Þjóðviljinn - 20.05.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.05.1939, Blaðsíða 1
Fiskifélag íslands hefur látið í>jóðviljanum í té eftirfarandi upp lýsingar um afla á vetrarvertíð- inni. Aflinn um allt land var nú í vertíðarlokin (15. maí) 29.434.100 kg. í fyrra á sama tíma var aflinn 25.664.390 ltg., eða um 4000 smá- lestum minni en nú. Aflinn í einstökum verstöðvum var sem hér segir (í kg. af full- IV. AKGANGUR LAUGARDAGUR 20. MAÍ 1939 114. TÖLUBLAÐ verkuðum fiski)}: 1939 1938 Vestmannaeyjar 5.199.010 5.728.880 Stokkseyri 260.480 260.160 Eyrarbakki 56.800 57.920 Þorlákshöfn og Selvogur . 280.800 194.400 Grindavík 640.000 816.000 Hafnir 274.800 232.000 Sandgerði 2.079.770 1.583.920 Garður og Leira 779.200 595.200 Keflavík og Njarðvíkur . 4.303.900 2.843.020 Vatnsleysuströnd og Vogar 204.160 128.320 Hafnarfjörður (togarar) . 2.091.550 2.274.230 do. (önnur skip) . 456.680 708.780 Reykjavík (togarar) . . . 3.358.650 4.318.360 do. (önnur skip) . . . 1.152.960 529.080 Akranes 2.472.800 1.775.960 Stapi o. fl 29.600 24.480 Hellissandur 197.150 182.570 Ölafsvík 223.700 136.140 Stykkish. og Grundarfj. . 156.640 40.640 Sunnlendingafjórðungur . . 24.218.650 22.431.060 Vestfirðingafjórðungur 3.703.500 2.287.000 Norðlendingafjórðungur . 779.840 431.870 Austfirðingafjórðungur 732.110 514.460 Samtals 29.434.100 25.664.390 « afla þess, sem talinn er í 993.840 kg. af þorski til Alþbl. belmtar lSgnm og lýðræðl Iraðkað I Bygglngarfélagl alþýðn Það fercfst, að stjórn fél. sé svípt voldum með gerræðí Ætlar Skjaldborgín að reyna að htndra byggíngu verkamannabúsfaða í sumar og undírbúa það með fleíprí og ofbeldíshófunum bfaðsíns. skýrslunni, hefur verið lagt á land af togurum miðað við slægðan fisk herzlu, 3.412.660 kg. af ufsa í herzlu og 342.215 kg. af ufsa til flökunar. Alþýðublaðið hefur, síðan það sannreyndi fylgisleysi Skjald- borgarinnar innan Byggingarfélags alþýðu, haldið uppi látlnusum rógi um félagið og stjórn þess. Hámarki sínu nær þessi iðja þess í gær í leiðara blaðsins. Þar er þess raunverulega krafizt, að ríkis- stjórnin setji stjórn Byggingarfélagsins frá og skipi stjórn eftir höfði Skjaldborgarinnar. I>að má fullyrða, að aldrei hafi fasisminn verið boðaður svo blygðunarlaust á Islandi eins og í þessari grein. Hér verða tekin til athugunar nokkur atriði greinarinnar. Alþbl. treynir ad vekja sundrung um &yggín$~ arsfaðínn, fíl þess að fefja fyrír framkvæmd- um. Jónas Guðmundsson fer enn á ný af stað í Alþýðublaðinu með vesælmennskulegt fleipur og róg um verkamannabústaðina og stjórn þeirra. Vegna þess að full Deílan um Gyðíngabörnín Tíminn treystirsérekkiaðverja gerræði forsætisráðherra Blaðíð neítar að bírta leíðréttíngu á röngum frásögnum þess Greinar þær, sem Katrín Thor- oddsen læknir hefur ritað í Þjóð- viljann út af því, að forsætisráð- herra neitaði henni um að fá inn í landið barn frá Vín, til að bjarga því, — ef til vill frá dauða, — hafa vakið geysilega athygli. Staðreyndimar, sem þar hafa verið afhjúpaðar,. sýna og sanna, hve djúpt íslenzk stjórnarvöld eru sokkin, er þau hvorki þora né vilja leyfa íslenzkum þegnum að rækja frumstæðustu mannúðarskyldur, - ef Gyðingabörn frá ríki Hitlers eiga í hlut. Og þessir herrar, sem svona haga sér, dirfast svo að kalla sig kristna, láta blessa yfir sér í kirkjum og biðja fyrir sér úr prédikunarstóli í nafni Gyðings ins frá Nazaret. Hneyksli það, sem Hermann Jónasson hefur gert sig sekan um, er svo opinbert, að ekkert blað treystist til að verja það. En í krafti svívirðingar samábyrgðar- innar þegja öll blöð Breiðfylk- ingarinnar um þetta. Tíminn hefur ekki treyst'sér til að verja það eftir að Katrín Thor- oddsen svaraði þeirri lélegu máls- vörn, sem þetta málgagn forsætis- ráherrans var að reyna fyrst. Svo augljós er sá tilgangur blaðsins að bæla niður sannleikann í þessu máli, að jafnvel leiðrétting, sem kunnur Framsóknarmaður úr stjórn Friðarvinafélagsins hefur óskað eftir að fá birt þar um þetta mál, hefur ekki fengið að koma ■ennþá — og kemur máske aldrei. En Breiðfylkingin skal ekki halda, að slík hneykslismál sem þessi verði þöguð í hel. Ekki að- eins íslenzka þjóðin, heldur og ail- ur sá menntaði heimur, skal fá að vita hverskonar aðfarir eru hafðar í frammi hér á fslandi nú. Það er hvort sem er komið svo, að það er eins og íslenzk yfirvöld eigi ekki lengur til neina sómatil- finningu gagnvart þeirra eigin þjóð. Syo hafa þau fjarlægst hana með því að bregðast henni á allan hátt. En reynslan hefur sýnt, að það eina, sem þessir herrar óttast, er að verða sér til skammar frammí fyrir almenningsálitinu er- lendis. Og það skulu þeir líka fá að verða fyrir framkomu sína í þessu máli. Afstaða Hermanns Jónassonar til Gyðingabarnsins í Vín, skal verða gerð heyrum kunn í nágrannalöndum vorum og borin saman við framkomu stjórnarvald anna þar. Heimsðkn i Vindictlve I gær var blaðamönnum boðið að skoða enska skólaskipið H. M. S. Vindictive, sem liggur hér á höfninni. Skip þetta er tæpar tíu þúsund smálestir að stærð, byggt 1918 og því ekki lengur í fremstu röð hvað nútímatækni snertir, enda var það afvopnað samkvæmt flotasamningi og gert að skóla- skipi fyrir sjóliðsforingjaefni. Það er því einkar friðsamlegt um borð og minnir mest á fljótandi skóla, þar sem nemendurnir sitja í skóla stofum sínum og læra siglinga- fræði og aðrar bóklegar greinir, en aðrir eru að æfingum á þilfar- mu. eru um Sjóliðsforingjaefnin hálft þriðja hundrað að tölu á aldr inum 17—19 ára. Helzt eyu það Englendingar, en fáeinir eru þó frá öðrum hlutum brezka heims- veldisins, Ástralíu, Canada, Ind- landi. Nokkrir yfirmenn tóku á móti blaðamönnunum og sýndu þeim skipið, þar á meðal hina íburðar- litlu en snotru káetu skipstjój ans. Þar tók skipstjórinn á móti blaða- mönnunum og skrafaði við þá um stund við glas af víni. Viðtökurnar voru allar hinar al- úðlegustu og maður gat ekki var- izt því, að veita því eftirtekt, hversu hlýja hins menntaða og friðsama borgara andaði af við- móti þessara atvinnuhermanna. 1 öllu falli hlaut maður að staðfest- ast í þeirri skoðun, að för þessa brezka skólaskips væri í mun kurt- eislegri tilgangi farin en sumar aðrar opinberar ,,kurteisisheim- sóknir”, sem við fáum. Skipið fer héðan til Skotlands. þörf er á því, að athygli alþýðu sé vakin á því geysilega þjóðnytja starfi, sem unnið hefur verið með byggingu verkamannabústaðanna, skulu skrif Jónasar að þessu smni tekin til athugunar, þó leitt sé við leiðan að deila. Jónas byrjar á því að tala um, að staður sá, sem fyrirhuguðum verkamannabústöðum hefur verið valinn, sé í alla staði óhæfur, og er þetta fært stjórn byggingarfé- lagsins — og þá fyrst og fremst Héðni Valdimarssyni — til for- áttu. Máli sínu til stuðnings vitn- ar Jónas í ummæli Harðar Bjarna sonar byggingarmeistara. Auðvitað getur Hörður haft sína skoðun á þessu máli, en því má ekki gleyma, að það er bæjar- stjóm, sem eftir tillögum skipu- lagsnefndar hefur ákveðið þennan stað, og ýmsir þeirra manna, sem mest hafa fjallað um skipulags- og byggingarmál bæjarins, telja þenn an stað æskilegan og benda meðal annars á, að í nágrenni hans sé byggð fremur dreifð og að hann liggi rétt við leikvöll Norðurmýr- ar. Því ber hinsvegar sízt að neita, að finna mætti jafn góða og betri staði, og ekki hefði það ver- ið nema lofsvert af Alþýðublaðinu að taka það mál til rækilegrar at- hugunar þegar verið var að á- kveða staðinn. En á þeim tíma þagði það En nú, þegar að því erkomið að hefj- ast handa um byggingar, þá er rokið upp til handa og fóta og reynt að vekja úlfúð og tortryggni út af staðarvalinu. Að hverju miðar slík fram- koma? Auðsjáanlega að því. og því einu. að reyna að tefja eða drepa á dreif byggingu verka- mannabústaðanna, allt í þeirri ve- sælu von, að síðar mætti nota töf- ina til að deila á Héðinn Valdi- marsson og sameiningarmenn. Hvað varðar Jónas Guðmunds- son um það, þó að verkamanna- fjölskyldurnar hírist í kjallara- holum íhaldsins, ef aeins er hægt að skammast við þá menn, sem halda uppi því merki Alþýðuf 1 .-kks ins, sem Skjaldborgin hefur svik- ið? Sfíórn byggingarfclags- íns svívírf fyrír ad ktrefíasf skílsemí af fé~ lagsmönnum. Þegar Jónas hefur lokið pistlin- um um staðinn, fer hann að >-æða um að hótanir um brottrekstur úr verkamannabústöðunum ,,hafi dunið yfir þá, sem tilheyra Al- þýðuflokknum”. Stjórn verkamannabú.stað-'.nna skrifaði i vetur öllum þeim, sem skulátðu svo mikið vegna ?vúða sinna, að líkur þóttu til að tap yrði af, ef ekkert væri að ger"., og tjáði þeim, að þeir yrðu að borga skuld sína, eða semja um hana — en fara úr íbúðinni ella. Það þarf ekki að taka það fram, að petta gekk jafnt yfir alla án tillits til stjórnmálaskoðana, enda þama farið eftir venjum. Sem betur fer hafa flestir þessir menn þegar greitt skuldir sínar eða samið um þær. Það hefur því miður viljað svo til, að meðal þessara skuld- ugu manna eru allmargir af gæð- ingum Skjaldborgarinnar. og það Framh. á 4. síðu. Hann „fekur í ránfuglskló" Þýzkalands vínsam** le$af en reynír effír mæffi að eyðíleggja samn* ingana víð Sovéfríkín. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS. KHÖFN I GÆRKV Umræður um utanirikispólitík fóru fram í bTezka þinginu í dag og snerust mest um samningana milli Breta og Sovétríkjanna þar sem yfirgnæfandi meiri- hluti brezku þjóðarinnar vill samninga við Sovétríkin, en Chamberlain-klíkan reynir að draga þá á langinn með vífilengjum. Chamberlain var mjög óákveðinn í ræðu sinni og lést vona að Frakkar myndu miðla málum, en vildi engar upplýsingar gefa um hvað raunverulega hindr- aði samningana við Sovétríkin. Lloyd George réðst mjög skarplega á stjómina fyrir hvemig hún kæmi fram við Sovétríkin, væri kuldaleg gagnvart þeim, en hinsveg- ar hefði hún komið vinsam- lega fram við ríki, sem helzt mætti líkja við ránfugl — og í kló þeirra hefði Cham- berlain tekið vinsamlega. Churchíll lýstí yfh óá- nægju sinni með afstöðu stjómarinnar og krafðist samskonar trygginga handa Litháen, Lettlandi og Eist- landi og Sovétríkin krefjast. Hann lagði áherzlu á að Pól land væri engin hindrun í, vegi sámninga við Sovétrík in. Sagði Churchill aðCham berlain vildi ekki bandalag við Sovétríkin til að ergja ekki Mussolini. Atlee deildi harðlega á Símadeílan leyst ? Samkomulag var komið á í gær- kveldi milli símalagningarmanna og póst- og símamálastjóra. Iíem- ur nú til kasta atvinmimálaráð- | herra að staðfesta samningana j eða hafna þeim. En til hans náðist ekki i gærkveldi. stjórnina fyrir hve tvístíg- andi hún hefði verið gagn- vart Rússum. Það værihægt að vera búið að ná sam- komulagi við þá á grund- velli sameiginlegs öryggis, ef viljinn hefði verið nógu sterkur hjá böezku stjórn- inni. i FRÉTTARITARI. Hafnfírekir rerka menn gera upp vid kloftiings~ mennina Fundur í Hlíf var haldinn í gær- kvöldi og tók liann mjög þýðingar miklar ákvarðanir varðandi klofn- ingsstarfsemi þeirra félagsmanna, sem líka eru í Verkamannafélagi Sltjaldborgara. Samþykkti fundurinn að víkja þrem klofningsforsprökkunum ur Hlíf, þeim Þórði Þórðarsyni, Niels Þórarinssyni og Guðmundi Egg- erz. Fundurinn samþykkti einnig til- lögnr í atvinnumálunum. Ályktanir fundarins verða birt- ar í blaðinu á morgun og þá sagt nánar frá honum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.