Þjóðviljinn - 21.10.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1939, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Laugardagurinn 21. október 1939. JÓN TRAUSTI; BITSAFN FYRSTA BINDI í ÞESSU BINDI ERU SOGURNAR: HALLA - HEIÐARBÝLIÐ K-II (BAHNIt) OG GHENJASKYTTAN) FÆST HJÁ BÓKSÖLUM Nýsaltað kjöt Hvítkál gulrófitr gulrætu r Verzlunin Kjöt & Fískur Símar: 3828 og 4764 £> Fi R. Skemmtikvöld heldur Handavínnu- klúbbur Æ. F, R, sunnu- dagínn 22 oki , kl, 3,30 i Hafnarsiræfí 21, SKEMMTISKRÁ : 1. Samdrykhja 2. Ávarp 3. Söngur 4. Upplestur 5.2... ? . . , Aðgangur kr, 1,25, Nýsoðín Svíð daglega Kaffísalan Hafnarsiræií 16 Tryggvi gamli kom til Keflavík- ur í gær með veikan mann. Var það fyrsti stýrimaður og hafði hann skorizt allmikið á hendi. Heildarútgáfa ð ritverkmn Jöns Transta byrjuð að koma út. Hún verður 6 bíndí og á að koma út á þremur átum. I gærdag kom á bókamarkaðinn fyrsta bindi heildarútgófu af rit- verkum Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar). Hefst bindið á ýtar- legri ritgerð um skáldið eftir dr. Stefán Einarsson, en því næst kem- ur Halla og tveir fyrstu þættir Heiðarbýlissagnanna. Guðjón Ö. Guð]ónsson prentari gefur bókina út en Aðalsteinn Sigmundsson kennari sér um útgáfuna. Verða öll skáldrit Jóns í bundnu og óbundnu máli tekin með í rit- safnið og auk þess ferðalýsingar hans bæði innlendar og érlendar. Þjóðviljinn spurðist fyrir um það í gær bjá útgefanda, hvernig iiann hugsaði sér að haga útgáfunni. Kvaðst hann ætla sér að gefa allt ritsafnið út á þremur árum, ef á- stæður leyfðu og sala gerði slika útgáfu mögulega. Áætlað er að rit- 'safnið konli ú!t í 6 bindum og verð- ur hvert bindi um 30 arkir eða nær 500 blaðsíður. Hve hratt útgáf- an gengur fer að vísu eftir undir- tektum þeim er hún fær, en gert er ráð fyrir að annað bindi komi út i vor og þriðja næsta haust. Um nið urröð.un efnis hefur ekki verið á- kveðið enn að fullu, nema lwað annað bindi hefst á tveimur siðari þáttum Heiðarhýlisins. Ýms af ritverkum Jóns Trausta eru fyrir alllöngu ófáanleg í bóka- búðum. Eftirspurn hefur hinsvegar verið all mikil eftir þeim, enda var Jón um langt skeið vinsælasti skáld sagnahöfundur landsins. Hlutverk Jóns í íslenzkum bókmenntum er merkilegt, þó ýmislegt megi að skáldska]) hans finna. öllum þeim, sem unna skáldska]) og annarri ritniennsku Jóns er það góður fengur að fá rit hans í sam- stæðri vandaðri útgáfu, og vonandi verður hókin svo mikið keypt að útgefandi sjái sér færl að ljúka út- gáfunni og hafa lokið henni á til- settum tíma. Brynjólfur Þorláksson gerír víð og stíllír píanó og orgel. Símí 4633. Guðnumdur Magnússon. (Jón Trausti). Hvernig valdhafarnír neífa mönnum um möguleíkana fíl ad bjarga sér. Borgarablöðin skrifa um að það þurfi að hjálpa mönnum til að bjarga sér sjálfir, styðja þá svo þeir geti unnið fyrir sér. Fögur orð! En hvernig eru svo framkvæmd irnar ? Duglegur sjómaður getur betur unnið fyrir sér og sínum, ef hann t. d. fær trillubát til að gera út' og fiska. En trillubátur með vél kostar um 1000 kr. Hvar á sjó- maður, sem ekkert á, að fá pen- inga til að kaupa slíkan bát? Hver hjálpar ? Annar verkamaður getur fengið vinnu nokkra daga hjá bænum, til að vinna fyrir styrk þá vikuna. En hann vantar sóla undir skóna sína, því þeir eru botnlausir. Hann getur ekki fengið að vinna fyrir sólunum, — hann getur ekki unn- ið skólaus. —Maðurinn er dæmd- ur til að sitja aðgerðarlaus heima og styrkurinn tekinn af honum, af því bærinn vill ekki lofa lionum að vinna fyrir einum skósólum auk fæðisstyrksins. Þetta eru framkvæmdirnar. Þetta eru efndirnar á öllum loforð unum um blessunina, sem þjóð- stjórnin ætlaði að flytja Islend- ingum, um réttlætið, sem okkur átti að falla í skaut. Safoitl áskrifendom /Aikki F\ús lendir í ævintÝrum. 199 Hvað hafið þið gert af Músíusi? Hvar er hann? Varlott: Það skalt þú aldrei fá að vita, og á ég að segja þér hversvegna — Þú átt að segja af þér konungdómi, og tilkynna þjóðinni, að ég eigi að verða eftirmaður þinn. Svo verður þú að fara tafar- laust úr landi. i Mikki: Þú ert orðinn hvínandi vitlaus, held ég bara. Varlott: Eg er hræddur um að þú verðir að gera fleira en gott þykir, annars ert þú dauðans mat- ur. *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.