Þjóðviljinn - 06.08.1939, Síða 2

Þjóðviljinn - 06.08.1939, Síða 2
Sunnudaginn 6. ágúst 1939 ÞJÓÐVILJINN þlÓÐVlUiNN Ðtgefandi: Sameiningarflokknr . alþýða — Sósíalistaflokknrinn — tóitstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. tóitstjórnarskrifstofnr: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðsln- og anglýsingasknf- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. 4skriftargjald á mánuðl: .. Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landínu kr. 1,75’. I lausasölu 10 aura eintakið. /íkingsprent h. f. Hverfisgö' u 4. Sími 2864. „Hann varölvaður'* Það er ekki óalgengt að lesa í blöðunum frásagnir, af ýmiskonar spellvirkjum, smærri og stærri. Þess er skammt að minnast að frá pví var sagt að maður nokkur, sem af einhverjum ástæðum ekki má nefna, kastaði sprengju inni á fjölsóttum veitingastað. Þetta til- tæki veitti þjónustustúlku á staðn- um örkuml. Við skulum ekki rifja upp nema petta eina dæmi, um refsiverð spellvirki, sem blöðin hafa sagt frá, en aðeins vekja athygli á pví að frásögn allra blaðanna um þennan atburð endaði á einn og sama veg, sem sé með orðunum: „mað'urinn var ölvaður“. Ekki væri petta í frásögúr fær- andi, ef um einsdæmi væri að ræða, ef pað væri aðeins frásögnin af pessu spellvirki, sem endaði með orðunum: „maðurinn var ölvaður“ En pvi fer svo fjarri að hér sé um einsdæmi að ræða, að það má þvert á móti telja til undantekninga og fádæma ef frásagnir blaðanna af spellvirkjum og jafnvel slysum enda ekki með þessum eftirtektar verðu orðum: maðurinn var ölv- aður. Hvernig stendur á pessu? Beinast lægi við að svara þessari spumingu á pá leið, að hér væri um staðreynd að ræða, sem máli skipti í sambandi við pá atburði, sem frá er skýrt í pað og það skipti, og pað sé nú eitt sinn hlut- verk blaðanna að greina sem gleggst frá öllum atvikum og pá einnig því ef rætur spellvirkja og slysa má rekja til ölvunar. Þó að petta sé vissulega ástæða þess að blaðamenn birta slík- ar fréttir, vekja þessar frásagn- ir næsta ólíkar hugsanir hjá blaðalesendum, og einnig hjá peim, sem blöðin rita. ölvun — spellvirki, pað er orsök og afleiðing, segja bindindismenn- og raunar miklu fleiri. Þama sjá- ið þið svart á hvítu hve skaðleg áfengjsnaunin er. Svo er hugsunum haldið áfram, hvað á maðurinn nú að fá fyrir petta? Fjársektir, fang- elsi um lengri eða skemmri tíma, eða vist á Litla-Hrauni? En hann var ölvaður, var viti sínu fjær, hann vissi ekki hvað hann gerði, hann hlýtur að sleppa með eins vægan dóm og frekast er unnt. Þannig hugsa menn almennt, og eftir pessu fara dómstóLamiir í f.jöl- mörgum tilfellum. Setningin: maður Framhald á 3. síðu. Vídsjá Þjóðvílíans 6.8, '39 Halldóf Kíljan Laxness: Varqar dansk-fslenzkrar samvimn hafa veriö :i verki Er afhrópnn Islandskonnngs tímabær? Formaður Framsóknarflokks- ins hefur nýlega ritað í blað sitt grein í sambandi við komu nor- rænna gesta hingað til lands, þar sem hann gerir sig að talsmanni þeirrar hugmyndar að konungi Is- lands verði steypt af stóli. Hvaða aðferðir Jónas Jónsson hyggst að nota til þessa verknaðar kemur því miður ekki fram í greininni. Jónasi Jónssyni hlýtur að vera fullkunnugt um það, sem ríkisrétt- arfræðingar hafa sýnt fram á, að konungi er aðeins hægt að steypa af stóli með stjómarbyltingu. Ekki sízt þessvegna væri alveg sér staklega fróðlegt að kynnast skoð- unum hins kunna íslenzka stjórn- málamanns um það, hvert hann hann ætlar að sækja það afl sem til þarf að hefja stjómarbyltingu á fslandi. Maður hefur vitaskuld ekki leyfi til að álykta að vanur stjómmálamaður eins og J. J. sé svo einfaldur Uð ímynda sér að konungar segi af sér störfum fyr- ir vinsamleg tilmæli þegnanna, eða hægt sé bak við tjöldin að gefa þeim bendingu um að sækja um lausn í náð, eins og embættismönn um sem lent hafa í smávegis klandri. f stuttu máli: sem af- hrópunarmanni láist Jónasi Jóns- syni að benda á hvar sá byssu- stingur sé, og í hvers höndum, sem til þarf að láta konung hrökl-' ast frá ríki, því enn éru ekki þekkt önnur meðul en þetta, eða það sem því jafngildir, til að hrinda kon- ungum af veldisstóli. Þó er grein Jónasar Jónssonar fróðleg, og ekki sizt fyrir þá sök að hún endurspeglar ýmsar óljós- ar tilfinningar sem búið hafa með mörgum íslendingi; hitt er að harma að þessi sveimhygli skuli ekki hafa öðlast enn betri skýr- greiningu í penna stjórnmála- mannsins en raun ber vitni. Það er athyglisvert við greinina, að höfundinum virðist ekkert sér- stakt áhugamál að slíta samband- inu við Dani, nema hvað hann virðist álíta að við ættum að kapp- kosta að taka utanríkismálin í okkar hendur eftir því sem efna- hagur leyfir. Honum virðist t. d. vera ólíku meira áhugamál að losna við íslandskonung en segja upp sambandslagasamningnum. Aftur á móti endurspeglar grein hans mjög Ijóslega hina almennu hugarþoku sem ríkt hefur hér á landi um það, að þessi tvö mál- efni, samningurinn milli íslands og Danmerkur annarsvegar og stjórn skipulag íslendinga (konungsrík- ið) hinsvegar, bindi hvort annað. Margir íslendingar hafa litið svo á, að okkur sem búum hér í fámenni á hala veraldar sé í menn ingarlegu tilliti lífsnauðsyn að eiga frjálsan aðgang að stærra, margbreyttara og menntaauðugra umhverfi okkur til þroska, enda hefur svo verið frá upphafi íslands byggðar. Við höfum litið svo á að það væri okkur útskersbúum ó- metanlegt hnoss að eiga þegnrétt í landi sem hefur notið þess heið- urs að vera talið eitt mesta sið- menningarland heimsins. Hinar mörgu þúsundir Islendinga sem hafa lifað það að mega stíga á land sem innlendir væru í þessu hámenningarlandi og nægta, hafa þar á við heimamenn aðgang að stofnunum, mennta- brunnum, embættum, störfum og styrkjum, eru bezt vitni um gildi sambands okkar við Danmörku samkvæmt samningnum frá 1918. Okkur hefur fundizt sem afar- kostir einir og óhamingja gætu orðið þess valdandi að við spörk- uðum þessum merkilegu réttind- um okkar í „þrjátíu sinnum mann- fleira landi en okkar eigin og hundrað sinnum ríkara”, eins og komizt var að orði um Danmörku hér á landi síðastliðinn vetur. Margir hafa litið svo á að það væri okkur ólíku meira sjálfstæðis- mál að halda uppi góðu sambandi við Danmörku, heldur en kasta okkur af þursalegum sjálfbyrg- ingsskap út í einangrunina. Hinsvegar höfum við íslend- ingar verið lítið konunghollir menn, á sama hátt og við höfum verið menn slælega kristnir lengst um, og kallaðir lítt trúhneigðir; þó eru hér í báðum tilfellum marg- ar undantekningar. Á vorum tím- um er svo komið að bæði kirkja og konungsvald eru orðin mjög úrættuð öfl og þorrin að krafti, svo segja má að bæði séu meðal hinna óskaðlegustu leifá fomrar kúgunar í landi. Aftur á móti hef- ur meirihluta þjóðarinnar verið Ijóst, að mjög gæti brugðizt til beggja vona um hvað við fengj- um í staðinn ef við steyptum þess- um tiltölulega meinlausu nátttröll- um, næmum kirkjuna úr lögum, en hryndum konunginum. Maður veit hverju maður sleppir, en ekki hvað_ maður hreppir. Meirihluti Islendinga, kemur ekki í kirkju eftir að þeir vaxa úr grasi unz þeir eru bornir þangað dauðir, á sama hátt og meirihluti Islend- inga lifir svo lífi sínu, að þeim dettur yfirleitt ekki í hug að kon- ungurinn sé til. Við lítum svo á, að yrði þjóðkirkjap afnumin, mundum við eiga á hættu að sér- trúar-spákaupmönnum yrði auð- veldaður aðgangur að þjóðlífinu með þrugli sínu og þjarki. Þótt sumir telji að Islendingar séu of kaldir fyrir trúarbrögðum til þess að af sfíku kynni að stafa alvar- leg hætta, má benda á íslenzku nýlenduna í Kanada, þa^' sem engin þjóðkirkja vpr lengur til að draga vígtennurnar úr trúarof- stopanum, en þar hefur íslenzkt þjóðlíf nú verið gagnsýrt af hjá- kátlegu trúarbulli í bráðum 50 ár. Við höfum á sama hátt litið svo á, að ef við gerðum stjórnarbylt- ingu, og steyptum konunginum af stóli, mundum við að launum fá að sjá landið sett í hernaðar- ástand á fárra ára fresti út af því hvaða skarf eigi nú að velja fyrir forseta. Við mundum tejá kallað fram allt það eitur sem kostur er að framleiða í einni þjóð út af mál efni eins og því, hvort við ættum að hafa Jónas Jónsson eða Ásgeir Ásgeirsson fyrir forseta í næstu fjögur ár; og þegar þau væru lið- in mundum við sjá sama leikinn hafinn um það hvort Gunnar Thor oddsen eða Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson ættu að hljóta hnossið. Margir líta svo á þótt það sé» heimskulegt að haia konung, þá sé þó enn heimskulegra eins og sakir standa að hafa forseta. Það má vel vera að við Islending ar séum allir á venjulegum tímum afhrópunarmenn í hjarta okkar og í grundvallaratriðum, á sama hátt og við erum heiðnir í hjarta þrátt fyrir pjóðkirkjuna. En fram að þessu höfum við verið þolinmóðir afhrópunarmenn, passífir abdik'Þ pjónistar, á sama hátt og við höfum verið polinmóðir gagnvart hinni asíatisku öfgastefnu kristindóms- ins, og stutt þjóðkirkjuna af ótta við að fá eitthvað verra. Höfundur pessara lína hefur fram undir petta verið, eins og allflesÞ ir Islendingar, konungssinni á sama hátt og þjóðkirkjusinni. Það er að segja: ég hef verið polinmóður af- hrópunarmaður, passífur abdíka- sjónisti. Ég skal ekki neita því að ég er miklu meiri vinur Jónasar Jónssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar en Kristjáns Friðrikssonar, pótt ég hafi fram til þessa heldur kosið að hafa Kristján Friðriksson fyrir konupg Islands en Jónas Jóns son eða Ásgeir Ásgeirsson forseta pess. En tveir h lutir hafa gerst á hin- um síðustu og verstu tímum sem gætu fengið mig til þess að hneigj- ast frá polinmóðri afhrópunarstefnu til hinnar byltingasinnuðu afhróp- unarstefnu Jónasar Jónssonar. Það er frægt orðið að forráða- menn dönsku stjómarflokkanna hafa nú fyrir slíömmu gengið til Berlínar til péss að gera par, fyr- ir hönd danska ríkisins tryggðasátt mála við pýzka fasista. Á yfirborð- inu lítur samningur pessi að vísu út eins og skrítla: eitt höfuðatriði samningsins er hvorki meira né minna en pað, að Danir lofa því hátíðlega að r-áðast ekki á Þýzka- land til að leggja það undir sig með vopnavaldi. í augum ókunn- ugra virðist „skuldbinding“ af þessu tagi aðains vera tilraun Dana til að leika fífl fyrdr öllum heiin- inum, en þar sem litið er á hið heimspólitíska tafl dylst eingum hvað sáttmálinn táknar, hann er aðeins yfirlýsing þess, að Danmörk sé opinberlega dregin undir póli- tískt áhrifasvið Þýzkalands, dönsk viðskiptapólitík og utanrikisstefna samhæfð heimspólitík möndulríkj- 1 anna. Á urslitatímum þegar pjóð- imar skipa sé>r í fylkingar til vænt- anlegra átaka, hefur Danmörk valið sér stöðu. Hvort það hefur verið tilgangur danskra stjórnarfórkólfa að kaupa sér frið við Þjóðverja með pessum skripasáttmála eða ekki, þá getur samhæfing danskr- ar utanrikisstefnu við pýzka ekki táknað annað í augum Bretlands en yfirlýsing um andbrezka stefnu. En um leið og samhæfingin við Möndulinn er andbrezk afstaða þá er hún ekki síður and-norræn af- staða. Með samningnum hefur Dan mörk brotizt út úr hinni norrænu blökk. Sú staðreynd að það ríki sem hefur konung sameginlegan við okkur Islendinga og lögfestan samning uin gagnkvæm þegnrétt- indi, skuli á pessum hættiutímum hafa skipað sér í andbrezka af- stöðu, með pví að gera tryggða- sáttmála við höfuðóvin Bretlands um leið og önnur norræn ríki telja sér skylt að synja boði um slíkan sáttmála, pað hlýtur að knýja ís- lenzka sambandsvini og passífa abdikasjónista til endurskoðunar hinna svokölluðu sambandsmála. Hin ástæðan, sem hlýtur að skjóta sambandsmönnum skelk í bringu, virðist vera eðlilegt framhald hinn- ar fyrri. Þeir atburðir eru nú öll- um í fersku minni að nokkrir helztu stjórnmálamenn Dana, forráðamenn sama flokksins, sem stóð að tryggða sáttmálanum við Möndulinn, gerðu ferð sína hingað til lands frá samn- ingsborði Hitlers, til pess að halda hér æsingaræður um íslenzka inn- anríkispólitík bæði á opinberum borgarafundum í Reykjavík og í mjög opinskáum viðræðum við dag- blöðin. Það sem sérstaka athygli vakti var að hinir erlendu æsinga- menn komu hér að öllu leyti fram sem beinir erindrekar þeirrar stefnw sem kennd er við „andkommúnist- iska sáttmálann“ svo nefnda, en sáttmála pessum milli fasistaríkj- janna er í verki einvörðungu stefnt gegn Bretum. Menn þessir komu hingað til að romsa hér upp fyrir íslenzkum almenningi utanaðlærðar glósur úr gömlum og nýjum ræð- um Hitlers um holsévikahættuna, glósur sem allur heimurinn veit fyr- ir löngu að eingöngu miða að því að hylja þann tilgang þýzku heims f veldisstefnunnar að leggja brezka heimsveldið í rústir. Þegar maður heyrði að þessir undanhlaupsmenn norrænnar samheldni fyrirurðu sig ekki fyrir að æpa hinar pýzku fas- istag.lósur í danskri pýðingu frá bæjarrústum Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík í kyrrð sumarkveldsins, pá fór manni að hætta að pykja undarlegt þótt koma þeirra væri haldin hátíðleg með návist pýzkra kafbáta á Reykjavíkurhöfn. Og hvað munu þassir umboðsmenn hafa talað fyrir íslenzkum stjórn- málamönnum bak við tjöldin, úr pví þeir dirfðust að slöngva glós- um Hitlers yfir íslenzkan mann- fjölda á opinberum fundum. Það er ómögulegt eftir slíka framkomu að álykta öðruvísi en svo, að þessir erindrekar pýzk-ítalska andkomm- únistasáttmálans hafi komið hingað beinlínis til að reyna að flækja ís- lenzka stjórnmálabrodda inn" í hina andbrezku afstöðu, pángað, sem þeir hafa nú vélað sitt eigið land. Það er þessi framkoma danskra stjórnmálamanna hér á landi sem hlýtur að verða íslenzkum sam- bandsmönnum hin alvarlegasta á- mjnning sein við höfum enn fengið. Því hneyksli má ekki láta ó- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.