Þjóðviljinn - 08.12.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1939, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 8. desember 1939. ÞJOÐVTLJiNN PMBA PÓLKIB LandflAtta SH60VIUINII tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritst jórnarskrifstof ur: Aust- urstræti 12 (1. hæð). Símar 5270- og- 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr, 2.50. Annarsstaðar á land- inu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Rödd fólksíns ♦ Hver talar máli íslenzku þjóð- arinnar? Hver talar máli hins vinn andi fjölda, sem hefur verið svipt- ur réttinum til að verðleggja vinnu afl sitt? Hver talar máli þeirra kjósenda, sem hafa verið sviknir í einu og öllu, af þeim mönnum, sem þeir fólu umboð sín til þess að mæta á þingi? Hvar er sá kjósandi í hópi stjórn arflokka, sem ekki hefur verið svik inn? Er hann ef til vill að finna meðal kjósenda Skjaldborgarinnar, sem lofaði að stjórna með þvi „réttlæti” og þeirri „mannúð” að ekki þyrfti að stjórna með ofbeldi og herafla, en nú vinnur að því að koma fram því svívirðilegasta laga frumvarpi um ríkislögreglu, sem sagan þekkir? Er hann ef til vill að finna með- al kjósenda Framsóknarflokksins sem lofaði þrotlausri baráttu gegn Kveldúlfi og Landsbankaóreiðu, en nú sefur í einni sæng með Ólafi Thors og Magnúsi Sigurðssyni? Eða er hann ef til vill að finna meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins, sem lofaði allsherjar- sparnaði í þjóðarbúinu. en nú er fremstur í flokki í þvi að stofna ný embætti og auka hverskyns ó- þarfa útgjöld? Kjósendur allra hinna „á- byrgu” flokka hafa' verið svikn- ir. Blöð allra hinna „ábyrgu” flokka þegja um svikin. Helzt fá athugulir kjósendur nokkura vitn- eskju um svik þingmanna með því ) hlusta á þingfréttir Helga Hjörvars, því hann segir rétt frá staðreyndum. Aðeins ein rödd túlkar málstað hinna kúguðu og hinna sviknu kjósenda. þessi rödd er rödd Þjóð- viljans, rödd Sósíalistaflokksins. Þessa rödd reyna hinir gjör- • pilltu valdhafar að kæfa. Það er hafin herferð gegn flokknum og blöðum hans. Árangur þeirrar her- ferðar fer eftir því hve fast þeir menn, sem vilja láta gagnrýna framferði núverandi valdhafa standa að baki blöðum hans og honum sjálfum Verkamenn! Látið ekki þagga þá einu rödd, sem segir valdhöfum til syndanna, styðjið blað Sósíal- istaflokksins sem einn maður. Munið, að tilgangur þjóðstjórri- arflokkanna er enginn annar en að dylja sín eigin svik og halda þeim leyndum fyrir þjóðinni, af því, að þeir óttast ekkert meira en gagnrýni, af því að þeir vita, að fæst af þeirra verkum þolir dags- ins ljós og að vera dregið fram úr skúmaskotum þeim, sem þjóð- stjórnin hefur hreiðrað um sig í. Það er alhnikið rætt um fólks- strauminn úr sveitunum til kaup- staðanna nú á síðari árum, og kenn ir þar alltaf töluverðrar ásökunar, sem bitnar ekki hvað sízt á æsk- unni. Þeir sem flytja úr sveitinni eru sakaðir um gerðir sínar nær sem landráð væru, að minnsta kosti eru þeir sakaðir um ábyrgðar leiysi, leti og aðra lesti, og uppgjöf fyrir erfiðleikunum. Það vald og þær klikur, sem hafa gert æskunni ftlift í sveitinni skella nú allri skuld inni á hana. Þeir, sem þóttust vera leiðtogar sveitanna og þóttust bera hag þeirra fyrir brjósti, hafa nú gengið síná síðustu göngu til sinna föðurhúsa, hafa gengið á hönd því valdi er þeir nefndu „Reykjavíkur vald” og þeir þóftust berjast á móti. Eftir er fólkið í sveitunum ráð- vilt og yfirgefið af öðru en hrammi þess valds, sem vill undirokun þess. útþurrkun allra verðmæta og mögu- leika til lífsins. Og eftir starf allr;v þessara leiðtoga sveitanna heldur fólkið áfram að hó])ast úr sveitun- um. Já því skyldi það ekki gera það. Því hefur verið innrætt trú á þessa „foriHgja” og því skyldi það ekki fylgja þeim eftir? En hverjir eru svo þeir lifsmöguleikar, sem fólk jð á við að búa,. eftjr meira en ára- tugs stjórn þessara manna. Við skul um að þessu sinni aðeins líta á lífs möguleika æskunnar í sveitunum, æskunnar, sem frá fyrstu tíð liefur fundið hjartslátt móður jarðar í allri fjölbreyttni sinni að verki hörku og mildi þeirrar æsku, sem er fædd til fátæktar. Sú æska, sem í dag er fjötruð, er fædd til fá- tæktar í litlurn bæ, á lítilli jörð í órækt, þar sem rándýrsklær banka, kaupmanna eða kaupfélaga lands- ins. læsir klónum í hvern neista er miðar til lífs. Þar sem hver von deyr um leið og liún fæðist. Á þessum heimilum verður hver vinn andi hönd að starfa sem hún megn- ar. Drengurjnn við hin erfiðu störf föðursins hinn langa vinnudag bónd ans, telpan við störf móður sinnar í bænum, því hinir hrurnu bæir sveitaöreiganna heimta mikið starf. Svo þegar börnin eru komin yfir fermingu verða þau oft að fara að heiman, yfir veturinn eða hluta hans, til að reyna að innvinna nokkraí krónur, og 1 i 1 hvers er þeim varið' leggur unglingurinn þær í banka eins og barn stórbóndans? Nei, þesS munu fá dæmin. Annaðhvort fara; þeir til að kaupa eittlivað sem ung lingurinn þarfnast, föt eða annað, eða þá að foreldrarnir fá það. Ég átti fyrir skömmu +al við pilt 15 16 ára. Hann hafði verið við gripahirðingu á vertíð síðustu vetr- arvertíð á sveitabæ, skammt írá iieiinili sinu. 1 kaup fékk hann 180 krónur fyrir um þrjá mánuði. Ég spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að kaupa sér eitthvað fyrir pen- ingana sína. „Nei‘‘, sagði hann. „Hversvegna?”, spurði ég. „Ég lét hann pabba hafa þá alla‘‘. Faðir hans er fátækur bóndi. Þessi saga er ekkert einsdæmi. Svo eru þessir æskumenn sakaðir um að kunna ekki að fare með peninga. En þæi ásakanir korna aðeins frá þeim, ei eiga nóg af öllu, nema skilningi á erfiðleikuaí fátæklingsins, og hafa selt og selja daglega sál og sann- færingu fyrir nokkrar krónur. SvtJ eru aðrir æskumenn, sem allan árs- hringinn verða að vinna að störfum heimilisins, og sá, sem heldur að það sé vegur til tekjuöflunar, hon ura feilar stórlega. Hi’nir fátæku bændur, sem berjast harðri baráttu við óvinveitt öfl, hafa ekki ráð á þvi að greiða börnum sínum kaup, þð að þau vinni allt árið að búum þeirra. Starf þessara æskumanna verður jiví eins og hvert annað fórnarstarf. Auðvaldið lætur sér ekki nægja að ofsækja fátæka bænd ur, ])að verður líka að ofsækja æskuna, úiiloka möguleika hennaf lil lífsins, því möguleikar til lífs- ins eru svo nátengdir efnahag að þar verður ekki á milli séð. Þeir efnuðu koma méð dæmi um fáj tæka alþýðumenn, sem hafi unnið sig upp tii auðs og valda af eigin dugnaði. En svoleiðjs skrítlum trúa orðið fáir, enda hefur sá „dugnað- íur“ oftast l\irzt í þvi að svæla undir sig eignir annarra. Og fátækir æsku menn þrá ekkl að veröa auðuglr heldur það að geta lifað nókkurn- veginn sem frjálsir menn. Svo þegar börn hinna fátæku heimila eru uppkomin hvað bíður þeirra þá? Ef til vill tekur eitt systkinanna við jörðinni og heldur áfram hinni þrotlausu baráttu geng inna kynslóða, svo ólíklegt sem það 'er. En hin, hvað verður um þau? Þeir sem vilja þrælahald á íslandi munu vilja að þau fari í kaup- lausa vinnumennsku áfram. Eða taka þá jörð og fara að búa. En æska. fyrir hvað á sá æskumaður að kaupa jörð, sem ekkert á, og fyrir hvað á hann að byggja upp á jörðinni, kaupa skepnur og nauðsynleg i)ús- áhöld? Búskaj)ur í sveit verður ekki rek- inn með einni saman tilbeiðslu á fegurð landsins, eins og manni gæti helzt skilizt á Jónasi -frá Hriflu og öðrum því líkum. Ef æskumaður hugsar sér að taka jörð og fara að búa verður hann að ’byrja á því að taka lán. Hann verð- ur að byrja sitt lífsstarf með þv: að gerast þræll bankavaldsins. Hamj verður að veðsetja jörðina og ef til vill bústofn sinn lika, hann verð- ur að ofurselja sig sama fjandanum j og kúgaði föður hans alla æfi, og J það er einmitt ])að, sem málsvarar þrælahaldsins vilja, þá er þeirra til- gangi náð. önnur svipuð leið er oft gerð girniteg í augum æskumanna,; það er að taka nýbýli; það er okk- ur sagt að sé göfugt starf, og það er það líka vissulega. Já, víst er það göfugt starf að taka landið óræktað, gera það að sléttum tún-i um, ávaxtaríkum görðum og byggja reisulega bæi. Sem sagt: gera allt það, sem fátæka alþýðu hefur Idreymt um í hundruð ára. En fjand; menn hennar hafa aldrei leyft henni það af ótta við bætta afkomu og aukna siðmenningu. Og sagan er sú jSama enn í dag. Hin marglofuðu ný- býlalög fela ekki í sér varanlega lausn á vandamálum sveitaæsk- unar. Allt virðisf miðast.við það, að fátækum æskumönnum sé ógerlegt að reisa sír nýbýli, nema að verða um leið háðir fjandsamlegu valdi , það er við hagsmuni og aðstæður ; þeirra efnaðri, sem allt er miðað, i fyrir þá er mögulegt að taka ný- | býli, þeir verða ekki ofsóttir af . grimmum fjendum, sem sitja um j hverja framfaraþrá, sitja um afkomu ; ])eirra fátækari. I Athugum nanar möguleika fátæks æskumanns til nýbýlastofnunar, ems og nú er háttað, æskunnar sem eins og áður er sagt kemur úr foreldra húsuin með tvær hendur tóinar. Hann verður að gera eftirfarandi: Rækta'lún og girða það hann verður eingöngu að nota útlendan áburð, því húsdýraáburð hefur hann skilj anlega ekki, og það þarf ekki stríð til þess að fátæklingar geti ekki keypt útlendan áburð. Hann verður að brjóta land fyrir matjurtargarða og kaupa útsæði. Hann verður að byggja sér íbúðarhús. Hann verður að reisa heyhlöðu, byggja fjós og önnur gripahús. Hann verður að kaupa skepnur, búsáhöld og verk- færi, sem nauðsynleg eru. Hann verður ennfremur að kaupa vinnu- kraft, eða á hann kannski að vinna að öllu þessu einsamall? Þetta eru stærstu liðirnir. Hvað fær hann svo til að greiða þetta allt með? — Hann fær styrk, er mun vera sjö þúsund krónur, helm ingur þess er lán en hitt óaftur kræfur styrkur, og hve langt hrekk- ux þetta til alls þess, sem þarf að gera og kaupa?. Hvað kostar að bvggja íbúðarhús, rækta og girða tún og garða, byggja önnur hús, kaupa verkfæri og búsáhöld, hesta, kindur og kýr? Heldurðu æskumaður að það verði ef til vill eitthvað eftir af sjö þúsundunum? Nei, þú veizt að það verður ekkert eftir, og þú veizt jafnvel að það vantar nokkr- ar þúsundir í viðbót, og hvar á svo að taka þær? Það er aðeins ein leið og það er að taka lán. Já, það er leiðin sem þú verður að fara, að ofurselja þig, binda þig í fjötrana, sem faðir þinn þjáðist í, í stað þess að vera frjáls maður á nýbýlinu þínu. Er þetta líklegt til þess aðt að gera sveitaæskunni líft áfram í sveitunum? Þeir eru fáir ungir menn sem ég hef talað við um þessi efni, sem telja þetta liklegt úrlausn- arefni, jafnvel þótt þeir séu taldir góðir og „sanntrúaðir” Framsókn- armenn, og ekki lakari eða kommún istiskari en almennt gerist. Sú æska sem hefur vaxið upp á fátækum heimilum þekkir of vel þá erfið_ leika, sem þar eru til þess að hana langi til að standa í sama. stríðinu alla sína ævi. Það er ekki af leti, það er öllu frekar af biturri reynslu og skilningi. Það er hægur vandi fyrir þá efnaðri að húa til lög, og það er jafn hægt fyrir þá að vera með þeim, en það er erfitt fyrir þá fátækarj að framfylgja þeim, því lög eru fyrst og fremst fyrir „betra fólkið“. Hvað á svo sá æskumaður að gera, sem ekki vill selja sig skuld unum og örbirgðinni, skilyrðin til aðseturs í sveitinni eru háð þeim skil yrðum er ég hef nefnt. Hann lang- ar ef til vill til að vera áfram i ,sveit, trúir á jörðina og gróður herni pr, og það eru vlssulega ldfsverð trúarbrögð. En það er of sterk trú að neita áberandi staðreyndum. Sú trú hef- ur löngum hamlað framförum al- þýðunnar til sveita. Það er hennar harmasaga. Þessvegna stendur hún Framhald á 3. síðu. Nátttöf Nátffðtaefní heníug jólagjöf, Tekfuafgangur cftír áríd. (0kaupfélaqi<J Eftlr Ingvar Björnsson frá Gafli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.