Þjóðviljinn - 15.12.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1939, Blaðsíða 1
IV. ARGANGUR. FÖSTUDAGUR 15. DES. 1939. 290. TÖLUBLAÐ IF lúnasar tcá Hriflu. \. \. fær 80 þús. ht. handa á míllí til þess að úfhluta lísfamönnum o$ auk þess sfórfé fíf úfgáfusfarfsemi. Hermann á ad beíta bareflum og byssum, en Jónas að sjá um andlega kúgun. Þau tíðindi gerðust í gær ,að þingmenn kusu Jónas Jónsson lil fonnennsku (í Þjóðvinafélaginu. Hann hlaut 21 atkvæði, en Bogi Ólafsson 18. Jónas er þannig bæði formaður Menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins, og hefur þar með fengið langþráða aðstöðu til þess að beita kúgun gegn frjálslyndum skáklum og listamönnum. Það var Ólafur Thors og klíka hans, sem studdi Jónas gegn Boga Frá flotaæfingum Sovétríkjanna. Flugvélar dregnar að lierskipi. Eins og kunnugt er mæla lög Þjóðvinafélagsins svo fyrir, að að- alfundur þess skuli vera skipaður mönnum, sem sæti eiga á Alþingi á hverjum tíma og engum öðrum, fundur þessi er þvi raunverulega fundur í Sameinuðu þingi. Aðal- fundur þessa árs var settur fyrir nokkrum dögum í sölum Alþingis. Jónas Jónsson leitaði hófanna hjá fundarmönnum, um að gera breyt ingu á félagslögum, að stjórn skyldi skipuð þeim mönnum, sem sæti eiga í menntamálaráði á hverjum tíma. Hugmynd hans var að láta menntamálaráð hefja stórfellda útgáfustarfsemi fyrir ríkisins fé ,en láta hana ganga undir nafni Þjóðvinafélagsins. Alþingismenn tóku þessu þung- lega. Jónas gerðist þá espur (hann gefur sérþekkingu Helga Tómasonar daglega hin beztu 'meðmæli, auðvitað á sína vísu) og hótaði að starfsemi Þjóðvina- félagsins skyldi verða kæfð í bókaflóði frá menntamálaráði, ef þingmenn létu ekki skipast við ofsa hans. Nú þótti málum í ónýtt efni komið og var fundi frestað. Þetta fundarhlé hafa þeir Jón- as og Ólafur Thors notað til þess að semja. Gamli maðurinn krefst mikilla bóta. Hann hefur látið manndóm sinn, æru og fortíð í gin Kveldúlfs. Ólafur telur rétt að launa honum að nokkru og heitir að styðja hann til for- mennsku í Þjóðvinafélaginu, í stað Pálma Hannessonar. Auk þess lofaði hann að beita sér fyr- ir því að samþykkt yrði tillaga þess efnis að skora á stjórn Þjóð- vinafélagsins og Menntamálaráð að hafa sem nánasta samvinnu. 1 gær gengu þingmenn til fram- haldsaðalfundar. Leikar fóru svo að Jónas Jónsson var kosinn for- maður með 21 atkvæði, Bogi Ól- afsson menntaskólakennari fékk 18. Ölafur Thors og hans þæg- ustu þjónar réðu úrslitunum. Með Jónasi voru kosnir í stjórnina Bogi Ólafsson, Guðmundur Finn- bogason, Barði Guðmundsson og Þorkell Jóhannesson. Þeim er ætlað að lúta stjórn gamla manns ins með vottorðið frá Helga. Með þessu er svo komið að starfsemi menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins hefur verið sameinuð undir stjórn Jónasar frá Hriflu. Þar með eru honum fengnar - til umráða 80 þús. krón- ur til styrktar skáldum og lista- mönnum, þingið hefur afsalað sér þeim rétti að úthluta þessu fé, Þess verður varla langt að bíða að Valdimar Jóhannesson Vöku- ritstjóri fái hærri rithöfundastyrk en t .d. H. K. Laxness. í annan stað hefur Jónas feng- ið aðstöðu til þess að hefja stór- fellda útgáfustarfsemi. Þjóðin á að fá bækurnar fyrir næstum ekki neitt.þær eru einskonar gjöf frá J. J., manninum, sem einu Framhald á 4. síðu. Sovðtrik|nnnm vlklð tr Þfððabandalaglnn. Chatnberlain lofar Rytí-stfórnínní hverskonar hjálp. SAMKVÆMT EINKASKEYTUM TIL ÞJÖÐVILJANS 1 GÆR. Fundur Þjóðabandalagsins samþykkti í dag að víkja Sovétríkj- unum úr Þjóðabandalaginu. Fulltrúi Mexíkó taldi sig ekki fylgjandi brottvikningunni, en greiddi ekki mótatkvæði. Ráð Þjóðabandalagsins staðfesti brottvikninguna síðar í dag Fulltrúar fjögurra þjóða sátu hjá Chamberlain, forsætisráðherra Breta, sagði í ræðu í dag, að brezka stjórnin mundi veita Finnum víðtæka hjálp, senda þeim hergögn og annað það, er þeir þyrftu til að halda ófriðnum áfram. Hernaðartilkynning foringja- ráðs Leningrad-hernaðarsvæðis 13 des.: '„Sovéther er nú kominn 105 Sjómenn íslenzka skípaflot- ans mófmaela 'ho^ormínum4 317 menn af 12 skípum skora á Alþíngi að rýra ekki réftindi sjómanna. Sjómannafélag Reykjavíkur Vélstjórafélag tslands, Stýri- mannafélag tslands, Skipstjórafé- lagið Aldan, Skipstjóra- og stýri- mannafélag Reykjavíkur, Félag íslenzkra loftskeytamanna, Skip- stjórafélag tslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir og jMat- sveina- og veitingaþjónafélag ts- lands hafa sent Alþingi áskoranir frá 317 mönnum á 12 skipum Skora þessir sjómenn á' þingið að undanþiggja stríðsáhættuþóknun þeirra skatti til ríkis og bæja. — En eins og kunnugt er, þá hefur Alþingi neitað a<) verða við þessu Aðeins þingmenn Sósíalistafiokks- ins og nokkrir aðrir voru með því að taka þessa sanngjörnu kröfu sjómanna til greina. Ríkisstjórnin vildi verða við þessu að hálfu Ieyti og fékk þa<) í gegn. Jafnframt skora þessir sjómenn á Alþingi að breyta ekki lögunum um atvinnu við siglingar þannig að draga úr tölu siglingarfróðra og vélfróðra manna á skipum, — en það er eins og kunnugt er tilgang- urinn með einni greininni í „högg- orminum”. Andúðin gegn afturhaldinu vex allstaðar. Þessi mótmæli sjó- manna eru eitt dæmi þess. Og þó mun von á fleiri mótmælum sjó- manna . Verkíýðsfunduir n. k, sunnudag. Landssamband íslenzkra stéttarfélaga boðar til almenns verkalýðsfundar í Nýja Bíó kl. I e. h. á sunnudaginn. Til um- ræðu verður atvinnuleysið og verkalýðsmálin á Alþingi. — Framsögumenn verða úr stjórn Landssambandsins og verkalýðsfélaganna hér í bæn- um. Þjóðviljinn skorar fast- lega á alla verkamenn að mæta á fundinum. km. inn í Finnland í stefnu frá Nchta. I stefnu frá Petrovavodsk tók sovéther járnbrautarbæinn Kitelja við járnbrautina Pitkar- anta—Serdobol. Vegna óhagstæðs flugveðurs hafði flugflotinn sig ekki í frammi”. Fínnar scgjas! taka míkíð herfang. Finnar viðurkenna að sovéther- inn sæki fram í Mið-Finnlandi, en telja vörn sína örugga á öllum hinum vígstöðvunum, og liafi þeir á vígstöðvunum norðan við Lad- ogavatn gert nokkrar gagnárásir og tekið mikið herfang. Samkvæmt sendiherrafregn hef- ur Rauði krossinn danski móttek- ið um 200.000 kr. til sjúkrastöðv- ar á Finnlandi. Finnlandssöfnun Norræna félagsins í Danmörku er orðin yfir 1 milljón kr.óna. Ríkíslögreglu frumvarpíö samþykkt í efrí deíld. Ríkislögreglufrumvarp Her- manns Jónassonar var til þriðju umræðu í efri deild í gær. Sú breyting var gerð á frumvarpinu, að kostnaður við lögreglu þessa má ekki fara fram úr % af venju- legum lögreglukostnaði. Mun Sjóbernaðnrinn harðnar. Orusfa úfi fyrír Uruguay. EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJ KHÖFN I GÆRKVÖLD. Undanfarna daga helur sjó- hernaðurinn aftur dregið að sér athygli. X gær varð sjóorusta við strendur Suður-Ameríku milli þriggja brezkra lierskipa og þýzka beitiskipsins „Graf von Spee”. Laskaðist þýzka skipið alvarlega er tókst að flýja inn til Monte- viedo í Uruguay. Eitt brezku her- skipanna skemmdist allalvarlega í viðureigninni. Samkvæmt alþjóðareglum mega herskip aðeins dvelja 24 klukku- stundir í höfnum hlutlausra þjóða Ef þýzka skipið fer ekki frá Montevideo í kvöld, verður það kyrrsett í Uruguay. En brezku herskipin bíða í mynni La Plata- flóans og er talið ólíklegt að „Graf von Spee” takizt að sleppa frá þeim. Bretar tilkynna að brezkur kaf- bátur hafi í dag skotið tundur- skeyti á þýzkt beitiskip í Norður- sjó og sökkt þýzkum kafbát. þetta hafá verið gert til þess að fá Alþýðuflokkinn til þess að vera með og var frumvarpið þvínæst afgreitt til neðri deildar gegn at- kvæði Brynjólfs Bjarnasonar. En eins og menn muna hefur Hermann Jónasson lýst því yfir að hann muni hafa þessar breyt- ingar að engu, og fara sínu fram um kostnað og vígbúnað og sú yf- irlýsing stendur ennþá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.