bæjanna en fyrr. En ámeðan er ver-
ið að undirbúa í Landsbankanum að gefa Kveldúlfi og Alli-
ance eftir 3—4 milljónir króna af skuldum þeirra og „endur-
reisa“ þá þannig. Gengislækk'unin nægir sem sé ekki til að
bjarga þeim og þá er nú gripið til gjafanna. *
Það var hvergi fögnuðurþeg „það gæti nú varla versnað“,
ar þjóðstjómin var mynduð, en
ýmsir voru þó, sem sögðu að
Deilan við Landssíntann
Aumleg framkoma Guðm. Mliddaf
Félag símalagningamanna hef
ur undanfama þrjá mánuðileit
að el'tir samningum við Landsím
ann, án árangurs og hóf því
vinnustöð\mn síðastliðinn laug
ardag.
Framkoma póst- og síma-
málastjóra hefur verið dæma-
laust aumleg, og á þann .veg
einan, að reyna sjálfur að losna
við ábyrgð af ákvörðunum.
Nú er því varla til að dreifa
að Guðm. Hlíðdal sé svo fávís
að hann hafi gétað blekkt sjálf-
an sig til að trúa því, að hann
kæmist fram hjá samningum
við félagið með þeirri aðferð
að vera mánuðum saman „allra
vinsamlegast“ óviðbúinn því að
ræða við það samninga, afþess
ari eða hinni ástæðunni í það
eða það skiptið. — Pað er ann-
að, sem liggur til grundvallar
og þá ástæðu getur alþýðan
ekki afsakaS, ekki þolað. — Al-
þýðan gerir þá kröfu til manna,
sem veita forstöðu atvinnutækj-
unum, að þeir séu gildir menn,
ekki millibilsmenn, að þeir geti
valið og hafnað, að þeir kunni
bæði „já“ og „nei“, — aðþeir
séu raunverulega ábyrgir hver
í sinni stöðu. Því miður er því
svo varið með Guðm. Hlíðdal,
póst- og símamálastjóra, að
hann getur aðeins viljað öllum
símamönnum vel, — annars er
hann ekki megnugur.
Æðra vald.
Velvilji Guðrn. Hlíðd’al í garð
okkar símamanna hefur reynst
með öllu ófrjór. Hann hefur
kosið að standai í skugga æðra
valds, ómegnugur þess að fram
kvæma hið góða.
Allir vita að Guðm. Hlíðdal
hefur tekið á sig ábyrgð fram-
kvæmda: í sjímamálum, um önn-
ur atriði en þau sem snertasíma
menn, og með því gefið ástæðu
til að álíta að framkvæmdavald
hans sem póst- og símamála-
stjóra takmarkist af persónuleg-
um hugðarefnum. Illkynjaður
embættissjúkdómur hefur tafið
fyllnægingu velviljans, fram-
kvæmd hins góða í sameigin-
legum málum landssímans og
F. S. L.
Einn daginn þarf hann að
kynna sér málin og íhuga þau,
annan daginn fá tillögur verk-
stjóra, þriðja daginn álit ríkis-
stjórnar, fjórða daginn er hon-
um ekkert að vanbúnaði, —
nema hvað hann er svo upptek-
im! í sínu háa embættisstarfi
að hann hefur ekki tíma það
augnablikið, og loks vantar
hann tilskipun frá atvinnumála-
ráðherra, og sér sér því miður
ekki fært að taka ákvarðanir
án hennar.
Þannig eru það stöðugt ytri
öfl, sem tefja „góðan vilja‘‘
Guðmundar Hlíðdals. Geta
hans takmarkast af æðra valdi.
„Að viía ekki, — í stað
þess að geta ekki“.
RáS Guðm. LHíÖdals til að
bjarga áliti sínu gagnvart síma-
notendum er sömu tegundar og
ráð hans til að hindra samn-
inga. í stað þcss að geta ekki,
er að vita ekki.
Þegar hann með vanmáttar-
kennd sinni hefur komið þeirn
vandkvæðum til leiðar. sem
vinnustöðvun te r fyrir símann,
þykist hann ekki vita að vinnu-
stöðvun er hafin, þó hann hafi
með eigin hendi kvittað fyrir
tilkynningu um liana sjö dög-
um áður en hún hófst, á
fimintudagskvöld gert tilraunir
til að fá enn nýjan frest.
Það er vafasöm sjálfshafn-
ingaraðferð að hafa aðeinspur-
pura-dulu embættishrokans að
sveipa um sig, hvað sem í skerst
svo ekki gerði til þó að „þjóð-
stjórnin“ væri reynd. Þessar
raddir eru nú hljóðnaðar, —■
það gat versnað, — ástandið
frjá því sem áður var.
Meirihluti þjóðarinnar var á
móti gengislækkuninni. En
meðal minnihlutans voru til
menn, sem sögðu: Það er best
að reyna þetta ráð líka og sjá
hvort það dugar. — Þessir
menn hafa nú fengið reynsluna
og þeir segja einum rómi:Ekki
hefur það hjálpað, heldur hitt.
En það er ekki nóg aðmenn
verði vonsviknir út af Breið-
fylkingunni nýju og bræðings-
stjórn hennar. Menn þurfa að
gera sér ljósar ástæðurnar til
þess að svona er komið:
Orsökin að öllu núverandi
fjármálaöngþveiti íslands ligg-
ur í skuldum stórútgerðarinn-
ar í Landsbankanum. Þar er
það fjármagn, sem ísland hef-
ur fengið lánað til atvinnuveg-
anna sett fast í eyðslu og tap.
Þar eru þær 10 milljónir frosn
ar fastar, sem gera íslenzku
bankana alltaf háða erlendum
ar, Spánarmúturnar, gengislækk
unin hafa verið aðferðir í þess-
ari pólitík.
%
Þetta ástand togaraútgerðar-
innar hefur stöðvað þróunina í
þeirri grein og valdið þar hnign
un. Og það sem verra er: Hin
„dauðia hönd“ Kveldúlfs- og
Landsbankavaldsins er að
breiða sig út yfir aðra atvinnu-
vegi landsmanna til að skatt-
leggja þá á sama hátt handa
Kveldúlfsklíkunni i Landsbank^
anum.
Landsbankavaldið hefur verið
að læsa þessari dauðu hönd
um síldarbræðslurnar síðustu
árin. Verksmiðjurnar á Hjalt-
eyri og Djúpuvík hafa verið
undir hönd bankans fram að
þessu og með lögunum um
breytingu á stjórn sídarverk-
smiðja ríkisins, sem pínd voru
fram 1938 á Alþingi af Fram
sókn og íhaldinu gegn Komm-
únistaflokknum og Alþýðufl.
náði Landsbankinn taki á rík-
isbræðslunum. Og nú var þ,að
tak fullkomnað ineð því að
leggja þær undir Ólaf Thors
sem ráðherra.
Það er þessi dauða hönd
skuldakónganna, sem lamarallt
fjármálalíf og atvinnulíf íslands
nú. Meðan henni er ekki létt
af landsbúum er engrar bótar
að vænta.
Þessi dauða hönd hefur nú
seilst niður í vasa hvers ís-
lendings með gengislæklcun-
inni, lagst á hvert einasta heim
ili, til að sjúga út úr því eitt-
livað af lítilli björg þess — í
Kveldúlfshítina. — Og þessi
hönd ætlar nú að láta strika
út 3—4 milljónir króna af
skuldum Kveldúlfs og Alliance,
til þess að fullkomna „bjcrg-
unarstrafið“.
Framsókn og Alþýðuflokkur
inn; sem einu sinni þóttust berj
ast gegn drápsþunga þeim, er
dauðu höndinni fylgdi, hafa nú
lánadrottnum. Þar eru þær 10 j gefjzt upp og gugnað fyrir
milljónir, sem ella hefðu getað
valdið hringrás þeirri í atvinnu
lífinu, sem nú vantar. Og ekki
nóg með það.
Af því þessar milljónir eru
orðnar fastar þarna á þann hátt
að fjármálahnyksli verður að,
| ef upp er gert, sameinast stór-
i útgerðin og Landsbankavaldið
um að kúga þjóðina til að
greiða þessar milljónir. Öll
pólitík þessara stofnana síðan
1931 hefur snúist um þetta.
Skipulagning fiskhringsins (S. í.
F.), lögskipun fiskeinokunarinn-
— og símafólk veit þaS um GuS
mund HlíSdal aS hann er hlut-
gengur í Jónasar-aðferðinnia að
„lykta” þaS sem er og gerist
fyrri „neðan“.
Geríst áskrífendur
að Landnemanum
henni. Embættismannastéttin, er
þessir flokkar höfðu skapað
utan um sig) í Reykjavík brugð
ust alþýðunni þegar á átti að
herða, og tóku höndum sam-
an við vald togaraeigenda og
bankanna, til að hilma yfir öll
ódæðin. Þau svik munu verða
í minnum höfð, sem einhver
þau lítilmannlegustu, sem fram
in hafa verið á landi voru.
Þessvegna er það krafa allra
íslandinga, sem vilja framfar-
ir og frelsi á landi voru:
Burt með vald dauðu hand-
arinnar yfir atvinnu- og fjár-
málum íslands!
pað verður að hnekkja Kvsld
úlfs- og Landsbankavaldiniu og
gera erindreka þess í hvaða
flokki sem er áhrifalausa.
pá fyrst er hægt að gera
„hreint borð“ í ísleozkum fjár-
málum og skapa heiðarlegan
og heílbriggðan gmndvöll fyr-
ir viðreisn atvinnulífsins, —
því eins og nú standa sakir er
allt sem gert er af íslenzkum
stjórnarvöldum, aðeins miðað
við hag og völd skuldakóng-
anna og nýjustu þjóna þeirra.