Þjóðviljinn - 30.06.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.06.1939, Blaðsíða 4
Næturlæknir: Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12 sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. (Jtvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Ávarp um Vestmannadaginn (Sigfús Halldórs frá Höfnum) 20.30 Iþróttaþáttur, 20.40 Tónleikar Tónlistarskólans: Sénata fyrir celló og píanó eftir Grieg (Edelstein og Árni Krist jánsson). 21.00 Æskulýðsþáttur: Sumar- starf U. M. F. 1. (Daníel Ágúst- ínusson kennari). 21.25 Hljómplötur: a) Þjóðlög, sungin. b) Harmóníkulög. 22.00 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Póstar á morgun: Frá Reykjavík: Mosfellssveitar Kjalarness, Reykjaness, Ölfuss- og Flóapóstur, Þingvellir, Þrastalund ur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Grímsness og Biskupstungnapóst- ur, Akranes, Borgames, Stykkis- hólmspóstur, Norðanpóstur, Álfta- nespóstur, Goðafoss frá Hull og Hamborg, Súðin að austan frá Siglufirði | 'H Til Reykjavíkur: Mosfellssveit- ar, Kjalarness, ReykjanesS, ölfuss og Flóapóstur, Þingvellir, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíð- arpóstur, Austanpóstur, Akranes, Borgarnes, Álftanespóstur, Norð- anpóstur, Snæfellsnespóstur, Stykkishólmspóstur Skipafréttir: Gullfoss var á Isa- firði í gær, Goðafoss er á leið til landsins frá Hull, Brúarfoss er i Kaupmannahöfn, Dettifoss fór til útlanda í gær, Lagarfoss er í Kaup mannahöfn, Selfoss er í Antwerp- en, Dronning Alexandrine er á leið til landsins frá Kaupmannahöfn, Lyra fór til útlanda í gærkveldi. Byggingarfélag alþýðu heldur fund í Iðnó kl. 8 í kvöld. Tillögur til lagabreytinga verða til um- ræðu. Félagsmenn sýni skírteini fyrir árið 1939 við innganginn. Daníel Ágústínusson, kennari, flytur æskulýðsþátt í útvarpið í kvöld kl. 21.00, sem hann nefnir sumarstarf U. M. F. 1. / Enski blaðakongurinn Nort- cliffe flutti einu sinni ræðu fyr- ir blaðamönnum þar sem hann vildi gera þeim ljóst hvað væru fréttir. Sagði hann meðal annars: -— Ef hundur bítur mann eru það engar fréttir. En hitt eru aft- ur á móti fréttir, ef maður ræðst að hundi og bítur hann. ** Skammt frá Malotto í Suður- Afriku er bóndi, sem er svo tann- sterkur að af ber. Getur hann jafn vel notað tennurnar sem skrúflyk il. Hann getur ennfremur bitið sundur kaðalreipi og allvæna ól- artauma. Nýlega lýati hann því yf- ir, að sá hnútur yrði tæplega bundinn, sem hann gæti ekki leyst með tönnunum. o o Auglýsing: Miðaldra kona ósk- ar eftir ráðskonustöðu hjá ekkju- manni. Er alvön að hirða um svín. * Fyrir dómstólunum í Chicago lá nýlega mjög umfangsmikið og flókið hjúskaparmál. Maður nokk- ur var kærður fyrir tvíkvæni. Fyr- ir réttinum upplýstist það að mað- urinn hefði átt tvær konur og bú- ið með þeim sinn daginn hvorri. Sú, sem hann giftist fyrst var meira að segja svo hugulsöm, að hún sat síðara brúðkaupið eins og ekkert væri. Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var settur í Reyk- holti kl. 9 i morgun. Ferðafélag íslands efnir um helgina til tveggja skemmtiferða. Fer annar leiðangurinn i Þjórsár- dal, en hinn austur undir Eyja- fjöll og á Eyjafjallajökul. Farmið- ar eru seldir til kl, 5 í dag á skrif stofu Kristjáns Ó. Skagfjörð, Tún götu 5. Gamlir peningaseðlar. Landsbank inn hefur tilkynnt að allar gamlar gerðir af peningaseðlum, með mynd Danakonungs, skuli ógildir eftir 1. júlí n. k. Verða því allir, sem hafa slíka peninga í vörzlum sínum að hafa skipt þeim fyrir þann tíma, eða í dag. Jóni E. Bergsveinssyni, erind- reka Slysavarnafélagsins, var af félaginu gefin rausnarleg peninga gjöf á 60 ára afmæli hans, Kvenna deild Slysavarnafél. gaf honum vandaða klukku, og símskeyti bár- ust honum víðsvegar að. Frá liöfninni. Jón Ólafsson og Rán fóru norður til síldveiða. Enn- fremur stóð til að Belgaum færi norður í gærkveldi eða í morgun, Súðin var á Hornafirði í gær- kveldi. Sjómannasýningin er opin frá kl. 2-—10 daglega í Markaðsskál- anum og verður hún opin út júlí. Er nú verið að endurbæta sýning- una eftir föngum með nýjum mun- um. Skólasýningin. í sambandi við skólasýninguna verður all-mikið um dýrðir í Austurbæjarskólanum í kvöld. Lúðrasveitin Svanur leik- ur fyrir framan skólann eftir kl. 8.30. Kl. 9 hefst leikfimisýning telpna undir stjórn Hannesar M. Þórðarsonar. Kl. 10 byrjar leik- fimisýning drengja undir stjórn Vignis Andréssonar. Auk þess er kvikmyndasýning kl. 8,30. — Að- gangur er ókeypis að öllu þessu fyrir alla sýningargesti. Prófessor Nilsson Ehle flutti síð asta fyrirlestur sinn á vegum H&- skólans í gær. Var fyrirlesturinn fluttur í Rannsóknarstofu Háskól ans. Ræddi hann að þessu sinni um stökkbreytingar og röntgen-kyn-t brigði í plöntum. Var fyrirlestur þessi ætlaður fræðimönrmm á sviði líffræði, 11 togarar hafa að undanförnu flutt síld frá Akranesi til Þýzka- lands og er tólfti togarinn nú þar efra til þess að bíða eftir farmi. 1 fyrradag kviknaði í skúr norð- ur á Akureyri. Brann hann allur að innan. I honum var géymdur bíll, sem gjöreyðilagðist. Kaupsýslutíðindi, 22. tölublað, er nýkomin út. 1 því birtst meðal annars all ýtarlegt yfirlit yfir reikninga Landsbankans, sem nú eru nýlega birtir. Eru Kaupsýslu- tíðindin hin nauðsynlegustu fyrir hvern mann, er hefur nokkuð með kaupsýslumál að gera. • pJÓÐVILJINN ap í\fy/öt I5io sg §> GöjdIö I?>io % $ x Menn eru ekki dýrlingar kvikmynd frá Unitedý I ? £ Ensk : 'í' £ Artists, gerð undir stjórn kvik*:* '.x‘. myndasnillingsins Alexander*:* X Korda. X Aðalhlutverkin leika: Miriami •;• •j* Hopkins, Gertrude La\vrence,£ *:* Sebastian Shaw o. fl. — Þettaj* V y er frumlega samin og snilldar-X vel leikin ástarsaga, sem inn | er fléttað sýningum úr hinu ó-!jl £ dauðlega leikriti Shakespeares:.*. •*• Othello. I .j. Aukamynd: £ MICKEY SEM VAGNSTJóRl| •|* Mickey Mouse teiknimynd. «| Síðasfí maður um borð Stórfengleg og afar spennandi.j. •:• Ý amerísk kvikmynd, er lysirX t ? I t ! liinu viðburðaríka og hættulegaý Y x starfi manna í strandgæzlu-X flota Bandaríkjanna. x •*♦ Aðalhluiverkin leika: .j. I Victor McLaglen, ý í * Preston Foster og Ida Lupino. X X •:• *:• *:• •:• •:• -:• •:• .> *;* *:• •:• •:••:—> •:«:• •:• *;* - •;• *:• *:• •:—;• Sextugur er í dag Jónas Árna- son vélstjóri, Bergstaðastræti 6B. Menn eru ekki dýrlingar heitir ensk kvikmynd, sem Nýja Bíó sýn- ir um þessar mundir. Miriam Hop- kins leikur aðalhlutverkið. Inn í myndna eru fléttuð atriði úr hinu heimsfræga leikriti Shakespeares: Othello. I. O. G. T. efnir til bindindismála fundar að Strönd á Rangárvöllum á sunnudaginn kemur, Lagt verður af stað austur frá Goodtemplara- húsinu á sunnudagsmorguninn kl. 8,15. Vestmannadagur verður haldinn á Þingvöllum á sunnudaginn. — Merki dagsns verða seld á götum bæjarins í dag og á morgun. Böm sem vilja selja merkin vitji þeirra í Miðbæjarbarnaskólann kl. 1 e. hád. Skrifstofa Æ. F. R. er opin í kvöld kl. 8—9. Félagar! Munið að koma á skrifstofuna og greiða gjöld ykkar. Hverfisstjórar eru sérstaklega beðnir að mæta. Farþegar með Dettifossi til út- landa í gærkveldi voru m. a. Hall- dór Sigfússon, Kristján Zoega.Art hur Henzing, 16 knattspyrnumenn og fjöldi annara útlendinga. Faríuglarnir. Á morgun fara far fuglarnir suður í Krísuvík. Farið verður á reiðhjálum og á bíl. Lagt verður af stað frá Menntaskólan- um og farið suður í Krisuvík og gist þar um nóttina. Á sunnudag- inn verða hverirnir skoðaðir og gengið á Geitahlíð og fram á Krísu víkurberg. ,— Þátttakendur geri aðvart á skrifstofu farfuglanna í Menntaskólanum í kvöld kl. 8—9 eða á morgun kl. 1—2. Framvegis is verður skrifstofan opin á mánu dögum og föstudögum kl. 8—9 og á laugardögum kl. 1—2 e. hád. — Sími 4177. Kappleíkurífin Framh. af 3. síðu. þetta varð bezti leikurinn. Ann- ars voru þarna friðareinkenni á ferðum, þar sem leikmenn komu arm í arm út á völlinn í byrjun leiks. Veður var gott og áhorfendur um 4500. Eftir leikinn var þeim boðið til veizlu að Garði og hverjum leikmanni afhent bókin ísland í ipyndum, ennfremur forkunnar fagur bikar. Ennfrem ur afhenti Erl. Pálsson, vara- forseti í. S. 1., foringja farar- innar, Mr. Smith, merki 1. S. í. í kopar og hverjum leikmanni Spánarhjálparnefndin norska hefur komið því til leiðar að fjöldi lækna, er þjónaði í lýð- veldishernum spánska og nú er haldið í frönskum fangabúðum, fara til Kína. Læknarnir verða í þjónustu Rauða krossins í Kína, en Norðmenn kosta þá. Rauði-Krossinn í 'Noregi, Kína- hjálparnefndin og trúboðsfélög in ætla að standast straum af dvöl læknanna í Kína. Læknarn- ir eru af ýmsum þjóðum. Verða allmargir þeirra starfandi í Kveitsjú-fylki, en aðrir á hinum ýmsu vígstöðvum. Nokkrireiga að starfa ineð smáskæruhópun* um að baki japanska hersins. Spánarhjáliiarnefndin norska hefur hafið peningasöfnun á- samt Kínanefndinni til styrktar læknunum. Frönsk bRjð hafa krafizt ná- kvæmrar rannsóknar á slysinu er franski kafbáturinn „Phön- ix“ fórst við Austur-Asíu. Telja þau sjálf&agt að sett verði nefnd Bandaríkjamanna, Breta og Frakka, er rannsaki sameigin- lega orsakir hinna þriggja kaf- bátaslysa, er orðið hafa undan- farið með örstuttu millibiiiJ Flotasérfræðingar franskir, er bera ábyrgð á byggingu kafíbáts ins Phönix, hafa lagt fram sann-í anir fyrir því, að í öll þau átta ár, sem kafbáturinn hefur verið í notkun, hafi honum aldrei hlekkzt á. Gefa blöðin í skyn að það sé einkennileg tilviljun að þrír kafbátar, hver af sinni gerð, frá helztu andstæðinga- Iöndum fasistaríkjanna utan Sovétríkjanna, skuli hafa farizt á þrem vikum. Hugmyndin um skemmdarverkastarfsemi í sam- bandi við slysin er studd iaf flotasérfræðingum Bandaríkj- anna, er hafa lýst yfir að líklegt sé að viss ríki h.afi skipulagða alþjóðlega skemmdarstarfsemi, er reyiii á þennan hátt að skaða flota lýðræðisþjóðanna ogvekja ótrú á þeim. Amerísk blöð hafa talið líklegt að brunimi í franska hafskipinu ,,París“ sé verk þessara sömti skemmdar- verkafélagsskapar. merki I. S. I. Þvínæst varhald-' ið að Hótel Borg og dansað þar til kl. 31/2, og virtust Bretarnir skemmta sér þar vel við dans og söng. . ' Mf. j 15 G R A H A M GREE NE: SKAMMBYSSA T I L LEIGU ina. Parna var búSin beint á móti honum. PaS var ekki ungi maðurinn, sem sat á bak viS búðarborSið, þaS var systir hans. Hún sat þar í gömlum, grænum kjól, sem liefSi gelaS veriS fláSur af billiardborSunum í ölkránni i næsta lmsi. Hún hafSi ferkantaS andlit, sem aldrei gat hai'a veriS unglegt. Og þykku stálspangagleraugun reyndu ekkert aS leyna því, aS hún var rangeygS. Hún gal veriS á hvaSa aldri sem var milli tvítugs og fertugs, hún var skopmynd af kvenmanni, sóSaleg og ógeSsleg, þar sem hún sat samanhnipruð innan um hinar yndis- fögru myndir, hin fegurstu og sviplausustu snjáldur, sem liImyndasmiSirnir höfSu getað fundiS. Raven sal á verði. Hann sat hér eins og einn aí hinum 60 meS vasaklútinn fyrir munninum. Hann sá ungan mann nema staðar og miSa laumulega fyrir sér Plaisirs ,de Paris og flýta sér svo áfram. Hann sá gamlan mann i'ara inn í búðina og koma út aftur meS brúnan pappírs- paka. Einn maður fór út úr röðinni og yfir um götuna til aS kaupa vindlinga. YiS hlið hans sat roskin kona meS neíklemmur. Hún sagði viS þann, sem sat aftan viS liana: „Aldrei eignumst viS annan eins mann og Galsworthy. Hann var ágætis maður. Hann var alltaf hreinn og beinn, ef þér skiljiS hvaS ég á við”. „Alltaf þurfa þaS að vera þessar BalkanþjóSir, sem byrja”. „Mér þótti „Flóttínn” svo góður”. „Já, hann var ágætismaður”. Milli Ravens og búSarinnar stóS maSur og hélt uppi ferhyrndu pappírsblaSi. Hann stakk því í vasann og hélt uppi öSru blaSi.. Götudrós slangraSi i'ram hjá hinum megin á gangsléttinni og sagSi eitthvaS við stúlkuna inni í búSinni. MaSurinn stakk líka siSara blaSinu í munninn. „Flotinn á aS vera ....”. „Leikritin hans vekja mann svo lil umhugsunar. Pví geðjasl fnér svo vel aS”. Ra\ en hugsaði: ef hann kemur ekki áður en þyrping- unni er lileypt inn, þá verS ég aS fara. „Er nokkuS í blöSunum”? „Ekkert nýtt”. MaSurinn úti á götunni tók blöðin úr munninum og reff þau um þvert, braut þau saman og reif þau altur. Svo kastaSi hann þeim og sneplarnir dreifSust um allt meS kaldri golunni. „Hann gaf alltíif stórar upphæðir lil and-kvikskurSar- félagsins. PaS hefur mrs. Milbanke sagt mér. Hún sýndi mér ávísun meS undirskrift hans”. ,..Tá. Iv i M var ákaflega hjartagóSur”. Ungt par, sem var hamingjusamt aS sjá, klappaSi og hrópaSi bravó til mannsins meS blöSin, og hann gekk meSfram röSinni með húfuna i hendinni og safnaði smá- peningum. DrossíubifreiS nam staSar viS horniS og mað- ur sleig út úr henni. Pað var Cholmondeley. Hann gekk inn í kortaverzlunina og stúlkan stóS upp og íylgdi hon- um inn í herbergiS á bak viS. Raven taldi peningana sína. Hann hafSi tvo shillinga og sex pence og hundraS níulíu og fimm pund í stolnum seSlum, sem hann gat ekki gerl sér neitt úr. Hann gróf andlitiS lengra niSur í vasaklútinn og stóS skyndilega upp eins og maður, sem hefur orðiS íllt. MaSurinn meS blöSin var kominn aS hon- um og rétti honum húfuna, og Raven leit öfundaraugum á hina fáu koparpeninga, sexpence og þrjúpence. Hann hefSi gjarnan gefiS honum hundraS pund fyrir þaS, sem lá í húfunni. Hann ýlti manninum hranalega frá sér of fór. f hinum enda götunnar var-bifreiSastöS. Par tók liann sér stöSu og liallaSi sér upp að húsveggnum eins og sjúk- ur maSur, þar til Cholmondeley kom út aftur. Hann sagði: „FylgiS þessari bifreið eftir”, og kom sér þæglega fyrir i sætinu, meSan þeir óku aftur upp Charl- ing Cross Road, Lolkenham Courl Road og Ernston Road, þar sem reiSlijólin höfSu veriS látin inn fyrir nótt- ina, og |>ar sem þeir, er verzluSu meS gamlar bifreiSar, gengu sér til hressingar um götuna, áSur en þeir héldu heim. Hann var ekki vanur þvi að vera eltur. Petta var belra: að elta sjálfur. En liann glevmdi ekki aS hafa auga meS verSmælinum. Hann hafS ekið fyrir siðasta shillinginn sinn þegar mr. Chohnondeley steig út úr vagninum við stríSsminnis- merkiS við ErnstonstöSina og hvarf inn um hinn stóra reykfyllla inngang og gramur fékk Raven eklinum pen- ingana, gramur vegna þess, að hann átti fyrir sér langa biS og hafSi ekki annaS en hundraS níutíu og fimm pund- in sin lil aS kaupa sér smurt brauS fyrir. Mr. Cholmon-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.