Þjóðviljinn - 25.06.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.06.1939, Blaðsíða 1
Herðíð 5-ferónu söfnunína VILJINN IV. AlííiA.Níif'K SUNNUDAGUK 25. JÚNI 1939 144. TÖLUBLAÐ Hvað hefuir þú gerf fíl að úfbreída Þjóðvíijann 7 KH -!'£ I Önnnr landssýnlng barna skólanna opnnð kl. 2 í dag A sýningunní er handavínna o$ námsverkefní barna á aldrínum 7—14 ára af öflu fandínu. Frá landsþijigi Álandseyja. — I miðjunni forsetinn, Sundbljm. til v. Sandfeldt varaforseti og til h. Mattson, annar varaforseti Drðogva rflniska stjðrnin Áiands- ejjabdnm tii hermeunskn KINKASK. TIL ÞJÓÐVILJANS , KIIÖFN í GÆRKV. | Landsþing Álandseyja felldi her skyldufrumvarpið við liina endan- legu atkvæðagreiðslu með 21 atkv. gegn 7. Verður því ekkert af fram . kvæmd herskyldu á eyjunum nema finnska stjórnin beiti eyja- skeggja þvingun. Er óttast að svo kunni að fara, því að blöð finnsku stjórnarinnar hafa haft í hótun- um um bað. Fréttaritari. í dag kl. 2 e. h. opnar Samband íslenzkra barna- kennara skólasýningu í Austurbæjarskólanum. Hefur ein slík sýning verið haldin hér áður og var það sum- arið 1934. Gert er ráð fyrir að sýningin standi í 8 daga og verður opin frá 1—10 e. h. Sýningin verður opnuð á leikvangi Austurbæjar skólans og hefst athöfnin með því að hópur barnafrá nokkrum skólum syngur. Á eftir ílytja þeir ræður Jak- ob Kristinsson, fræðslumálastjóri, Guðmundur Ás- björnsson, forseti bæjarstjórnar, Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri og Sigurður Thorlacius, skólastjóri, sem er formaður Sambands íslenzkra barnakennara. Forustumenn sýningarinnar buðu tíðindamönnum blaðanna á sinn fund. í gærmorgun og sýndu þeimsýn inguna, sem þá var verið að koma fyrir í Austurbæj- arskólanum. Kennaraþingjð. Tímarit um uppeldismá Fulltrúaþing :S. í. B. sam- þykkti fs. 1. föstudag eftirfarandi tillögu'um útgáfu tímarits: Fræðslumálanefnd leggur til, að 5. fuþ.trúaþing S. í. B. kjósi þriggja mannanefnd er vinni að undirbúningi að útgáfu tímarits fyrir almenn ing um uppeldismál, er gef- ið verði út á vegum eða að tilhlutun S. í. B. og með stuðningi þess. Yáðsjáín í dag Fræðslumálanefndin telur það sem fyrsta skilyrði þess að tímarit petta nái tilgangi sínum, að það verði keypt á, sem allra flestum heimilum í landinu. En til þess að svo megi fara, telur hún, að sölu verð tímaritsins megi ekki I^vera hærra en 2 kr. árg. í undirbúningsnefndina voru þessir kosnir: Hannes J. Magnússon, Egill Porláksson og Gunnar M. Magnúss. Heíðursfélagar. Samband íslenzkra barna- kennara befur gerl eftirtalda menn að heiðursfélögum í til- | efni af 50 ára afmæli kennara- I samtakanna: Guðmund Finn- | bogason, tandsbókavörð, Magn | úsiHelgáson, fyrrum skólastjóra | Steingrím, Arason, skótastjcra i og f>órð Tkoroddsen, lækni. Brýr bkemtn> ast af vafna< JÓN ÚR VÖR Jón úr Vör skrifar í Víðsjá Þjóðviljans í dag grein um Brunnsvik-skólann í Svíþjóð. Jón dvaldi á þessum inerka al- þjiðuskóla '.í vetur, og hefur áður skrifað smágrein þaðan í ,,Sunnudag“. Hér rekur Jón sögu iskólans, lýsir námstilhög un iog hinum frjálslynda anda, er gert hefur skólann frægan. i Einkaskeyti til Þjóðviljans Dalvík í gær Undanfarna þrjá sóiarhringa ' liafa geisað hér óvenjumiklir vatnavextir, og hafa orðið ýmsar skemmdir af völdum vatnsflóð- ! anna. Þjóðvegurinn austan Svarfaðar I dalsár fór í kaf undir vatni álOO , metra svæði. Stóð vatnið rösklega ■ hálfan metra upp fyrir veginn. | Var vegurinn með öllu ófær bílum. ■ | 1 gær kólnaði nokkuð í veðri og Þegar biaðamennirnir komu upp í Austurbæjarskóla í gærmorgun beið þar íjöldi þjónustusamra kennara til þess að sýna þeim dýrðina. Voru þeir á þönum, karl- ar og konur, til þess að koma öllu fyrir eins og vera á þegar sýning- in verður opnuð almenningi í dag. Þrátt fyrir annirnar höfðu þeir góðan tíiua til þess að skýra sýn- inguna fyrir gestunum. Sá enginn maður þreytu á þeim, þó að það fréttist á skotspónum, að sumir þeirra að minsta kosti hefðu ekki soínað ríóttina áður. Sýningin er í þrem deildum: Vinna skólabarna, uppeldissýning. konnslubækur o. s, frv. og loks línurit, er sýna þróun barnafræðsl unnar á íslandi. Þegar komið er inn á skólagang inn blasa línuritin við á aðra hönd. Hafa þau margvíslegan fróðleik að geyma og sýna glöggt. hinar gífurlegu framfarir, sem orðið hafa á fræðslumálum þjóð- arinnar síðan um og fyrir alda- mót. Gegnt línuritunum eru teikning- ar barna úr ýmsum af skólum landsins. Suraar þeirra eru prýði- lega gerðar, og benda á ótvírætt hugarflug. Sýning þessi sýnir yf- irleitt aðeins það bezta sem börn- in gera bæði í teikningu og öðrum námsgreinum. Fyrir gafli gangs- ins er stórt íslandskort, þar sem allir helztu skólastaðir eru merkt- ir. 1 tveimur innstu stofunum við ganginn er komið fyrir handa- vinnu telpna á öllum skólaaldri. Þar getur að líta ýmiskonar vefn- að, ísaum, púða, fatasaum frá ýmsum skólum og frá ýmsum ald- ursárgöngum. I öðrum tveimur stofum er sýnd handavinna drengja.. Þar blasa við j'msir ágætir smí.ðisgripir, svo sem útskornar hillur og tínur, þá koma töskur, skíði, ýms model úr leir, barnaieikföng, burstar, bók- band og margt fleira. 1 fimmtu stofunnni eru sýndar vinnubækur úr sögu og náttúru- fræði, og kristnum fræðum. Var þar margt fróðlegt að sjá, Mun- irnir í þessari stofu eru bæði eftir pilta og stúlkur á aldrinum frá 10 —14 ára. Næst er förinni heitið inn í sjöttu stofuna, er hefur að geyma vinnubækur og önnur verkefni í landafræði. Upphleypt kort, er sýna fjöll og láglendi, bæði á Is- landi sem heild og.eins sérstökum landshlutum draga athygli gests- ins fyrst að sér. Þessa uppdrætti liafa. börnin gert að fyrirsögn kennara sinna og þó að hér væri um nokkuð misjafnt verk að ræða, sem von er, var heildarsvipur góður. ■ I sjöundu stofunni við ganginn, var sýnd skrift barna, rithandar- sýnishorn og réttritunaræfingar. Var þetta eftir börn á aldrinum 7—14 ára. I síðustu og áttundu stofunni við ganginn var sýning á kennslu- Framh. á 2. síðu. Pélur vann j Engeyiarsundið Kappsund úr Engey til Reykja- víkur var þreytt í gær og voru keppendur aðeins þrír. Hefur sund þetta verið þreytt nokkrum sinn- um áður og er ætlazt til, að hér eftir verði keppt í því árlega. Hef- ur Guðm. Einarsson |frá Miðdal gefið fagran bikar til verðlauna fyrir sundlaun þessa, Vegalengdin er talin 2600 m. Fyrstur varð að marki Pétur Eiriksson á 53 mín. 35,7 sek. næstur honum varð Haukur Ein- arsson frá Miðdal á 53 mín. 46,8 sek., en síðastur varð Vigfús Sig- urjónsson 4 1 klst. 9 mín. 48 sek. Haukur Eiharssóh var sá eini af keppendunum er synti ósmurð- l ur og var hann líklegur til sig- urs. Þegar eftir voru 40—50 metr ar af vegalengdinni voru þeir Haukur og Pétur samhliða. Fékk Haukur þá sinadrátt og varð að synda „Crawl” það sem eftir var, en því sundi er hann óvanari. ! Eínar Olgeírsson i heldur íund á í Sauðátkrókí Einar Olgeirsson bo&aði til fundar já Sauðárkróki í fyrra- kvöld, jog var fundarsókn góð. Taiaði Einar urn stjórnmála- ástandið j Ijandinu og framtíðar horfur. Var máli hans ágæt" lega Itekið. Einar hélt áfram, frá iSauðárkróki áieiðis til Ak- ureyrar. A annað hundrað ReykYíkíngar fóru á Jónsmessu- mófíð Þátttaka .{ Jónsmessumótinu héðan |að sunnan varð meiri en búizt var við. Á annað hundr að manus keyptu farmiða ígær og| fóru ýmist með Laxfossi kl. 1 feðas í fcnorgun kl. 7. Margir, sem ætluðu uppíftir urðu að hætta við það vegna þess :að farmiðarnir voru upp seldir, ien jjví miður var ekki hægt að fá far fyrir fleiri en umsamið var. Mótið befsit í jdag kl. 1. Verð- ur ,það án efa hin bezta skemmt un. ,F ólkið kemur heim af mótinu í kvöld og nótt, með Laxfossi. Leggur hann af stað frá iBorgarnesi kl. 6 síðdegis og 12 á miðnætti. Yfiroangnr Jap- ana vex EINKASK. TIL ÞJÓÐVILJANS, KHÖFN I GÆKKV. Japanir settu í dag her á land í Hongsjá, 150 km. suðui’ frá Sjanghaj, og er búízt við að þeir mun reyna að hindra siglingar til haínarborgarinnar Ningpo, en þar hafa Evrópustórveldin forrétt- indi í verzlun og mikilla hags- muna að gæta. Blöðin í Tokíó verða sifellt ó- svífnari í garð Breta og láta þau svo um mælt, að ekki muni verða skilizt svo við deilumálin í Austur- Asíu, að forréttindaaðstaða Jap- an á öllum sviðum verði þar óum- deild og afdráttarlaus. Jafnframt skerpist tónninn í þýzku blöðunum í garð Breta, I grein sem Göbbels ritar í Völkisch er Beobachter, aðalblað Hitlers, ræðst hann af heift á Breta og ber á þá hverskonar svívirðingar og fullyrðir, að friðnum í heiminum stafi nú fyrst og fremst hætta af Bretum. Fréttaritari. fór flóðið þá að minnka. Brýrnar á Holtsá og Brimnesá hafa rask- azt og eru nú ófærar bílúm. Mikl- ar skemmdir hafa orðið á engjum beggja megin við Svarfaðardalsá af leirframburði úr ánni. Japansk’r hcrmeiu i Kiiia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.