Þjóðviljinn - 06.08.1939, Page 1

Þjóðviljinn - 06.08.1939, Page 1
Hvað hefur þú gerf fll að úfbreíða Þjóðvllfann ■ Þfzki togarinn, sem teklnn var við Dyrhólaey sýknaðnr Þótt menn á varðbátnum sæju skípíð að veíðum, staðfestu shípverjar neítun shípstjórans með eíðí. Skipstjórinn á þýzka togaranum, sem tekinn var úti fyrir Dyr hólaey síðastliðinn mánudag, var sýknaður af kæru varðskipsins „Óðinn” fyrir veiðar í landhelgi. Allir skipverjar togarans, að ein- um dreng uiulanskildum, sóru það fyrir réttinum, að togarinn hefði ekki verið að veiðum er hann var tekinn, Þorvaldur Þórarinsson lögfræðingur var meðal farþega á varðbátnum Óðni er togarinn var tekinn. Var hann viðstaddur yf- irheyrslur þær, er fram fóru yfir togaraskipstjóranum og talaði auk þess við hann um málið. Hefur Þjóðviljinn fengið eftirfarandi upplýs- ingar hjá Þorvaldi: Þegar skipherra varðbátsins kom auga á togarann austanvert við Dyrhólaey, sá hann glöggt í sjónauka sínum, að togarinn liafði botnvörpu úti á stjórnborðshlið og var að veiðum. Slíkt liið sama sá Þorvaldur með berum augum. Gaf varðbáturinn togaranum því merki um að staðnæmast, en því var að engu sinnt. Hófst þá eltingarleikur, sem stóð nær klukkustund, unz togarinn nam staðar við tólfta skot. Á meðan þessi eltingarleik- ur stóð yfir, mun skipstjórinn hafa höggvið á botnvörpuvírana. Við yfirheyrslu kvaðst skipstjórinn hafa misst botnvörpuna fyrir h. u. b. þrem klukkustundum og hefði hún tapazt á hraunbotni, á stað sem hann tiltók. Var skipstjóran- um bent á, að á þessum tilgreinda Víð getum búíst víð nýju hlaupí 0r Grænalóní eftír 3 —4 ár Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur kom í gærkveldi austan úr Skaftafellssýslu. Þangað fór hann fyrir nokkrum dögum til þess að athuga hlaupið í Núpsvötnum. Var ætlun hans að fara upp að Grænalóni, en þegar hann kom að Núpsstað, frétti hann að Pálma*Hannessyni hefði tekizt að lendi í flugvél við Græna lón. Hélt hann því til Skeiðarár- jökuls og athugaði útföll hlaups- ins. Hlaupið hefur aðallega komið fram úr Súlu, þó kom nokkuð vatn fram í Blautukvísl er hlaupið stóð sem hæst. Gangur hlaupsins hefur verið mjög líkur og 1935 er Græna lón hljóp síðast. Þó mun jakaburð ur hafa verið meiri nú, enda er jökulröndin mun þynnri en þá. — Hlaupið féll nú meira til vesturs en. 1935 og hefur stórskemmt engj- ar á Núpsstað. Orsakir hlaupsins munu eflaust þær, að Skeiðarárjökull hefur á undanförnum áum þynnzt svo mjög, að hann getur ekki stíflað Grænalón fullt. Má því að öllu for- fallalausu búast við hlaupi aftur eftir 3—4 ár. stað væri sandbotn en ekki hraun og komu þá vöflur á hann og svar aði hann vífilengjum einum og var framburður hans mjög á reiki, Þegar skipstjórinn var spurður um erindi hans. inn í landhelgi, kvaðst hann vera á leið vestur á Halamið. Var honum þá bent á að staður sá sem skipið var tekið á væri austar en sá staður, er liann þóttist hafa misst botnvörpuna. Ekki gat hann heldur gert neina grein fyrir stefnu þeirri, er hann lét skipið taka eftir að því hafði verið gefin skipun um að nema staðar, og var hún þó úr leið, ef fara skyldi vest- ur á Hala. Hinsvegar kvaðst skip- stjóri ekki hafa orðið var við stöðv unarmerki varðskipsins eða heyrt skotin, nema 3 þau síðustu. Við þetta bætist, að þegar skip- stjóri var beðinn að sýna slitenda vörpuvírsins, kvaðst hann hafa kastað þeim út í sjó. Þá bendir það til sektar skip- stjórans í þessu máli, að í dagbók skipsins finnst ekkert bókað um það, að varpan hefði tapazt, þó að þar væru bókaðir ýmsir aðrir smá vægilegir atburðir, er komu fyrir. Lýkur hér frásögn Þorvaldar. En hvað um það, togaraskip- stjórinn var sýknaður og verða dómstólarnir tæpast sakaðir um FRAMH. Á 3. SIÐU apnip ióFU ai stao lil Nosha í m Slífnar upp úr bresk»japðnsku samníng- unum um l'íentsín deíluna? EINKASK. TIL ÞJÖÐVILJANS KHÖFN S GÆRKVÖLDI Frönsku hermálasérfræðingarnir, sem fara eiga til Moskva, komu til Lundúna í gær. f dag héldu þeir, ásamt ensku hermálasér- fræðingunum, af stað áleiðis til Sovétrlkjanna og er talið að við- ræður hermálasérfræðinga allra þriggja ríkjanna muni hefjast í næstu viku. Strang, fulltrúi Chamberlains, sem dvalið hefur í Moskva und anfarið, fer á mánudaginn af stað heimleiðis, en brezku og frönsku sendiherrarnir halda áfram samningum við Sovétstjórnina og munu á næstunni eiga aftur viðtal við Molotoff. Víðsjá Þjóðviljans Halldór Kiljan Laxness rithöf- undur ritar í dag í Víðsjá Þjóð- viljans um samband Islendinga og Dana. Er greinin einkum rituð með hliðsjón af þeim straumhvörfum, sem nú eru að verða á utanríkis- pólitík Danmerkur. Samningaumleitanir Breta og Japana i Tokio hafa ekki hafizt aftur. Láta japönsku herforingj- arnir all vígalega og kveða þarf- laust að halda áfram samningum vað Breta. Hafa þeir ásamt sendi- herrum Japana í Berlín og Róm alltaf verið því eindregið fylgjandi að gera hemaðarbandalag við Þýzkaland og Italíu, en láta til skarar skríða við Breta. Herða japönsku herforingjarnir nú svo á einangruninni í Tientsin, að tilfinn anlegur matarskortur er orðinn og kynda þeir svo um leið undir of- beldi við Breta. Þátttakendur í Þýzkalands- för Vals og Víkíngs hafa nú veríd valdír Ákveðið hefur nú verið um knattspyrnumenn þá úr félögunum Val og Víking, sem fara eiga utan þ. 14. þ. mán. með Goðafossi í boði þýzka íþróttasambandsins. Fara hér á eftir nöfn þeirra: Björgúlfur Baldursson Val, Björg- vin Bjarnason Vík.- Brandur Brynj ólfsson Vík., Egill Kristbjörnsson Val., Ellert Sölvason Val, Edvard Berendsen Vík., Frímann Helga- son Val, Gísli Kjærnested Val, Grímar Jónsson Val, Gunnar Hann esson Vík., Hermann Hermannsson Val, Hrólfur Benediktsson Val, Haukur Öskarsson Vík„ Jóhannes Bergsteinsson Val, Sigurður Ólafs son Val, Sigurpáll Jónsson Val, Snorri Jónsson Val, Þorsteinn Ól- afsson Vík. F. Buchloh, sem hér hefur dval- ið í sumar, hefur tekið að sér að sjá um þjálfun knattspyrnumann- anna og hafa verið hafðar nokkr- ar sameiginlegar æfingar. Væntanlega fer fyrsti kappleik- urinn fram fimmtudaginn 24. á- gúst í Essen og mun ef til vill frá- sögn úr síðari hálfleik kappleiksins verða endurvarpað hér á landi. Ekki hefur ennþá borizt endan- leg áætlun um fyrirkomulag kapp- leika eða ferðir í Þýzkalandi, en farið mun verða, víða, eins og áð- ur er frá skýrt, aðallega um hin fögru héruð í Rínarbyggðum. Vafnsskorfuirínti I sildamrksmíðj^ unum - uppspuní brædslusfjórnair^ ínnar og íhaldsbladanna Eftirfarandi símskeyti barst Þjóðviljanum í gær frá bæjarstjóra Siglufjarðar, Áka Jakobssyni. I skeyti þessu mótmælir bæjarstjóri ummælum Morgunblaðsins í fyrra dag um vatnsskort í síldarverk- smiðjum ríkisins og þeim fullyrð- ingum blaðsins, að hér sé um að ræða mótþróa Siglufjarðarbæjar gegu öruggri vatnsleiðslu til verk- smiðjanna. Fer skeyti bæjarstjórans hér á ef tir: Athugasemd þessi óskast vinsam legast birt í blaði yðar út af um- mælum í Morgunblaðinu þann 5. þ. m., þar sem því er haldið fram, að ekki hafi fengizt lögð vatns- leiðsla að síldarverksmiðjum ríkis- ins á Siglufirði, þrátt fyrir kröfu um það frá stjórn þeirra, og að verksmiðjurnar eigi í stímabraki út af vatnsleysi, vil ég taka fram eftirfarandi: 1. Þann 14. júlí var lögð auka- vatnsleiðsla til síldarverksmiðja ríkisins og hefur síðan aldrei orðið vart við vatnsskort í verksmiðjun- um, meira að segja hefur vatnið verið oft svo yfirdrifið, að verk- smiðjurnar hafa hleypt vatni út í holræsin um tveggja tommu leiðslu. 1 gær varð þó allur bær- inn vatnslaus vegna þess, að Raf- veitan tók varavatn vatnsveitunn- ar af vangá. 2. Vatnsleiðslu þá, sem átti að leggja til síldarverksmiðja ríkisins á þessu sumri, hefur ekki verið hægt að leggja endanlega að verksmiðjunni SRN vegna þess, að framkvæmdastjórinn lét setja kola byng yfir svæði það, sem leiðslurn ar áttu að liggja um, þrátt fyrir tilmæli bæjarins um að því yrði haldið auðu. Hinsvegar hefur þetta ekki komið að sök vegna auka- leiðslu þeirrar, sem lögð hefur verið. 3. Vatnleysi það, sem varð í verk smiðjunni SRN á Siglufirði þ, 14. júlí s.l. hefur nú komið í ljós að stafaði af bilun innan verksmiðj- unnar í svokölluðum „forvarma”, en ekki af vatnsleysi í vatnsæð- um bæjarins, en framkvæmdastjóri SRN, Jón Gunnarsson, gaf sér ekki tíma til þess að láta athuga tæki verksmiðjunnar í ákefð sinni að geta fjargviðrast um vatnsskort- inn í vatnsæðum bæjarins. 4. Hið stöðuga fjas um vatns- leysi þegar ekkert vatnsleysi er fyrir hendi, virðist vera runnið und an rifjum þeirra manna, sem fram ar öllu vilja skaða atvinnumál Siglufjarðar og eru að reyna að koma því inn hjá fólki, að ekki þýði að byggja fleiri verksmiðjur á Siglufirði vegna vatnsskorts. Bæjarstjórinn á Siglufirði 5. ágúst 1939. i Áki Jakobsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.