Þjóðviljinn - 17.06.1939, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1939, Síða 2
Laugardaginn 17. júní 1939 MéÐVILJINN 0JÓOVIUINN Ctgefandl: Sameiningarflokkur . alþýðn — Sósíalistaflokknrinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. 4fgrei8slu- og auglýsingasknf- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Vskriftargjald á mánuði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. í lausasölu 10 aura eintakið. '/íkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Simi 2864. DlDllllllkilllllWiillllfl .'IIUIIMIIIIilillUllllllllliiUIUUilflllilliyiMlllllilMflURllillllllIililUlllllUlilltlllliillli'lllliUini ’HIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIilllllllHIIIIIIIIIIIII DNBA FðLKIB Ekki aðeins orð - held- ujUrWnf&r ur og athafnir „Vér móímajluni allír" í dag, 17. júní, ættu þeir Ólaf- ur Thors og St. Jóhann að sitja heima og lesa sögu Trámp'e greifa og vita hvort þeir fyndu skyldleikann með honum og sér. Og þingmanna- ræflar Breiðfylkingarinnar, sem hvorki þora að æmta né skræmta, þó gerræði sé beitt af stjórnarvöldunum, gæiu lit- ið sig sjálfa í spegli sögunnar sem þá þjóðfundarmenn, er samþykkja vildu frumvarp Trampes, en til þeirra kallaði Guðbrandur Vigfússon að þeir hefðu gleymt því aö þeir væru Islendingar. Nú á tveimur síðustu mánuð- um hefur það gerzt á íslandi að æðstu embættismenn þjóð- arinnar hafa herfilega misnot- að það vald, sem þingið að þjóðinni forspurðri hefur trúað þeim fyrir. St. Jóhann hefúr með því að ljúga að konungi gefið út bráðabirgðalög, sem ekkert eru annað en gerræðis- fulít brot valdasjúks ráðherra á lýðræði þjóðarinnar. Og þeg- ar viðkomandi aðili, sem ætlar að hlýða lögunum, hefur orð- ið við því, en ráðherrann sér samt ekki valdadrauma sína rætast, þá tryllist ha,nn aftur og hótar í blaði sínu að beita harðstjóm og meðhöndla ís- íendinga sem glæpamenn, ef þeir ekki uppfylli óskir hans. Ólafur Thors hefur fetað í fótspor hinna afturhaldssöm- • ustu dönsku ,„kancelli“-yfir valda og fjármálaráðherra, er héldu með neikvæðu valdboði sínu niðri framförum á íslandi. Pannig lætur hann ógert að svara beiðnum helztu bæjarfélaga landsins um að fá sjálf aðleggja fram fé til atvinnuframkvæmda — af því hann .álítur það hættu 'legjt í hagsmunum einnar vold- ugrar hálfdanskrar fjölskyldu á Islandi. Og um þetta framferði ger- ast allir ráðherrar íslands v og níu tíundu hlutar Alþingis sam- sekir með þögninni. Þessir ættlerar munu í ydag vanhelga nafn Jóns Sigurðsson ar með því að reyna að tengja það við þjóðfjandsamlegar gerð ir sínar. Sjálfir myndu y þeir ekkert óttast meir, en ,ef hann væri lifandi vor á ..meðal. Hon- um gætu þeir ekki smútað með rektorsembætti við Mennta- skólann, — Danir reyndu það en tókst ekki. Hann ■. myndi ekki láta þá kaupa ,sig fyrir bankastjórastöðu eða forstjóra embætti til að þegja sem mús undir fjalarketti við gerræði^yf- irvalda og einokun spilltrar fjármálaktíku á .verzlun og yat- vinnulífi landsins. Herrar Breið fylkingarinnar eru nú fegnastir Þegar hinn margumtalaði at- f burður við Reykjavíkurhöfnina skeði, gerðu Breiðfylkingar- blöðin upphlaup mikið og fjargviðruðust yfir spillingu þeirri, er til væri meðal æsku- lýðsins. En þessi blöð, sem ann- ars eru vön að hilma samvizku samlega yfir • spillingu og hneykslismál yfirstéttarinnar, sneiddu alveg hjá því að benda á orsakir þeirrar siðferðislegu upplausnar, sem vissulega fær- ist í aufcana meðal nokkurs hluta t*nga fólksins. Og þó þarf ekki nema heil- brigða skynsemi til að sjá þá staðreynd áð vínnautnin, afbrot in, slarkið og hinn siðferðis- legi sljóleiki meðal æskulýðs- ins hefur aukizt samfara at- vinnuleysinu, fátækt unga fólks ins og erfiðari aðgangi þess að menntun. (Það skal tekið fram að hér er ekki rætt um þá yf- irstéttarunglinga, sem látið hafa á sér berai í sambandi við heim sóknir vissra erlendra skipa). Margur unglingurinn hefur orðið fórnarlamb vínnautnar og siðleysis vegna þess, að þjóð félagíð hefur neitað honum um vinnu ög menntun, og látið hánn eiga sig, rænt hann mögu- Ieikanum til að neyta skapandi æskukrafta sinna og gert fram- tíðarvonir hans að engu. Þeir sem bera ábyrgðina á þessu eru valdhafarnir, foringj- ar Breiðfylkingarinnar, sem ár- um saman hafa ýmist sem ráða- menn ríkis eða bæja — lofaðl æskulýðnum vinnu, en svikið jafnharðan, svo atvinnuleysið er meira nú en áður. Ábyrgðina bera þeir, sem vanrækt hafa því að Jón Sigurðsson er dáinn fyrir 60 árum, því þeir vita meðsjálfum sér að hann hefði orðið óþægilegur ljár í ^þúfu þeim, er nú feta aftur á bak í áttina til danskra einvaldskon- unga. En Breiðfylkingin á eftir y’.o reka sig á það að andi Jóns Sigurðssonar lifir enn þá, ekki hjá spilltri, mútuþægri ,em- bættismannastétt, sem alltaf var honum svikul, — ekki hjá bröskurum, sem allt meta ,Jil peningagildis, því þeir menn skildu aldrei Jón Sigurðsson, heldur hjá íslenzkri ^lþýðu sem veit að frelsið ^er fyrsta skifyrði hennar til að ^auðnast bætt lífskjör og réttljæti p m,aain félaginu. Og í anda ,Jóns Sig- urðssonar berst alþýðan gegn því gerræði, sem arftákar Trampe greifa nú fremja. Eins og Jón Sig- urðsson á t stærsta augna- hlik’í íslenzkrar sjálfstæðis- baráttu mótmælti ^aðferð Trampe greifa á þjóðfundinum og allir þjóðhollir fundarmenn tóku undir, — eins mun íslenzk alþýða sameinast gegn gerræði eftirapenda Trampes undir fleygu vígorði 'þjóðfundarins,: „Vér mótmælum aWir“. uppeldismálin í landinu, lokað Menntaskólanum í Reykjavík 1 fyrir alþýðuæskuna og hunds- að fram af sér kröfur unga fólksins urn nýja skóla. Þessa hluti og aðra hliðstæða hefðu Breiðfylkingarblöðin minnzt á, ef þau hefðu ekki ætlað sér að leyna hinum sönnu orsökum vandræðaástandsins á meðal unga fólksins — óstjórn auðvaldsskipulagsins og kæru- leysi valdhafanna um velferð- armál æskulýðsins. Breiðfylkingin hefur engarjá- kvæðar tillögur borið fram í þessu efni. Hið eina, sem hún starblínir á og undirbýr er það, að lögskipa æskulýðipn í kaup lausa eða því nær kauplausa vinnu. En um það kærir unga fólkið sig ekki. En hvað leggið þið þá til? munu menn spyrja. Við leggjum til að ekki verði látið sitja við siðferðisprédik- anir einar. Við leggjum til eftirfarandi: Fyrsta og aðalatriðið er að sjá unga fólkinu fyrir atvinnu, — ekki kauplausri þvingunarj vinnu — heldur frjálsri vinnu, er veití möguleika til viðunandi lífsframfæris og geri ungu al- þýðufólki mögulegt að stofn- setja eigin heimili án mildlla fjárhagsörðugleika. M. a. er það knýjandi nauðsyn að þjóðfé- lagið sjái öldruðu fólki, sem lagt hefur fram æfilangt starf í þágu þess, fyrir viðunandi ellitryggingum til þess að æsku- lýðurinn geti fyrr komizt inn í starf og framleiðslu. I öðru lagi er nauðsynlegt að reisa fleiri alþýðu- og gagn- fræðaskóla, sem og að afnema takmarkanir þær, er nú gilda í Menntaskólanum í Reykjavík Það er sömuleiðis ástæða til að taka undir kröfu Farmannasam bandsins um sjómannaskóla. Ennfremur er nauðsynlegtað veita íþróttunum allt aðra að- búð, en þá, sem verið hefur. ’Skal hér aðeins bent á íþrótta- svæðið við Skerjafjörð, sem hið opinbera sýnir hið mesta kæruleysi. Og að síðustu það, sem unga fólkið þarf að gera og það er að reisa sjálft rönd við spill-‘ ingunni, og skapa sér menning artæki, er vinni í þá átt. Hér er fyrst og fremst átt við stofn un æskulýðsheimilis — fyrst og fremst í Reykjavík og svo víðar eftir getu —. Slík æsku- lýðsheimili ættu að vera menn- ingarmiðstöðvar unga fófksins þar sem það gæti í frístundum sínum Iesið, teflt, teiknað o. fl. En þetta verkefni er þannig vaxið, að ekkert einstakt æsku lýðsfélag er þess megnugt að leysa það til fulls. Þessvegna er samvinna allra framsækjnna og þjóðhollra æskulýð. f la^aog annarra — eins og t. d. verka- lýðsfélaga,nna, Góðtemplara- reglunnar o. fl. — æskileg og nauðsynleg. Þetta eru nú í stuttu máli okkar tillögur. Við búumst við að margir muni þeim sammála og verða þær ræddar nánar síð ar hver um sig. Og svo að lokum: Æskulýðsfylkingin býður öllum æskulýðsfélögum' í sairn keppni um það að láta fundi, skemmtanir og mót unga fólks ins fara fram með sem mestu menningarsniði. Það mun ekki standa á okkur. Sönnun þess var Þingvallamótíð. Eggert porbjamarson Esjnför I kvöld kl. 6 verður lagt af istað í Esjuför Æ. F. R., legið í tjöldum við Mógilsá yfirnótt- ina og gengið á Esju á ,morgun. Fyrir þá, sem ekki geta farið í kvöld verður ferð kf. 9 í fyrra málið. Þáttakendum sem ekki hafa tjöld með, verður séð fyr- ir tjaldplássi. Fjölmennið! Vísir talar í fyrradag með fjálgleik miklum um að verð- launa þurfi beztu síldarstúlk- urnar og sjómennina. En vill Vísir ekki segja unga fólkinu frá því, hversvegna Breiðfylk- ingarstjórnin hundsar beiðni Siglfirðinga um leyfi til að reisa nýja verksmiðju svo að fleiri ungmenni fái að vinna? GERIZT MEÐLIMIR ÆSKU- lýðsfylkingarinnar kaupið LANDNEMANN. Tjaldbúðir á pingvallamóti Æskulýðsfylkingarinnar. Frá starfí Æsku- lÝðsfylkíngarinnar Æskulýðsfylk’ngin á Akureyri hefur nýlega fengið að gjöf lít ið en laglegt hús, er stendur á fögrum stað ofan við bæinn. * Margar góðar ljósmyndir voru teknar á Þingvallamótinu. Voru þrjár beztu myndirnar verðlaunaðar á myndakvoldi, er Æ. F. R. hélt fyrir skömmu, og verða þær birtar í næsta tbl. Landnemans. ** Síðastliðinn sunnudag unnu inargir meðlimir Æ. F. R. að bamadegi „Vorboðans". M.a. seldu þrír félagar samtals 567 merki. * Kvikmyndin, sem tekin var af Þingvallamótinu verður vænt anlega tilbúin seint í júlímánuði * Skrifstofa Æ. F. R. verður í sumar opin alla virka daga kl. 6 7 síðd. Auk þess verður gjaldkeri félagsins til viðtals á hverju miðvikudagskvöldi kl. 8 9. * pehr meðlimir Æ. F. R., sem taka sér sumarfrí og vilja vita af ferðum annarra félaga, eru beðnir að snúa sér til skrifstof- unnar, sem inun hjálpa til að samræma sumarleyfisferðir þeirra, er þess óska. Allir meðlimir Æ. F. R. eru áminntir um að koma á skrif- stofu félagsins og greiða gjöld sín. Þar er einnig tekið á móti nýjum félögurm ,,Þá, sem guðírnir ætla að tor- týma, firra þeir vitinu”, — hve oft dettur manni ekki þetta forna spakmæli í hug, er menn lesa Al- þýðublaðið. Gerðir, eins og St. Jóhanns í byggingarmálum alþýðu, og grein ar, eins og „A1 Capone” í Alþýðu- blaðinu í fyrradag, sýna og sanna hve vit-firrtir þeir menn eru, sem að þessu standa. Héðinn Valdimarsson er í aug- um St. Jóhanns-safnaðarins eins og Satan er í augum annara heit- trúarsafnaða — og mönnum er kunnugt hvernig slíkum verður við er þeir sjá sjálfan höfuð-fjandann ganga ljóslifandi. Það mun því í ramskekktu heila búi þessara veslings manna þykja frekar væg samlíking að jafna slíkum höfuðpaur v:ð A1 Capone. sem hafði um 130 morð á samvizk- unni. St. Jóhanns-söfnuðurinn lcennir sem sé Héðni um að hafa unnið frá söfnuðinum Dagsbrún og Byggingarfélag alþýðu — og það jafngildir því í augum annara heittrúarsafnaða, sem hefði Sat- an rænt jörðinni frá Drottni. Það má vafalaust til sanns veg- ar færa, að brjálsemi sem þessi, er birtist í Alþýðublaðinu, sé ekki hættuleg á meðan hún takmarkist við skrif í það blað og útötun á þess þolinmóða pappír. En þjóðfélagið verður að vera við því búið, að svona sjúkdómar „slái sér út”. Og þess eru þegar nokkur merki: 1 vetur kom einn af embættis- mönnum Skjaldborgarinnar inn á opinbera skrifstofu. Kvað haun þar upp með það úr eins manns hljóði, sem auðsjáanlega hafði lengi brotizt um hjá honum undir niðri: „Eg gæti með köldu blóði hálshöggið Héðinn Valdimarsson” fslenzka þjóðin gerir rétt • þvi að vera við öllu búin, — því ekk ert óarga dýr er viltara en, lltill Skjaldbyrgingur, sem heldur að hann sé að missa bitlinginn sinn. SÓSIALISTAFÉL. rvikur. SKRIFSTOFA félagsáns er í Hafnarstræfí 21 Sími 4824. Opin alla virka daga frá kl. 2—7 e. h. Félagsmenn eru áminntir um að koma á skrifstofuna og grelða gjöld sín. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa i fengið skírteini geta vitjað þeirra á skrifstofuna. STJÓRNIN, Nú er sumarið komið og æskan fer að baða sig í sól og sjó. Myndin er frá baðsrönd í Danmörku.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.