Þjóðviljinn - 14.10.1939, Side 3
ÞJÖÐ VILJINN
Laugardagurinn 14. október 1939.
Bindindismálavik-
unni er lokið.
Bindindismálavikan, sem nú er ný- Upplestur :
lokið, tókst vel, og nú þökkum
vér kærlega dagblöðunluni) í Reykja
vík afskipti peirra af henni, og
biðjum þau að síðustu, að bera öll-
um þeim félögmn, ræðumönnum og
skemmtikröftum, sem þar voru að
verki, okkar beztu þakkir fyrir góða
liðveizlu. Allir tóku beiðni okkar
vel, enginn brást, og allir leystu
hlutverk sín vel af hendi. Það var
unun að hlusta á hina ágætu söng-
kóra, einsöngvara, hljómlistarmenn
og aðra, sem þarna skennntu og
yfirleitt sagðist mönnum vel, sum-
um ágætlega. Aðeins einn skuggi
var á þessu öllu. Það var vonda
veðrið annað kvöld vikunnar, er
orsakaði lélegri sókn, en meðal
skemmtikrafta það kvöld var karla-
kórinn Fóstbræður. Söngur hans
var svo ágætur, að öllum bar sam-
an um það, er heýrðu, að þar hefðu
hinir misst góða skemmtun, er ékki
komu. ‘
R æðumenn bindin dismálavikunnar
voru þessir:
Friðrik Á. Brekkan bindindismála
ráðunautur, Jakob Möller fjármála-
ráðherra, Sigurgeir Sigurðsson bisk
up, Helgi Elíasson fulltrúi fræðslu-
málastjóra, Dr. Helgi Tómasson
skátahöfðingi, Sigfús Sigurhjartar-
son kennari, Jarðþrúður Einarsd.
kennslukona, Daníel Ágústínusarson
kennari, Stefán Júlíusson kennari,
Ágúst Pétursson bakari, Helgi
Helgason stórtemplar, Steingrimur
Arason kennari, Jón Bergsveinsson
skrifstofustjóri, Quðgeir Jónsson um
da-mistemplar, Sigurjón A. Ólafsson
alþingismaður, Pétur G. Guðmunds-
son fjölritari, Frú Jónína Jónatans-
dóttir, Runólfur Pétursson verk-
stjóri, Pétur Sigurðsson, Benedikt
Waage form. f. S. 1., Benedikt Jak-
obsson íþróttakennari, Agnar Kofo
ed Hansen flugmálaráðunautur, Þor
steinn J. Sigurðsson kaupmaður
Árni Óla blaðamaður, Sigurður Þor
steinsson þingtemplar.
Söngvarar:
Karlakór Reykjavíkur, Karlakór-
inn Fóstbræður, Karlakór Iðnaðar-
manna, 1. 0. G. T.-kórinn, Frú El-
ísahet Einarsdóttir, Hennann Guð-
mundsson, Kjartan Sigurjónsson
verzlunarmaður, Jakob Hafstein
skrifstofustjóri, Ágúst Bjarnason
stúdent.
Á hljóðfæri léku:
Páll fsólfsson tónskáld, Jóhann
Tryggvason kennari, Fritz Weiss-
appel, Eggert Gifer, Frú Áslaug
Ágústsdóttir, Strokkvartett útvarps
ins.
Hangíkjöf
og
Nýff
grænmetí.
Verzlunín
Kföt & Fiskur
Simar: 3828 og 4764
Haraldur Björnsson leikari, Brynj
ólfur Jóhannesson leikari, Frú
Þorvaldína ólafsdóttir, Helgi Helga
son stórtemplar.
Auk þess, sem nú hefur verið
talið sýndi flokkur ungmeyja leik-
firni undir stjórn Hannesar Þórðar
sonar leikfimikennara, íþróttamenn
sýndu kvikmynd, sömuleiðis Nýja
Bíó, sem góðfúslega léði einni sam-
komunni húsrúm. Bæði bíóin birtu
daglega efnisskrá samkomanna á
milli þátta. Þá lánaði fríkirkjusöfn-
uðurinn og prestur hans kirkju sína
fyrsta samkomukvöldið, sem við
þökkum alveg sérstaklega. Prestarn-
ir í Reykjavík, og sennilega víðsveg
arum allt land, fluttu bindindisræð
ur sunnudaginn, sem tilheyrði bind-
indisvikunni.
Fyrir alla þessa aðstoð endurtök-
um vér allar okkar hugheilustu
þakkir og vonum að góður árangur-
verði af þessari samvinnu, og að
þeir kraftar sem þarna voru að
verki, lipni ekki fyrr en fullnaðar
sigur er fenginn. Þess skal einnig
getið, að I. S. í. lagði til samkomu-
hús eitt kvöldið og Slysavarnarfé.-
lagið annað. 13 félög og félagasam-
bönd stóðu að bindindismálavikunni.
Hafi nú gleymzt að nefna einhvern,
sem að þessu stóð, biðjum vér af-
sökunar.
Fyrir hönd undirliúningsnefndar
og Þingstúku Reykjavíkur,
Pétur Sigurðsson.
Píanókennsla
Söngkennsla
Hallgrímur Jahobsson.
Brávallagötu 4. Tíl víð-
tals bl. 5—8 þríðjud.
og föstudaga.
Alþýðublaðið reynir að sætta
verkamenn við dýrtíðina.
Alþýðublaðið hefur undanfarið
verið að reyna að sætta verkamenn
við dýrtíðina og þrælalögin frá í
vor. Álítur blaðið að allt sé i lagi
ef sú kauphækkun, sem þar er á-
kveðin kæmi fyrr til framkvæmda
en lögin gera ráð fyrir og takmark-
aðist ekki við kaup 300 kr. og lægra.
Auðséð er, að þeim þrælahöldur-
um yfirstéttarinnar, sem Skjaldborg-
arbroddarnir eru orðnir, er umhug-
að um að halda þrælafjötrunum á
verkalýðnum og vilja þeir því fá
leyfi herra sinna og húsbænda til að
slaka á þeim, en ekki að láta þá
falla.
Bætur þær, sem Alþýðuflokkurinn
þannig vill fá verkamenn til að
síetta sig við, er 5% kauphækkun
fyrir 10°,'o dýrtíðarauknjngu, en síð-
ap hækkun að tveim þriðju af því,
. sem dýrtíðin. eykst. Yrðu þá verka-
menn alltaf löngu á eftir dýrtiðinni,
bæði livað launaupphæð og tima
snertir.
En það, sem verkamenn heimta
er kauphækkun m. k. eins og dýr-
tíðin vex, og frelsi til að knýja
þessa kauphækkrn fram. Sun vcrka-
lýðsfélög hafa beinlínis í sanming!-
unum ákvæði um slika hækkun, sem
atvinnurekendur verða að ganga
inn á, strax og þrælalögin eru fallin
úr gildi. ;
Hvað samninga annarra verklýðs-
félaga snertir, þá er gefið að með
striðinu er skapað ástand, sem los-
ar þau undan samningum, svo þau
eru frjáls að því að knýja fram
kauphækkun. í sambandi við dýrtið-
ina. Það er hinsvegar ekki við öðru
að búast af málgagni atvinnurek-
endaklíku, eins og Alþýðublaðið, en
að það reyni að halda því fram,
að stríðið sé ekki „force majeure“
eða óviðréðanlegar ástæður, sem
upphefji samninga.
SKEMHITIFELAGIÐ
BÖHLU DANSABNIB
Dansleíbur laugardagínn 14. október bl 9,30 síðd.
i Alþýðuhúsínu víð Hverfísgötu. Aðgöngumíðar af-
hentír frá kl. 2 sama dag. Símí 4900. Pöntun að-
göngumíða veítt móttaka í sima 4727. Harmoníku-
hljómsveít spílar. Eíngöngu dansaðír eldrí dansar.
STJÓRNIN.
Sannleikurinn er hitt, að Skjald-
borgin óttast baráttu samelnaOe, 6*
fjötraðs verkalýðs. Hún óttast aö
spilaborg spillingar og ófrelsis
hrynji, þegar verkalýðurinn rís upp
til að knýja fram rétt sinn. Og það
mun hún líka gera, því verkalýður-
inn ætlar ekki að láta bjóða sér allt
_J//u(jleíMnusr
Vísir segir í ritstjómaryrein
i gœr:
„Við skulzun bara ganga að kjör-
borðinu, herra Jónas Jónsson! Pað
nmn sannast við nœstu kosningar,
að enginn pingmaður á landinu hef-
w tapað jafn miklu fglgi og marcj-
nefndiw Jónas Jónsson, pingmaður
Suður-Þingeyinga. Svo hann cetti
bara að reyna! En vœri ekki rétt-
ara fyrst að hressa ofurlitið upp á
hœgra bmsið‘‘.
****
Þetta erii pakkirnar, sem Jónas
fœr, greykarlinn. Hann er búinn
að koma Ólafi Tliors og Kobba,
MöUpr í ráðherrastól, ihaldi og naz.
isturn að kjötkötlunum, og hvað fœr
•hann í staðinn? Háð, fyrirlitningu,
skens og skítkast, og pað í aoai-
málgögnum peirrar stjórnar, sem
Framsóknarbroddurinn Herpwnn Jón
asson er fyrir! Og pað er einmitt
petta, sem Jónas á skilið fyrir svik
in við málstað bœnda, við málstað
Framsóknarflokksins, fyrir flaðrið
(utan i Kveldúlf.
Stúdentaráðíð.
FRAMH. AF 1. SIÐU. ,
Efstu mennirnir á lista „Félags
róttækra stúdenta” eru þessir:
Árelíus Níelsson, stúd. theol.
Högni Jónsson, stúd. jur.
Bergur Vigfússon, stúd. med.
Guðmundur Eyjólfsson, stúd. med.
Sigurður Kristjánsson, stúd. theol.
Stúdentar! Greiðið atkvæði
gegn afturhaldinu í háskólanum!
Kjósið fulltrúa Félags róttækra
stúdenta”.
Kjósið B-Iistann!
HLUTAVELTA ÁRMANNS: Þeir
Ármenningar, sem hafa muni á hlu'a
velfuna eru beðnir að koma þeim
í íshúsið við slökkvistöðina i dag
frá kl. 4—8.
HJÓNABAND: í dag verða gifin
saman i hjónaband ungfrú Friðgerð
ur Friðriksdóttir og Erlendur Einars
son bifreiðastjóri hjá kolav. Sigurð
ar Ólafssonar. Heimili ungu hjón-
anna verður á Hörpugöt,u 9 í Skerja
firði.
Nýsoðín
Svíd
daglega
Kaffísalan
Hafnarsfraefí 16
Sósíalistafélag Reykjasikur.
heldur almennan félagsfund í Alþýðuhúsinu við Hyerfisgötu, mánu-
daginn kemur, 16. okt., kl. 8l/2 síðdegis.
FUNDAREFNI:
Flokkurinn og alþjóðamálin. Framsögumenn: Héðinn
Valdimarsson og Brynjólfur Bjarnason.
Félagar! Mætið stundvíslega. Sýnið skírteini við innganginn.
STJÓRNIN.
f\ikki f\ús lendir í ævintýrum. 195
Mikki Mús, ef þú heldur áfram
svona ósvífni, að látast ekki
þekkja mig. — Músíus: Biddu
sagðirðu Mikki Mús ? Þetta
hefði ég átt að vita strax. —
Magga: Því þá það?
Músíus: Vegna þess að ég er
ekki Mikki Mús. En því miður er
ég nauðalíkur honum.
Annars er ég konungur þessa
lands, Músíus fjórtándi, ef ég má
kynna mig frúnni. ,