Þjóðviljinn - 19.01.1940, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.01.1940, Blaðsíða 1
Sigurbjörn Björnsson gjaldkeri. Héðinn Valdimarsson i'ormaður. Sigurður Guðnason fjármálaritari. Jón Guðlaugsson varaformaður. Siour H-lisfans er siour uerbamaina, sioir Eggert Guðmundsson ritari. Míkíl kosníngaþátttaka, 650 kusu í $ær. — Dagsbrúnar*' fundurínn sýndí glæsilegt fylgí A-lístans Kosniugúi í Dagsbrún í dag varðar líf og afkomu hvers ein- asta verkamanns. Trúnaðarráð Dagsbrúnar liefur stillt upp þeim mönnum, sem hér birtast myndir af, — þeim mönnum, sem Dags- bi*ún treystir tii að vera í stjórn og trúnaðarráði í þeim, hörðustu átökum, sem Dagsbiún og íslenzk verklýðshreyfing hefur átt í. Atvinnurekandavaldið hefur hafið hatrömmustu árás á kjör verkamanna. Það hefur svipt þá réttinum til að semja um kaup sirt, leitt yfir þá sívaxandi dýrtíð, en neitað að hækka kaupið í hlutfalli við dýrtíðina og býst nú tll að lækka það í vegavinnunni Atvinnurekendavaldið eykur atvinnuleysið og þarmeð böl verkalýðs- ins ,en fellir allar tillögur til úrbóta á því. En það ógnar verkalýðn- um með ríkislögreglu og sveitaflutningum. Dagsbrún er eitt sterkasta vígi verkalýðsins gegn þe'ssari árás. Þetta vígi ætla atvinnurekendur að eyðileggja með því að koma er- indrekum sínum í stjórn. Þessvegna skríður afturhaldið saman um að bjóða B-listann fram. En verkamenn Reykjavíkur hafa ekki haldið Dagsbrún uppi í 34 ár, sem sterkustu samtökum sínum, til að missa hana nú þegar mest ríður á. Allir, sem vilja vernda Dagsbrún sem vopn verkalýðsins gegn kaupkúguninni, gegu atvinnuleysinu, gegn réttindaráninu — þeir sameinast nú um A-listann. A-listinn táknar baráttu verkamannsins fyrir alkomu sinni fyrir atvinnu og brauði, fyrir kauphækkun í hlutfalli við dýrtíð, fyrir frelsi og mannréttindum. Baráttan fyrir A-iistanum er baráttan fyrir daglegu brauði verkamannsins! Þá baráttu heyjum við allir lilið við hlið, Dags- brúnarverkamenn! Þessvegna: í dag, allir cítf, með A~lísfanum Dagsbrúnarkosningin hófst kl. 3 í gær. Þátttaka var þegar frá byrjun mjög mikil, og þegar kjör- fundi var frestað kl. 11 í gær- kvöldi höfðu 650 greitt atkvæði af 1721, sem eru á kjörskrá. Öll afturhaldsblöðin höfðu uppi hatraman kosningaáróður í gær og var tónninn hinn sami í þeim öllum — Rússland, Moskva, Finn- land, kommúnismi — þessi eru upphafsorðin og endirinn, uppi- staðan og ívafið i öllum þeirra á- róðri, og Vísir skinnið er svo hreinskilinn að hann segir blátt á- fram, að hann sjái enga ástæðu til að ræða um „einstök hags- munamál verkamanna” að þessu sinni, hann ætlar að láta sér nægja með Finna og Rússa. Kl. 31/2 boðuðu „lýðræðisflokk- Framhald á 4. síðu Íhaldíð fellír skynsamlegusfu tillöguna um arðbæra atvinnuauknín$u að verja einni milljón króna til að skapa hafnarmannvirki í Örfirisey Samkvæmt þessarí tíllögu Sósíalisfaflokksíns átti að hlaða erfírísey upp, allf úr islenzku efní fíl að gera hana að öruggum hluia hafnar«« mannvirkjanna og hafa þar olíugeyma, kol o. fl. íhaldið hefrn- nú sem endranær sýnt hug sinn í garð verka- lýðsins í Reykjavík og þá einkum Dagsbrúnarmanna. Það hefur, —- í bæjarstjórninni við 2. umræðu f járhagsáætlunarinnar — stein- drepið allar tillögur SósíalistafloUcsins um stórfelldar atvinnufram- kvæmdir. Aðaltillaga bæjarfulltrúa SósfalLstaflokksins í sambandi við í járhagsáætlunina var eftírfarandl: Verja skal einni milljón króna til rannsókna á hvemig hægt sé að gera Örfirisey arðbæra fyrir hafnarsjóð og til framkvæmda á því síðan. — ÖrfirLsey verður að hlaðast upp, ef hún á ekki smám- sarnan að brotna niður og eyðilej.gjast þar með fyrir Reykjavíkur- höfn. Það má hlaða eyna upp úr grásteini, sem nóg er til af hér á hentugum og nálægum stað. Með því að hlaða örfirisey þannig upp ntá um leið gera hana að dýrmætri lóð fyrir hafnarsjóð, innlima liana i liafnarmannvirkin og flytja þangað olíugeymana, kolaplássin, slipp o. fl., sem alls ekki á að vera í fisldhöfn og almennri flutninga- höfn bæjarins. Ti! þessara gífurlegu fram- j kvæmda þyrfti næstum engan gjaldeyri. Islen/.k vinna og ís- lenzkt efni gæti gert þessa eign( arðbæra fyrir Reykjavíkurhöfn og bjargað höfninni frá eyðiieggingu um leið. Hafnarsjóður er sá aðili, sem hægast ætti með að fá lán af öll- um. Og þetta mannvirki, sem gæti orðið upp á 6—8 milljónir, ]ægar því væri lokið, er lang heppileg- asta atvinnuaukning á stríðstím- um, þegar spara Jiarf erlendan gjaldeyri. En íhaldið er ekki að hugsa um atvinnu handa verkalýðnum. Það sem því liggur á hjarta er að fá aðstöðu til að kúga hann. Þess- vegna vill það senda atvinnuleys- • ingjana nauðuga upp í sveit, til að deyja þar fyrir drottinn íhaldsins, en neitar þeim um að fá að vinna arðbæra vinnu hér. Ihaldið lét sér ekki nægja að drepa þessa beztu og stórkostleg- ustu tillögu Sósíalistaflokksins um atvinnuaukningu. Það felldi líka að veita 90 þús kr. til nýrrar akbrautar út úr lænum í framhaldi af Skúlagötu frá Barónsstíg. Og þarf þó ekki nema íslenzkt efni í hana og næg- ar eru hendurnar til að vinna. Þannig fór um hverja tillögu Sósíalistaflokksins á fætur ann- arri. Allt, sem miðaði að því að uka atvinnu og bæta afkomu verkalýðsins var drepið við at- kvæðagreiðsluna í bæjarstjóm. Ihaldið hefur þannig enn sýnt Framhald á 4. síðu. Sandler nili fan i stidnlð Souétfibín EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJ. Á fundi sænska þingsins í gær urðu orðaskiptí rnilli forsætísráð- herrans Per Albin Hanson, og Sandlers, fyrrverandi utanrílds- ráðherra, er vakið hafa mikla at- hygli. Sandler réðst hvasslega á hálf- velgju þá, er hann taldi vera á fram kvæmd norrænnar samvinnu. Sagð- ist hann hafa farið frá vegna á- greinings ,.um þau mál. Hann liti Bvo á að norræn samvinna ætti einn- ig að vera náin hernaðarsamvinna. og hefði hann litið svo á að hem- aðarsamvinna Svíþjóðar og Finn- lands hefði átt að vera víðtækari en svo, að hún miðaðist eingöngu við endurvíggirðingu Álandseyja. Forsætisráðherrann mótmælti um mælum Sandlers. Taldi hann að hug- mynd Sandlers um hernaðarbanda- lag Norðurlandaríkjanna gæti ekki samrýmzt hlutleysistefnu þeirri, er Norðurlandaríkin fylgdu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.