Þjóðviljinn - 25.06.1939, Blaðsíða 2
Sunnudagurinn 25. júní 1939
ÍJCEVILJINN
tUðOVHJINM
Ctgefandi:
Samelningarflokknr . alþýðn
— Sósíalistaflokknrinn —
Bitstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Bitstjórnarskrifstofnr: Hverf-
isgötu 4 (3. hæð), sími 2270.
4fgreiðsln- og auglýsingaskrif-
stofa: Austurstræti 12 (1.
hæð) sími 2184.
4skriftargjald á mánnði: .. .
Reykjavík og nágrenni kr.
2,50. Annarsstaðar á landinu
kr. 1,75. I lausasölu 10 aura
eintakið.
Vfldngsprent h. f. Hverfisgötu
4. Sími 2864.
50 ára síétfa^
samfðk
Þessa dagana halda samtök
bamakennara fimmtíu ára af-
mæli hátíðlegt. Af íslenzkum
stéttarsamtökum að vera er
þetta hár og virðulegur aldur,
og þó er síður en svo að nokk-
ur lellimörk sjáist á' kennara-
samtökunum, þau eru í blómá
og hafa líklegast aldrei verið
yngri- en einmitt nú, aldrei eins
vakandi fyrjr nýjum menningar
fitraumum utan úr stóra heim-
inum, aldrei eins vænleg til
verulegrar þátttöku í menning
arlífi landsins. Þeir, sem bezt
þekkja ,til vita að þetta er ekki
oflof ujm hið fimmtuga afmæl-
is„barn“.
í orði kveðnu eru allír sam-
mála um þýðingu þessarar stétt
ar í þjóðfélaginu. Færri gera
sér Ijóst hve vandasamt hlut-
verk kennarans er, að taka við
hóp barna og ungilinga frá mis-
jöfnum heimilum, vera þeim
andlegur leiðtogi á viðkvæm-
asta aldursskeiði þeirra, fræða
þau og mennta, oft við fátækleg
og vond ytri skilyrði, og það
verður ,að skrifa varlegí^ í þess
ar lífsbækur, sem flestar mega
heita Öskrifaðar, — en góður
barnakennari getur látið mik-
ið gott af sér leiða, hlúð að
viðleitni barnanna til að afla
sér heilbrigðrar afstöðu til
þjóðfélags iog starfs, vanið þau
við Íííí í samféliagi, sem er eins
konar millistig heimilisi,ns og
heimsins. JVlargir eru þeir, er
muna alla ævi kennarann sinn,
eða eilnhvern þeirra, minnast
hans tmeð þakklæti og virðingu
Svo 'djúp geta áhrif hans orðið.
En þrátt fyrir viðurkenning-
una er búið illa að þessari stétt.
Barnakennarar fá lág laun og
hafa víða afleit vinnuskilyrði.
Ef það er athugað, finnst mannj
undravert, hve drjúgan þátt
stéttin hefur átt í menningarlífi
þjóðarinnar undanfarna áratugi.,
Og stéttin hefur jafnt og þétt
unnið sig upp að áliti og mennt
un, og er það tvímælalaust á-
rangur af hinni þrautseigu og
farsælu baráttu stéttarsamtaka
þeirra. Þessi barátta hefur stað
ið um annað og meira en sér-
hagsmuni stéttarinnar, þó að
einnig þar hafi áunnizt mikið,
baráttan hefur verið um hags-
bætur handa börnunum, aukna
alþýðumenntun og bættan að-
búnað við kennslu.
*
Og enn horfa samtök kenn-
ara fram á við, þau hafa ekki
setzt í helgan stein en halda
baráttunni áfram og setja sér
ný takmörk, hærri og glæsi-
legri en þau fyrri. Og við vit-
um að tregðan og afturhaldið,
Víðsjá Pjóövíljans 25.6, '39
Jón út Vöt:
Sænsknr lýðháskóli
Sænsku alþýðuskólarnir eiga,
sem pkkar Islendinga, rætursín
ar, ,að rekja til lýðháskólahreyf-
ingar E)ana, Grundtvigsstefnunn
ar, og eiga margir stofnár sín
um aldamótaleytið. Þeir voru
í byrjun einkum sóttir af bænda
æskulýðnum, mótuðust að vissu
nokkuð eftir sænskum staðhátt-
um og þörfum, en voru þó
kannske fyrst og fremst kristi-
legar ,siðabótastofnanir.
Brunnsvikskólinn var þegar í
byrjun með nokkru frjálsara
sniði. Aðalstofnandi hans var
rithöfundurinn Karl Erik Fors-
lund, ;frjálslyndur menntamað-
ur, itignandi hins frjálsa lífs,
náttúrudýrkari, sportmaður, ung
mennafélagsforystumaður.
Stofnár .skólans er 1906.
Þetta var á tíð hinnar vax-
andi véliðju, þröngra verk-
smiðjubæja og gluggafátækra
vinnustofa jstóriðnaðarins. Um-
hverfi skólans: Bergslagen, að-
alnámahverfi Svíþjóðar. Tíma-
bil 'hinnar vaknandi alþýðu, það
var ihreyfing með ungu dala-
fólki ,á þeirri tíð.
Upp úr þessum jarðvegi
spratt Brunnsvikskólinn, hann
varð iskóli verksmiðjuungdóms-
ins iog námaverkalýðsins. Það
var jskoðun dr. Forslunds að
nemendurnir væru ekki til
vegna sj,kólans heldur hið gagn-
stæða, skólinn ætti að laga sig
eftir,óskum og þörfum nemend-
anna.
En slíkt frjálslyndi var ekki
vel, séð af þeim sem með völd-
'in fórui í Ijandinu um þær mund- j
ir. jSkólinn var brátt sviptur i
ríkisstyrk og lá við sjálft að
hann ,yrði að hætta starfsemi
sinni. En þá hlupu verklýðsfé-
lögin í landinu undir bagga,
ásamt kaupfélögunum, ung-
menna- og bindindisfélögunum
og róttækri alþýðu, og styrktu
skólann ,með árlegum fjárupp-
hæðum ,og skólinn hélt áfram
að vera sóttur af ungviði þess-
ara hreyfinga og félaga.
Á þennan hátt tengdist
Brunnsvikskólinn þegar í byrj-i
un hinum nýju framsóknarhreyf
ingum ,f landinu og nemendur
hans urðu síðan forystu- og
trúnaðarmenn þessara hreyf-
inga, og það leið heldur ekki
á ,löngu unz nokkrir af nemend-
endum skólans náðu sætum í
Ríkisdeginum ásamt Brunnsviks
kennaranum Richard Sandler.
Styrkur til skólans fékkst á ný.
(Richard Sandler er sem kunn-
ugt er núverandi utanríkisráð-
herra ;Svía og fyrrverandi for-
sætisráðherra. Það er einnig
gaman ,að veita því athygli er
maður flettir þingmannatali
sænska, Ríkisdagsins, að það er
eigi • ósjaldan að þingmenn
vinstri flokkanna hafa einmitt
fengið undirstöðumenntun sína
á 'Brunnsvik).
Brunnsviksskólinn hefur jafn-
hliða alþýðuhreyfingujnni í land ;
inu vaxið að vinsældum og 1
gengi, haft úrvals kennurum á ,
að skipa og valið sér nemend-
ur úr stórum árlegum umsækj-
endahóp. Skólinn rúmar aðeins
85 (nemendur og eru því þeir
einir teknir sem bezt hafa með-
mælin (eða eru beinlínis sendir
af hinum jonsu fagfélögum og
kostaðir af þeim.
Núverandi skólastjóri Brunns
viksskólans jer dr. Alf Ahlberg
sem ier einn þekktasti heimspek-
ingur Svía og vinsæll alþýðu-
rithöfundur.
Það mætti nú kannske halda
af því sem að framan er sagt,
að Brunnsviksskólinn sé póli-
tískur skóli, en svo er þó ekki;
a. m. k. ekkji. í venjulegri merk-
ingu orðsins póhtískur. Egleyfi
■ mér hér að birta nokkrar tilvitn
anir ;úr ræðu og skrifum dr.
Ahlbergs, þar sem hann lýsir
stefnu skólans:
,,Hér á Brunnsvik finnst eng-
in ,,ein og sönn trú“, engin
ævarandi, fullkomin „sannindi".
Hér skal vera hugsanafrelsi,
málfrelsi, efagirni, gagnrýni —
Hingað eru allir velkomnir
með hverja trú sem er, hvaða
skoðanir jsem er, einungis ekki
þeir sem vita sig vita allan sann
leika. Vjð kærum okkur ekki
um gallalaust fólk, ekki um
hina (réttþenkj,andi.
H’inir „gallalausu" hafa nefni-
lega !einn lítinn brest, þann að
eiga ekkert að vinna. Þeir
slökkva kannske sjaldnast á
götuluktunum, |en tendra ekki
heldur ,nein ljós sem lýsa og
verma.
Við viljum ekki prédika eitt
eða, neitt annað en ást og virð-
ingu fyrir staðreyndum. Við
teljum hlutverk okkar vera að
benda á staðreyndir, kennanem
endum að leita staðreynda. Síð
an ,er það nemendanna sjálfra
að vinna sig fram til sjálfstæðra
skoðana og óhlutdrægrar þekk-
ingar“.
Richard Sandler: „Megi
Brunnsvik auka tölu hinna
frjálsu manna í landi voru“.
Þótt skólinn á Bnmnsvik sé
samkvæmt lögum venjulegur
lýðháskóli, ier skiljanlegt ,að í
skóla sem aðallega er sóttur
af ifólki áhugasömu um þjóð-
félags-, atvinnu- og stjórnmál
er meiri áherzla lögð á slík
efnij en við aðra alþýðuskólana.
Enda ,eru nemendur sæmilega
þroskað fólk. Meðalaldur nem- I
enda ,er venjulega 24—25 ár. j
SkóHnn skiptist í tvær deild- *
ir.
Námsgreinar ,eru: I fyr^ra-ársi
deild: Sænsk saga, almenn
menningarsaga, stjórnmálasaga,
nemendur flytja vikulega til
skiptis yfirlit um heimsviðburði,
bókfærsla I eldri deild: Trúar-
bragðasaga, sálarfræði, heim-
speki, hagfræði, þjóðmegunar-
fræði, saga sænsku alþýðu-
hreyfingarinnar. I báðurn deild-
um: Móðurmálskennsla, bók-
menntasaga, stærðfræði, nátt-
úrufræði, landafræði, þjóðftlags
fræði, saga alþýðuhreyfingar-
mjög ;gott og fjölskrúðugt, um
11,500 bindf, ogi í lestrarsaj skólj
ans komu flest blöð og tímarit
sem út eru gefint í landinu, svo
ekki skortir lesefni.
Ónefnt er: tungumálanám,
íþróttir, söngkennsla, leshringa-
starfsemi o. fl. o. fl.
Kennaralið ,skólans er mjög
fjölskrúðugt og vandað, sex
kennarar, auk skólastjóra, sér-
fræðingar ,hver á sínu sviði, má
þar s,em dæmi nefna dr. John
Lindgren, ,sem er þekktur rit-
höfundur iog fræðimaður, sagn-
fræðingur sænsku verklýðs-
hreyfingarinnar.
Allur aðbúnaður nemenda er
liinn þezti. Flestir hafa bjart
og þægilegt einkaherbergi til
frjálsra umráða og á kvöldin
er safnazt saman í dagstofu
(sameiginleg fyrir hverjabygg-
ingu) og drukkið kvöldkaffi,
kveikt upp í larninum og setið
hálfrökkrinu. Rökrætt, spjallað
sungið, spilað á strengjahljóð-
færi pg jafnvel dansað.
Kjörorð Brunnsviksskólans
er: ,,,AHt leyft sem ekki er illt
eða ljótt“.
Ég hef þegar orðið of lang-
orður, imér finnst samt að ég
eigi svo margt og mikið ósagt,
ég ,hef varla minnzt á allan söng
inn a eftir hverri máltíð og
við Öll hugsanleg tækifæri, öll
samkvæmin, strengleikana, heim
sóknir jinnlendra og erlendra
(flóttamanna), Jistamanna, fé-
lagsandann, menningaráhugann,
það verður allt að bíða betri
tfma.
Hraðierðir B. S. A.
Alla daga nema mánudaga
um Ahranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss
annast sjóleiðína. Afgreíðsla í KeYkjavíh á Bíf-
reíðastöð íslands, símí 1540.
Bííreiðasíöð Akureyrar.
mam
Bílsöngvabóbín
styttir leiðina um helming. Er seld á götunum og við brottför
bíla úr bænum.
Hrsiðferðir Steindórs
Allar okkar hraðferðir til Akurevrar eru um Akranes.
FRA REYKJAVIK: alla mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga.
FRÁ AKUREYRI: alla mánudaga, fimmtudaga og laug-
airdaga.
M. s. Fagranes annast sjóleiðina. — Nýjar upphitaðar bifreið-
ar með útvarpi.
STEINDÓR Sínri: 1580, 1581. 1582. 1583, 1584.
Skólasýníngín.
Framhald af 1. síðu.
bókum barna, lesbókum ætluðum
börnum og uppeldisfræðiritum. Á
veggjunum eru ýmsar af stað-
reyndum barnasálfræðinnar ritað-
ar og hefur dr. Símon Jóh. Ágústs
son samið veggspjöld þessi.
I stiga,_ sem liggur upp á efri
hæð hússins er sýning á tilraun-
um þeim, er fóru fram með út-
varpskennslu í vetur. Lögðu kenn-
ararnir verkefni til lausnar fyrir
börnin og skyldu þau svo senda
verkefnin fullsamin til kennarans.
Á meðan sýningin stendur yfir
verður kennt í tveimur bekkjum
itinar í heiminum. (Ég hafði þá í daglega frá kl. 2—4. Er annar
Öfundsverðu sérstöðu að fá að J bekkurinn fyrir yngri börn og
sem reyna að hindra aukna og
bætta alþýðumenntun, stand-
ast ekki sókn kennarasamtak-
anna og alþýðusamtakanna, er
þarna fellur saman. j
ganga á milli deilda og taka
þátt r þeim efnum sem mér lá
frekast hugur til).
öll kennsla fer fram: í fyrir-
lestraformi log því engar fastar
kennslubækur, en leiðbeining-
ar ieru gefnar um heppilegar
bækur til lesturs í viðkomandi
efnum. Bókasafn skólans er
kennir Valgerður Guðmundsdóttir
í honum. Hinn beklcurinn er fyrir
eldri börn og í honum kennir Að-
alsteinn Sigmundsson. Verða bekk
ir þessir búnir fullkomnustu ný-
tizku kennslutækjum og með
kennslu þessari á að sýna, hvern-
ig barnakennsla fer fram í full-
komnum nútímaskólum,
Goft vcður cn
síldarlífíð fyrír^
Norðurlandí
Hvassviðri það er verið hef-
ur ifyrir Norðurlandi undan-
fama ,dæga, hefur lægt, og í
gærmorgun var komið blíð-
skaparveður jog logn.
Bæði flugvélin TF-Örn og
eins isíldarskipin fóru út sið
leita síldar snemmla í gærmorg
un. Var nokkur síld, einkum
fyrir Norð-Austurlandinu,norð-
ur af Melrakkasléttu og þar í
grend. ;Var síldin mjög stygg
og lerfitt að fást við hana.
Út af Húnaflóa og Skaga-
firði urðu menn lítið varir við
síld. 1
Engin isíldveiði var í [gær fyrj
ir Austfjörðum, en þar hefur
hinsvegar verið nokkur síld
undanfarna idaga.
Sólbjört Einarsdóttir, Soga-
bletti 18 verður áttræð á morgun.
Valor - lslingtoo
Gorintbians 2:2
eftír nohhuð harð-
an leík
Það er fullvíst að margir biðu
eftir þessum leik með spenningi,
að sjá hvort hinir nýbökuðu
Reykjavikurmeistarar gætu unnið
þetta lið. Veðrið var eins og það
getur verið bezt, enda létu áhorf-
endur ekki á sér standa, um 6000
voru mættir. Það skyggði nokkuð
á sigurvonina, að Ellert var veik-
ur og Jóhannes ekki heilbrigður.
Það hefur sýnt sig að Englend-
ingarnir hafa harðnað með hverj-
um leik, sem þeir hafa leikið.
Fyrri hálfleikur var sá bezti, sem
leikinn hefur verið hér móti þeim.
Þar var bæði hraði og leikni og
skemmtileg tilþrif á báða bóga.
Val tókst að ná mjög góðum leik
og gera skipulögð áhlaup og eftir
eitt þeirra mjög snemma í leikn-
um tókst Snorra Jónssyni að gera
mark. Eftir nokkra stund tókst
Englendingum að kvitta eftir gott
áhlaup. Nokkru síðar gera Eng-
lendingar annað mark með þeim
hætti að Hermann fær skot á
markið og grípur boltann uppi, en
hægri útframherji hleypur með
afli á Hermann og kastar honum
inn í markið með boltann í fang-
inu. Þenna bolta átti að slá burt.
Annars á maður aldrei að venjast
slikum áhlaupum á markmann
hér, og tel ég það upphafið að
þeim fasta leik, sem kom fram 3
síðari hálfleik. Þetta kvitta Vals-
menn eftir nokkra stund og stend-
ur markatala í hálfleik 2:2. Síðari
hálfleikur var mikið leiðinlegri og
þvingaður af viljandi festu og
hörðu spili, leik, er varð á kostn-
að þess góða leiks, sem sýndur
var í fyrri hálfleik, enda varð
ekkert mark sett. í þessum hálf-
leik ægði saman viljandi ,höndum’
brögðum og krækjum, og þurfti
hvorugur aðra að öfunda í þeirri
viðureign. Þó er ekki svo að skilja
að enginn leikur hafi náðst í þess-
um hálfleik, bæði lið náðu nokkr-
um áhlaupum, Englendingar þó
fleirum. Munu þeir hafa átt held-
ur meira í leiknum, þó segja megi
líka að báðir hefðu getað sigrað,
eftir tækifærum að dæma.
Eins og fyrr var það framlína
Englendinganna, sem var bezt
með hægri kant og vinstri inn-
herja sem þá beztu. Miðframherj-
inn var líka góður, en hægri inn-
herjinn átti margt til af ýmsu
tagi, lék hann oft fallega með
laglegum spyrnum og staðsetn-
ingum, enda voru þeir vel studd-
ir af tveimur ágætum framvörð-
um, sérstaklega hægri. Miðfram-
vörðurinn var þeirra bezti maður,
bakverðirnir voru ekki Öruggir í
staðsetningum, en áttu hrein
spörk.
Framlína Vals var óvenjuheil-
steypt þrátt fyrir fjarveru Lolla.
Voru þeir töluvert hreyfanlegir
og gátu stöku sinnum skapað
tækifæri og opnur í vörnina og
trú mín er að Valur sé að fá þann
forustumann í framlínunni, sem
hann hefur lengi vantað, á ég þar
við Snorra. I þessum leik setti
liann sjálfur annað*markið og það
síðara kom undirbúið af lionum,
hann er ungur enn og þroskast.
Björgúlfur og Magnús náðu nokkr
um háskalegum skiptingum, en
Magnús meiddist í seinni hluta
síðari hálfleiks og var það mjög
slæmt fyrir Val. Gísli vann mikið
og er að komast í þjálfun. Sigur-
páll gerði margt vel, en vantar
hraða, hefði líka átt að skjóta i
lok hálfleiksins. Hver veit nema
það hefði orðið mark og sigur.
Ef hann fengi meira öryggi í sam-
Framhald á 3. síðu.