Þjóðviljinn - 08.02.1940, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.02.1940, Blaðsíða 3
T-J6ÐVILJINN Fimmtudagur 8. febrúar 1940 Mtai m mm Hlt Uúzka oo oosk-Mi ooMdslos í Islhaostooa Ráðstefnu Balkanbandalagsins er nú nýlokið. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma hefur auð- valdinu enska mistekizt að draga Balkanríkin meira en áður inn undir áhrif sín. Að öllum líkind- um má frekar segja, að enska stórveldastefnan hafi á þessari ráðstefnu beðið lægri hlut. Ástæðurnar til harðnandi átaka stórveldanna um Balkanríkin eru þær, sem hér skal greina: Líkurnar til þess að úrslit fáist með orustum á vesturvígstöðvunT um eru hverfandi litlar. Minnsta kosti reikna Bandamenn ekki með því að geta brotið þýzka herinn þar á bak aftur með árásum. Þessvegna verða Bandamenn að treysta á eittaftvennu (eðahvort tveggja), til að vinna sigur. Ann- arsvegar alger einangrun Þýzka- lands viðskiptalega. Hinsvegar á- rásir á það annarsstaðar frá, þar sem Iandamærin eru ekki eins vel varin og að vestan. Einangrun Þýzkalands gengur erfiðlega. Og eitt stærsta gapið í þeim hring, se'm Bandamenn reyna að slá um Þýzkaland, er Balkanskagi. Yfir Balkanskagann liggur verzlunarleið Þýzkalands, ekld aðeins við Balkanríkin, held- ur og við Austurlönd. Viðleitni Englands til að hindra þessi við- skipti er því mjög skiljanleg. Að- ferðin er að reyna að mynda Balk anbandalag undir enskri forusti: — eða ná því bandalagi, sem nú er þar, (Rúmenía, Jugoslavia, Grikkland og Tyrkland) undir sína forustu. Hernaðarlega séð er líka nauð- synlegt fyrir enska auðvaldið að reyna að draga fleiri lönd inn í stríðið og koma þar fyrst og fremst til greina fyrir það Balk- anríkin og Norðurlönd. Áskorun Churchills til hlutlausu landanna verður ekki misskilin. Átökin um rúmensku olíuna nú sýna, að fyrr en varir getur ágreiningurinn nálg ast stríðshótun. 1 viðureign sinni um Balkan hafa bæði þýzku og ensk-frönsku stórveldastefnurnar sterk tromp á hendinni. Þýzka stórveldastefnan beitir bæði fjármálaáhrifum og pólitísk- um og hernaðarlegum hótunum. Balkanríkin eru illa sett gagn- vart hernaðarvél Þýzkalands og innbyrðis klofin gagnvart því, ef til átaka kæmi. Þýzkaland beitir Ungverjalandi og Búlgaríu fyrip sig, með því að lofa að styðja kröf ur þeirra til landa á hendur Rúm- eníu, — ef Rúmenía ætlar að leggj ast á sveif með Englandi. Og Balkanríkin þekkja það frá stríð- inu 1914—18 að fá þýzka herinn yfir sig. Þá eru verzlunaráhrif Þýzka- lands á Balkanskaga ekkert smá- ræði. 1938 var innflutningur Balk- anríkjanna frá þessum þremur stórveldum, sem hér segir, í pró- sentum: Engl. Frakkl. Þýzkal. Búlgaría 7 4 58 Grikkland 13 1,5 31 Ungverjaland 6 1,5 48 Rúmenía 8 8 50 Tyrkland 11 1,3 50 Júgóslavía 9 3 50 Útflutningur Balkanríkjanna til þessara stórvelda var sama ár: Engl. Frakkl. Þýzkal. Búlgaría 5 1,5 63 Grikkland 8 3 41 Ungverjaland 8 2 50 Rúmenía 11 5 36’ Tyrkland 3,5 3,5 50 Júgóslavía 10 1,5 50 Af öllum tölum má sjá hve gíf- urleg verzlunaráhrif Þýzkalands eru á Balkanskaga. Og þó þau við- skipti Þýzkalands hafi auðvitað minkað síðan stríðið skall á, þá hefur það samt úrslitaáhrif á verzlun þessara landa. Enska og franska auðvaldið hafa líka sterl: vopn á hendinni í baráttu sinni. Það eru lánstilboð- in, þátttaka í fyrirtækjum í lönd- um þessum, auðmagnsútflutningur til þeirra í stórum stíl. Bandalags samningurinn við Tyrkland — stórkostlegur lánssamningur var gerður um leiö — sýnir og sann- ar hversu sterkt vopn þetta er. — Það er Tyrkland, Júgóslavía — og að vissu leyti Italía — sem enska auðvaldið beitir fyrir sig á Balkanskaga. Vinnur enska auð- valdið markvíst að því að tengja Italíu sér f jármálalega. Og verzl- unarpólitík Englands og Frakk- lands hefur nú tekið stakkaskipt- um gagnvart Balkanríkjunum. — Þannig hefur England keypt geysi legar kornbirgðir í Rúmeníu og Júgóslavíu og er að semja um slík kaup og kaup á hráefnum í Búlgaríu og Ungverjalandi, og Frakkland hefur keypt alla tóbaks uppskeru Grikklands, sem áður fór til Þýzkalands. Þannig er nú togazt á í hverju Balkanríki. öllum meðulum er beitt í þessum átökum stórveld- anna, allt frá baktjaldamakki, mútum og verzlunaráhrifum til beinna stríðshótana Og þó cekizt hafi, að því er virðist, í augnablik- inu, að hindra að Balkanríkin dragizt inn í ófriðarbálið, þá er enginn kominn til að segja hve lengi friður helzt þar. Þar sem svo kröftuglega er kynt undir sem nú á Balkanskaga, er ekki ólíklegt að upp úr logi fyrr eða síðar Fnllkomnasta GÚMMÍVIÐGERÐARSTOFA BÆJARINS. Simi 5113. Sækjum. Sendum. Gúmmískógerðin LAUGAVEG 68. xxxxx>o<xxxxx Safnið áskiifendom xxxxxxxxxxxx Teikningin sýnir helztu ítök þýzka auðvaldsins í atvinnulífi Balkan- ríkjanna (annarra en Grikklands og Tyrklands). Ungverjaland: 1. Framleiðsla járnbrautarvagna í dótturfyrir tæki Krupas-verksmiðjanna. — 2. „Kabel”-framleiðsla verksmiðja Felten & Guillaume heyrir til Arbed (Schneider)-hringnum þýzka. 3. Hin stórkostlega vélaverksmiðj a Hofherr-Schrantz er eign Lanz- firmans í Vín. Rúmenía: 4. Þýzka spunaverksmiðjan Schöller er nátengd „Firolana” í Rúmeníu. 5. Einkaréttur á verzlun með jám og stál, eru í höndum Wolff’s, Berlín. — 6. Framleiðsla eimlesta og bifreiða er í höndum Henschel & Sohn „Steaua Motrica”. — 7. Einkarétt á sojubaunaframleiðslu hefur þýzki efnahringurinn I. G. Farben. — 8. og 9. „Miroflor” og „Buna Speranta”, tvö minniháttar olíufélög eru undir þýzkri stjóm. — 10. Olíufélagasamsteypa (Dresdner Bank). Búlgaría: 11. „Kabal”framleiðsla Felten & Guillaume, heyrir til hringnum Arbed (Schneider). — 12. Vinnslu pírín-, blý-, zink- og járnnámanna er stjómað af Otto Wolff, Berlín. Júgoslavía: 13. Antimonverksmiðjurnar í Krupani ' eru eign Krupps (Essen). — 14. Manganesium-, magnesíum- og koparnám- ur eru í eign Málmfélagsins í Frankfurt — 15. Stálverksmiðjurn- ar „Demag” og Klöckner. — 16. Olíufélagið „Panonia” er alger- lega á þýzkum höndum og vinnur fyrir olíuhreinsunarstöð í Mar- burg (Þýzkaland). — 17. Járn- og stáleinkarétt hefur Krupp (Es- sen’). — 18. Málmsmíðaverksmiðjur Zuenica eru í eign Krupphrings ins. Níkkel~hrmgur~ ínn og níkkelnám urnar i Peísamo í húsinu nr. 67 í Wall Street í New York hefur nikkelhringurinn aðsetur sitt. Nikkel er efni, sem er alveg ómissandi fyrir stálfram- leiðsluna. Þessi nikkelhringur ræð ur yfir 90% af allri nikkelfram- leiðslu jarðarinnar. Höfuðstóll hringsins er 254 milljónir dollara (eða 1650 milljónir ísl. kr.). Aðaleigendur hringsins eru Mor gan og Dupont í New York og Imperial Chemical Trust í Lond- don. Formaður hringsi'ns heitir Robert Stanley og er hann einnig einn af forstjórum ameríska stál- hringsins og þar er hann fulltrúi Morgans. 'Þessi nikkelhringur á hinar miklu nikkelnámur við Petsamo í Finnlandi. Um þær segir í Kaup- hallartíðindum New York 8. nóv. síðastl.: „Auðmagnið, sem nikkelfélagið hefur sett í nikkelframleiðslu Pet- samo-svæðisins nemur yfir 7 millj- ónum dollara. Árið 1933 greiddi félagið tæpar 3 milljónir dollara fyrir iðnaðarútbúnað og á árinu 1939 yfir 4,300,000 dollara”. „Wall Street Journal” vitnar í ræðu Robert Stanleys yfir hluthöf um nikkelhringsins 1837, þar sem hann sagði: „Síðustu jarðfræðirannsóknir, sem fram fóru 40 mílum sunnan við Petsamo í nánd við Sovétlanda mærin, leiddu í ljós að á þessu svæði er afarmikið um nikkel, sem er fyrirtak að gæðum. Við gerð- um nú ráðstafanir til að hækka nikkelframleiðsluna upp í 500 tonn á mánuði og járnmálminn upp í 250 tonn”. Samkvæmt yfirlýsingum Ryti- stjórnarinnar í Helsinki eru í Pet- samo-héraðinu 3—4 millj. tonna af nikkel. Árleg framleiðsla Petsa- mo-námanna hefur verið 3 þúsund tonn, eða meira en í nokkru öðru landi í Evrópu. Ryti, bankastjóri Finnlands- banka, núverandi forsætisráð- herra Helsinki-stjórnarinnar, hef- ur á síðustu árum hvað eftir ann- að heimsótt Wall Street, — götu bankanna og heimshringanna í _^7u<itrí&in<j&r 1 ih Alþýðublaðið hneykslast á því, að Þjóðviljinn skuli telja Finna jafnfjarskylda okkur og Kongó- negra. Þjóðviljinn tók þetta dæmi til að sýna fram á hve kjánalegur sá undirróður er, sem hafinn er hér fyrir Finnum sem „frænd- þjóð” vorri. Því það er vitanlegt þeim, sem um mannfræði hugsa, að Finnar eru af mongólsku kyni og tunga þeirra af mongólskum uppruna. Sá mannflokkur, er þeir tilheyra, er því jafnfjarskyldur Indó-Germönum sem negrar eða Indíánar. — Þar með er síst nokk- uð ljótt sagt um Finna. Þeir væru hvorki betri né verri fyrir að vera skyldir okkur, — og frelsisbarátta finnskrar alþýðu gegn kúgurum hennar á jafnmikla samúð okkar skilið eins og frelsisbarátta kín- verskrar alþýðu, negranna eða þýzku og ensku alþýðunnar. — En bjánaskap burgeisanna í skyld leikaundirróðrinum ber jafnt að brennimerkja fyrir það. Kaupum tómar flösknr Flestar tegundir. Kaffistofan. Hafnarstræti 16. „Sambandstíðindi”, nefnist mán aðarblað verkamálaráðs Alþýðu- sambands Islands. Þjóðviljanum hafa borizt 5. tbl. 1. árg. og 1. tbl. 2. árg. Flytur blaðið frásagnir um mál er dæmd hafa verið í Félags- dómi, skýrslur um kaupgjald, o. fl. Ritstjóri er Qskar Sæmundsson New York. Hann er sömuleiðis beinn umboðsmaður Montague Normans, bankastjóra Engiands- banka. — Hagsmunir alþjóðaauð- valdsins gagnvart finnsku alþýð- unni eru því í góðum höndum þar sem Ryti er. TILKTNNINfl Frá og með fimmtudeginum 8. þ. m. hækka dömu- og karlmanna- klippingar (14 ára og eldri) um25 aura. Frá sama tíma verður liætt að gefa afslátt þann af rakstri, sem gefinn heíur verið að undan- förnu. RAKARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR Eígníst eítthvert glæsílegasfa skáid~ fítíð, sem tíl er á íslenzku: Halldór Kílían Laxness: Saga ólals Kárasonar (liísuimnis (Ljós heímsíns, Höll sumarlands- íns oq Hús skáldsíns), fæst á 15 kr« óbundín oq 20 kr. í bandí, séu öll bíndín keypt í eínu. Notið þessi einstöku kjör, meðan þau standa. Sent gegn póstkröfu hvert á land sem, er. BóMun HeMugli U. í. Laugaveg 38. — Sími 5055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.